Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 27. nóv. 1&66 — Netaför Framhald af bls. 13 Hann benti á, að í fyrra hefði verið mikill ís fyrir Noðurlandi, og hefði Dr. Unn eteinn Stefánsson, haffræð- ingur, tjáð sér, að sjávarhiti fyrir Norðurlandi í fyrravor og byrjun sumars hefði verið 2—3° lægri en í venjulegu óri. Slíkur sjávarkuldi gæti haft áhrif á þann lax, sem annars kynni að hafa skilað sér eftir eins árs veru í sjó. Átuskil- yrði kynnu að hafa verið slæm, en rétt væri einnig að hafa í huga, að göngur laxa virtust haldast að miklu leyti í hendur við stærð þeirra. Kynni næsta ár að varpa á það ljósi, hvort göngum hefði því seinkað á smálaxinum. Hinsvegar yrði ætíð að hafa 1 huga, að mörg atriði hefðu áhrif á fiskistofna, ekki sízt laxastofna, enda hefðu áður orðið sveiflur á þeim. Veiðimálastjóri var einnig »ð því spurður, hvort hann gæti varpað Ijósi á, hvers vegna lax virtist nú að mestu vanta á stór svæði Ölfusár- svæðisins, einkuin bergvatns- árnar. Hann svaraði því til, að netaveiði myndi hafa gengið allvel í sumar í ölfusá. Þá virtist mönnum ekki bera full komlega saman um, hvort lax hefði sézt eða ekki í bergvatns ánum í haust, eftir að veiði- tíma lauk. Á hitt mætti benda auk þess, sem áður hefði ver- ið um smálaxinn í Norður- landsánum sagt, að frost hefði farið mjög seint úr jörðu í sumar, sums staðar ekki fyrr en í lok sumars. Kynni það að valda meiri árkulda, eink- um ofarlega í ám, eða þeim ám, sem ofarlega liggja. Kynni lax því að hafa haldið sig neðar á ársvæðinu en ella. Þá endurtók veiðimálastjóri, að mjög mörg atriði myndu allajafna hafa áhrif á laxa- göngur. Um fyrirspurnir til veiði- málastjóra á fundinum má al- mennt segja, að þar hafi gætt, eins og víða hefur komið fram undanfarið, ótta við Grænlandsveiðarnar, og hafi margir fyrirspyrjendur tal- ið, að Grænlandsveiðunum mætti að langmestu leyti kenna lélega laxagengd, eink- um fyrir norðan. Eins og komið hefur fram af þeim svörum veiðimála- stjóra, sem hér hefur verið drepið á, þá liggja enn ekki fyrir upplýsingar um, að ís- lenzki laxastofninn gangi til Grænlands á uppvaxtarskeiði. Mikill hluti (um 60%) virðist aðeins vera eitt ár í sjó, en slíkur lax hefur ekki veiðzt við Grænland. Sá lax er ein- mitt sá fiskur, sem glöggir menn telja sig hafa orðið vara við, að vanti í Norður- landsárnar nú. Hins vegar virðist sömu sögu að segja frá Noregi. Um stórlaxinn, þ.e.a.s þann lax, sem lengur dvelst í sjó, er það að segja, að eins og fyrr getur, hefur íslenzk- ur lax ekki veiðzt við Græn- land, svo að vitað sé. Margir hafa haft tilhneigingu til að telja, að merkingarskorti sé þar um að kenna, eða því, að merkingar fari að nokkru leyti fram með uggaklipp- ingu, sem grænlenzkir veiði- menn taki ekki eftir. Við eigum það sammerkt með Norðmönnum, að þeirra lax hefur heldur ekki veiðzt við Grænland, svo að vitað sé, þótt merkingar þar séu umfangsmiklar. Á hitt er að benda, að er vetrarstöðvar lax fundust við Grænland, var áður ókunnugt um, hvar í hafinu lax hélt sig á vissum æviskeiðum. Það er því fyrst nú síðustu árin, eða eftir að veiðin við Grænland fór að vekja at- hygli, að tekið var