Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 12
' 12 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 4. nAv. 1966 Loftpressur Lítið loftpressufyrirtæki er til sölu. Fyrirtækinu fylgja nýjar og góðar vélar og áhöld. Tilvalið fyrir einn eða tvo menn sem vilja skapa sér góða fram- tíðaratvinnu. Upplýsingar í síma 13536. Vauxhall eigendur Við sjáum um þjónustuna á VAUXHALL. HEIWILL Ármúla 18 — Sími 35489. Ibúð til sölu 3ja herbergja íbúð á 8. hæð Hátúni 8 er til sölu. fbúðin er vel frágengin, sérhiti, teppalögð góð geymsla, fullkomið þvottahús í kjallara, fallegt út- sýni. — Laus til íbúðar eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 17995 eftir kl. 2 á morgun. m. a. sykurpabbakjólar, síðir samkvæmis- kjólar, stuttir samkvæmiskjólar, jersey- kjólar, ullartaukjólar. Enskar kápur m. a. svartar kápur með skinnkrögum — tweed frakkar — táningakápur. MARKAÐURINN Laugavegi 89. Nr. I í USÁ því það er raunhatf hjólp — CUarasil „sveltif fílípensana Þetta v'sindalega samsetta efni getur hjólpað yður ó sama hótt og það hefur hjólpað miljónum unglinga í Banda- rikjunum og víðar - Því það er raunverulega óhrifamikið,- Hörundslitað: Clearasil hylur bólurnar á maðan það vinnur á þeim. Þar sem Clearasil er hörundslitað leynast filípensarnir — samtímis þvi. sem Clearasíl þurrkar þá upp með þvi að fjarlœgja húðfituna, sem ncerir þó — sem sagt .sveltir þá. 1. Fer inní húðina Q 2. Deyðir geriana 3. „Sveltir- fílípensana • ••••••• •♦•••• • • • •_• •_• e_e e •••••••♦•••••• •■• * * • ••••••••• \ HEIMA OC HEIMAN í VIKUNNI drápum við á dyr hjá vegamálastjóra, Sigflrði Jó- hannsyni, og lögðum fyrir hann þá spurningu, sem er ofarlega í huga margra bíleiganda: Hve lengi eigum við að gera ráð fyrir að þurfa að aka nýju bílunum eftir sömu„gömlu og holóttu veg- unum hér í þéttbýlinu? Sigurður var alvarlegur á svip á meðan hann kveikti í pípunni sinni, leit svo upp og sagði: „Því miður, við erum komnir í strand. Við getum ekki gert neitt frekar í málinu nema að við fáum aukið fé til umráða. Stjórnarvöldin hafa málfð til athugunar — og þar til þeirri athugun er lokið bíðum við og vonum hið bezta. Það er gersamlega vonlaust að halda þessum fjölförnu malar- vegum í nágrenni Reykjavíkur lengur í sæmilegu ástandi. Það er vonlaust". Þetta sagði vegamálastjóri og Ijóst er því, að við stöndum á tímamótum í vegamálum — hvort sem okkur líkar betur eða ver. Sú var tíðin, að menn hentu garnan að ástandi veganna, töl- uðu um holur, hristing og velt- ing — og hlógu. Nú er öldin önn- ur. Okkur stekkur ekki einu sinni bros á vör, þegar talið berst að vegunum. Þetta er orði’ð eitt af alvörumálunum — a.m.k. hjá bif reiðaeigendum. Og hver er það, sem ekki á — eða ætlar að eign- ast bifreið? Meðalaldur fólks er óvíða jafn- hár og á íslandi. Ástæðan er vafa laust hið góða lífsviðurværi lands manna og heilsugæzla. Meðalald- ur bifreiða er líka hærri hér en víðast hvar annars staðar. Ekki er það viðurværíð, rússneska benzínið, eða vegirnir, sem halda lífinu í farartækjum okkar. Það er þrautseigja þeirra, sem bæta ryðguð bretti og reyra saman brotna bíla. Og þó fyrst og fremst þrautseigja þeirra, sem borga brúsann og tekst