Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. nóv. 19W MORGUNBLAÐIÐ 13 Netaförin fyrir norðan svara ekki til netanna, sem notuð eru við Græniand Erindi Þórs Guðjónssonar, fyrirspurnir og svör BINS og skýrt hefur verið frá hér að framan, var Þór Guðjónsson, veiðimálEistjóri, gestur fundarins. Vék hann 1 upphafi að veiðum á laxi í sjó við Grænland, og flutti stutt jrfirlitserindi um það máL Rakti veiðimálastjóri þróun veiðanna, frá því, að þær hóf- ust fyrir alvöru, 1959, unx þær náðu hámarki til þessa, 1964. Þá veiddust um 1400 tonn af laxi, en í fyrra, 1965, urn helmingi minna, eða 740 tonn. Jafnframt gerði Þór 1 fá- um orðum grein fyrir efni álitsgerðar samstarfsnefndar 1CES/IC5NAF um Atlantshafs laxinn, en hún var samþykkt af Alþjóðahafrannsóknarráð- inu (ICES) og Alþjóðafisk- veiðinefndinni fyrir Norðvest | ur-Atlantshaf (ICNAF), f | Madrid 25.—26. maí s.L Var ! álitsgerðinni dreift á fundin- um, en hún birtist á öðrum stað hér í blaðimi í dag. j Um veiðarnar sagði Þór, að þær hefðu verið og væru stundaðar í lagnet fyrir SV- GrænlandL að miklu leyti 1 landhelgi, og oft mjög nærri ströndu. Hefðu Grænlend- ingar stundað veiðarnar í auknum mæli, eftir að úr þorskafla fór að draga á grunnmiðum. I Þannig hagaði tfl, að laxinn I hafinu milli Grænlands og Kanada sækti meir að Græn- landsströndinni, og væri or- sökin talin Irminger-straum- urinn, sem væri hlýr straum- tu. Væri laxinn að finna á svæði, sem væri um 1000 km. langt (loftlína*), en lengri, ef miðað væri við strandlengj- una. Veiðamar sjálfar væru þó ékki stundaðar nema á hluta þessa svæðis. f i Ekki væri talið, að lax gengi til hrygningar nema í eina á í GrænlandL Kapisigd- lit-á, nærri Godth&b. Því þætti víst, að sá lax, sem veiðist í hafinu undan Græn- landL ætti uppruna sinn 1 öðrum löndum. Fram til þessa hefði veiðzt merktur lax við Grænland frá Kanada (33), Bandaríkj- unum (2), og frá SkotlandL EnglancU, írlandi og Svíþjóð (a.m.k. 50 alls). Hins vegar hefðu engir merktir laxar yeiðzt frá Noregi og íslandL { Vók Þór síðan að þeim ótta, sem gert hefði vart við sig í mörgum löndum, um, að Grænlandsveiðarnar kynnu að mikílu leyti að skerða laxa- göngur í þeim löndum, sem lax hefðu. Skv. skýrslu ICES/ ICNAF hefði veiðin við Græn- land 1964, metárið, verið talin um 14% af heildarafla „stóru“ laxveiðilandanna. Laxinn, sem þar veiddisL væri að meðal- tali um 7 pund að þyngd, og hafi hann svo að segja allur yerið 1 % ár í sjó. Undir venjulegum kringumstæðum myndi þessi lax ganga í heima ár sínar ári síðar. Þyngdar- wukning laxins á heimleiðinni frá Grænlandi væri talinn 40 til 50%, en engar áreiðanleg- ar upplýsingar lægju fyrir um ! dánartölu af eðlilegum orsök- ffln á þehn tíma, sem heim- ferðin tekur. Áhrif veiðanna yrði því að meta á eftirfarandi hátt: Lax, sem er aðeins eitt ár í sjó, áður en hann gengur til hrygningar, hefur ekki veiðzt við Grænland. Þessar veiðar hefðu því efcki áhrif á fjölda þeirra smálaxa, sem snúa aftur til heimkynna sinna til að hrygna, eða eru veiddir þar. Heildaráhrif veiðanna á stærri laxinn væru ekki að- eins komin imdir því magnL sem veiðist við Grænland, heldur líka vaxtaraukning fisksins, frá því, að hann er á Grænlandsmiðum og þar til hann gengur í heimaárnar, dánartölu hans á leiðinni þangað og hversu mikið veið- ist af honum, eftir að hann hefur gengið í árnar í heima- landi sínu. Þór vék síðan að því, að rannsóknum á