saman höndum til að reyna að kanna hvaðan laxinn þar kæmi, hvert hann færi og hverjar afleiðingar veiðarnar hefðu. Má í því sambandi nefng, að það er fyrst nú, að farið er að vinna skiplega að þessum rannsóknum. Alþjóðahafrann sónkarráðið og Alþjóðafisk- veiðinefndin fyrir Norðvestur Atlantshaf hafa nú skipað nefnd, sem ýmsar þjóðir eiga aðild að, og eru nokkur þeirra atriða, sem ætlunin er að reyna að varpa ljósi á, eftir- farandi: (1) Hvaðan kemur sá lax, sem leitar á ætistöðvarnar við Grænland? (2) Hefur smálax (lax, sem er aðeins 1 ár í sjó) geng ið til Grænlands? (3) Hver hluti þess lax, sem gengur til Grænlands, en veiðist þar ekki, snýr aftur í heisaaárnar? (4) Hversu ákaft eru veið arnar stundaðar á svæði því við Grænland, þar sem laxina finnst? (5) Hver er dánartala, af eðlilegum orsökum, þess lax, sem leggur heim á leið frá Grænlandi? (6) Hver eru áhrif Græn- landsveiðanna á neta- og stangaveiði í heimalöndum laxins, sem til Grænlands sæk ir? Af ofangreindum spurning- ingum, sem enn er ósvarað, má sjá, hve skammt rannsókn- unum er raunverulega komið. Hitt er ekki að undra, þótt margur, sem sér draga úr laxa gegnd í ýmsum ám, telji, að Grænlandsveiðum megi um kenna. Því miður — eða sem betur fer — höfum við ekki enn sannanir fyrir því, að ís- lenzki laxinn gangi til Græn- Jands. Á meðan svo er, er ekki hægt að fullyrða á einn veg eða annan, en gjarnan má þó hafa í huga, að aðrar orsak ir koma til greina, m.a. þær, sem eru af okkar eigin völd- um. á. L TRABANT 601TRABANT 601 Er rúmbezti 4ra manna bíllinn, sem er fáanlegur hérlendis, bæði hvað snertir farþega- og farangursrými. — Trabant 601 er sér- staklega vandaður og fallegur bíll, mjög ódýr í innkaupi og sparneytinn í rekstri. — Viðgerðaþjónusta um land allt. Varahlutir ávallt fyrirliggjandL Gott rými fyrir 2 farþega í aftursæti. — Takið eftir! hversu breitt er milli aftuisætis og framsætis. Stórar hurðir. — Kraftmikill. — Framhjóladrifinn. — Hámarkshraði 120 km/klst. Stálhús klætt utan með DURO* plasti. Engin hætta á ryðskemmdum. Hinn kjörni bíll í sum- arfríið. Á 2% ári hafa verið seldar hér á landi 500 Trabant-bifreiðar. Á þessum tíma hefur rejmslan sýnt að bíllinn hentar mjög vel ís- lenzkum aðstæðum, t.d. hefur enginn Trabant fallið út af skrá, hvorki vegna tjóns né varahlutaskorts. í Trabant hafa engin alvarleg líkamstjón orðið á fólki, þrátt fyrir alvarlega árekstra. Loks má benda á, að fjölmargir þeirra er keyptu fyrstu Trabant-bílana eru nú búnir að skifta og fá sér nýrri model af Trabant. TRABANT 601 kostar: GREIÐSLUSKILMÁLAR: TRABANT 601 De Luxe kr. 96.580,00 Innifalið í verðinu er verkfærasett og allskonar auka TRABANT 601 fólksbíll — 98.280,00 útbúnaður. — Einnig tvær yfirferðir á bílnum við TRABANT 601 fólksbíll Hycomat — 99.160,00 1000 og 2500 kílómetra. TRABANT 601 station — 101.130,00 Hringið og við komum heim til yðar með sýningarbílinn. — Skoðið TRABANT 601 áður en þér festið kaup á öðrum bfl. EIMAUMBOÐ BÍLASALA GUÐMUNDAR BERGÞÓRUGÖTU 3. Símar 20070 — 19032, Reykjavík. SOLUUMBOÐ: INGVAR HELGASON TRYGGVAGÖTU 8. Símar 18510 — 19655, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.