að skrapa sam- an nógu miklu til þess að halda apparatinu gangandi, samt ekki það miklu, að hægt sé að losa sig við garminn og kaupa nýjan. Þriðjungur fólksbíla okkar er orðinn 10 ára eða eldri, en í ná- grannalöndum okkar er ekki ó- algengt, að 3—4% bílanna nái þessum aldrL Yfirburðir okkar eru því Ijósir á þessu svfði sem ýmsum öðrum. En bílaeignin he'ldur áfram að aukast sem betur fer og vega- málastjóri sagði okkur, að vöxt- urinn hefði að undanförnu orðið mjög svipaður því, sem skrif- stofa hans hafði ráðgert. Aukn- ingin var mest árið 1963, eða 14,8% og þá voru fluttir inn 4,463 hílar. Næstu tvö árin á eftir var innflutningur jafn, tæplega fjög- ur þúsund bílar hvort árið. Fyrstu níu mánuði þessa árs nef- ur innflutningurinn hins vegar orðið 4,674, eða nær helmingi meiri en'á sama tíma í fyrra. Heildarbílaeignin í byrjun þessa árs var tæplega 35 þúsund bílar og gert er rá‘ð fyrir að í byrjun ársins 1968 eigi íslendingar lið- lega 40 þúsund bíla. Árið 1965 var að meðaltali fimm og hálfur maður á hvern híl hérlendis, en reiknað ér með því, að árið 1971 verði einn blll á hveria fjóra landsmenn. Þá verða íslendingar um 215 þús- und og bílaeignin því tæplega 55 þúsund. Samkvæmt áætlunum vegamálastjóra verður einn bíll á hverja þrjá fslendinga árið 1977 — og árið 1980 má gera ráð fyrir að bílaeign okkar verði milli 80 og 90 þúsund, en lands- menn verða þá um 255 þúsund. Og þanga'ð til eru ekki nema þrettán ár. Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri. Af öllu þessu er ljóst, að ærin ástæða er til þess að hugleiða nýjar aðferðir. Það dugar ekki lengur að bera ofan í holurnar — því, eins og vegamálastjóri segir: „Lítum á veginn upp í Mos fellssveit, förum jafnvel alla leið til Þingvalla. Bílarnir tæta þenn- an veg í sundur á nokkrum klukkustundum, ef duglega rign- ir dagstund. Við þurfum ekki að aka langa leið til þess að telja tíu þúsund holur. Og þær verða hundrað þúsund, milljónir, ef við ökum nógu langt. Nei, það er vonlaust verk að fylla holurnar á þessum fjölförnu vegum. Það er hægt að gera ótalmargt til þess að korna þessum málum í betra horf, en til þess þarf fé, mikið fé. Miðað við íbúafjölda eru þjóðvegir hér nær þrisvar sinnum lengri en t.d. í Noregi — og þar þykir vegakerfið mikið og allerfitt í viðhaldi. Það er dýrt fyrir litla þjóð að búa í stóru landi og ætla sér að leggja góða Bílaeigendur gefast ekki upp á núverandi vegum fyrr en þeir eru reiðubún- ir til þess að kaupa nýja vegi því verði, sem þeir kosta, segir vegamála- stjóri. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ vegi. Og þessa vegi borga engir aðrir en fólkið í landinu. Ef það vill betri vegi verður það að leggja meira fé til þessara fram- kvæmda. Þetta er ósköp einfalt". „Vegagerðin er ekki lengur á fjárlögum, en hún fær kr. 3,67 af hverjum benzínlítra, gúmmí- gjaldið og þungaskattinn. En jafnvel þótt bí'lafjöldinn aukist eins og áætlað er duga tekjurnar ekki til þess að gera marga góða vegi fyrir bílaeigendur landsins“. „f nágrannalöndum okkar er talið, að 200—300 bíla umferð á dag sé hámarksálag á malarvegi — og ég geri ráð fyrir að í reyndinni sé þetta svipað hér hjá okkur“, hélt vegamálastjóri