Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. nóv. 196« Laxveiöilöggjöfin mikið áhugamál allra stangaveiðifélaganna hér Frá aðalfundi Landssambands islenzkra stangaveiðimanna AÐALFUNÐUR Lands- sambands íslenzkra stanga veiðimanna var haldinn að Hótel Sögu sl. sunnudag. Fulltrúar flestra þeirra stangaveiðifélaga, sem að- ild eiga að sambandinu, 21 alls, voru þar mættir. Þetta var 15. aðalfundur sambandsins, en aðilar að því eru nú á 3ja þúsund. Það kom greinilega fram á fundinum, að stanga- veiðimenn hafa mikinn áhuga á þeim breytingum, sem nú eru fyrirhugaðar á lax- og silungsveiðilöggjöf landsins, og gerði formað- 1 ur stjórnar, Guðmundur J, Kristjánsson, ítarlega ; grein fyrir gangi þeirra mála í skýrslu stjórnar. Þá urðu f jörugar umræð ur um ýmis þau mál, sem ofarlega eru á baugi í lax- veiðimálum um þessar mundir. Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, var gestur fundarins, og svaraði hann mörgum fyrirspurnum, sem bárust. Vísast til grein ar á næstu síðu um þær. Einn maður gekk úr stjórn Landssambandsins að þessu sinni, en stjórn , þess er nú svo skipuð: Guð | mundur J. Kristjánsson, formaður, Bragi Eiríksson, varaformaður, Hákon Jó- i hannsson, ritari, Friðrik Þórðarson, gjaldkeri og Alexander Guðjónsson, meðstjórnandi i Skýrsla stjórnar var all- löng, en hér á eftir fara kaflar úr henni (Tvær til- lögur um fiskræktarmál, sem mjög eru ofarlega á baugi um þessar mundirj eru birtar í lok skýrslunn- ar. Báðar voru einróma samþykktar): Yfirlit yfir veiðina í sumar Á síðastliðnu sumri var vatnafiskaveiðin víða mjög lé leg á landinu. Silungsveiði á stöng mun þó hafa verið all- góð, eftir því, sem fréttir herma, en laxveiði mjög lítil, og þá sérstaklega hjá þeím stangaveiðimönnum, er lögðu leið sína til veiða 1 Vestur- og Norðurlandsárnar. Að sögn kunnugra mim laxagéngdin í árnar allt frá Langá á Mýr- um, vestur og norður um land og allt til Austurlandsánna hafa verið nú í ár með al- minnsta móti frá því, að veru lega var farið að fylgjast með laxagöngum í ám og vötnum landsins, að undanskilinni einni á, þ. e. Víðidalsá, sem mun hafa skilað dágóðri veiði, er leið á sumarið. All- staðar var laxinn nú mjög Iseint á ferð í árnar, og er það að verða alvarlegt um- hugsunarefni margra veiði- manna, hverju það muni valda, að ferðum hans virðist nú fara ört seinkandi ár frá ári. í sumum Suðurlandsánum var veiði góð, öðrum mjög rýr og jafnvel svo til engin; á ég þar við sumar bergvatns árnar í Árnessýslu. í berg- vatnsám Borgarfjarðar var laxveiðin víða góð, og sums staðar ágæt. Hvað veldur minni veiði? Hvað veldur þessum minnk andi laxagöngum, sem mun nú gæta 3ja árið í röð í sum- um ám landsins, eru skiptar skoðanir um meðal lærðra, sem og einnig leikmanna, er fylgzt hafa með þeim um mörg undanfarin ár. Því er slegið fram, að með nokkrum rökum, að ýmsar sveiflur eiga sér stað í vatnafiskastofnin- um, m.a., að allt að því heilir árgangar af uppeldisstofnin- um geti farizt í ám og vötn- um af snöggri vatnsbreytingu vatnsfallanng, sem verður af völdum veðurfars og vatnsafl stöðva. Allmargir eru nú þeirrar skoðunar, að veður- farinu sé ekki einu um að kenna í sumum þeirra vatna, sem minnkandi laxagegnd hef ur verið í á undanförnum ár- um. í margar þeirra hefur ár- lega verið látið allverulegt magn af laxaseiðum á ýms- um aldri, og trúlegt er, að þar sé allt öðru um að kenna. Hætturnar eru margar, sem verða á vegi vatnafiskaseið- anna í uppvextkium, og verst ar eru þær