Morgunblaðið - 15.02.1967, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1967,
19
Bræðrafél. Kjósarhrepps 75 ára
BRÆÐRAFÉLAG Kjósarhrepps
varð 75 ára í gær, en félagið var
stofnað að Reynivöllum 14. febr.
1892. Aðalhvatamenn að stofnun
þess voru séra Þorkell Bjarna-
son á Reynivöllum og Eggert
bóndi Finnsson á Mosfelli í Kjós,
en Eggert var jafnfamt fyrsti
formaður félagsins.
Félagið &r jafnt opið „kðrlum
og kvinnum" eins og segir í lög-
um þess, en tilgangur félagsins
er eins og nafn þess bendir til
og getið er um í fyrstu málsgrein
annarrar greinar félagslaganna“,
að efla bróðurhug og eindrægnis
anda félagsmanna þess, að
stunda nytsama fræðslu, sið-
prýði og hvers konar menning
eftir megni“.
Á fyrstu árum félagsins starf-
aði það sem málfundafélag og
lét sér fátt óviðkomandi um
mannleg og samfélagsleg vanda-
mál — eins og Oddur Andrés-
•on bóndi á Neðra-Hálsi og nú-
verandi formaður félagsins komst
að orði við blaðamann Mbl.
Snemma beitti félagið sér fyrir
því, að stofnað yrði bókasafn í
hreppnum. Bókasafnið er enn
starfrækt, og er nú til húsa í
barnaskólanum í Ásgarði. Safnið
er ekki ýkja stórt, um 3000 bindi,
en I því er margt fágætra bóka.
Steini Guðmundsson bóndi á
Valdastöðum hefur lengst af ver-
ið formaður félagsins eða í tæp-
lega 40 ár. Flest öll þau ár var
Steini lífið og sálin í starfsemi
félagsins, en þegar lögin um al-
menningsbókasöfn voru sett
fannst mörgum gagnsemihlut-
verki félagsins lokið, en þó varð
úr, að það starfaði áfram og
hefur það sannazt að þrátt fyrir
bókasafnslögin, hefur félagið
orðið safninu mikill styrkur.
Lengi var bókasafnið til húsa
á Reynivöllum og gegndi séra
Halldór Jónsson þá bókvarðar-
stöðu fyrir félagið, en eftir að
það var flutt að Ásgarði hefur
Eggert Finnsson, bóndi á
MeðalfellL
Oddur Andrésson bóndi á
Jíeðra—HálsL
skólastjóri barnaskólans jafn-
framt verið bókavörður. Nú
gegnir því starfi núverandi skóla
stjóri, Hólmfríður Gísladóttir,
og er hennar hlutur mjög g Var.
Hin slðari ár hefur starfsemi
félagsins nær öll beinzt að bóka-
safninu og stuðningi við það. Þá
hefur félagið einnig gengizt fyrir
Krafizt 9-15 ára
fangelsisdóms
RÉTTARHÖLDUNUM er haldið
áfram í Miinchen í máli þriggja
fyrrverandi starfsmanna þýzku
öryggislögreglunnar í Hollandi
á heimsstyrjaldarárunum síðari.
Eru þremenningarnir sakaðir um
aðild að brottflutningi og seinna
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
morðum á tugum þúsunda hol-
lenzkra Gyðinga.
Saksóknari ríkisins krafðist
þess í dag að leiðtogi þremenn-
inganna, Wilhelm Harster. fyrr-
um yfirmaður SS-sveitanna í
Hollandi, yrði dæmdur til 15 ára
fangelsisvistar fyrir aðild hans
að morðum a.m.k. 82 þúsund
Gyðinga. Þá krafðist hann 10 ára
fangelsisdóms í máli Wilhelms
Zoepfs, fyrrum majórs í SS
sveitunum, og níu ára fangelsis
í máli Gertrude Slottke, er starf
aði hjá Zoepf.
Zoepf majór er sakaður um
aðild að morðum rúmlega 55
þúsund Gyðinga og Gertrude
Slott'ke er sökuð um aðild að
54.982 morðum.
