Morgunblaðið - 15.02.1967, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1967.
Sögulegt
sumarfrí
eftir Stephen
Ransome
Svo sneri hann sér á hæli og
bjóst til brottfarar — vildi sýni-
lega láta útgöngu sína verða
sem áhrifamesta.
— Þarna er maður, sem við
verðum fyrst og fremst að vara
okkur á, sagði ég og horfði á
eftir honum með viðbjóði. —
Hinn mikli bardagamaður, Miles
Kandall, refsivöndur yfirstétt-
anna.
Kerry, sem hafði reiðzt við
þennan klaufalega leikaraskap
hans, en var jafnframt hrædd,
ætlaði að þjóta á eftir honum.
Húri riáði í handlegginn á honúm
og stöðvaði hann.
— Miles Kendall, þú hefur
einkennilegt lag á að láta þér
skjóta upp þegar verst gegnir,
sagði hún með ákafa. — Það
sem ég á við, er að þú ert and-
styggilegur snuðrari. Hefurðu
lært þetta með langri æfingu,
eða ertu fæddur með þessum
ósköpum?
Hann stillti sig um að reið-
ast. Hann leit niður á Kerry úr
yfirburðastöðu sinni, og svaraði:
Ég átti nú erindi, en þessi ráð-
stefna sem ég rakst inn í, var
svo forvitnileg, að ég gleymdi
erindinu. En það var fallega
gert af þér að minna mig á það.
Svo setti hann upp kaldrana-
legt bros. — Ég er hérna með
dálítið, sem hann Brad gæti haft
gaman af að sjá.
Við tökum þá eftir því, að
frakkinn hans gúlpaði út. Hann
hafði stungið einhverju undir
hann.
— Ég fann þetta, sagði hann,
og ætlaði að gera okkur forvit-
in. — Rétt áðan, þegar ég gekk
fram með ánni — já, í óleyfi,
að vísu, skal ég játa, eins og all-
ir aðrir, sem gariga þennan stíg.
.Þá sá ég það liggja inni í runn-
unum, þarna handan við kjúkl-
ingagarðana. Mér datt í hug, að
Brad væri forvitni að sjá það,
enda fundið á hans landareign.
Með ertandi hægð, stakk hann
hendinni undir frakkann og dró
hlutinn fram.
— Það var forúgur skór.
— Það var nú ekki nema ann-
ar, sagði Miles lágt, og horfði
fast á fölt andlitið á Brad. — Eg
gat ekki fundið hinn.
Þetta var gönguskór af konu.
Ekkert okkar var í augnabl ks
vafa um eiganda hans. Það var
Evvie.
7. kafli.
Sunnudagskvöld kl. 11.10.
Þessi eini, forugi skór gerði
okkur öllum hverft við, en áhrif-
in komu samt ekki fu/llkomlega
fyrr en við endurkastið, ef svo
mætti kalla það, þegar ég ’as
fyrir síðustu skýrsluna mína.
Þegar ég hlustaði á hana af
segulbandinu, fór um mig hroll-
ur, og nú vissi ég, að ekki yrði
aftur snúið. Við áttum ekki ann-
ars úrkosta en þrælast gegn um
það — þangað til yfir lyki, og
það kynni að verða eitthvað
álíka og að verða undir valtara,
sem hafði sloppið út úr höndum
stjórnandans.
Sjálfur skórinn er nú í vörzlu
saksóknarans. — Ég ætla að
geyma hann, hafði Walker sagt,
rólega, — þangað til eitthvað
gierist í málinu. Vitanlega er
þetta sönnunargagn, en hvað
sannar það?
Sannast að segja vildi ekkert
okkar fara að játa það í návist
Miles, að skórinn væri neitt ann
að en venjulegur týndur hlutur. 1
En Miles lét sýnilega ekki sann-
færast neitt af þessari rósemi
okkar. Hann yppti bara öxlum,
afhenti Brad skóginn, og gekk
síðan burt með andstyggilegt
íbyggnisbros á vör.
Ekki gat ég getið mér til um,
'hvaða sönnunargagn hann gat
þótzt hafa í höndum. Það ein-
kennilega var, að Miles, sem
hafði snuðrað þennan skó upp,
var s>á eini okkar, sem hafði enga
hugmynd um, að Evvid hafði
verið með gönguskó á fótum,
þegar hún hvarf.
Og við hin hefðum svo sem
heldur ekki vitað það, hefði ekki
Kerry snuðrað það uppL
Þegar ég gerði mér þetta Ijóst,
'hækkaði í mér hitinn aftur. Ég ,
dr. Kerry afsíðis og lét hana vita
— hafði hún þá ekki séð það á
stokkrjóðu andlitinu á mér —
að ég væri henni heldur betur
grarnur.
— Þessi skór, sem Miles fann,
þarf ekki að þýða nokkurn skap-
aðan hlut, eða þyrfti ekki, hefðir
þú bara látið þetta afskiptalaust.
