Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM ÞAÐ VAR í þessari fyrstu vetrarviku. að ég var staddur á Patreksfirði, og fékk þá frétt frá Ásgeiri á Látrum, að einn af kunningjum okkar frá Dhoon strandinu væri á sjúkrahúsi Patreksfjarðar, og hafði Ásgeir hitt hann, en sá Endurfundir í sjúkrahdsi Patreksfjaröar ef tir 19 ár Skipverji aff Dhoon hiftir þar gamla kunningja sami maður var einmitt hjá Ásgeiri meðan þeir strand- menn dvöldu hér á Látrum fyrir 19 árum. Ég lagði því leið mína á sjúkrahúsið í fylgd með um boðsmanni Breta hér á Pat- reksfirði, Jakobi Helgasyni kaupfélagsstjóra, en hann lít- ur vel til þeirra Breta, sem á þá stofnun koma. Og það stóð heima, þarna á sjúkrahúsinu var sjúklingur, einn af síðustu áhöfn Fleet- wood togarans Dhoon, Albert Wallban. Sem betur fer, ekki illa haldinn, en hafði tognað í baki, og var á góðum bata- vegi. Ég þekkti Albert um leið og ég leit hann, með sitt hrafn- svarta hár, en hann áttaði sig ekki eins fljótt á mínum gráu hárum, sem voru dekkri fyrir 19 árum. Við tókum okkur sæti í stofu Alberts, ásamt áhugaljós myndara, Eggerti Haraldssyni símstöðvarstjóra, sem byrjaði strax að skjóta á okkur alsak- Jausa, biindandi blossum. En við létum það ekki trufla samtal okkar, sem gekk vel með aðstoð Jakobs. Fyrst spyr ég Albert hvað á daga hans hafi drifið síðan við kvöddumst á þessari sömu stofu sjúkrahússins fyrir tæp um 19 árum. En þeir skipbrots mennirnir af Dhoon gistu á sjúkrahúsinu eina nótt á leið sinni til Reykjavíkur. Albert taldi það merkast sinnar sögu, að hann ætti nú konu og sjö krakka, þrjá syni og fjórar dætur, væri elzti son ur hans á sama togara og hann, Imperialist, en sá tog- ari lagði Albert á land á Pat- reksfirði. Eftir komuna til Fleetwood, að afstöðnu því eftirminnilega strandi undir Látrabjargi, fór Albert aftur á sjóinn, eins og festir féagar hans, og hefir haldið sjómennskunni áfram síðan, nema tíma, sem hann var í landi vegna þess að dótt ir hans varð fyrir slysi, brenndist, og svo var hann um tíma við köfun. Þá spurði ég Albert hvað hann vissi um aðra félaga sína af Dhoon. Hann varð fár við, en sagði, að svo illa hefði tekizt til að í desember árið eftir hefðu nokkrir þeirra far izt með togara, sem talið var að hefði farizt á Halamiðum hér við land, þar á meðal bezti vinur hans og félagi úr þeim hóp, á svipuðum aldri og hann, einnig meistarinn af Dhoon, sem var eldri maður. Tveir þeir elztu hefðu látizt í landi, þar á meðal kokkur- inn og einn væri á elliheim- ili, hinir væru enn á sjónum, að þeim yngsta þó fráteknum, hann hefði ekki gerzt sjómað ur öðru sinni og væri bílstjóri. Þessi drengur var 15 ára, þegar strandið varð, og var hans fyrsti túr. Hann hafði misst föður sinn í stríðinu, og móðir hans bað bátsmann tog arans fyrir hann þennan eftir minnilega jólatúr, svo hún hefði meiri auraráð fyrir fjöl skylduna um jólin. Er mér enn í fersku minni hvað báts- manninum var umhugað um þennan dreng, áður en þeir skyldu í fjörunni undir Flauganefi, og hvað honum létti er hann frétti sólarhring síðar, að hann mundi kominn heill á húfi til byggða ásamt félögum sínum, sem upp voru komnir, en þá var bátsmaður- inn ásamt fjórum öðrum fé- lögum sínum enn niðri í bjargi. Næst spurði