Morgunblaðið - 03.12.1966, Qupperneq 3
Laugardagur 3. des. 196C
MORGUNBLAÐIÐ
3
Aikureyri 2. desernber.
STJÓRN Sana hf bauð frétta-
mönnum í dag til fagnaðar i
verksmiðjuhúsinu, sýndi þeim
allan vélabúnað og gaf þeim
fyrstum manna að bragða hið
nýja Thule-öl, sem er að koma
á markaðinn nú næstu daga. Var
það samhljóða úrskurður allra
að það væri hinn ágætasti drykk
ur, mildur og ljúffengur. Það
skal tekið fram, að aðeins tvær
tegundir voru á borðum, lageröl
og maltöl, þar sem Thule-export-
öl (4,6%) verður aðeins fram-
leitt til útflutnings.
Yfirmenn Sanaverksmiðjunnar með sýnishorn af framleiðslu sinni. T. v. Magnús Þórissson,
Henning Nielsen, Börkur Eiríksson, Eysteinn Árnason, Eyþór Tómasson og Jón M. Jónsson.
Thuleölið er að koma
Sana gefur framleitt 9 milfljón flóskur á ári
Fonmaður félagsstjórnar, Ey-
þor Tomasson, ávarpaöi gesti en
Eysteinn Arnason framkvæmda-
Stjóri og Henning Nielsen, öl-
gerðanmeistari og tæknifræðinig-
ur, lýstu framkvæmdum og fram
leiðsiuiháttum.
Henning Nielsen sagði m. a. að
ölgerðin gæti rfamileitt níu
milljón flöskur á ári, en nú
er miðað við að framleiða 3
milljón flöskur á ári (öll inn-
lend ölsala er nú um 5 milljón
flöskur á ári). Unnt er áð tappa
á 40 þúsund flöskur af öli og
gosdrykkjum á dag.
Verksmiðjan (ölgerðin) er
reist á mettkna, framkvæmdír
hófust seint í apríl þetta ár.
Konráð Árnason hefur annazt
alla trésmíði, en Gunnar Óskars-
son, múrverk. Alfred Jörgensens
Laboratorium í Kaupmannahöfn
hefur séð um val tækja og véla,
og uppsetningu þeirra, og er all-
ur búnaður af nýjuistu og full-
feomnustu gerð. Flestir snertiflet-
ir eru úr ryðfriu stáli eða áli, og
allir dauðhreinsaðir, enda er
fullkomið hreinlæti algert skil-
yrði þess að ölið verði góð vara.
Thule-öl fer frá verksmiðjunni
í plastkössum, sem taka 24 flös'k-
ur hver, og eru þeir algjör
nýjung hér á landi. Auk ölsins
framleiðir Sana sjö tegundir gos-
drykkja, og ýmsar efnagerðar-
vör-ur, allt úr beztu hráefnum
sem fáanleg eru.
Dreifingarkerfi Sana er mjög
víðtækt. Umboðsmenn eru víðs-
vegar um land, í Reykjavík
verzlunin Hvannafell. Sölustj óri
er Börfeur Eiríksson.
Verkstjóri og ölgerðarmeistari
verður Magnús Þórisson, sem er
útlærður hjá Alfred Jörgensen.
Honum til fulltingis fyrst um
stað verður Henning Nielsen,
starfsmaður sama fyrirtækis, sem
er þefekt víða um heim, og vinn-
ur að uppsetningu ölgerða víðs-
vegar, nú um þessar mundir til
að mynda í Frakklandi og
Eþíópíu.
— Sv. P.
Nokkrir forráðamenn verksmið junnar í sal þeim er geymarnir
eru í
Birta niöurstöður
gæöamats erlendis
Sjálfvirkar k>vottavélar
fyrst á dagskrá
Neytendasamtökin munu nú
taka upp þá nýbreytni að birta
niðurstöður gæðamatsrannsóknar
er systursamtök þeirra erlendis
hafa framkvæmt.
• Hér er um mikið hagsmuna
mál að ræða fyrir neytendur,
sem þannig geta kynnt sár eigin
leika varanna, áður en kaup eru
gerð, en þær vörur eru einmitt
teknar tii rannsóknar, sem eru
það flóknar að gerð, að þær
verða eigi dæmdar án sérfræði
legrar athugunar.
Astæðan til þess, að þetta
hefur ekki verið kleift hingað
til, er sú, að sú regla gildir
innan Alþjóðasambands Neyt-
endasamtaka að slíkar greinar
séu birtar í heild. Samkvæmt
sérstakrr heimild verða niður-
stöðurnar einar birtar í Neyt-
endablaðinu, en forsendurnar og
lýsingar á rannsóknunum sjálf-
um munu liggja frammi á
skrifstofu Neytendasamtakanna.