En það var ekki því að heilsa.
Þú þurftir að koma með óþarfa
spurningar. Þú þurftir að fara
að snuðra ótilkvödd í fataskápn
um hennar Evvie. Og svo ertu
12
svo ósvífin að kalla Miles snuðr-
ara, þegar þú ert helmingi verri
sjálf.
Augun í Kerry skutu neistum.
— Þú þarft nú ekki að fara að
springa í loft upp út af þessu.
Ella vissi vel um þetta, eða gerði
hún það ekki?
— Ella hafði ekki nefnt það á
nafn. Hún hefði aldrei minnzt á
það óspurð, og enginn spurði
hana fyrr en þú gerðir það.
Líttu nú á, hverju þú hefur rótað
upp? Er það til góðs? Heldurðu,
að Brad verði þér þakkliátur fyr-
ir það?
— Ég er nú að reyna að hjálpa
af fremsta megni, hvæsti Kerry.
— En hvað gerir þú, annað en
ónotast?
Ég varð að láta þessu ósvarað.
Þetta er orðið svo ruglingslegt,
að maður botnar ekki upp né nið
ur í því. Og á rólegri stundum
get ég ekki láð Kerry þetta.
Sjálfur er ég líka að reyna að
hjálpa, eftir því, sem ég hef vit
til, og þess vegna sit ég hér inn
an luktra dyra og les þessa
skýrslu mína inn á segulbandið. •
Þegar eg hafði lokið við sjötta
kaflann, hér á undan, bjó ég um
segudbandið, ásamt þeim, sem á
undan voru komin, og faldi þau
undir einhverjum blöðum í
læstri skjalatöskunoi minni.
Enginn veit, að ég er að semja
skýrslw upp til síðustu stundar,
jafnharðan því sem atburðirnir
gerast. Ég hef ákveðið að segja
það engum, ekki einu sinni
Kerry eða Brad, vegna þess, að
RÁÐNINGASTOFA HLJÓMLISTARMANNA
Óðinsgötu 7 — Sími 20255
Opið mdnud.-fimmtud. 2-7, föstud.-laugard. 2-5
Afar ódýr frímerki
frá Austurríki
Tvö þúsund og átta hundruð falleg mismunandi
safnfrímerki og sérfrimerki, raunverulegt verðmæti
um 320 mörk, en í auglýsingaskyni aðeins 300,00
íslenzkar krónur gegn póstkröfu, svo lengi, sem
birgðir endast. — Póstkort nægir.
MARKENZENTRALE, Den.pschergasse 20, 1180 Wien.
ALLTAF FJ0LGAR V0LKSWAGEN
V0LKSWAGEN 1300
er fimm manna /0\
fjölskyldubill AaA
HEKLA hf
Blessaður vertu það er allt i lagi, — hún samkjaítar aldrei,
— og tekur ekki eftir því !
annáð hvort þeirra kynni að láta
eimhver orð falla í óheppileg
eyru — en að láta það berast út,
væri hrein kórvilla, ekki sízt nú
þegar sagan var farin að taka á
sig dauðablæ.
Nú éru liðnar tuttugu og fjór-
ar klukkustundir, næstum upp á
mínútu, síðan ókunni maðurinn
sýndi Kerry banatilræðið, og
hætti ekki fyrr en ekki munaði
hársbreidd, að hann dræpi hana.
Kannski ihefur Evvie Lang
orðið fyrir samskonar árás, þetta
kvöld fyrir tveimur vikum. Sé
svo, kann að, vera einhver bend-
ing um það fyrr í þessari skýrsiu,
sem mér hefur sézt yfir.
Ég er nýbúinn að hlusta á allt
bandið frá upphafi, til þess að
leita einhverra slíkra bendinga,
og hlustað vandlega á mín eigin
orð. Einu tók ég sérstaklega
eftir og það var hve oft kjúkl-
ingagarðarnir voru þar nefndir
á nafn.
— Það var þar, sem Kerry
varð fyrir árásinni. „Einhvers-
staðar þarna við kjúklingagarð-
ana“, hafði hún sagt, — „held
ég“. Og þar var þar, sem ég
heyrði óminn af samta/linu þenn-
an morgun — þar sem Brad var
að tala við einihvern annan, „úr
áttinni frá kjúklingagörðunum",
sagði ég sagt. Svo hafði Glenda
sagt, að þegar Evvie fór úr
vinnustofunni hans Brads, kvöld
ið, sem hún hvarf, að hún hafi
„gengið framihjá hlöðunni og í
áttina að ánni“, en þá hefði hún
einmitt farið framthjá kjúklinga-
görðunum. Og loks var það þar,
sem Miles fann skóinn.
