Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU N ELAÐIÐ Sunnudagur 27. nóv. 1966 Steinsteypustöplar undir bræðsluofnunum á Húsnesi. — Albræðsla Framhald af bls. 1 ferm. En gólfflötur bygging- anna er samtals 50.000 fermetr ar. Til 'þess að framleiða 60.000 lestir af áli þarf 120.000 lest- ir af ál-oxydi og 900 GWh raf- magns, auk 30.000 lesta af „anóðum“ og 3.00 lestum af „elektrolyt". Og svo þarf 700 lítra af vatni (eða sjó) á hverri sekúndu, en það er álíka mik- ið og Bergensbúar nota. Yatn- ið er leitt úr Onarheimsá, sem er skammt frá verksmiðjunni, en í viðlögum má dæia því úr stöðuvatni sem er alveg hiá. Til „reykþvottar“ (þ.e. hreins- unar á reyknum frá bræðsi- unni) er notaður sjór. Fjórar dælur geta dælt upp 520 lítr- um af sjó á sekúndu, til þess að „binda reykinn“. Bryggjan er 240 metra long og dýpi við hana minnst 12 metrar, enda er gert ráð fyrir að skipin, sem flytja efnið til og frá bræðslunni séu minnst 1)5.000 brúttólestir. Geymslu- skáli með 9000 fermetra gólf- fleti er við höfnina og frá hon- um er strengbraut á stólpum að ál-oxyd-geymi við bræðslu VTÐR.’EÐUR í BONN Bonn, 24. nóv. — NTB — Viðræðum um hugsanlega stjórnarmyndun í Vestur- Þýzkalandá var haldið áfram l Bonn í dag. Ræddu fulltrú- ar kristilegra demókrata við fnjálsa demókrata um nýja skálana: hann er 34 m. í þver- mál og 54 m. hár og tekur 30.000 rúmmetra. Færibandið milli hafnarinnar og geymisins flytur 450 lestir á klukkustund. Nú skal vikið að verksmiðj- unni sjálfrL Þar rekur maður fyrst og fremst augun í hina stjórnarsamvinnu, en ekki virðist hafa miðað neitt í sam komulagsátt. Einnig ræddi Kurt Kiesinger, kanzlaraefni kristilegra demókrata, við Willy Brandt, borgarstjóra Vestur-Berlínar og leiðtoga jafnaðarmanna. löngu og mjóu bræðsluskála. Annar er 630 metra langur, með 120 ofnum en hinn 480 metrar og þar eru 90 ofnar. Þeir eru 28 melra breiðir og tvær hæðir og eru ofnarnir á efri hæðinni og standa á ramm byggilegum steinsteypustöpl- um, sem ganga gegnum neðri hæðina. Til hliðar við bræðsluskál- ana eru um tíu byggingar til ýmsra nota, svo sem verkstæði til þess að búa til „anódur“, en af þeim þarf 300 á dag. Þarna er efnarannsóknastofa og verkstæði til allra viðgerða, birgðaskáli og loks skrifstofu- bygging og bygging fyrir mötu neyti handa 400 manns. En ál- oxyd-geymirinn, sem áður var nefndur, gnæfir yfir allar þess- ar byggingar. Byrjað var á byggingu þess- ara mannvirkja undir árslok 1963 en ári síðar var hafnar bryggjan fullgerð og grunn- vinnu lokið á byggingalóðinnL Fyrri bræðsluskálabyggingin var tilbúin L nóv. í fyrra, tveim mánuðum á undan áætl un. Var þá tekið til við síðari skálann og hann tekinn í notk un í haust, og 12. okt. tók bræðslan að fullu til starfa. Meðan verksmiðjan var í byggingu störfuðu þar frá 450 til 1300 manns. En við dagleg- an rekstur ál-bræðslunnar starfa 485 manns, 380 verka- menn og 105 aðrir starfsmenn. Fyrirtækið byggði 30 hús handa starfsmönnum, sem ekki hafa ráðið við sig hvort þeir ætla að starfa til lengdar á Húsnesi. En að öðru leyti hef- ur, það gengist fyrir stofnun byggingafélags til þess að koma upp 100 raðhúsum skammt frá verksmiðjunni, sem starfsmenn eignist sjálfir. 