Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 17
Sunnudagur TT. n#v. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 17 verk Otto Skorzenys hefði ein- faldlega verið að ná í eins mikið af brezkum leynigögn- um og hann gat. Fleming datt í hug, að þetta væri hugmynd, æm L>eyniþjónusta brezka flot ans hefði vel efni á að stæla. IHann myndaði hópinn, sem gekk undir nafninu Árásar- deild no. 30, eða eins og Flem- ing sagði helzt „Rauðskinnar mínir! Undir stjórn hans átti þessi hópur eftir að verða einn eftirtektarverðasti af hinum ' litlu einkaherjum stríðsins, og 5 vintia ómetanlegt gagn við öfl- un ýmissa upplýsinga. Síðustu fyrirmælin, sem Commander Ian Lancaster Fleming, sendi flokki sínum, ebra höfundinum glöggt vitni: „Finnið þegar í stað háttsetta þýzka sjóliðsfor- ingja, og látið hvefn þeirra skrifa tíu þúsund orð uin, hvers vegna Þýzkaland beið ó- iúgur á sjó.“ ) Goldeneye-ævintýrið hófst um iiaustið 1944. Það var þá, ao Ian Fleming var að svip- ást um eftir landi, þar sem lótusblomið angar, til þess að geta flúið þangað eftir stríð- ið. Fyrir 200 sterlingspund keypti hann landssvæði á norð urströnd Jamaiku á leiðinni til Orocabessa. í Þá hófst nýr þáttur í hinu margþæta lífi I. L. Flemings. IHann varði öðrum 2000 pund- Um til að láta byggja hús eftir eigin teikningu sinnL Að sögn rágranna hans, Noel Cowards, *em á tvö hús í grenndinni, missti Fleming af frábæru faekifæri með því að byggji • húsið á röngum stað. „Hefði • hann byggt húsið á lítið eitt öðrum stað frá ströndinni, hefði hann á hveriu kvöldi get eð fylg.'t með einu fegursta sól arlagi i veröldinni. En jafnvel þótt hann hefði gert það, hefði gert það, hefði það ekki kom- ið að neinu haldi, því að Ian hafði gætt þess vandlega að fcafa gluggakisturnar aðeins of háar. Goldeneye-stríð er auð- yitað“, heldur Coward áfram, „alveg viðurstyggilegur stað- ur. Ég ætti að vita það. lan tánaði mér það i þrjá mánuði érið eftir að hann byggði það og tók líka fimmtíu pund á vjku fyrir forréttindin, og eins og ég sagði honum var það of mikið fyrir fæði og húsnæði í hreysi. Það var ekk ert heitt vatn á þessum dögum bara köld steypiböð. Við vor- um afskaplega karlmannlegir og létum eins og okkur þætti það gaman. En ég varð þreytt- ur á járnrúminu og snákamynd um, sem aann hafði fest upp tim alla veggi í svefnherberg- Inu og kollunum, sem setið var á við matborðið, en þeir voru svo mjóir, að þeir bitu í botn- inn á manni og púðunum, sem voru eir.s og þeir hefðu verið íylltir af brotajárni.“ ! En sín á milli gerðu þéir raunar gys að Goldeneye, og hin nána vinátta þeirra ent- fet allt fram að dauða Flem- ings. „Einn þeirra aluta, sem enn- þá koma mér til að hlæja, hve- nær sem ég les bækur Ians “ segir Coward, „er munur lifn- aðarhátta hins gamla, góða Bonds og þeirra, sem Ian gerði sér veniulega að góðu á Gold- eneye. Þegar Bond borðar og drekkur verður allt að vera fyrsta flokks, en alltaf þegar ég borðaði með Ian á Golden- eye var maturinn svo hræðileg ur, að ég var vanur að gera fyrir mér Rrossmark, áðux en ég setti upp I mig bita. Og alltaf sleikti Ian gamli út um og beið eftir meiru, rneðan gest ir hans hugsuðu til allra lost- eetu réttanna, sem hann minnt ist á í bókunum sínum. Port Maria i Sánkti Marlu sókn ber enn ummerki hinna gömlu tima á Jamaíku. Þar lyktar af fiski, banönum, rommi, skolpi og steinolíu. Og það var I hinu hrörnandi, hvita ráðhúsi i Port Maria, sera pip- arsveinslífi Ian Flemings lauk fyrir fullt og allt. f skrifstofu borgardomarans rétt eftir klukkan þrjú e.h. gekk hann Ian Fleming í „James Bond“-bíl sínum. að eiga lafði Rothermere, fyrr um lafði O* Neill, fædd Anne Charteris. Noél Coward var annar svaramaðurinn, hinn var einkaritari hans, Cole Leslie. Næsta morgun flugu herra og frú Ian Fleming til New York á leið til Lundúna. í far- angrinum var ófullgert handrit að bók, sem til bráðabirgða var kölluð „Casino Royale.’