Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 32
HfJUNG! RÚMFATAEFNI SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1967 ÞARFNAST EKKI STRAUINGAR *'• '• ■■ .•> i ::- • ■" . , ■ ■ : t MislingcatilfeBlum fjölgar ekki Engar aðrar umgangspes ir d ferðinni SAMKVÆ M X þeim skýrslum, sem borgarlæknir hefur fengið yfir mislingatilfellin 1.—7. janú- ar, eru þau lægri en áður, og virðist því sem mislingarnir séu í rénun. Þó er ekki hægt á þessu stigi málisins að fuJiyr’ða neitt um það, iþvd að enn hafa ekki aliar skýrslur borizt, en aðstoðar- læknir borgarlækms, tjáði M!bl. að fullvíst væri að ekiki viæri um aukningiu á þeim að ræða. Bóluisetning gegn mislingum heldur áfram í Heilsuvenndar- stöðinni, og hafa mjög margir leitað þanigað til bólusetningar. Engar aðrar umigangspestir munu vera á ferðinni nú í Reykja'vák, svo að heitið geti, að sögn aðstoðarlæknisins. Sverrir Þóroddsson á samning við ítalskt kappakstursfyrirtæki Si. fimmtudag kom upp eldur í Renauitbifreið, þar sem hún var á ferð í Skálagerði. Hringt var á slökkviliðið, en eldurinn breiddist mjög ört út og var bifreiðin að mestu brunnin að innan er elökkviliðið kom, enda þótt reynt væri að halda eldinum í skef jum með bandslökkvitæki, náði eidurinn einnig að komast í vélarrúmið. Er bifreiðin mjög illa farin. Viðgerð á Mælifelli Tékkar sigruðu lýkur á morgun Lestar korn handa kommYllu SIS MÆLIFELL, skip Skipadeildar SÍS, sem steytti á skeri við inn- siglinguna á Djúpavogi í deseim- bermánuði hefur verið til við- gerðar í Rensburg í Þýzkalandi og mun viðgerð væntanlega ljúka á morgun. Samkvæmt upplýsinguip Hjart ar Hjartar, framkvæmdastjóra Haustsýninp;unni í Ásgríinssafni að ljúka f DAG lýkur haustsýningu As- grímssafns, sem opnuð var 6. nóv. síðastl. Á sýningunni eru myndir sem málaðar hafa ver- ið á hálfrar aldar tímabili, og nokkrar þeirra haustmyndir frá Þingvöllum. Ásgrímssafn verður síðan lok- að I tvær vikur meðan komið er fyrir hinni árlegu skólasýn- ingu safnsins, en aðal uppstaða þeirrar sýningar verða myndir úr íslendingasögum og þjóðsög- um. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið í dag frá kL 1,30- Skipadieildarinnar, reyndiust skemmdirnar ná frá miðju skipi og aftur undir vél. Þurfti að skipta um 17 botnþlötur og lýk- ur viðigerðinni á morgun. Mælifell mun lesta að lokinni viðgerð í Rotterdam 1000 lestir af lausu maiskonni, sem fara á til mölunar í kommyHu Sambands- ins á Þorlákshöfn. Ennfreimur mun skipið lesta fiöðunvönur fyr- ir landsbyggðina í Rotterdaim og l’Newcastile. Maísfarmurinn er fjórði farm- ur, sem berst til kornmyllunnar í Þorlákshöfin, en byrjað var að maila korn þar í haust. Fyrsti farm,uri'nn voru 1000 lestir frá Ameríku, en nú eftir að föður- bætikaup voru ger'ð frjáls og heimil firá Evrópu hafa verið keyptar þar 600 lestir og munu þær væntan'legar til Þonláks- hafnar á morgun. Auk farmsins, sem kemur með Mælifelli er Helgafell með 300 lesta farm af byggi, sem keypt- ur var í Englandi. Lausakorninu verður dælt í land í Þorlákshöfn með sérstakri dælu af danskri gerð, sem kom til landsins £ des- emiber, en hins vegar verður að flytja það með bifreiðum í vöru- geymslu, þar sem færiband tek- ur við því og fflytur það birgða- geymslu. TÉKKAR urðu heimsmeist- arar í handknattleik. Úrslita- leikur HM fór fram í Vester- ás í gær og unnu Tékkar Dani með 14:11. í baráttu um þriðja sætið mættust Rúmenar og Sovét- menn. Að venjulegum leik- tíma loknum stóð 18:18 og var framlengt og í framleningu unnu Rúmenar. ■— Lokatalan varð 21:19. SVERRIR Þóroddsson kappakstursmaður kom í fyrrakvöld frá Rómarborg þar sem hann undirritaði samning við þekkt