Morgunblaðið - 03.12.1966, Síða 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
i^augardagur 3. des. 1966
BÍLALEICAN
FERÐ
SfMI 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
MAGMÚSAR
SKIPHOLTI 21 SIMAR 2)190
eH'rlokuhíimi 40381
tiH' 1-44-44
\miam
Hverfisgötu 103.
Daggjald 300
og 3 kr. ekinn km.
Benzín innifalið.
Sími eftir lokun 31100.
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Sólarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 3,00 ekinn kílómeter.
Benzín innifalið í leigugjaldi
Sími 14970
BÍIALEIGAIM
VAKUR
Sundlauraveg 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
BÍLALEIGA S/A
CONSUL CORTINA
Sími 10586.
R&UÐARÁRSTÍ6 31
SlM I 22 0 22'
Hnseigendafélag Reykjavíkur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga.
FjaSiir, fjaðrablóð, hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
i margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegl 168. — Sími 24180.
A.E.G.
HARÞURRKUR, 2 gerðir.
BRAUÐRISTAR, 2 geröir.
KAFFIKVARNIR
STRAUJÁRN
Br. Ormsson hf.
Lágmúla 9.
i/ Æskan
Hann Grímur Engilberts,
ritstjóri Æskunnar, leit inn til
mín í vikunni. I»að er alltaf
jafngaman að hitta Grím og
rabba við hann, jafnkátur og
skemmtilegur og hann er. Ef
Grímur væri ekki alltaf jafnung
ur færist honum ekki ritstjórn
barnablaðsins eins vel úr
hendi og raun ber vitni. „Æsk-
an“ er sameiginlegt áhugamál
okkar, því Velvakandi er einn
þeirra fjölmörgu, sem haldið
hafa tryggð við þetta rit síð-
an það skemmti okkur og
fræddi í æsku. Og alltaf var
beðið með mikilli eftirvænt-
ingu eftir næsta balði, ekki
sízt jólablaðinu. í>að var langt-
um þýðingarmeira en öll önn-
ur tölublöð Æskunnar, því þeg
ar það barst var því stungið
upp í skáp — og við fengum
það ekki í hendur fyrr en á
sjálf um jólunum. >að var ekk-
ert erfitt að sætta sig við þetta
þótt blaðið væri eftirsóknar-
vert. Reglur voru reglur og
það hvarflaði ekki að neinum
að brjóta þær. Eftir á fannst
okkur lika mun skemmtilegra
að fá blaðið á jólunum i stað
þess að lesa það fyrir jól.
it Stærsta tímariHð
En þetta var útúrdúr.
Grímur kom í heimsókn — og
ég byrjaði eins og oft áður —
þegar við hittumst — á að
kvarta:
„Grímur, mér finnst enn
ekki nógu mikið af ævintýrum
í Æskunni. Eða er ég orðion
svona gamall“, bætti ég við —
„hafa börnin ekki lengur gam-
an af gamaldags ævintýrum
um prinsessur og bóndasyni?"
„Jú, það er eitt gott og gam-
alt í jólablaðinu, sem kemur út
eftir nokkra daga“ — og hann
dró upp kápuna, sem búið var
að prenta, með mynd af hressi
legum jólasveini. Og Grímur-
lofaði að atihuga, hvort ekki
væri hægt að fjölga ævintýr-
unum. Hann sagði mér líka
(og það voru öllu meiri fréttir)
að upplag Æskunnar hefði stór
aukizt að undanförnu og af
jólablaðinu yrðu prentuð fjórt
án þúsund eintök. Efast ég
ekki um, að Æskan er þar með
orðið stærsta tímarit landsins.
ic Fékk þakkir
Og sjálfsagt yrði það enn
stærra, ef allir fengju Æskuna,
sem hana vildu. Það er fyrst
og fremst vegna hugsunarleys-
is margra foreldra, að Æskan
kemur ekki á heimilið, enda
sagði Grímur, að maður, sem
að undanförnu hefði safnað
áskriftum í Reykjavík, hefði
fengið miklar þakkir frá for-
eldrum fyrir að hafa-látið sjá
sig: „Þetta er eitt af því, sem
við höfum alltaf ætlað okkur
að gera, en einhvern veginn
hefur það farizt fyrir,“ sagði
fólkið um leið og það gerðist
áskrifendur.
it Gamall kunningi
Grimur var með stóra
tösku og ég spurði hann hvort
hann gengi með marga ár-
ganga á sér. Nei, e'kki viidi
hann viðurkenna það. Hann
opnaði skjóðu sína og dró upp
litla bók og laglega. Þarna var
kominn gamall vinur frá
bernskuárum, „Kisubörnin
kátu“ eftir Walt Disney. Æsk-
an gefur þessa bók út núna
fyrir jólin og það er fjórða
útgáfan. Þetta er ein af þeim
bókum, sem foreldrar verða að
lesa aftur og aftur fyrir born
sín — þangað til þau kunna
textann utan að og fara að leið
rétta lesarann, ef hann reynir
að „stytta sér ieið“ við lestur-
inn.
Aðra bók var Grímur með
og mér sýndist hún ekki siðrL
„Ævintýri barnanna" heitir
hún og hefur að geyma öll
gömlu og góðu ævintýrin í sam
þjöppuðu formi. Þegar ég tala
um þau gömlu og góðu á ég
t.d. við Rauðhettu, Geiturnar
þrjár, Sætabrauðsdrenginn,
Ljóta andarungann, Litlu gulu
hænuna, Unga litla, Ljónið og
músina^ — svo eitthvað sé
nefnt. í hókinni eru fjölmarg-
ar litmyndir og rebbarnir,
bangsarnir og mýsnar eru þar
öll í sparifötunum.
it í forystusveit
Grímur dró enn eina bók
upp úr skjóðu sinni, „Gaukur
verður hetja“, eftir Hannes J.