* Söguhetjan var maður að nafni James Bond. Síðar, þeg- ar hann var spurður, hvers vegná hann hefði byrjað að rita skáldsögur, var Flemii'g alltaf vanur að svara því til, að það hefði verið til þess að komast yfir áfallið, sem fylg- ir því að kvænast fjörutíu og þriggja ára að aldri. Það var áhrifaríkt svar, sem kom í veg fyrir allar vangaveltur um uppruna Bond og hvernig á því stóð í raun og veru, að bækurnar voru skrifaðar. Því að það, sem gerzt hafði var ennpá flóknara en hann vildi viðurkenna. James Bond kom 1 heiminn að Goldeneye að morgni þriðja þriðjudags í janúarmánuði 1952. Ian Fleming hafði ný- lokið morgunverði, og nú voru aðeins eftir tíu vikur af fjöru- tíu og þriggja ára ferli hans sem piparsveinn. Hann hafði þegar valið nafn söguhetju sinnar. Bók James Bonds, „Fuglar í Vestur,Indíum“, vac ein þeirra bóka, sem hann vildi hafa liggjandi á morgun- verðprborðinu. Burtséð frá því hafði hann ekki viðhaft neinn undirbúning. Hann byrjaði ein faldlega að vélrita í hinu svala stóra herbergi sínu, og næstu sjö vikur hélt hann stöðugt áfram. Alla morgna milli níu og tólf, meðan Anne, unnusta hans, sat í garðinum með stór- an stráhatt og málaði blóm, bergmálaði ritvélaihljóðið um kyirlátt húsið. Þar var ekkert sem glapti. Um hádegi hætti ritvélar- hljóðið venjulega og Fleming kom út úr húsinu og sat géisp- andi og letilegur í hinu glamp- andi sólskini við klettinn. Hon um pótti þægilegt að sólbaka sig skyrtulausan fyrir hádeg,- isverð. Þegar hann hafði lokið v;ð að snæða, lagði hann sig í um það bil klukkustund. Um fimmleytið var hann aftur setztur við skrifborð sitt til þess að fara yfir það, sem hann hafði skrifað áður en hann setti síðurnar í bláu bréfmöpp una í neðstu skúffunni til vinstri í skriborðinu. Um 6.30 var hann reiðubúinn að taka fyrsta glas dagsins. Atjánda marz, sex dögum áður en vígslan fór fram 1 Port Maria, var bréfamappan fulL Bond hafði unnið sitt fyrsta skrásetta afrek. og ein undarlegasta skemmtisaga, sem nokkurn tíma heíur verið skrifuð, var tilbúin. Sennilega hefur aldrei verið rituð önnur eins metsölubók með jafnlitl- um erfiðismunum. Handritið þarfnaðist að vísu viðauka og leiðréttinga, „Casino Royale“, í ríkari mæli en nokkur þeirra bóka, sem síðar fylgdu. Samt var öll sagan þarna allt frá upphafi, — hún kom tilbúin um leið og hann hripaði hana niður með flýti og öryggi, um það bil 2000 orð á dag. Anne Flerning kemst svo að orði: „Við vorum aðeins tvö að Goldeneve það árið. Það lá spenna í loftinu þetta tímabil í ævi okkar. Ég hafði tekið aftur til við að mála og fann, að ég skemmti mér konung- lega við það. En Ian leiddist þetta málarástand á mér. Hann sagði, að hann hefði alls ekki í huga að sitja í sólinni og horfa á mig við málaragrind- ina, og ég lagði til, að hann skrifaði eitthvað aðeins til að drepa tímann. Hann var ekk- ert fíkinn í að hefjast handa, en eftir að hann var byrjaður fann hann að hann hafði gam- an af því, og hann lauk bók- inni með ákefð. Eg held, að hann hafi verið furðu lostinn yfir því, sem hann hafði af- kastað. Við ræddum aldrei það sem hann var að skrifa, hann sýndi mér það ekki og auðvit- að fór ég ekki fram á slíkt. Ég fekkst við.að mála og hann við að skrifa. Það var allt og sumt.