Morgunblaðið - 18.12.1966, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.12.1966, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. des. 1966 Siguiður Haukur Guðjónsson skriíar um BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Borry og smyglorinn Höfundur: Uno Modin Þýðandi: Sigrún Guðjóns- dóttir. y Útgefandi: isafoldarprent- / smiðja h.f. ÞAÐ dylst engum, eftir lestur þessarar bókar, að höfundur kann að segja frá, án þess að hvíla athygli lesandans nokkru sinni. Hér er þó langt í frá um merkilegt skáldverk að ræða, heldur mikiu fremur reyfara (Ktlaðan t.þ.a. stytta tíma þeirra, sem lesa sig í svefn. Höfundur notar tvær kenndir mannsins, vináttuna til loðinna dýra og hina duldu þrá mannsins t.þ.a. brjótast undan oiki samfélagsins, t.þ.a. vefja úr þeiim þráð sögunn- ar. Nolokuð er þetta fast gert, -því erfitt er að greina á mil'li, ovo mjög gerir hann hundinuim. Barry, menndkan og manninn, Pétur, dýrslegan. Barry, Sankti-Bernharðshund- ur, elzt um með munkum í Alpafjöllum J»ar er hann þjálf- aður til þjónustu við vegviUta ferðamenn. Ungur vinnur hann athyglisverða dáð, bjargar manni frá bráðum bana. Gisti- vináttu munkanna láunar, sá er bjargað er, svo sem hann er maður til; lýgur tU um nafn sitt; stelur lífgjafa sínum, Barry; strýkur síðan án þakkarorða. Tekur Pétur, svo nefnist skálk- urinn, að þjálfa hundinn til smyglstarfa í landamærahéraði. Hundurinn lendir þar í mörgum raunum en sigrar þær aUar, svo sem aðalsöguhetju reyfara sæm- ir. í annað sinn á Pétur hund- inum Uf sitt að launa, er græðgi hans hefir att honum sjálfum og Barry 1 fífldjarft tafl við tollverði landsins. Nokkrir menn eru nefndir tdl sögunnar, svona til uppfyl'lingar fremur en kynningar. Vissulega mun ungu fólki þyfcja saga þessi skemmtileg, það er hún vissulega, en langt í frá uppbyggileg. E.t.v. þörfn- umst við svona bóka til hvíld- ar frá þurrum námsbókum. Þýðingin er vel af hendi leyist. Þýðandinn . hefir auðsjáanlega gott vald á málinu, er orðmarg- ur ag verður þýðingin við það safamikil og fersk. Villur eru nófckrar, en sára- fáar, sem efcki liggja ljósar fyrir og af þeim sökum meinlausar. Prentun og frágangur bókar- innar er góður og útgefanda til sóma. Spá mín er því sú, að Barry verði vinur margra um jólin. Lotto í ólótogötu Höfundur: Astrid Lindgren. Þýðandi: Eirikur Sigurðsson Teikningar: Ilor Wikland Bókaútgáfan Fróði. Offsetprent h.f. Þetta er lítil, en snotur bók, ætluð yngstu lesendunum. Lotta fimm ára kríli, vaknar önug morgun einn, og þar eð hún er skynsöm stúlka, gerist framhald sögunnar, er nær yfir einn dag, mjög svo kátlegt. Pullorðnir láta efcki bjóða sér hvað sem er, það hafði lífið kennt Lottu, og álykt- un hennar var sú, að það ættu þeir heldur efcki að gera, er fimm ára aldri hefðu náð. Er henni tókst ekki að beygja móð- ur sína undir vilja sinn, hélt hún að heiman og fór heldur klæðlítil. Sagan greinir nú frá því, er Lotta tekur íbúð á leigu og á hvern hátt hún býr um sig. En það er erfitt að vera stór og sjálfstæð heilan dag, þegar aldurinn er efcki hærri, svo skjótt dregur til sætta. Bókin er skemmtilega rituð og hlýtur að verða mörgu barninu til afþreyingar, þar eð höfundur virtist eiga einkarlétt með að setja sig í þeirra spor. Teikningar í bókinni eru af- bragðs góðar og hjálpa ungum lesendum, t.