Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR ÍMT. 13 Sýning, sem vert er að sjá í augum sextán ára unglings, er einungis þekkti í>órarin B. Þorláksson tilsýndar, virtist hann á síðustu aldursárum sín- um vera orðinn gamall maður. I>að vekur því nokkra undrun að átta sig nú á því, að hann skuli ekki hafa verið nema 57 ára, þeg «r hann andaðist. Hér kemur raunar tvennt til. Annars vegar erfiðleiki ungmenna á því að skynja rétt aldur sér verulega eldri manna og hins vegar, að menn eltust áður mun verr og fyrr en nú, a.m.k. í ytra útliti. Þórarinn var maður hlédraegur eg bar ekki mikið á honum í borgarlífinu. Helzt sást hann á göngu milli heimilis sins sunn- arlega á Laufásvegi og bóka- búðarinnar, sem hann rak í Bankastræti í húsi bróðurson- ar síns, Jóns Þorlákssonar. Um Þórarin var ætíð rætt af virðingu og fór ekki á milli mála, að hann var talinn mikil- hæfur maður. Hvort menn hafa gert sér grein fyrir, að hann mætti með réttu telja upphafs- mann íslenzkrar málaralistar er annað mál. Eftir sýninguna á málverkum hans, sem opnuð var á hundrað ára afmælisdegi hans, virðist leikmanni erfitt að líta öðru vísi á. Afköst hans hafa verið meiri, málverkin feg- urri og tilbreytingaríkari en flestir höfðu látið sér skiljast. Ótrúlegt er, að heilbrigður smekkur neiti því nokkru sinni, að list Þórarins hafi varanlegt gildi. Umgerðin um afmælis- gjöfina til Hannesar Hafsteins á árinu 1915 sýnir hinsvegar hvern ig smekkurinn breytist. Mál- verk Þórarins eru vafalaust mis- Jöfn að gildi eins og öll mann- anna verk, en þýðing þeirra er ekki einungis menningarsögu- leg, heldur sýnast mörg þeirra hafa mikið gildi í sjálfum sér. Þörf öflugra flokksfélaga Eins og rifjaðist upp fyrlr mönnum við hálfrar aldar af- mæli Alþýðuflokks og Framsókn ar á síðasta ári, þá voru báðir þessir flokkar stofnaðir á árinu 1916. Báðir studdust þeir við oflug félagssamtök, sem þá þeg- ar voru til í landinu. Alþýðu- flokkuriinn spratt upp úr verka- lýðshreyfingunni, og hann og Alþýðusambandið voru i nánum félagslegum tengslum allt fram um 1940. Framsóknarflokkurinn var frá upphafi nátengdur kaup- félögunum og hefur fyrr og síð- ar notað þau og SÍS sem sína meginstoð, auk þess, sem ýmsir forustumanna Framsóknar höfðu hreiðrað um sig í ungmennafé- lagshreyfingunni. Þegar frjáls- huga borgarar tóku að efla sam- tök sín á milli á þriðja tug aldarinnar, fyrst með stofnun f- haldsflokksins, síðan Frjálslynda flokksins og loks með samruna beggja í Sjálfstæðisflokkinn á árinu 1929, höfðu andstæðingar þeirra bæði mikið forhlaup og höfðu búið rækilega um sig í sínum vígstöðvum. Síðar tókst þriðja höfuðandstæðingnum, kommúnistum, að hrifsa til sín yfirráð sterkustu verkalýðsfé- lagnna, eins og nógsamlega er kunnugt. Sjálfstæðismenn hafa þess vegna ætíð öðrum fremur þurft að halda uppi öflugri flokksstarfsemi. Þar hafði Vörð- ur forgöngunna, síðan kom Heimd?llur á næsta ári og loks Hvöt 10 árum þar á eftir. „Ekki neinir ríkis- manna synir46 Þýðing almennra stjórnmála- félaga í lýðfrjálsu landi er svo auðsæ, að ekki þarf