Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 18
18 MORGU N B LAÐIÐ Sunnudagur 27. nóv. 1966 RSlllíísw • •• ••■•■•«•■«(• ■•••■«■••<(•«. _•«••«•■••• ■••««•■•(:• •<••••«!•■• •■•«•■•••• «•••■«•••• • «•••• • •. ■ • ••---- *«••«•• >«•••■••••.( «••••■•. •«••■■■• i •■••>•« •»•■«•« ••••• *•••■» • •••• # '«••••■■: !•«•«•• . • •««•■• f •••■••«••■« «•« ■•••«•«•■...«• ■ •■••••• •••.! ;■- * * » * » • • • i i , , , V' »Í-J • .S, , ' mÉK . * SSH ijrf? ‘,*1 ¥■;- • > «E3. •«•«•••■*•*•• •■•«•■•••■•*« •»•*«•»•«•»•. •-••«•«•■•••*, *••«.(.«,• „„ ^•■•■•••••■a, ;••**»*«... * * «•■ :«•■.«, «•«•«•. «.■.. <•■•«•»•■•«( •*•■•(«•■■«, •■«■«»•••.•, «■■•«»■<(•• »•••*«»«••■ '?**• *••»•■•«••»« KOMIÐ er út annaff bindiff í bókaflokki Almenna Bókafé- lagsins, íslenzk þjófffræffi. Eru það íslenzkir málshættir, Kem Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Hallðórsson hafa tekið saman. Eftirfarandi kafli er úr formálsorðum Bjarna Vil- bjálmssonar: BUGTAKIÐ MÁLSHÁTTUK Málsháttur er stutt setning sprottinn af langri reynslu, er haft eftir spænska skáldinu Miguel de Cervantes, sem er óspar á málshætti í ritum sín- um. Þó að skýrgreining þessi sé vissulega bæði hnyttin og kjarn- góff, er hætt við, að málfræð- ingum nútímans þyki hún ekki fullnægjandi. Eannleikurinn er sá, að hugtakið málsháttur er hálla og afslappara en ætla mætti £ fljótu bragði. Að minni hyggju eru málshættir stuttar og gagnorðar málsgreinar, mjög oft ein setning hver, sem menn bregða fyrir sig í daglegu tali eða rituðu máli, gjarnan sem skirskotun til almennt viður- kenndra sanninda um ýmis fyr- irbæri mannlegs lífs. Þeim má líkja við gagnsilfur, sem enginn veit, hver hefur mótað. Þeir eru venjulega höfundarlausir eins og mestallur orðaforði tungunn- ar. Málsháttur helzt meira og minna í föstum skorðum, og hon i*m er ætlað að fela í sér megin- reglu eða lífspeki. Þessi stöðug- leiki er einkenni málsháttarins | bæði á ferli sinum manna á meðal á hverjum tíma og eins þótt hann erfist frá kynslóð til kynslóðar. Mjög oft gætir samt nokkurs orðamunar. Er það þá helzt orðaröð, sem hætt er við breytingum. Smáorðum má oft •kjóta inn eða fella þau brott að ósekju, en hin veigameiri orð halda velli. Ekki er t. a. m. unnt að skipta um frumlag í slíkri aetningu að vild, án þess að málsháttarformið raskist. „Marg- ur heldur mig sig" er fullgildur málsháttur, sem lítil hætta er á að haggist. En ef sagt er: „Hann heldur mig sig“, er setningin ekki lengur málsháttur, en gæti að visu verið sögð með málshátt- inn í huga. „Hann lætur kylfu ráða kasti“ er ekki málsháttur, því að þar mætti breyta enda- laust um frumlag og segja t. a. m.: „Þið látið kylfu ráða kasti.“ Hér er á ferðinni orð- takið (orktæki, orðatiltæki, tals háttur) „að láta kylfu ráða kasti.