ítalskt kappakstursfyrirtæki um að aka fyrir það næsta keppnistímabil, sem hefst í marzmánuði n.k. MbL náði tali af Sverri í gær- morgun og fékk hann til að skýra frá aðdragana máls- ins og samningunum, sem er mikilvægasta skrefið á ökuferli hans, eins og hann komst sjálfur að orði. — Þannig var, að skömmu fyrir áramót fékk ég bréf frá ítalska kappakstursfyrirtæk- inu De Sanctis í Rómarborg, þar sem þeir báðu mig að koma utan til viðræðna um ökusamning. Fyrirtæki þetta er ekki mjög umsvifamikið, en þekkt og hefur náð bezta árangri í sínum flokki, sem er formúla III. Það var ein- kunnugt er hann, sem keyrðl af mér annað afturhjólið í kappakstrinum á Sikiley í sumar. Williams sigraði í 10 af 16 kappöskstrum, sem hann tók þátt í og hefur nú verið ráðinn ökumaður hjá hinum heimsfrægu Ferrari bifreiða- verksmiðjum og það er sæti hans, sem ég nú tek. Þetta bréf þeirra kom mér ánægju- lega á óvart og hélt ég utan mánudaginn 9. janúar. — Hvernig voru móttökurn ar? — Þeir tóku á móti mér á flugvellinum og höfðu eng- ann formála á málunum, en buðu mér í hádegisverð þar sem hugsanleg samningsgerð var rædd. Eftir tveggja tíma viðræður fóru þeir með mig í verksmiðjuna, sýndu mér teikninguna af bílnum og bíla í smíðum og spurðu síðan: „Hefurðu áhuga?“ Ég svaraði játandi og var þá hafizt handa um samningsgerð. — Og hvernig hljóðar samningurinn? Framhald á bls. 31. mitt fyrir þetta fyrirtæki, sem Jonathan Williams ók fyrir sl. sumar, en það var sem Sverrir Þéroddsson. Hlýindi haldast fram yfir he'gi r * Asfand á vegum svípað og áðitr HLÝINDI voru um allt land í gær, og að því er veðurstofan tjáði Mbl. í gær, er allt útlit fyrir það að svo verði fram yfir helgi. I gær var frostlaust um allt land, hlýjast átta Stiga hiti á Síðumúla í Borgarfirði, en kaldast tvö stig. Á Hveravöllum var í gær fjögra stiga hiti, svo að hlýindin voru ekki aðeins á láglendi, heldur einnig á hálend inu. Hjörleifur Ólafsson hjá Vega- gerð ríkisins sagði Mbl. að þrátt fyrir þessi hlýindi væri skafrenn ingur víða á fjallvegum bæði vestan lands og norðan, og voru Brattabrekka og Holtavörðuheiði t.d. ekiki færar smábílum afi þeim sökum. Annars sagði Hjörleifur að ástandið væri mjög svipað því og verið hefði að und ani'örnu. Ausandi rigning á Austfjorðum AUSANDI austan rigning og vonzku veður var á Austfjörðum í gær. Fréttaritari Mbl. á Seyðis- firði tjáði okkur í gær, að snjó- að hefði þar á föstudag, en að- faranótt gærdagsins hefði gert dembirigningu af austan, mikil vatnselgur myndast á götum þar, og kvað hann vart fært milli húsa. Væri því af sem áður var, er mestur styrr var út af vatns- leysinu í kaupstaðnum í sumar. Vetrarhjálpin út- hlutaði fyrir 900 þús. STARFI Vetrarhjálparinnar er lokið að þessu sinni. Söfnuðust alls að þessu sinni í peningum og nýjum fatnaði kr. 598.261,20. Alls var úthlutað í matvælum, mjólk og fatnaði fyrir um kr. 900 þús. Er þá ekki reiknað með þeim fatnaði sem almenningur gaf til starfseminnar. Matarávís ana nutu 2370 manns, fatnaðar- ávísanir fengu 3267 eða sam- tals 5637 manns. 6 milljóna tap Bæjar- útgerðar Hafnarfj. — frá ársbyrjun til 30. sept. SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér hefur tap á rekstri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar frá ársbyrjun til 30. sept. numið 6 miiljónum króna. Árið 1965 nam tap á Bæjarútgerðinni 11 Vt millj. kr. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinn ur nú að lausn þeirra vandamála, sem skapazt hafa vegna taprekst urs Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar í samræmi við samþykkt bæj arstjórnarinnar frá sl. ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.