Þremenningarnir eru sagðir
hafa skipulagt flutninga hol-
lenzkra Gyðinga til fangabúða í
Þýzkalandi. Meðal þessara Gyð-
inga var Anne Frank, sem lét
lífið í fangabúðunum, en varð
heimsþekkt fyrir dagbók sína.
Harster hefur áður afplánað dóm
fyrir þessa glæpi sína í Hollandi.
Steini Guðmundsson á
Valdastöðum.
bókmenntakynningum og öðrum
menningarlegum skemmtunum.
Félagið var undanfari Ung-
mennafélagsins „Drengs“, sem
greip að miklu leyti inn á verk-
svið þess. Annar aðalhvatamað-
ur að stofnun félagsins, séra Þor
kell Bjarnason sóknarprestur á
Reynivöllum kom þangað frá
Mosfelli í Mosfellssveit, en þar
var hann einnig frumkvöðull í
félagsmálum. Eggert Finnsson,
sem hafði verið við nám í Noregi
í búnaðarskóla kynntist mjög
félagslífi meðan á námsdvöl sinni
stóð, en þessir tveir menn unnu
hvað mest að stofnun Bræðrafé-
lags Kjósarhrepps, eins og áður
er getið.
| SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM
Frönsk mynd.
Höfundur handrits: Jean
Marcillac
Lcikstjóri: Henry Decoin
Aðalhlutverk: Eddie
„Lemmy“ Constantine.
Daphne Dayle o.fl.
Ég var nýbúinn að lesa
skammargrein um mig hér í blað
inu og var í afleitu skapi. Lík-
lega hröklast ég úr stöðu minni
við lítinn orðstír, eins og Sú-
karnó Indónesíuforseti, sagði ég
við sjálfan mig. Og get þá ekki
huggað mig með því að eiga
fimm konur, til að stytta mér
stundir við í iðjuleysinu.
í örvæntingu renndi ég aug-
um gegnum bíóauglýsingarnar.
Sé þá, að þeir eru búnir að skipta
í Kópavogsbíói. Ný „Lemmy-
mynd“ á ferðinni: Carter kláar-
ar allt.
Þetta er mynd fyrir mann í
manndrápsskapi, hugsa ég. Þarna
færðu að sjá gnægð af kjafts-
höggum, og það er einmitt það,
sem þú þarfnast, til að ná aftur
fullri sálarró. Svo ég fæ mína
einu, en tryggu eiginkonu til að
rölta með mér upp í Kópavogs-
bíó. — Og ráðið dugði.
Sá er munur á Lemmy og
James Bond, að Lemmy er
ólgandi af lífsfjöri og gleði, á-
gætur húmoristi, auk þess miklu
karlmannlegri maður og hentar
að því leyti betur í hetjuhlut-
verk. — Ef maður lifði nú á
velgengnistímum opinskárra,
íroniskra ádeiluverka, þá væri
mjög nærliggjandi að líta á mynd
eins og þá ofannefndu sem skop-
ádeilu á hina almáttugu leyni-
lögreglugarpa. Eða er Lemmy
ekki beinlínis að hlæja að því
stundum, hve skoplega vel hann
sleppur alltaf úr hverri mann-
raun? Þá kann ég ekki í bros að
lesa, ef svo er ekki.
Allavega hafa Lemmymynd-
irnar það fram yfir Bondmynd-
ir flestar að höfða meir til skop-
skyns manna, og kann það að
vísu að draga nokkuð á stundum
úr hrollvekjandi áhrifum þeirra
og spenningi. Spenningur f
myndum um báða þessa garpa
takmarkast þó ávallt af þeirri
vitneskju, að þeir muni sleppa
heilir á húfi úr hverjum háska,
sem þeir lenda í.
Því hefur mér dottið í hug,
hvort ekki væri hugsanlegt til
tilbreytingar að láta drepa svona
menn annað slagið í einstökum
myndum. Ég viðurkenni fúslega,
að hér er um svolítið kaldrifj-
aða hugmynd að ræða, en tel
það þó nokkra málsbót, að plan-
ið hjá mér er að lífga þá við
aftur og nota þá áframhaldandi
í sakamálamyndir. — Þeir verða
svolítið þreytandi með timanum
ódrepandi menn.