“ Annað mál er það, að málsháttum og orðtökum er sitt hvað sameiginlegt, svo sem það, að orð, sem koma fyrir í þeim, eru mjög oft notuð í óeiginlegri merkingu. Þó að stundum sé mjótt á mununum um orðtak og málsháttur, enda er setningin notuð í fastmótuðu formi og fel- ur í sér staðhæfingu um almenn sannindi. Hitt er svo annað mál, hvort allir fallast á þá staðhæf- ingu. „Honum kippir í kynið“ er aftur á móti orðtak, enda getur frumlag setningarinnar verið breytilegt, og hún er miðuð við einstakt tilvik, en ekki ætlað að vera algilt sannmæli. „Betri er haustskurður en horskurður" og „Hollari er haustskurður en horskurður" er hvort tveggja málsháttur og raimar tvö smá- vægileg afbrigði sama málshátt- ar. Stundum verður munurinn töluvert meiri, án þess að ástæða sé til að telja málshætt- ina tvo. Sem dæmi má nefna: „Þangað man sauður lengst, er lamb gengur“ og „Man sauður, hvar lamb gekk“, enda eru sagn- ir og nafnorð hin sömu í báðum afbrigðum, en skakkar aðeins um smáorðin. í málsháttum felast ekki ein- göngu hlutlaus reynslusannindi, heldur hafa þeir einnig oft í sér fólginn boðskap, svo sem siðalærdóm eða varúðarreglur. Merking málsháttanna er oft bein og einræð, orðin skulu tek- in eins og þau eru töluð. Sem dæmi má neína: „Sá er drengur sem við gengur", „Sá veldur miklu sem upphafinu veldur“, „Sjaldan veldur einn, þá tveir deila“, „Einu sinni verður allt fyrst". En mjög oft er málshátt- urinn ekki«allur, þar sem hann er séður. Orðin horfa til tveggja atta. Jafnframt þvi sem hvert þeirra hefur sína eiginlegu felst i þeim samlíking, svo að málshátturinn sem heild færist yfir á annað merkingarsvið en hvert einstakt orð bendir til. „Lengi lifir í gömlum glæðum“ er sagt um fornar ástir. „Enginn veit, hvað undir annars stakki býr“ lýtur að því, hversu erfitt getur verið að skyggnast inn í hugskot annars manns og gera sér grein fyrir tilfinningum bans. „Árinni kennir illur ræð- ari“ sveigir að þeim mannlega breyskleika að kenna öllu fyrr um en sjálfs ófullkomleika. Málshátturinn „Á mjóum þvengjum læra hundar að stela" tekur mið af hundum og sýnir athugun á hátterni þeirra, en framar öllu er mönnum ætlað að draga lærdóm af honum, hann felur í sér hvatningu um að umgangast eigur annarra af fyllstu varúð, jafnvel hið lítil- fjörlegasta smáræði. Málshættir eru og nefndir spakmæli, einkum hinir beinu og einræðu, en algengasta orð að fornu um báðar tegundir bar stundum á sér nokkurn biblíu- orðskviður. Það orð hefur þó nú blæ vegna bókar þeirrar í Gamla testamentinu, er nefnist Orðs- kviðirnir, eignaðir Salómon kon- ungL Málshættir bera oft vott um mikla athyglisgáfu, næman skiln ing á mannlegu lífi og viðleitni til að grafast fyrir um eðli fyrir- bæra hins daglega lífs og draga ályktanir af hinu einstaka til hins almenna. Þeir eru fyrst og fremst sprottnir úr vitsmunalífi mannsins en fátítt er, að þeir tjái dýpstu tilfinningar hans. Þeir eru því fremur í ætt við heimspeki en ljóðrænan skáld- skap. Líkningamál þeirra minn- ir þó stundum á kveðskap, og búning sinn hafa þeir oft fengið léðan frá bimdnu máli, eins og vikið verður að hér á eftir. Málshættir eru vissulega mis- jafnir að efni og orðfæri. Stund- um eru þeir léttvægt mas um sjálfsagða hluti, en þegar bezt hefur til tekizt, eru þeir spak- legir að hugsun og mótaðir af hugviti og listfengi Heimspeki málshátta er tjáð á mjög hlutstæðan hátt, þá skortir yfirleitt sértæka hugsun, og þeir eru lausir við allan lær- dómsbragð og orðaprjáþ ef allt er með