32 af þessum húsum eru kom- in upp, en 3 bætast við á hverj um mánuði. Byggingarnar og tæki í verk smiðjunni kostuðu 360 milljón n-kr. eða 250 milljónir um- ; fram hlutáféð. Sú upphæð hef rrr verið fengin með stuttum byggingalánum — 75 milljónir, lánsfresti á efni og tækjum í Noregi og erlendis — 125 milij ónir og 60 milljóna erlendu lánL GJAX.DEYRISTEKJURNAR AUKAST UM 100 MDLAJ. N. KR. Með tilkomu Húsnes-bræðsl unnar bætast 60.000 lestir við ál-framleiðslu Noregs, eða yfir 20%, og þessi viðauki eykur g j aldeyristekjur þjóðarinnar um 100 milljón n-krónur. Þess ar 100 milljónir eru munurinn á verði 'hins fullunna áls og verði ál-oxydsins og öðrum er- lendum kostnaðL Á þessu ári mun álframleiðsl an í Noregi nema kringum 340.000 lestum og hefur þann- ið 2,5 faldast á 6—7 árum. En hér er ekki neinnar kyrrstöðu að vænta, því að nú eru tvö ný stórfyrirtæki í uppsiglingu, og þau sem fyrir eru ætla að færa út kvíarnar, eins og s.'á má af ráðstöfunum þeim sem þau hafa gert til þess að fá aukið orkumagn innan skamms. Nýju félögin heita A/S ATj- NOR og Lista Verk. í>að fyrra byggir ál-bræðslu á Körmt (Karmöy) við Haugasund cg tekur til starfa 1968. Aðaleig- andi ALíNOR er Norsk Hydro, sem sjálft á rafstöðvar, sem nú hafa rafmagn afganga vegna breyttra framleiðsluað- ferða við köfnunarefnisvinnnsl una. ALNOR gorir ráð fyrir að nota 887 MWh raforku árlega fyrstu tvö árin, en auka síðan ál-vinnsluna í þrem áföngum, þannig að orkunotkunin verði komin upp í 1946 MWh í byrj- un 1973. En það svarar til rúm- lega 100.000 lesta ál-fram- leiðslu. — Hitt nýja fyrirtækið, Lista Verk, tekur til starfa 1970, en álbræðsla þess verður skammt frá Farsund í S.-Nor- egi. Þar verður byrjað með 500 MWh raforku en það stend tir til að þrefalda orkuþörfina. .Norska fyrirtækið „Elektro- kemisk Industri“ er aðaleig- andi þessa fyrirtækis. (Það er ; eigandi að % í MOSAL), En hin fyrirtækin færa út kvíarnar. Ekki sízt „Árdal og Sunndal Verk“, hið opinbera fyrirtæki, sem í dag eyðir 3410 GWh í ál-bræðslu. Árið 1970 ætlar það sér að eyða 5260 GWh — eða auka framleiðsi- una sem svarar yfir 50% auk- innar orkunotkunar. — Samtals nota þau ál-iðjuver, sem nú starfa í Noregi, 6700 GWh af rafmagni, en áætlun þeirra næstu fimm árin hljóð- ar á þá leið, að þau verði að auka rafmagnseyðsluna upp 1 10400 GWh, eða um rúmlega 50% frá því sem nú er. Fram- sóknin hjá éinkafyrirtækjun- um er því viðlíka mikil og hjá hinu opinbera ál-fyrirtæki Ár- dal og Sunndal Verk. Þetta fyrirtæki, sem er hið stærsta í Noregi, notar orku frá NVE (Norges Vassdrags- og Elebtrisitetsvesen — Raf- orkumálastofnun ríkisins) og frá eigin stöð, sem er eign fé- lagsins og því er sú stöð raun verulega ríkiseign líka. En rík isstöðvarnar sjá líka hinum stærstu ál-bræðslunum fyrir orku, bæði MOSAL, SÖRAL (Húsnesi), LISTA Verk, og þessvegna kemur meiri hluti álorkunnar frá norska ríkinu. ALNOR er þar undantekning, sem stafar af því að Norsls Hydro átti raforku fyrir. ★ Raforkuframleiðsla Noregs hefur fjórfaldast síðan 1939 og var síðasta áæ 46697 GWh, en af því fóru 18740 til „orku- freks iðnaðar“, þ.e.a.s. „elektro kemisk og metallurgisk indust ri“. Það sýnir aðstöðu ál-vinnsl unnar að hún notar meira en þriðjung þessarar orku og vill á næstunni fá 50% í viðbót. Þegar Titan-ráðgerðir Einars Benediktssonar voru á dagskrá fyrir fimmtíu árum, var ávallt talað um að nota orkuna úr Þjórsá til ál-vinnslu. Þar kom fram spádómsgáfa skáldsins. Ál-iðjan í Noregi var á svo miklu frumstigi 1 þá daga, að um aðrar leiðir var að ræða til þess að mala gull úr fall- andi vatni. En í þessu efni varð Einar spámaður í sínu föður- landi, eftir dauðann. Hann var orðinn það á öðrum vettvangi áður en hann dó. Skúli Skúlason. Sjálfvirk þvottavél. — Tekur 3—4 kg. Electrolux 10,2 cbf. (285 lítra). Frystihólf: 45 litra. Kælir: 240 lítra. Verð kr. 17.698,00. 7,5 cbf. (215 lítra). Verð kr. 11.712,00. HllalHHHBff Uppþvottavél. Kr. 12.906,00. Frystikistur með hraðfrystihólfi. 255, 355 og 510 lítra. Mjög hagkvæmt verð. Hansabúðin Laugavegi 69. — Símar 21-800 og 11-616.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.