í ofannefndri mynd eru það
útsendarar kínversks njósnara
og glæpamanns — líklega fylgis-
manns Maos — sem eru að reyna
að komast yfir hernaðarlega upp
finningu vísindamanns eins í
Suður-Frakklandi. Lemmy er
frægur einkaspæjari í New York
og vísindamaðurinn sendir hon-
um beiðni um að koma sér til
trausts og halds.
Það mátti vægast sagt ekki tæp
ara standa, því að vísindamaður
inn ec myrtur nóttina eftir að
Lemmy kemur á vettvang. Ýms-
ir koma til greina sem hugsan-
legir morðingjar, þar á meðal
tvö barnabörn hans, piltur og
stúlka, sem hjá honum bjuggu
og standa til arfs eftir hann. Og
svo auðvitað glæpahringur Kín-
verjans.
Það kemur að sjálfsögðu í hlut
Lemmy að fletta ofan af morð-
ingjanum. Er rétt að svipta ekki
væntanlega áhorfendur ánægju
og spenningi, með því að ljóstra
nokkru upp í því máli.
Mynd þessi er allhörð, og er
það kostur við léttar myndir
af þessu tægi. Áhorfandinn þarfn
ast ekki mikillar hugardvalar,
því sannast að segja er ekki
krafist mikils hugarstarfs af hon
um. Og því þá að teygja lopann
lengur en rétt nægi til að þráð-
urinn hangi saman?
Vilja byggja heimili
fyrir taugaveikluð börn
— á lóð borgarspítalans
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn og
Heimilissjóður taugaveiklaðra
barna ætlar að beita sér fyrir
byggingu lækninga- og hjúkrun
unarheimilis handa taugaveikluð
um börnum í Reykjavík og hafa
þeir aðilar farið fram á það við
borgarráð að athugaðir verði
möguleikar á byggingu heimilis-
ins á lóð Borgarspítalans.
Mbl. ræddi um þessa ráðagerð
við formann Hringsins, Sigþrúði
Guðjónsdóttur, en Hringkonur
hafa nú snúið sér að því að
veita liðsinni taugaveikluðum
börnum og munar verulega um
þær, enda hafa þær lagt 10
millj. í Barnaspítala Hringsins á
Landspítalanum. Sigþrúður
sagði að bygging heimilisins fyrir
taugaveikluð börn væri alveg á
byrjunarstigi. Slík mál tækju
langan tíma og þróast smám
saman. En þörfin væri mikil
fyrir þessháttar heimili og sæi
maður það enn betur eftir að
fara að kynna sér málið. En oft
er hægt að bjarga taugaveikluð-
um börnurn frá varanlegu heilsu-
tjóni, etf þau fá rétta meðíerð
nógu snemma.
Lækninga- og hjúkrunarheim-
ili fyrir taugaveikluð börn er
ekki sjúkrahús í venjulegum
skilningi. Börnin fara í skóla,
leika sér með öðrum börnum og
lifa eðlilegu lífi undir eftirliti
sérfróðs fólks, en rétt þykir að
það sé í tengslum við sjúkra-
hús, svo notist af læknum og
tækjakosti þess. Er farið fram
á að fá lóð á svæði Borgar-
sjúkrahússins, en þó nokkuð af-
skekkt á lóðinni.
Er sem sagt unnið að undir-
búningi málsins. íslenzkur lækn-
ir, Páll Ásgeirsson, sérfræðingur
í taugasjúkdómum, er nú starf-
andi við slíkt heimili í Dan-
mörku og var ráðgast við hann
er hann var hér heima um jól-
in.
Heimilissjóður taugaveiklaðra
barna á orðið um hálfa aðra
miíljón í sjóði og Hringurinn
töluvert, að því er Sigþrúður
sagði.
RYMINGARSALA minnst 30°/o afsláttur
af öllum vörum
aðeins fáa daga
Crensásvegi — Nóatúni
Aðalstrœti