Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 17
FBstudfagur 4L nflv. Í999 MORGUNBLAÐIÐ 17 vini og nágranna. En lán er ekki lengur en léð er. Guðni dó í nóvember 1964, og þá var dimmt yfir heimili Helgu, en áfram var haldið að rækja skyldurnar við lifið og starfið meðan dagur var. Helga var fjarska vel vinnandi kona og kom ótrúlega miklu í verk. Á unga aldri átti hún ynd- islega dvöl í Varmahlíð undir Eyjafjöllum við að læra fata- saum hjá vinkonu sinni, önnu Einarsdóttur, síðar húsfreyju á Yzta-Skála. Vefari var Helga mikill og góður, og prjónles henn ar hlýjaði ótrúlega mörgum höndum og fótum. Það vita þeir bezt, sem kynntust Helgu síð- ustu ár hennar í Skógum og sáu sokka- og vettlingaplöggin, sem felld voru af prjónum henn- ar daglangt — ög mér liggur við að segja: náttlangt — árið um kring. Fyrir mörgum var hugs- að, skyldum og vandalausum, með þeim hætti. Svo ágætt sem þetta allt var, er þó miklu meira vert um það, sem bar önnina uppi, „kóngborna sál“. Það varð öllum gott í geði, sem komu inn í herbergið hennar Helgu austur í Skógum. Öllum var fagnað með innilegri hlýju og með frjálsum, glöðum samræð- um um líðandi stund og liðna daga. Skólabörnin og börnin í Skógum rötuðu að rúmi Helgu og áttu í henni ömmu og móð- ur. Helga var vitur kona og við- sýn .Hún varð fyrir miklum S- ' föllum með heilsu sína á efri árum, en andinn stóðst allur raunir, og á honum var aldrei nein ellimörk að finna. Helga og Guðni áttu miklu barnláni að fagna. Börn þeirra eru: Þórarinn læknir, giftur Sig- ríði Theódórsdóttur, Bergþóra, gift Sigurði Guðmundssyni skóla stjóra, Þórhalla, gift Óskari Lár- ussyni bifreiðarstjóra, og Guð- rún hjúkrunarkona, gift Kára Sigfússyni viðskiptafræðingú Elztu börn þeirra hjóna, tví- burar, dóu kornung. Helga frá Krossi dó í Lands- spítalanum þann 25. októberi Með virðingu og þökk er nún kvödd af öllum samferðamönn- um, sem hún auðgaði með lífi sínu. Hún var sannur vinur vina sinna og bað þeim blessunar i bænum sínum. Blessuð er og verður minning hennar. Þórður Tómasson. %/vaaopea TRÆT0FLER " Til trætte fodder Stotter foden anatomisk korrekt Det hvide perforerede skind giver behagelig ventilation Hvid gunimisál BUXNADRAGTIR PILS og JAKKAR NÝTT FRÁ LONDON. LAUGAVEGI 116. ENSKAR KÁPUR OG PELSAR POPLÍN- KÁPUR KÁPUR LAUGAVEGI 116 Helgo María Þor- bergsdóttir - Minning HEIjGA MARIA Þorbergsdóttir er horfin úr hópnum, og skarðið er stórt eftir þá blessuðu heiðurs konu. Ævi hennar byrjaði aust- ur í Skógum í Mjóafirði. Þar fæddist hún 23. júní 1885, dóttir Þorbergs Jónssonar, ættaðs úr Þingeyjarsýslu, og Jórunnar ICetilsdóttur frá Ásólfsskála und- ir Eyjafjöllum. Hátt á þriðja ári fluttist hún með mömmu sinni sjóveg austan frá Mjóafirði til Vestmannaeyja, á leið til Eyja- fjalla. Lenti skipið þá í háska- veðrinu, sem Eyfellingar nefndu pálmaveður, en það svipti hefð- arsetrið Holt undir Eyjafjöllum kirkju sinni og gaf hana bæ Ás- ólfs alskiks á Austasta-Ásólfs- skála. Jórunn, móðir Helgu, dvaldi með hana á ýmsum stöðum und- ir Eyjafjöllum og í Austur-Land eyjum, lengst á Seljalandi, Búð- arhóli og á Seli. Þau þrjú heim- ili urðu henni skóli. Á Seljalandi hjá Sigurði frá Barkarstöðum var hún í þjóðbraut á glaðværu