felldu um uppruna þeirra. Það er því ekki ófyrir- synju, að þeir hafa oft verið kallaðir alþýðleg heimspekL SAGA OG FERILL MÁLSHÁTTA Málshættir eiga sér eldri ræt- ur en svo, að fyrir þær verði grafizt. Tilvist þeirra er kunn svo langt aftur í tímann sem skráðar heimildir ná. Áður hefur verið drepið hér á Orðs- kviði Salómons. Kitið er talið vera samsafn orðskviða úr hin- um austurlenzka heimL og eru sumir þeirra vel kunnir úr rit- uðum heimildum frá Egyptum, Assýriumönnum og Babýloníu- mönnum. í ritum Grikkja og Rómverja er varðveittur mikill fjöldi málshátta, sem margir hverjir bárust snemma á öldum vestur og norður um Evrópu og síðan um allan hinn siðmennt- aða heim. Getið skal þess sem dæmis, að málshátturinn „Sá veit gerst, hvar skórinn kreppir, sem ber hann á fætinum“ („Hver veit gerst, hvar að hon- um kreppir skórinn") kemur fyrir í riti eftir gríska höfund- inn Flutharchos (46—120 e. Kr.). í málsátturinn „Tungan leikur við tanna sér“, en hann er einnig þekktur úr gömlum latneskum ritum. Sama er að segja um málshættina „Hamra skal járn, meðan heitt er“ og „Ekki fellur tré við hið fyrsta högg“. Fjöl- mörg dæmi fleiri mætti nefna. Málsháttum hefur mörgum hverjum tekizt furðuvel að virða að vettugi öll landamæri og hindranir sundurleitra tungu- mála. Aðrir eru þeir heima- kærari og halda kyrru fyrir á upprunalegu málsvæði sínu og i því menningarumhverfL sem þeir eru úr sprottnir. Málshættír hafa þekkzt meðal germanskra og norrænna þjóða frá alda öðlL Sem kunnugt er, hefst ritöld um norðanverða Evrópu síðar en suður og austur í heimi. Oft má þó leíða að þvi gild rök, að málsháttur, sem finnst ekki skráður á norðlægum slóðum fyrr en tiltölulega seint á öldum, hlýtur að vera mjög gamall og eiga sér rætur í grárri forneskju. Talið er, að hollenzki fornmenntamaðurinn Erasmu* frá Rotterdam (um 1467—1536) eigi mikinn þátt í þvL að tekið var að safna málsháttum í Vest- ur-Evrópu, en vitaskuld komst mikill fjöldi þeirra á bókfell fyrir hans daga. Árið 1500 safn- aðis hann um 800 grískum máls- háttum og gaf út bók. Árið 151T jók hann safn sitt síðan upp í 4000 málshætti. Safn Erasmus- ar hefur verið þekkt á íslandi á 16. öld, því að Magnús sýslu- maður Jónsson prúði (um 1523 — 1591) getur Erasmusar með- al heimildarmanna sinna í máls- háttasafni, er hann tóita seman (nú til i eftirriti frá árinu 1780 i JS 391, 8vo). Hér skal getið málsháttasafns frá Norðurlöndum, er snemma hefur borizt til íslands, verið þýtt að einhverju leyti og haft nokkur áhrif. Því safnaði dansk- ur maður, Peder Laale, sem annars er litt kunnur. Menn hafa þó fyrir satt, að hann hafi verið klerkur og lifað á síðari hluta 14. aldar. Raunar ber ritið með sér, að það er ætlað skóla- sveinum til náms í latínu, þvl að þar fylgjast að stuttar lat- neskar setningar í bundnu máli og tilsvarandi danskir málshætt- ir. Efni þessa lesmáls virðist og Framihald á bls. 21 (MATIUI li? aSa) Heimsþekkt gæðavara • AÐEINS FRAMLEITT ÚR BEZTA HUGSANLEGA H R Á E F N I. • F Æ S T U M A L L T L A N D . Nce ’nrans - umboðið LAUFÁSVEGI 16 SÍMI 18970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.