tilbúnu (og á ég þar við mengun vatns m.a. frá verksmiðjum). Þá má geta um þátt svartbaksins, sem mikil aukning hefur á orðið, og magnið af honum við árós- ana margfaldazt nú síðari árin. í maga þeirra hafa fund izt vatnafiskaseiði svo tugum skiptir. Þetta er staðreynd. Eyðing svartbaksins er því nauðsynleg og verður að leggja á það áherzlu. Rétt er að geta þess hér, í þessu sam- bandi, að lögin um eyðingu svartbaks, frá 8. maí 1965, eru úr gildi fallin, með tilkomu laga um fuglaveiðar og fugla- friðun, er samþykkt voru á Alþingi 14. apríl 1966, en í 19. gr. þeirra laga segir svo: „Fuglaveiðasamþykktir, sem gerðar hafa verið fyrir gild- istöku þessara laga, skulu ógildar, unz þær hafa verið staðfestar af ráðuneytinu að nýju.“ í 25. gr. sömu laga segir s\o: „Eigi má nota eitur til að tortima fuglum. Að fengnum tillögum fuglafriðunarnefnd- ar getur ráðuneytið með reglugerð veitt undanþágu frá ákvæðum þessara greinar, að því er varðar tilteknar teg- undir, svo sem svartbak, hrafn og kjósa." En í lögum um eyðingu svartbaks hljóðaði 4. gr. laga á þessa leið: „Hinir ráðnu veiðimenn skulu vera vel út- búnir að öllum tækjum og lyfjum, sem bezt henta við eyðingu svartbaks. Eru hinum ráðnu mönnum leyfilegar eyðingaraðgerðir hvar sem er, svo sem í varpstöðvum svart- baksins og annarra fugla við árósa, fiskvinnsluhús, slátur- sem svartbakur heldur sig mikið.“ hús eða á öðrum stöðum, þar 8. gr. þessara laga er að- eins 5 orð. „Hvarvetna skal svartbak- ur (veiðibjalla) réttdæpur." Mér þótti rétt að geta lítil- lega þessara laga hér þar eð stjórnin hefur haft nokkur af skipti af þessum málum, og þá sérstaklega á seinni tíma, um setningu laga um eyð- ingu svartbaks, sem mér vit- anlega hafa ekki verið stað- fest að nýju í ráðuneytinu. Guðmundur J. Kristjánsson Þá er rétt. að geta þess, að reynslan hefur þegar sýnt, að varhugavert er að hleypa lax- inum eða sleppa laxaseiðum í þau vötn, þar sem vatna- urriðinn ræður ríkjum, þar eð hann er talinn vera all ágeng- ur í seiði. Er því sýnilegt að byrja verður á því að útrýma honum fyrst úr þeim vötnum, þar sem hann er allsráðandi, áður en fiskirækt er hafin í þeim. Grænlandsveiðarnar — merkingar Á síðasta aðalfundi komu fram í skýrslu stjórnar nokkr ar hugleiðingar og athuga- semdir við netaveiðar Dana við vesturströnd Grænlands. Kom einnig fram í umræðum fulltrúa, hve stangaveiðimenn hér á íslandi líta almennt þessar veiðar óhýru auga. Þar sem veiðimálastjóri, Þór Giiðjónsson mun taka þetta mál til meðferðar fyrir okkur hér síðar á fundinum, mun ég ekki ræða það frekar nú. í sambandi við þetta mál var á síðasta aðalfundi lögð á það rík áherzla, að nauðsyn legt væri að auka mjög merk ingar á laxastofninum ís- lenzka, m. a. í þeirri von, að á því fengist staðfesting, sem margan grunar, að eitthvað af honum geti lent í netum við Grænland, eins og skozk- ir og sænskir laxar hafa gert, og staðfesting hefur fengizt á. Stjórnin hefur nú unnið að þessu máli. Það mun hafa verið á miðju sumri, að for- maður átti fyrst tal um þetta við landbúnaðarráðherra, eða á þeim tíma, er undirbúning- ur fjárlaga fyrir 1967 var nokkuð á leið kominn. Um- ræður snérust einnig um aukna fjárveitingu til Veiði- málastofnunarinnar, og hækk im á styrkjum til fiskræktar, sem er nú í fjárlögum 350.000 kr., og telja verður hörmu- lega lága upphæð miðað við það, sem sjóði þessum er ætlað að standa undir. í framhaldi af þessu var svo rætt við fulltrúa í ráðuneyt- inu, .er fara með þessi