menningarheimili, sem gaf henni gott veganesi. Þar lærði hún m.a. kvæði, sálma og söngva, er var óþrotlegur fjársjóður. Á Búðarhóli batzt hún vinakynn- um við leikfélaga, er hún unni til hinztu stundar, Bjarna á ILaugarvatni, Oddnýju læknis- frú á Stórólfshvoli, Jórunni móð ursystur mína og fleiri. Hjá Valtý Brandssyni og Guðbjörgu Guðmundsdóttur á Seli óx hún upp til þess að verða álit.leg stúlka, vel verki farin og hvers manns hugljúfi. Augu margra ungra manna horfðu þá að Seli, en ungur Vestur-Landeyingur, Guðni Gíslason í Gerðum (f. 26. 10. 1879), bar sigur úr býtum. Guðni í Gerðum var ákaflega aðlaðandi maður í kynnum og að sama skapi prýðilega gefinn, trúmaður og trúrækinn svo að af bar. Hann byggði sér bæi í æsku líkt og önnur börn, en bær hans var aldrei kirkjulaus. Hon- um bar því vel í veiði, er Kross í Landeyjum, hálflendan, losnaði 1925 við fráfall séra Þorsteins Benediktssonar. Sótti hann um jörðina og fékk sér byggða. Fluttu þau Guðni og Helga með börn sín og bú sitt að Krossi í fardögum 1925 og settust að í íbúðarhúsi séra Þorsteins, á Lundi, þar sem þau bjuggu til 3901, er búi var brugðið. Minnt- ust þau jafnan landsdrottna sinna með miklum hlýhug, mæðgnanna Höllu Bjarnadóttur frá Fitjamýri og Sigríðar Sveins- dóttur á Nönnugötu 1A í Reykja vík. Séra Þorsteinn átti sjálfur góðan hlut að því, að þau kom- ust að Krossi. Var það þakkar- efni, sem ekki gleymdist. Jórunn móðir Helgu flutti með þeim hjónum að Krossi. Studdi hún þau af frábærri dyggð, með- an kraftar entust. Hún dó 1934. Guðni og Helga á Krossi voru víðkunn fyrir gestrisni. Þau voru víst aldrei rík á veraldarvísu en þeim mun auðugri að manngæð- um. Mannkvæmt var á Krossi á messudögum. Samkomuhús sveitarinnar var líka á Krossi. Þar var þá mið- depill sveitarinnar, og öllum var opið hús hjá Helgu og Guðna og þar hlýnaði áreiðanlega öllum fyrir brjósti af veitingum og við móti húsráðenda. Minnist ég þá orða hins vitra manns, Sæmund- ar Ólafssonar á Lágafelli, er hann sagði við Helgu. Hún hafði annazt venzlamann hans í dauða stríði. Hafði hann átt gullpen- ing í fórum sínum. Sæmundur gaf Helgu hann með þessum orðum: „Þú átt að eiga þetta, Helga mín, þú ert gull sjálf“. Á hlaðinu á Krossi stendur hin fornhelga kirkja og þar gleymdist þeim hjónum ekki að lofa guð og tilbiðja, og hann var einnig lofaður og tilbeðinn i daganna önn allt til æviloka. Oft minntist Guðni háleitra helgi stunda, sem hann átti í kirkju sinni, einn með guði sínum og Frelsara. Svo tók að halla undan fæti og heilsan að bila. Gömlu hjón- in voru ein eftir á Lundi. Þá lá leiðin austur að Skógafossi, í barnaskólann í Skógum til góðr- ar dóttur, Bergþóru, manns hennar, Sigurðar Guðmundsson- ar skólastjóra og barna þeirra, sem öll gerðu þeim ævikvöldið bjart. Ég man, að Guðni sendi þaðan kunningja sinum, Krist- jáni Eldjárn þjóðminjaverði, þessa stöku: Ef þú, Eldjárn, átt hér leið með Eyjafjöllum, heilsaðu upp á karl frá Krossi, sem kominn er austur að Skógafossi. Þar undu þau hjónin vel sam- veru og sambúð við vandamenn, KULDASKÓR r _ __r___ ' r GUMMISTIGVEL OG HOSUR LAUGAVEGI 116 AUSTURSTRÆTI 10 KARLMANNASKÖR AUSTURSTRÆTI 6. AU STURSTRÆTI 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.