um að ræða. Frá Reykjavíkurhöfn. (Ljósm. Mbl.: Sveinn Þorm.) REYKJAVIKURBRÉF ►Laugardagur 18. febr. Um hitt var á sínum tíma deilt, hvort rétt væri að stofna félag ungra manna og sérstakt kven- félag innan Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingarnir gerðu lengi vel harða hríð að Heimdelling- um. Fullyrt var, að með tilkomu Heimdallar væri verið að spilla æskunni, en þó einkum, að í fé- laginu væru ekki aðrir en ein- skinsverðir pabbadrengir. Þess vegna er nú 40 árum siðar at- hyglisvert að lesa það, sem hinn skeleggi Heimdellingur, Einar Ásmundsson í Sindra, segir í af- mælisávarpi í Vísi hinn 16. þ.m.: „Þeir ungu menn, sem komu saman fyrir 40 árum til að stofna Heimdall, voru ekki neinir ríkis- manna synir. Þessi hópur sam- anstóð af iðnaðarmönnum, verzl unarmönnum, skólanemendum og verkamönnum. Margir þess- ara pilta voru nýfluttir 1 bæinn og sumir hverjir við nám. Marg- ir voru svo peningalitlir, að þeir höfðu ekki ráð á að fara í kvik- myndahús nema einu sinni í mán uði, en aðgöngumiðinn kostaði þá um eina krónu, hvað þá held- ur að þeir gætu sótt aðrar skemmtanir, sem kostuðu meiri peninga. Þrátt fyrir að stofnend- urnir voru fátækir ungir menn, eins og allur almenningur var á þessum árum, þá er stór hluti þeirra, sem komust yfir miðjan aldur, nú orðnir þjóðkunnir for- ustu- og áhrifamenn á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins". Sjálfur slapp Einar ekki við aðkast og var lengi uppnefndur „járningamaður íhaldsins'*. Hann lét það ekki á sig fá, heldur hef- ur hann ásamt sínum myndar- legu sonum ætið verið trúr æskuhugsjón sinni. Sú hefur orðið raunin á í þessu sem ýmsu fleiru, að andstæðing- arnir hafa fetað í fótspor Sjálf- stæðismanna og stofnað sín eig- in æskulýðsfélög og hafa þeir þá ekki sparað þvílíka ágengni í áróðri gegn óþroskuðum ungl- ingum, sem þeir ranglega höfðu sakað Sjálfstæðismenn um. Um nytsemi æskulýðsfélaga stjórn- málaflokkanna verður ekki leng ur deilt, og má hér vel minna á eitt verkefni, sem stundum er þagað um. Það er, að gæta þess, að kennarar og aðrir, sem stöðu sinni samkv. er fenginn sérstak- ur trúnaður gagnvart æskulýð, misnoti ekki þá aðstöðu til áróð- urs eða hlutdrægni Enginn vill án þeirra vera Með sama hætti og Heimdall- ur er elzta æskulýðsfélag til styrktar stjórnmálaflokki, þá er Hvöt fyrsta félag sinnar tegund- ar hér á landi. Um það bil, sem Hvöt var stofnuð, óttuðust sum- ir, að það yrði til sundrungar að kljúfa félagsstarfsemina með þessu móti. Menn átta sig naum- ast á því nú, að fyrir 30 árum voru eingunis 17 ár liðin frá því, að konur fengu algert jafn- rétti í kosningum á við karl- menn, því að svo varð fyrst með stjórnarskránni 1920, þó að leið- in hefði verið mörkuð með stjórn arskrárbreytingunni 1915. Má og segja, að fram undir 1930 hafi konur verið að þreifa sig áfram með hverjum hætti stjórn málaafskipti þeirra væri heppi- legust. Á árinu 1922 höfðu þær boðið fram sérstakan, ópólitísk- an kvenna lista við landskjör og fengið kosinn einn fulltrúa, Ingi- björgu H. Bjarnason. Sú tilraun var