þ.a. gera sér efni sögunnar ljóst. Þýðingin er góð og málið lip- urt. Frágangur bókarinnar er prýðis góður og útgefanda til sóma. Prentvillur sárafáar. Niourstaðan verður því: Mjög eiguleg bók fyrir hina yngstu. Ævintýri barnannn Myndir: Feodor Rojankovsky Þýðandi: Þórir S. Guð- mundsson. Bókaútgáfa Æskunnar. Prentun mynda: Aktietrykk eriet í Stavanger. Prentun texta: Oddi h.f. Bókin er árt efa ein skemmti- legasta barnabók, er ég hefi séð. Strax við fyrstu kynni laðar hún til lestrar, því veldur hug- kvæmni teiknarans og hve drátt- hagur hann er. Myndirnar, flest- ar, eru hrein listaverík og það dregur heldur efcki úr, að allar birta þær obkur söguhetjur, sem oífckur eru fcunnar frá æsku. Þetta eru sem sé teikningar við 24 ævintýri, gamla kunningja: Rauðhettu; Ljóta andarungann; Heimska Hans; Hérann og Skjaldbökuna og mörg fleiri. Ég vil vekja athygli yfckar á efnis- yfirlitinu, það er meistaraverk. Svo eru og hinar mörgu heil- síðumyndir, er prýða bókina með litum sínum. Það er mjög erfitt að dæma um boðskap ævintýra, þá dul ætla ég mér heldur efcki. En viss er ég um það, að börnin munu fagna bókinni, og mér er heldur efcki gruniaust uzn að þau þurfi oft að sæfcja hana á náttborð pabba og mömimu. Svo er um öll sönn ævintýr, þau flytja lesendum sínum boðskap eftir þroska þeirra sjálfra. Hlát- ur vekur það- einkum, er djúpa alvöru kallar fram í huga ann- aris. Ævintýrabókinni sinni ætti því enginn að henda frá sér, heldur eiga vel geymda og lesa oft. f ævintýrunum felst vízka kynslóðanna framsett á aðlað- andi hátt. Mér virðist þýðingin góð og orðval einmitt þannig, að í huga hafi verið haft að verið væri að snara bók allrar fjölskyldunnar. Ég er Bókaútgáfu Æskunnar mjög þakífclátur fyrir bókina, og svo mun verða um fleiri. Að vísu finnst mér það leitt, að innbrot kápunnar sfculi vera með enskum texta á mynd. Það lýtir svo ágætt verk og í fram- tíðinni ætti slífct etóki að sjást á nofckurri bók íslenzkri. L ÞAÐ LEIKUR ENGINN VAFI Á — að hinn vandláti kaupandi gerir kröfur um það bezta í sniðum, efnum og vinnu. ^ Einmitt það er haft í huga, þegar yður eru boðnar KANTER’S lífstykkjavörur. Verið vandlát — biðjið um K A N T E R ’S — og þér fáið það bezta. Vinsæl jólagjöf kveikjari fyrir dömur og herra, einnig úrval af borð- kveikjurum. MAGNÚS E. BALDVINSSON Laugavegi 12 — Sími 22804. Hafnargötu 49 — Keflavík. BÓKAFORLAGSBOK Þetta er 2. bókin i þéssum skemmtilega bóka- flokki. Aðalsöguhetjumar eru þær sömu, ea hver bók er samt alveg sjálfstæð saga. Land* nemasynimir Kiddi Barson og Jonni Smith ásamt vini sínum, indíánanum Valsauga, lenda óvænt í æsispennandi eltingaleik viff manninn í indíánaskónum' svarta, sem orðið hefur þess valdandi að hin litla landnema. Verð kr. 150.00 nýlenda Danville hefur verið brennd tU ösku. (án söluskattsX Sögurnar um VALSAUGA eru skemmtilegar, ósvikn- ar indíánasögur, sem allir strákar eru mjög hxifnir af. BÓKAFORLAG ODDS BJORNSSONAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.