Sjálfvirkar þvottavélar fyrstar
: Fyrstar fyrir valinu verða
j sjálfvirkar þvottavélar, sem hér
eru á markaði, að þesu sinni 9
tegundir þeirra, og hafa rann-
sóknir farið fram á þessu ári
Mikill fjöldi fyrirspurna berast
samtökunum vegna þeirra. Þess-
ar upplýsingar verða birtar í
næsta tölublaði JSfey tendasam-
takanna, sem kemur út í þess-
um mánuði. Vegna mikilla anna
hjá Neytendasamtökunnum und-
anfarið hefur útgáfan tafizt um
tvær vikur.
Endurprentun á þessum upp-
lýsingum Neytendablaðsins er
stranglega bönnuð sem og öll
notkun þeirra í auglýsingaskyni.
Er þetta algild regla Neytenda
samtaka. Innritunarsími Neyt-
endasamtakanna er 1 97 22, og
verður svarað í símann allan
laugardaginn og sunnudaginn 3.
og 4. des. Til að tryggja sér
blaðið, um leið og það kemur út
ættu menn að innrita sig sem
fyrst.
(Frá Neytendasamtökunum)
STáKSTEINáR
Rekstrargjöld og
fjárfesting
Á fundi borgarstjórnar Keykja
víkur sl. fimmtudag deildu full-
trúar minnihlutaflokkanna á
borgarstjórnarmeirihlutann fyr-
ir það, að hlutfallið milli rekstr-
arútgjalda og fjárfestingagjalda
borgarinnar yrði sífellt óhag-
stæðara, rekstrargjöldin ykjust
en framlög tíl fjárfestinga
minnkuðu. Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri, gerði þessar full-
yrðingar minnihlutaflokkanna
nokkuð að umræðuefni. Sagði
hann, að það væri ekki rétt,
að hlutfall rekstrargjalda hefði
farið hækkandi þvert á móti
hefði hlutfall framkvæmdafjár
aukizt á undanförnum árum.
Kvaðst hann hafa tekið skýrt
fram fyrir kosningarnar í vor,
að búast mætti við því, að hlut-
fall reksturskostnaðar mundi
aukast á næstu árum. Það væri
eðlileg afleiðing þess, að ýms-
ar framkvæmdir, sem unnið
hefði verið að á undanförnum ár
um væru að komast í notkun
og hefði það í för með sér auk-
in rekstursútgjöld.
Óhjákvæmileg
aukning
rekstrargjalda
Borgarstjóri bentí á, að af
ýmsum ástæðum væri aukning
rekstrargjalda alveg óhjákvæmi
leg. Lögreglumönnum fjölgax,
slökkviliðsmönnum fjölgar,
kennurum fjölgar, bókakaup
aukast, leikstarfsemi er efld,
allt þetta leiðir til aukins rekst
urskostnaðar. Gæzluvöllum fjölg
ar, þar af leiðandi eykst kostn-
aður við fjölgun gæzlukvenna,
Heilbrigðiseftirlitið eykst, ný
fjölskylduheimili, dagheimili og
vistheimili eru tekin í notkun og
af þem leiðir aukinn reksturs-
kostnað. Benti borgarstjóri á, aS
jafnan þegar fulltrúar minni-
hlutaflokkanna flyttu tillögur í
borgarstjórn um ýmsar, i sjálfu
sér nytsamar framk væmdir,
væru þeir jafnframt að leggja
grundvöll að auknum rekstrar-
útgjöldum. Það væri því síður
en svo, að aukin rekstrarútgjöld
væru merki einhverrar eyðslu-
stefnu borgarstjórnarmeirihlut-
ans heldur væru þau óhjá-
kvæmileg afleiðing mikilla og
aukinna framkvæmda á undan-
förnum árum.
Skattpíningaílokkai
Að vísu hafa ekki enn komið
fram breytingartillögur minni-
hlutaflokkanna við fjárhagsáætl
unarfrumvarp borgarinnar, en
ef marka má ræður þær, sem
fulltrúar Framsóknarflokksins
og Kommúnista fluttu á borgar-
stjórnarfundi sl. fimmtudag,
virðast þeir þrátt fyrir allar að-
stæður ætla að halda áfram upp
teknum hættí, krefjast aukinna
framkvæmda, sem óhjákvæmi-
lega hafa í för með sér aukna
skattlagningu. Þess vegna er
nauðsynlegt, að hafa það í huga,
þegar fjallað er um hækkunar-
tillögur minnihlutaflokkanna,
að í þeim felst raunverulega
ekkert annað en ómenguð skatt-
píningarstefna. Borgarstjórnar-
meirihlutinn hefur hins vegar
talið, að með tilliti til allra að-
stæðna nú, yrði að fara sér-
staklega varlega í auknar álög-
ur eða hækkanir á upphæðum
útsvars og aðstöðugjalda, og þess
vegna er hækkun þessara liða
svo og ýmissa gjalda, tii fjár-
festinga minni heldur en áður.
En ef marka má ræður full-
trúa Framsóknarmanna og
kommúnista við fyrstu umræðu
um fjárhagsáætlunina hyggjast
þeir ekki skeyta neinu þessum
sérstöku viðhorfum og leika enn
einu sinni þann ábyrgðarlausa
leik, sem þeir hafa jafnan haft
í frammi við umræður um fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar.