Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. nóv. 1966 erkt verk um rómansk- ar nútímahókmenntir Bengt Holmqvist SVÍINN Bengt Holmqvist, sem þekktastur er fyrir skrif sín um bsekur og bókmenntaleg efni í dagblaði'ð Dagens Nyheter, Stokkhólmi, hefur nú lokið við samantekt fyrra bindis bók- menntasögu, sem fjallar um tíma bilið frá því kringum 1910 og fram á síðari ár. Þetta bindi (Den moderna litteraturen, Bonniers förlag, 19f>6) tekur til meðferðar franskar, ítalskar, spænskar, portúgaiskar og lat- nesk-amerískar bókmenntir. Bráðlega, eða seinna á þessu ári, er annað bindi væntanlegt og mun það fjálla um enskumæl- andi skáldskap, þýzkan og rúss- neskan. Bonniers allmánna litt- eraturhistoria, samanstendur af sex bindum auk þess, sem fyrr er nefnt, og fyrir fáeinum döig- um mun eitt bindið enn: Bók- menntir utan Evrópu, hafa kom ið á markaðiinn, tekið saman af hinum glögga bókmenntamanni dr. Daniel Andreæ. Bókmennta- saga Bonniers er líklega merk- asta verk sinnar tegundar ^ á Norðurlöndum, og þar sem ís- lendingum er tamast að leita fró'ðleiks um bókmenntir fram- andi þjóða í norræn rit af skilj- anlegum ástæðum, verður hér vikið að verki Holmqvists, sem mér finnst sjálfum mestum tíð- indum sæta. Áður en nánar verða ræddir einstakir kaflar verksins þykir mér tilhlýðilegt að segja frekari deili á höfundinum Bengt Holm- qvist. Hann er fæddur í Ábo 1924 á því viðburðaríka ári í bók menntalífi Evrópu. Hann lauk prófi í þjóðfélagsfræði í heima- borg sinni, en fór snemma að sinna bókmenntum eingöngu, starfaði við ýmis blöð þangað til hann var fastráðinn við Daigens Nyheter. Hann hefur samið bók um nútíma finnsk-sænskar bók- menntir, rit um sænskan skáld- skap frá árunum 1940—50, auk fjölda greina um bókmenntaleg mál og haft umsjón með útgáf- um bóka eins og Satiricon og Várldens básta novéller. Mest hefur Holmqvist skrifað um ljóðagerð, skillmerkilega sagt frá því athyglisverðasta, sem fram hefur komið í Svíþjóð og annars staðar í Evróp-u, og gerði sér til dæmis snemma grein fyr- ir þýðingu skáldkonunnar Nelly Saahs, sem nú hefur að verðugu fengi'ð bókmenntaverðlaun Nob- els samkvæmt áliti margra vit- urra manna. Aðalkostir bókmenntasögu Holmqvists um nútímabók- mennirnir er hversu frásögn hans er lifandi, mat hans ferskt, grundvailað og laust við kreddu- tilihneigingar. Auðvélt er að deila um það rúm, sem hann eignar vissum höfundum fram yfir aðra o.s.frv. en það skal tekið fram að hvorki bókmennta söguleg rit eða almenn skrif um bókmenntir geta látið annað uppi, svo vel fari, en persóruu- legt mat höfunda sinna. Skiljan- lega er þá ekki sama hver stjórn- ar ritvélinni eða heldur á penn- anum. Til eru bókmenntasögur, þurr- ar og 'heldur leiðinlegar skrudd- ur, og leggur af þeim fúkkaiykt langar leiðir. Holmqvist skrifar aftur á móti sem njótandi bók- mennta. Honum er mikið niðri fyrir víða, en ekki um of, kann að nota sér heimildir og tilvitn- anir og gæða rykfallnar yfirlýs- ingar sögulegu lífi Svíar eiga eins og fleiri skandí- navískar þjóðir marga góða bók- menntamenn. Nefna mætti Art- ur Lundkvist, sem hefur af mikl- um krafti og óvfðjafnanlegum lestraráhuga sagt frá bókmennt- um annarra þjóða, gerst land- könnuður framandi stranda skáldskaparins, „uppgötvað" fleiri höfunda en nokkur annar norrænn gagnrýnandi. Þótt skrif hans séu verðmætt framlag eru þau samt oft lituð af róttækri pólitískri sannfæringu hans. Þess vegna er gleðilegt að hafa samskipti við menn eins og Holmqvist, sem eru bókmexmtir efst í huga. Ég ætla ekki að telja upp marga Svía, sem lagt hafa af mörkum veigamikinn skerf til bókmenntálegra rannsókna, að- eins benda á hvað það er al- gengt að Svíar, og nú í seinni tíð einkum ungir rithöfundar, geri sér far um að átta sig á bók- menntum aldarinnar, og miðla lesendum af kunnáttu sinni og reynslu í þeim efnum. Sáralítið hefur verið þýtt eft- ir þá höfunda á íslenzku, sem Holmqvist tekur fyrir. Slangur er þó til í þýðingum. Gera má ráð fyrir að margir íslendingar þekki þessa höfunda á öðrum málum, sumir á frummálinu. Bók Holmqvists er ekki síst gott rit fyrir þá, sem hafa í huiga að afla sér verka þessara höfunda, upplýsingar hans koma að ég held flestum að gagni. jafnvel þeim sem bezt eru að sér í róm- önskum bókmenntum. Hann hefur undraverða hæfileika til að draga fram í dagsljósið áður ókunnar eða þokukenndar upp- lýsingar. Galli er það samt að tilvitnanir eru margar á