á- fram. „Samkvæmt vegalögunum eru vegirnir flokkaðir í þrjá meginhópa: Hraðbrautir, þjóð- brautir og landsbrautir. Hrað- brautir A eiga að leggjast slit- lagi á fjórfaldri akbraut og er þá miðað vi'ð vegi, sem reiknað er með að hafi bílaumferð sem svar ar yfir 10 þúsund á dag að sumar lagi — og að umferðin hafi náð þeirri tíðni innan 20 ára. Hrað- brautir B eru þær, sem innan 10 ára hafa umferð frá þúsund upp í 10 þúsund bíla á dag yfir sum- armánuðina og er ráðgert að leggja þá yegi varanlegu slitlagi á tvöfaldri akbraut. Árið 1964 náðu hraðbrautir ekki nema 150 km vegakafla samtáls, en aukist umfer'ðin um 7% á ári tvöfaldast hún á tíu árum — og sjáum við þá, að hraðbrautirnar lengjast stöðugt. Ekki síður ef við tökum tillit til þess, að umferðaraukn- ingin er ekki 7%, heldur sums staðar 10—15%. Á Keflavíkur- veginum hefur hún t.d. verið 14%, en það er líka eini varan- legi þjóðvegurinn okkar“. „Vegurinn upp á Akranes, upp í Borgarnes og að Dalsmynni telj ast til hraðbrauta. Umferðin er orðin það mikil núna, að hún vertSur örugglega komin yfir þús und bíia á dag eftir 10 ár. Enn- fremur Þingvallavegurinn — og vegurinn austur fyrir Selfoss, alla leið að Skeiða-vegamótum“. „Og hve miklu verjum við svo til hraðbrautanna? Jú, sam- kvæmt vegalögunum einum 10 milljónum á ári. Af þeirri upp- hæð fara 6,8 milljónir til greiðslu á lánum vegna Keflavíkurvegar- ins, en 3,2 milljónir í Suðurlands- veginn nýja. Ég er hræddur um að við yrðum ekki komnir langt eftir 10 ár með sama áframhaldi, ef við gætum þess, að hver kíló- metri varanlegs vegar kostar 5—• 6 milljónir. Og þrátt fyrir þetta framlag til Keflavíkurvegarins til viðbótar vegaskattinum hrekk ur upphæðin ekki til þess að standa undir afborgunum og vöxtum fyrir árin“. „Olíumöl?" Jú, hún getur ver- i'ð ágæt að vissu marki, en hún er ekki það, sem við köllum var- anlegt slitlag. Sviar eru braut- ryðjendur hvað olíumöl varðar og þeir telja notkun hennar end- urbætta aðferð til viðhalds mal- arvega. Ekki þýðir a’ð leggja olíu möl á vegi, sem hafa yfir þúsund bíla umferð á dag — og það, seni meira er: Það er þýðingarlaust að-leggja ólíumöl með góðum ár- angri án þess áð undirbyggja veg ina áður — á sama hátt og þeir eru búnir undir malbik. Megnið af vegum okkar þarfnast algerr- ar endurnýjunar — alveg frá grunni. Þessi endurnýjun er til- tölulega kostnaðarmikil og þegar henni lýkur skiptir það oft til- tölulega lifclu máli hvort lögð er olíumöl eða asfalt — þ.e.a.s. þetta hefur ekki úrslitaáhrif á heildarkostnaðinn". „Hvort við eigum að endunr- nýja vegina með fé, sem fengist við innheimtu vegatolla? Æski- legt væri að nota þá aðferð að vissu marki þar sem hægt væri að koma henni við. En hvar ætt- um vi'ð t.d. að setja tollskýli á veginn upp í Mosfellssveit? Það eitt er ekki svo lítið vandamáL Við verðum að taka stór lán ef við ætlum að gera eitfchvað, sem Framhald á bls. 21 SÖLUMAÐUR ÖSKAST Óskum eftir að ráða sem fyrst ungan reglusaman mann til sölu og afgreiðslu- starfa í raftækjaverzlun vorri Hafnarstræti 23. Nánari upplýsingar veitir verzlunarstjórinn. DRÁTTARVÉLAR H.F. Hafnarstræti 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.