Magnússon, sem á undanförn-
um árum hefur bæði skrifað
og þýtt fjöimargar barna- og
unglingabækur, sem hlotið
hafa miklar vinsældir. Og ég
hef séð góða dóma í blöðun-
um um þessa síðustu. Hannes
er einn af þeim, sem unnið
hafa fyrir börnin af lifandi
áhuga og elju — og hann er
reyndar í forystusveit í þeim
efnum. Á Akureyri hefur hann
í fjölmörg ár ritstýrt barna-
biaðinu „Vorið", sem ekki er
jafnþekkt sér syðra og Æskan,
enda mun yngra. En fyrir norð
an, vestan og austan er „Vor-
ið“ þekkt og vinsælt.
if- Heimili og skóli
Enn merkara er þó hans
ágæta starf að útgáfu ritsins
„Heimili og skólL" sem mér
vitanlega er eina hérlenda rit-
ið, sem fjallar um uppeldis-
mál, samvinnu heimilis og
skóla og hlutverk foreldranna
sem uppalenda. Það vill svo
til, að ég var ekki alls fyrir
löngu að greiða fyrsta áiskriftar
gjald mitt að „HekniU og
skóla". Eftir stutt kynni mín
af blaðinu langar mig helzt til
að segja að þetta blað hafi
allir foreldrar gagn og ánægju
af að lesa. A.m.k. þeir, sem
hugleiða raunverulega hin
ýmsu vandamál uppeldisins en
sætta sig ekki við að allt fljóti
á meðan ekki sökkvi. Það ger-
ir enginn, sem vill telja sig
hugsandi mann — og telur mik
ils virði að sinna börnunum frá
upphafL Þess eru því miður
allt of mörg dæmi, að foreldr-
ar ætli sér að byrja að ala upp
börn sín, þegar það er orðið
of seint.
it „Hvað á ég að
gera?“
Ég get ekki lokið frá-
sögninni af fundum okkar
Gríms án þess að minnast á
nýjan bókaflokk „Föndurbæk-
ur Æskunnar". Af þeim eru
komnair tvær, sú fyrri um
pappamuni, hin síðari um papp
írsvinnu. Ég held, að slíxar
bækur ættu að vera í boka-
skápi hverrar barnafjölskyldu.
Það er svo þægilegt að grípa til
þeirra, þegar þetta hversdags-
lega tóm myndast — og spurt
er: „Hvað á ég að gera?“ Mörg
börn ráða fram úr slíku af
sjáifsdáðum með örlítilli að-
stoð foreldra, en önnur biðja
oft um leiðbeiningar og hug-
myndir um það, hvernig verja
eigi tómstundunum. Ekki sízt
þegar illa viðrar og ekki er
hægt að vera útL eða, þegar
sletzt hefur upp á vinskapinn
hjá börnun-um — og eitthvað
kemur í veg fyrir að þá stund-
ina er ekki hægt að leika við
bezta vininn eða vinkonuna.
Verst af öllu er að láta börn
og unglinga sitja auðum hönd-
um. Þau verða eirðarlaus og
eiga erfitt með að festa hug-
ann við viðfangsefnin, sem að
jafnaði er nauðsynlegt að
sinna. Þetta er eitt af stórum.
vandamálum samtíðaiinnar.
Þessvegna getur verið gott
að eiga eitt og annað í kistu-
handraðanum, verkefni, sem
koma á óvart, en eru þrosk-
andi og róandi. Ekki veitir af
í öllum ys og þys nútímans.
Velvakanda berast oft bréf
um óknytti og skemmdarvarga
— og allt, sem miður fer.
Færri hafa Skrifað jákvæðar
hugvekjur um uppeldismálin.
Þeir, sem hafa eitthvað að
segja — og vilja tala um þá
hlið málanna — ættu að taka
sér penna í hönd. Öll slík bréf
birti ég með glöðu geðL
if Fjölbreytt blað
P.s. Þegar ég fór að fletta
síðustu Æskunni eftir að ég
skrifaði þennan pistil, sá eg,
að Grímur var hafður fyrir
rangri sök að þessu sinni. Hér
er Hrói höttur, Buffalo BiU
og David Copperfield. Svo er
hér íslenzkt ævintýri eftir
Hildi Ingu auk annars og mjóg
fjölbreytts efnis. Já, og Robin-
son Krúsó í myndum, fram-
haldssaga. Nei, hér ættu allir
að finna ævintýri fyrir sig. Og
Bjössi bolla er alltaf ágætur.
Bifreiðakaupendur
Höfum tU sölu notaðar bifreiðir.
Hagstæð kjör, skipti möguleg.
RAMBLER-umboðið:
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121. — Sími 10-600.
CHRYSLER-umboðið:
Vokull hf.
Hringbraut 121. — Sími 10-606.
Aðalfundur
Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður
haldinn fimmtudaginn 8. desember nk. og
hefst kl. 20,30 í félagsheimilinu.
FUNDAREFNI:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn K. R.
Hjúkrunarkona
að Hjúkrunardeild Hrafnistu.
Upplýsingar í síma 36380 og eftir kl. 4
í síma 37739.