frum- málunum og því mörgum gagn- lausar. Þessi bók eins og hinar fyrri bókmenntasögur Bonniers for- lagsins, er allvel myndskreytt, ekki er nóg að margar myndir fylgi af rithöfundunum sjálfum, heldur eru fjöldi mynda frá því ■umhverfi, sem þeir hafa vaxið upp í og mótast af. Myndlistinni er einnig gerð skil, helstu stefn- um eins og dadaismanum og Fyrri hluti súrrealismanum, sem vorr bók- menntastefnur um leið. Hér er fjöldinn aliur af teikningum og málverkum. Samvinna skálda og myndliisitarmanna var náin á þessu tímabili, og er það enn. Holmqvist hefur það yfirgrips mikla þekkingu til áð bera (stundum vekur það furðu hvað hann virðist kunnugur fjarskld- ustu höfundum og hugðarefnum þeirra) að bók hans er ekki ein- ungis bókmenntalegt matsevrk; hann segir stjórnmálalega sögu Saint-John Ferse jafnframt því sem hann grand- skoðar viss sérkenni skáldanna. Það er raunar vafamál að hægt sé að skrifa nútímabókmennta- sögu án þess að hafa fundið til í stormum samtímans og skilið áhrif þeirra á bókmenntirnar: þýðingu þeirra, eýðandi afl. Af jafnri innlifun er rætt um hinn uppvakna fasiistahöfund Céline og kommúnistann Neruda, sem þrátt fyrir ótrúleg afköst og mik- il skáldleg afrek er sífellt huns- aður af hinum átján í sænsku akademíunnL Bókmenntasaga er m. a. trú- verðug fyrir það að láta ekki skoðanir manna bitna á listrænu framlagL láta aðeins hina bók- menntalegu hUð ráða úrslitum. Skáld eru ekki síður en aðrir menn móttækileg fyrir þeim stefnum 1 bióðmálum. (og kannski fremur en aðrir) sem hverju sinni eru mest áberandi. Ekki hættir Louis Aragon komm úniskum hiljómplötuleik þrátt fyrir hin viðfelldnu ástaljóð um eiginkonu sina Elsu, sem hann er alltaf að yrkja um. Holmqvist segir frá því aS Poul Eluard hafi seinustu ár ævinnar iðrast sárlega pólitísk Maup sín, og dáið gamall og þreyttur fyrir aldur fram. Þótt Eluard sé eitthvert Ijó'ðrænasta og innblásnasta skáld þessarar aldar, og sá maður, sem not- færði sér súrrealismann einna besit, verður þvi ekki gleymt að hann lofsamaði kommúnismana og starfaði fyrir hann. Eins og fleiri skáld orti hann Jósef Stailín lofkvæði. Við sem njót- um ljóða Eluards eftir að hann er allur, getum ekki með sann- girni ásakað hann fyrir að hafa haft pólitíska sannfæringu. Við munum hann sem ástaljóða- skáld og frelsisskáld í baráttu gegn þeirri ofbeldishneigð sem býr í hverjum manni: skraut- klæddri heimsku. Hvort það hefiur verið ógæfa súrrealismans eða ekki a'ð hinn ákafi talsmaður hans Louis Ara- gon fór á þing til Moskvu og kom „frelsaður" heim, skal ósagt látið. Aragon tók að lofa sósíal- realismann og settist niður við að semja löng verk um hetju- dáðir franskra kommúniista. Enn í dag er hann umdeildur mað- ur. Það er erfitt að láta ekki heillast af einlægustu ljóðum Aragons, andistæðingar hans lesa bækur hans með virðingu. Aragon sannar þess vegna það sem hann telur kannski minnst um vert, að það er skáldskap- urinn sem máli skiptir, ekkl skóðunin. Holmqvist dregur réttilega fram þýðingu André Bretons, súrrealismans, þeirra skálda, sem stóðu að útgáfu tknarits súr- realista og beint og óbeint mót- uðust af honum. Tzara, einhver merkilegasti persónuleiki þeirra aillra fær langa umsögn. Ég gæti einnig nefnt Desnos, Soupault; Péret og Dali, sem Holmqvist telur til bókmenntamanna, og ekki má gleyma óvenjulegum manni Antonin Artaud, sem allt- af er til umræðu. Artaud gaf einmitt 'þessa yfirlýsingu: „Það sem greinir mig frá súrrealist- unum er að þeir elska lífið jafn mikið og ég fyrirlít það“. Artaud hefur með þessum orð- um sínum, eins og svo ofit áður, gefið veigamikla innsýn í mark- mið súrrealista. Þeir voru Mfs- fagnaðarmenn þrátt fyrir allt, verk þeirra voru tilbeiðslu- kennd og rik af lofsöngyum um frjáilsar ástir og takmarkalaust frelsi til að hugsa á annan hátt en á’ður bafði tíðkasL Henri Michaux, furðufugl ljóð- listarinnar, sem í verkum sínum lýsir af innsæi, sem minnir á Kafka, fánýti og ótta, tilgangs- leysi alls, ekki síst orðsins og skáldskai>arins: ómótstæðilega ■ LFORDI FORDIL ORDILF RDILFO DILFOR I ILFORD — alltaf bezta lausnin. — Einkaumboð fyrir ILFORD-ljósmyndavörur. HAUKAR HF. Garðastræti 6. — Sími 16485. Bifreiðaeigendur Hjá okkur fáið þið áklæði í allar tegundir bíla. Úrvals efni. Einnig klæðum við hurðarspjöld. Fyrirliggjandi í Volkswagen, Moskvitch og Bronco. OTtR Hringbraut 121. — Sími 10659.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.