ég Albert, Jukuu Hclgason, umboðsmaour, Þóra Magnúsdóttir, yfirhjúkru narkona, Albert og Þórður Jons- son á Látrum. hvort brezkir sjómenn yfir- leitt, vissu um Slysavarnafé- lag fslands og starfsemi þess. Hann taldi það öruggt, því ef fréttist um strand við ísland, þá væri í sömu frétt að björg unarsveitir Slysavarnafélags- ins væru komnar á staðinn. Þá spurði ég þennan fyrr- verandi skipbrotsmann, hvort hann og félagar hans vissu um, að þetta strand hefði ver ið kvikmyndað. Albert sagði að þeir hefðu heyrt það, en hann vissi ekki til að neinn þeirra hefði séð þá mynd, en hann hefði mik- inn áhuga á að sjá myndina ef hægt væri. Að lokum spurði ég þennan brezka sjómann, á hVern hátt honum verði nú hugsað til þessa dapurlega atburðar, sem gerðist undir Látrabjargi fyrir tæpum 19 árum. Hann svaraði ekki alveg strax, en sagði svo: Okkur verður víst alltaf hugsað til þessa atburðar á sama hátt, við teljum okkur heppnustu menn í heimi að hafa sloppið lifandi frá þeim hóska. Að endingu bað Albert mig að bera kveðju og þökk, sína og félaga sinna af Dhoon, til Siysavarnafélags íslands, og til fólksins, sem stóð að björg- uninni. Kem ég þeim kveðjum hér með á framfæri. Áður en ég kvaddi Albert, fékk ég honum smá hlut til minja um komu hans aftur á þessar slóðir, hann horfði á hlutinn um stund, en sagði svo: Nú verður fólkið heima, að trúa því, að þessi atburður undir Látrabjargi hafi í raun og veru gerzt, eins og ég hefi sagt því frá. Látrum, 28. október 1966. Þórður Jónsson. Robin Hood hveiti 50 kg kr. 483,40 10 lbs. 50 lbs. — 229,20 5 lbs. 2 lbs. kr. 49,80 — 25,55 — 10,95 Gerið göð kaup Verzlið ■ Kron H. BRIDDE Háaleitisbraut 58—60. Sími 35280. Hópferdabilar 10—22 farþega, til leigu, í iengri og skemmri ferðir. — Sími 15637 og 31391. ALLTMEÐ EIMSKIP Á NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Brottfarardagar: ANTWERPEN: Tungufoss 5. nóv. Mánafoss 15. nóv.** Skógafoss 24. nóv. Seeadler 3. des. Mánafoss 13. des.** HAMBORG: Goðafoss 10. nóv. Askja 16. nóv.** Dux 19. nóv. Skógafoss 29. nóv. Goðafoss 8. des. Skip 16. des. ROTTERD AM: Tungufoss 7. nóv. Dux 15. nóv. Askja 18. nóv.** Skógafoss 25. nóv. Goðafoss 5. des. Skip 13. des. LEITH Gullfoss 4. nóv. Gullfoss 25. nóv. Gullfoss 16. des. LONDON: Tungufoss 8. nóv. Mánafoss 18. nóv.** Agrotai 28. nóv. Seeadler 6. des. Mánafoss 16. des.** HULL: Agrotai 7. nóv. Tungufoss 11. nóv. Askja 21. nóv.** Agrotai 1. des. Seeadler 9. des. GAUTABORG: Bakkafoss 14. nóv.** Skip um 18. nóv. Lagarfoss 10. des. KAUPMANNAHoFN: Bakkafoss 11. nóv.** Skip um 16. nóv. Gullfoss 23. nóv. Lagarfoss um 8. des. Gullfoss 14. des. NEW YORK: Brúarfoss 9. nóv. Tantzen 9. nóv. Selfoss 22. nóv. Fjallfoss 25. nóv.* Tungufoss 8. des.* KRISTIANSAND: Bakkafoss 15. nóv.** Gullfoss 24. nóv. Lagarfoss 12. des. KOTKA: Lagarfoss 4. nóv. Rannö 4. nóv. Dettifoss 28. nóv. VENTSPILS: Dettifoss 25. nóv. GDYNIA: Lagarfoss 7. nóv. Dettifoss 30. nóv. * Skipið losar á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. ** Skipið losar á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vestmannaeyjum, Siglu- firði, Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa í Reykja- vík. HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.