mál, svo og veiðimálastjóra, sem gat þess, að Veiðimálastofn- unin hefði áður fyrr farið fram á fjárveitingu til laxa- merkinga, en verið synjað. Stjórn L.f.S. ákvað þegar að staðfesta viðtöl þau, er fram höfðu farið, bréflega til land- búnaðarráðherra, hr. Ingólfs Jónssonar, þar sem áherzla var á það lögð, að nýr póstur yrði nú þegar veittur í fjár- lögum til laxamerkinga, svo og veruleg hækkun á ýmsum liðum til Veiðimálastofnun- arinnar, svo að hún gæti í ríkara mæli innt af höndum þau verkefni, sem henni er ætlað að framkvæma sam- kvæmt vatnafiskalöggjöfinnL í fjárlögum, sem nú liggja fyrir Alþingi, er lagt til, að ýmsir liðir hækki nokkuð frá síðasta ári, eða um ca. 300.000.— kr. þ. e. úr 1.197.724.00 í 1.503.00,00 kr. Auk þess er lagt til nú, að í fjárlögum komi í fyrsta sinn inn nýr liður (þ. e. C. liður) til laxamerkinga, kr. 50.000,00. Þessi upphæð er að vísu ekki há til framkvæmda, sem þurfa að eiga sé stað sem víð- ast á landinu, en henni ber að fagna, um leið og vér lát- um í ljósi þá von vora, að hið háa Alþingi veiti sam- þykki sitt til þessarar fjár- veitingar. Þá er lagt til í fjár- lögum nú, að kostnaður við Veiðimálanefnd og veiði- eftirlit hækki úr kr. 170.000,00 í kr. 285.000,00, eða um ca. 100.000,00 kr. Núverandi landbúnaðarráð- herra, hr. Ingólfur Jónsson, sem fer með veiðimál, hefur sýnt þeim góðan skilning og velvilja, sem þeim er bezt kunnugt um, er viðræður hefa átt við hann um þessi mál. Leyfi ég mér hér með að flytja honum sérstakar þakkir fyrir. Breyting á laxveiðilögum Á síðasta aðalfundi lágti frammi fyrir fulltrúum afrit af tillögum Veiðimálanefnd- ar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 53/195« um lax- og silungsveiði, sem lagðar höfðu verið fyrir land- búnaðarráðuneytið. Gert var ráð fyrir, að frumvarp þetta yrði lagt fram í Alþingi fyrir síðustu áramót. Snemma í desember áttu fulltrúar stjórnar viðræður við Jón Arnalds, fulltrúa 1 landbúnaðarráðuneytinu, ura þessi mál. Hann upplýsti þá, að það mundi dragast nokk- uð, að frumvarpið yrði lagt fyrir AlþingL Gerðar hefðu þegar verið á því nokkrar breytingar í ráðuneytinu. Úr frumvarpinu væri ákveðið að fella úr tillögum Veiðimála- nefndarinnar 7 nýjar greinar um veiðiskiptafélög. í athug- un væru ýmsar tillögur, sem borizt höfðu, m. a. frá stjórn Landssamb. ísL stangaveiði- manna, og legið hefðu einnig fyrir hjá Veiðimálanefnd. Ákveðið væri m. a. að taka tillögu L.f.S. upp í frumvarpið um breytingu á skipan Veiði- málanefndar svo til óbreytta. Fleira væri í athugun, m. a. 21. gr. í tillögum Veiðimála- nefndar, það er ný gr. í upp- hafi við XV. kafla laxveiði- laga, um fiskræktarsjóð og styrkveitingar til fiskræktar. Gaf Jón Arnalds það fyllilega í skyn þá, að líkur væru fyrir þvL að þessi tillaga yrði felld niður, og mér skildist þá að hún næði ekki samþykki rík- isstjórnarinnar. Snemma í febrúar hleraðl svo stjórnin, að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi næstu daga, sem dróst að vísu fram til 9. marz. Formaður átti þá þegar viðtal við land- búnaðarráðherra, sem lét þess þá getið, að það hefði orðið ofan á, eins og hann orðaði það, að draga til baka úr frumvarpinu tillöguna um stofnun Fiskiræktarsjóðs. Þar fyrir taldi hann ekki neitt þvl til fyrirstöðu, að nefnd sú á Alþingi, sem fengi frumvarp- ið til meðferðar, fengi tillög- ur þær, er fram höfðu komið um stofnun Fiskræktunar- sjóðs og styrkveitinga til fisk- Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.