“ Hið kaldhæðnislega er, að þrátt fyrir tuttugu ára bið eft- ir að geta hafið rithöfundar- feril, rakst hann á hin ákjós- anlegustu skilyrði til þess af hreinni tilviljun. Ur því að skilnaðurinn lá í loftinu voru engir gestir að Goldeneye til að gelpja fyrir honum það ár- ið. Svo er áhyggjum hans fyr- ir að þakka,. að hann tók hverri tómstundaíðju opnum örmum. Hann var ekki að hugsa um peninga né vel- gengni, — það kom síðar. Það er athyglisvert, að að- ferð hans breyttist aldrei veru lega, allt frá upphafi skrifaði hann alla tíókina með fullum hraða og fór yíir hana síðar til að setja inn smáatriðin. Það er einnig athyglisvert, hversu skammt sérþekking þessa manns, sem virtist vera sér- fróður á flestum sviðum, raun verulega náði. Til dæmis þrátt fyrir að James Bond virðist garþekkja allar hliðargreinar sKotvopnfræðinnar, var þekk- ing Flemings sjálfs á skotvopn um mjög takmörkuð. Hann var goð skytta og gat dáðst að byssum vegna útlits þeirra og vegna þess, sem þær tákna en hann hefði aldrei lagt á sig það erfiði að verða sér- fræðingur. Óvænta sönnun þessa er að finna í bréfi, sem hann skrifaði Robert Churchill byssusmið, til að biðja hann að fara yfir nöfn hinna fjög- urra mismunandi vopnateg- tmda, sem nefndar eru í „Cas- ino Royale’b Honum tókst að- eins að nefna eina þeirra rétt. Heiti einkavopns Bonds var ekki aðeins ranglega stafað, heldur hafði það einnig ranga hlaupvídd. Hann viðurkenndi óvissu sína mjög frjálslega í bréfi til Mr. Chaurchills: „Byssan, sem ég hef mestar áhyggjur út af, er Biretta hlaupvídd 28. í bókinni er gert ráð fyrir, að þetta sé létt og flöt, sjálf- virk skammbyssa. Ef þér þekk ið ekki vopnið, og ef, eins og er vel mögulegt, það er ekki til, væri það mjög vinsamlegt af yður að hripa niður nafn- ið á því vopni með þessa hlaupvídd, sem er hvað fram- andlegast, og hægt er að hafa svo lítið beri á axlahylki.“ Sérfræðingurinn Churchill benti honum fljótlega á hið rétta og skrifaði um hæl, að vopnið væri Beretta, ekki Bir etta, og hlaupvíddin væri 25, en ekki 28. Þrátt fyrir að Fleming virt- ist síðar gera sér far um að setja smásmugulegar upplýs- ingar í bækur sínar, var hon- um fyllilega ljóst, að þær voru til lítils annars en gera bæk- urnar trúlegri og hrífa lesand- ann. Þegar farið er að veltm því íyrir sér, er erfitt að finna neitt svið þar, sem Fleming var sérfróður. Þekking hans á mat var ekki ýkjamikil, um vín vissi hann næstum ekk- ert. Hann var allgóður öku- maður, en hann reiddi sig á ráðleggingar sérfræðinga um ’tæknileg smáatriði um bifreið- ir í bokum sínum. Hið sama var að segja um vopn, og fjár- hættuspil, og sama máli gegndi jafnvel um sjálfa Leyniþjón- ustuna. Á þekkingu sinni tíyggði hann aðeins þar, sem kynferðismál komu við sögu. Sannleikurinn er sá, að Flem ing hafði hvorki hneigð né þcl gæðr sérfræðingsins. Hann var öðru vísi; hann var fæddur blaðamaður, og þeirri kölluu trúr vissi hann hvernig hann gat fært sér í nyt þekkingu annarra. Fáir voru leiknari við orðfæri þess, sem þekkinguna hefur, og að nota framand- leg orðasambönd og yfirborð»- gljáa sérþekkingarinnar. Það er ýmislegt svipað í fari höfundarins og söguhetjunnar, Framhald á bls. 9 Údýrt — Údýrt Drengjaterylenebuxur frá kr. 395,— Telpnastretchbuxur frá kr. 350.— Hekludralonpeysur á börn og fullorðna. Úlpur og margt fleira á mjög hag- stæðu verði. Siggabúð NJÁLSGÖTU 4 9. Kuldajukkor, gæroióðraðor úlpur, loðióðraðar úlpur og uylou úlpur Verzl. Ó.L. Traðarkotssundi 3 (beint á móti Þjóðleikhúsinu). ATVINNA Vön stúlka óskast allan daginn á sauma- stofu. Ennfremur röska menn til lager- starfa. Upplýsingar á mánudag frá kl. 4—6. ■wn.imiiBMiimiiu.iimiiliMHHninMil...*...... .mhmhwhI ^^^.nmiiiinnimiMiMK BOLHOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.