endurtekin á árinu 1926 en þá fékk kvennalistinn sáralitið fylgi. Frú Guðrún Lárusdóttir var hins vegar kosin á þing 1930 af landslista Sjálfstæðis- manna. í bæjarstjórn höfðu konur lengi setið, fyrst kosnar af sérstökum kvennalistum en síðar skipzt í flokka því að þar fengu þær kjörgengi og kosn- ingarétt mun fyrr en við þing- kosningar. Eftir á finnst mönn- um einkennilegt, að það skyldi ekki verða fyrr en á árunum 1915 til 1920, að konur fengju fullt jafnrétti í þessum efnum. Nú mundi öllum þykja fráleitt ef afnema ætti það. Ýkjulaust má segja, að jafn fráleitt þætti, ef leggja ætti niður Hvöt eða önnur sérstjórnarfélög kvenna. Þau hafa hvarvetna orðið flokk- um sínum að miklu gagni, og enginn þeirra getur hugsað sér án þeirra ac. vera. Segðu mér hver ja þú umgengst Vafalaust er nokkuð til í sann indum þess, að marka megi eðli manns af því hverja hann helzt umgangist. Lengi var það svo, að kommúnistar töldu kirkju og konungdæmi vera imynd arð- ráns og áþjánar. Af því leiddi, að ekki átti að vera til verri félagsskapur en höfuðklerkar og konungborið fólk, enda var því, sem til náðist, umsvifalaust rýmt úr þessari veröld. Nú eru á þessu orðin eftirtektarverð um skipti. Bertil, sonur Svíakon- ungs, mun vera hinn fyrsti og sennilega hingað til hinn eini konungborinna manna, a.m.k. af hvítum kynstofni, sem farið hef- ur í opinbera eða hálfopinbera heimsókn til valdhafanna í Kreml. Sagan segir, að honum hafi þar verið tekið með kostum og kynjum, m.a.s. svo, að þegar hann kvaddi hafi einn hinna helztu kysst hann á kinnina og sagzt vonast til að sjá hann sem fyrst aftur. Um sannindi þess- arar sögu skal ekki sagt hér. Á hitt verða ekki bornar brigð- ur, að forseti Sovétsamveldisins gekk nú fyrir skemmstu á fund páfa og var tekið þar með pomp og pragt. Áður hafði sovézki utanríkisráðherrann og enn fyrr tengdasonur Krúsjeffs (á meðan hann var í náðinni) kannað hvernig Sovétbroddum væri tek ið í Vatikaninu. Rétt eftir vin- mæli Sovétforsetans og páfa heimsótti forsætisráðherra Sovét samveldisins síðan sjálfa Elísa- betu drottningu Bretlands, en hún mun nú talin tignust alls konungborins fólks i heiminum. Féll svo vel á með henni og Kosygin, að hann lýsti yfir því í almenningsáheyrn, að drottn- ingunni mundi verða tekið með miklum fögnuði í Sovét-Rúss- landi og hlökkuðu menn mjög til að sjá hennar hátign þar. Rétt eftir, að þeirri tilhlökkun hafði verið lýst, notaði Kosyg- in tækifærið á blaðamannafundi til þess að fara harðyrðum um „einræðisstjórnina** austur í Kína og fagurorðum um sam- hyggð Sovétstjórnarinnar við kínverskan almenning, sem una yrði oki einræðismannanna. Eftir höfðinu dansa limirnir Ekki voru þeir margir dagarn- ir, sem liðnir voru frá þessum heimsóknum og yfirlýsingum ráðamanna Sovétsamveldisins, þegar lærisveinn þeirra, Einar Olgeirsson, stóð upp á Alþingi íslendinga og fór fögrum orðum um það, að nú væri kalda stríð- ið úr sögunni og þess vegna eng- an að óttast, nema þá Bandarrk- in. Væri þess vegna auðsætt, að gera ætti landið varnarlaust sem allra fyrst. Því til