Mér datt snögglega í hug að
fara að atihuga staðinn nokkru
nánar. Hvílík vitleysa að láta
sér detta það í hug! Nú var ein-
mitt ekkert tungisljós, en aðeins
ofurlítil stjörnubirta í hálfskýj-
uðum himni, svo að það var rétt
svo, að ég gat griilt hænsnahúe-
in._
Ég heyrði einhvern ofurlítinn
fjaðraþyt og kvak, er ég gekk
fram og aftur eftir óreglulegum
stígunum. Ég hafði séð, að á dag-
inn var þessi staður kvikur af
ungamæðrum og hænuungum.
Eldri hanarnir eru hafðir inni-
lokaðir, og ekki látnir sjá hverir
aðra, því að þá mundi samstund-
is hefjast bardagi — og það upp
á líf og dauða. Fleiri hanar en
einn hafa drekkt sér við tilraun-
ir sínar til að berjast við annan
hana, sem var ekki annað en
spegilmynd þeirra sjálfra í vatn-
inu. Þessir fallegu fuglar sotfa
þarna, ög eru lifandi ímynd morð
fýsnarinnar.
Og grafreiturinn, þar sem hin-
ir sigruðu lágu grafnir á víð og
dreif, var þarna skammt frá. Ég
sneri mér undan með hálfgerð-
um hrolli til þess að komast burt
frá þessu öllu. Dauði er dauði,
algjör og óafturkallanlegur, jafn
vel þótt bara hani eigi í hlut,
og þó að það kunni að virðast
vitleysislegt, þá gekk ég burt
með það á tilfinningunni, að all-
ur þessi mikli dauði hefði eitrað
jarðveginn og lagt á hann eki-
hverja bölvun.
Húsið var aldimmt, að undan-
teknum lampanum, sem ég hafði
skilið eftir logandi í setustof-
unni. Þegar ég nálgaðist, sá ég
skugga af manm bera fyrir 1
garðdyrunum og stanza úti í
garðinum. Þetta var Glenda, með
hlýja inniskó á fótum og hvítan
ullarslopp þéttvafinn um sig, en
í hendinni hélt húm á mjólkux-
glasi. Hún var eitthvað viðkunn-
anlega heilbrigð útlits og alveg
laus við allan álhyggjusvip.
Ég starði á hana og spurði: —
Finnurðu ekki, innst í hugskot-
inu einhvern kvíða út af þessu
leiðindamáli, sem við eigum í?
— Vitanlega, svaraði hún. En
ég læt það bara ekki koma mér
út úr jafnvægi, það er allt og
sumt.
—Já, hún var óvenjuleg mann
eskja. Þessi rósemi hennar er
eittihvað það bezta, sem Brad á
í eigu sinni. í samanburði við
hana, verður góðverkafýsnin í
henni Kerry einhver versti
skuldapóstur, og ég vona bara
einlæglega, að hún reyni að hafa
hemil á henni framvegiis.
— Hvar er Brad?
Glenda saup á glasinu. — í
vinnustofunni.
— Einn?
— Nei, ég býst við, að hún
Kerry sé þar hjá honum.
— Ég vona, að þau tefji þar
stundarkorn. Ég hef verið að sitja
um að ná í þig í einrúmi, og nú
er tækifærið.
Hún sneri sér við, hugsi, en
gekk svo inn aftur á mjúku
skónum, og settist í hornið á
stóra legubekknum.
— Dugar þér þetta?
Ég lokaði dyrunum, settist svo
við kaffiborðið og sneri beint að
henrii.
— Glenda........Það var þessi
bölvaði ekkisens skór. Þarna hafa
sýnilega orðið átök.
— Já, eða þá að Evvie hefur
verið að flýja undan einhverj-
um, sagði Glenda.
— Hvar heldurðu, að hinm
skórinn sé?
Glenda svaraði lágt: — Senni-
lega á hinum fætinum á Evvie.
— Já.......En nú ætla ég að
segja nokkuð, sem þér kann að
finnast harðineskjulegt, ef ekki
dónalegt. Ef við göngum út frá
því, að Evvie sé dauð — og eink-
um þó ef bún hefur verið myrt
— vona ég, að hinn skórinn haldi
áfram að vera týndur um tkna
og eilífð, og Ewie með honum.
Ég vona, að ekki finaiist af henni
tangur né tötur.
— Gætum við lifað í þeirri
óvissu, Steve?
— Við verðum að lifa með
þessu í einni eða annarri mynd,
og þetta yrði auðveldast.
Glenda virtist ósannfærð.
— Þá þyrfti ekki annað en
láta eins og ekkert væri, bætti ég
við. — Já, einmitt það: hafast
ekkert að.
iHún hnyklaði brýnnar við
þessa tilhugisun. — Og brjóta
heilann um það til æviloka?
Þessi spurning líktist ekki
Glendu. Nú var eins og hún væri
farin að stæla Kerry.
— Að mínu viti er þarna um
tvo móguleika að ræða, sagði ég.
Annaðhvort verður málið ein aí
óleystu giátunum, eða það veið-
ur verra og verra fyrir Brad, eft-
ir því, sem stundir líða fram.
Glenda svaraði engu, en sötr-
aði bara mjólkina sína.
I