Grænlands- veiðum, og áhrifum þeirra, væri ekki það langt á veg komið, að vísindamenn treystu sér fil að fullyrða um áhrif þeirra á laxagengd í einstök- ,um löndum eða ám. í þessu sambandi minnti veiðimálastjóri á grein kana- disks vísindamanns, sem í greinargerð um veiðarnar kemst að þeirri niðurstöðu, að metveiðin við Grænland 1964 virðist ekki hafa haft mikil áhrif á veiðar Kanada- manna 1965, sem þó, skv. fram ansögðu, hefði mátt búast við. Vísindamaður þessi, Dr. Ric hard L. Saunders, er starfar við Fisheries Board of Canada St. Andrews, News Bruns- wick, hefur í erindi sínu m.a. eftirfarandi að segja: „Metárið, 1964, er 1400 tonn af laxi veiddust við Græn- land, virtist ekki hafa mikil áhrif á veiðar Kanadamanna 1965. Líixinn við Grænland veiðist á haustin, og er þá um að ræða lax, sem verið hef- ur 114 ár í sjó. Að ári er sá lax um 2 ára í sjó. Lax á þeim aldri, sem venjulega er tekinn við Kanada, er 6—12 pund, og er meginið af lax- inum af þeirri stærð. Við New Brunswick er nær ein- göngu veiddur 2 ára lax (í sjó) og eldri, þar sem bannað er að landa laxi undir 5 pund- um. Við Nýfundnaland er aflinn sumþart smálax, sem Grænlandsveiðarnar háfa ekki áhrif á. Þess vegna hefðu meirháttar áhrif Grænlands- veiðanna 1964 átt að segja til sín við New Brunswiekveið- arnar 1965, en ekki endilega við Nýfundnaland. Þrátt fyrir hugsanleg áhrif Grænlandsveiðanna, varð laxveiðin í New Brunswick og við alla Atlantshafsströndina (Kanada) 1965 hámarksveiði á 10 ára tímabili. Við vitum ekki, hve miklu (ef nokkuð) hærri talan hefði orðið, hefðu engar veiðar komið til við Grænland“. Skortur á upplýsingum, sem hægt er að leggja til grundvallar ákveðinni niður- stöðu, sýnir nauðsyn þess, að umfangsmikil rannsókn fari fram á áhrifum Grænlands- veiðanna á heimaveiðarnar". Lauk veiðimálastjóri erindi sínu með því að segja, að eins og mál stæðu nú, og þar til nákvæmar, fyllri upplýs- ingar lægju fyrir, væri ákaf- lega erfitt að fullyrða neitt um áhrif Grænlandsveiðanna, þótt gera mætti ráð fyrir, að margt yrði þar ljósara á næstu tveimur til þremur árum. Að loknu erindi Þórs Guð- jónssonar var allmörgum fyrir spurnum beint til hans, um ýmis máL sem ofarlega hafa Þór Guðjónsson verið á baugi meðal áhuga- manna um lax að undan- förnu. Veiðimálastjóri var m.a. beðinn að segja álit sitt á því, hvernig túlka bæri frá- sagnir þeirra veiðimanna, hefðu orðið varir við óvenju- lega skaddaða laxa. Var i því sambandi minnt á um- mæli brezka veiðimannsins Fortescu, sem segist hafa orð- ið var við í Sæmundará (sbr. fréisögn hans í Mbl. nýlega) laxa með netaför, en Forte- scue segir svo frá 26. okt. s.l.: „En það athyglisverðasta . . . var það, að á 7 af 12 veidd- um löxum, voru netaför af þeirri gerð, er ég hef aldrei fyrr séð á neinum löxum. Þessi netaför virtust ekki vera eftir hin grönnu nælon- garnanet, heldur djúp för, sem minntu mest á selbit. Hins veg ar var hér greini- lega ekki um selbit að ræða, því að förin náðu utan um laxana . . . Þessi netaför voru ekki á hausnum eða við eyr- ugga laxanna, heldur að lang- mestu leyti við gotraufarugg- ana og jafnvel aftur á sporð. Netaför þessi voru fullkom- lega gróin, svo að þau geta ekki stafað af netalögnum við ósa Héraðsvatna, en í þau fellur Sæmundará“. Fortescue vakti síðan máls á því, hvort verið gæti um að ræða gróin netaför frá Grænlandi. Veiðimálastjóri skýrði í þessu sambandi frá þvL að ákaflega erfitt