sönnunar vítir aði hann óspart til de Gaulle og aðgerða hans í þá átt að losa um tengsl Frakklands við Atlants- hafsbðandalagið. Nú er það að vísu síður en svo, að de Gaulle ætli sér að taka Frakkland úr Atlantshafsbandalaginu, eða telji að verkefni þess sé lokið í fyrir- sjáanlegri framtíð. Engu að síð- ur eru athafnir de Gaulle miög umdeildar meðal Frakka sjálfra. Hann hefur hlotið harða gagn- rýni fyrir frammistöðu sína af ýmsum hinna víðsýnustu og mest metnu samlanda sinna. Af þeim, sem rita um stjórn- mál í Frakklandi eru fáir metra metnir, jafnt innan Frakklands sem utan, en franski stjórnmála maðurinn Francois-Poncet. Hann er einhver reyndasti stjórn málamaður, sem nú er uppi 1 heiminum og var einn þeirra fáu, sem á árunum fyrir 1939, meðan hann var sendiherra í Þýzkalandi Hitlers, hafði í fullu tré við hann og lét aldrei blekkj- ast. Francois-Poncet segir til andsvara nafngreinum málsvara de Gaulle: „.. .. heldur að hægt sé orðið að umgangast Sovétsamveldið og að löndin i Mið-Evrópu séu að losna úr leppstilverunni. f raun og veru er Sovétsamveldið að leitast eftir að tryggja bakhlið sína, ef (svo ólíklega færi) að stríð brytist út á milli þess og Kína. Hinsvegar er ekki sjáan- legt, að Sovétstjórnin hafi gefizt upp við að koma Vesturveldun- um undir merki hamars og sigð- ar. Leppríkin taka þátt í við- leitni Sovét-samveldisins — og nota sér hana til þess að styrkja efnahagstengsl sín við Vestur- Evrópu og fá sér aðeins friskt loft. En þau eru ennþá undir oki kommúnískra stjórna, sem virða að vettugi mannréttindi og lýðfrelsi, fangelsa andstæð- inga sína og taka þátt í meiri- háttar hernaðaræfingum í skjóli Varsjársamningsins. Þó að djöf- uliinn 'varpi yfir sig munka- kufli þá heldur hann áfram sínu eiginlega eðli.“ Mcira ófrelsi en á keisaratímunum Nú má vera, að hinn marg- reyndi stjórnmálamaður Fran- goit-Poncet sé of svartsýnn. Það skulum við vona, en orð hans eru þó sannarlega íhugunarverð, og hér er svo mikið í húfi, að ekki veitir af ítrustu varfærni. Jafnvel þeir, sem af heilum hug vona, að mikil breyting sé orðin milli Sovétsamveldisins og lýðræðisríkjanna, verða þó að játa, að enn skortir mjög á um að í viðhlítandi horf sé komið. Tveir blaðamenn, William H. Chamberlain og Eugene Lyons, sem á árunum fyrir 1930 skýrðu manna sannast frá hinu raun- verulega ástandi í Rússlandi, vöktu fyrir skemmstu athygli á því, hevrsu mjög skortir á um frjálsa stjórnarhætti í Sovét- Rússlandi. Þeir minna á, að þar riki enn hið sama ástand sem ríkt hafi alla stjórnartíð komm- únista. Þar eru ekki leyfðir nein ir stjórnarandstöðuflokkar, þar eru ekki til sjálfstæðir dómstól- ar og hvorki blöð, sem ekki eru opinber stjórnarmálgögn, né þjóðþing, sem kjörið sé frjálsum kosningum. Allt er þetta óum- deilanlegt. Þessi fáu dæmi sanna því miður, að enn er ástandið í Sovét-Rússlandi sýnu ófrjáls- legra og meira í afturhaldsátt en var jafnvel á dögum Zaranna fyrir 1917, en þá var ófrelsið i Rússlandi talið blettur á menn- ingu Norðurálfuþjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.