væri fyrir sig að segja til um, af hverju þessi óvenjulegu ummerki á löxunum stöfuðu. Sjálfur hefði hann ekki fengið neinn af þessum löxum, eða öðrum með svipuðum ummerkjum, til athugunar. Þá væri það ákaflega óvenjulegt, eða allt að því óþekkt, að því er hann bezt vissi til, að lax, sem lenti í netum, væri með för á afturhluta eða við gotrauf. Hins vegar væri, ef rétt með væri farið, allt að því óhugs- andi, að netaför þau, sem hér um ræðir, væru ummerki frá Grænlandi, því að þar væru eingöngu notuð grönn spuna- nylonnet, sem Fortescu teldi, að hér ættu ekki sök. í framhaldi af þessari fyrir spurn sagði Þór, að þegar reynt væri að gera sér grein fyrir áhrifum Grænlandsveið- anna á íslenzka laxastofninn og göngur hans, hefði í fram- haldi af skýrslu ICES/ICNAF verið sett fram eftirfarandi tilgáta. Skýrslan telur, að metárið, 1964, hafi Grænlands veiðin numið 14% af veiði „stóru“ laxveiðilandanna. Nú væri um 60% íslenzka laxa- stofnsins sá smálax, sem ekki veiddist við Grænland. Væri ekki höfð í huga dánartala fisksins (af eðlilegum orsök- um) á leiðinni frá Grænlandi Grænlandi (ef íslenzki stórlaxinn laxinn gengi þangað, sem sönnun hefði ekki fengizt fyrir), þá ættu veiðarnar að hafa skert íslenzka laxastofninn, miðað við það, að stórlaxinn (40%) gengi allur þangað, um 5.6%. Veiðimálastjóri var nánar að því spurður, m.a. í sam- bandi við merkingar, hverjar hugsanlegar afleiðingar Græn landsveiðanna gætu verið. Um merkingar sagði Þór, að á árunum 1958—1965 hefðu verið merktir hér 5250 fiskar, gönguseiði, göngulax í Ölfus- árósum og hoplax. Á þessu ári hefðu hins vegar verið merkt um 8000 gönguseiðL og um 2000 aðrir fiskar. Hluti seiðanna hefði verið merktur i samvinnu við eldisstöðvar. Fé til merkinga væri hin« vegar af skornum skammti. Veiðimálastofnunin hefði feng ið nokkuð magn laxamerkja á þessu árl Hefðu greiðslur þeirra hafizt í fyrra, en erfið leikar væru nú á þvi að ljúka þeim. Af þeim 50.000 krónum, sem veittar væru nú til merk- inga, myndu á næsta ári renna um 40.000 til greiðslu fyrir endurheimt merki. Yrðu því aðeins um 10.000 ' eftir til sjálfra merkinga á því árL að örðu óbreyttu. | Veiðimálastofnunin greiddi kr. 75 fyrir hvert merki, sem I stofnuninni væri sent. Hvert | merki kostaði í innkaupi um / kr. 7,50, en væri vinna talin J með og kostnaður við endur- 1 heimtugreiðslur, væri kostn- | aðurinn um kr. 16 við merk- 1 ingu hvers fisks. Vinna við sjálfar merking- I arnar væri mun meiri en al- 1 mennt væri Ijóst. Þannig í þyrfti, hverju sinni, sem stofn uninni berst merki, að skrifa sendanda merkisins og tjá hon um, hvar fiskurinn hefði ver- ið merktur o.s.frv. Mætti telja að það væri, með allri merkja skráningu, um 14 árs verk i fyrir einn mann að merkja l 10.000 seiði. J í þessu sambandi sagði 1 veiðimálastjóri, að til svars I við því, að skortur á merk- £ ingum kynni að vera orsök þess, að íslenzkur lax hefði sannanlega ekki veiðzt við Grænland. vildi hann benda á, að norskur lax hefði ekki heldur veiðzt þar, svo að vitað £ værL Væru laxamerkingar í J Noregi þó víðtækar. Þór var að því spurður, I hvort nokkur viðhlítandi skýr £ ing hefði á því fengizt, að í menn þættust hafa orðið þess 1 varir, að smálax hefði nær 1 alveg eða með öllu vantað | hér í Norðurlandsárnar í sum ar, en svipaðar sagnir hefðu borizt frá NoregL Framhald aá bis. 14 Frá einu frystihúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.