Morgunblaðið - 21.03.1967, Síða 28

Morgunblaðið - 21.03.1967, Síða 28
28 WHJKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1967. Sögulegt sumarfrí eftii Stephen Ransome þ«tta skyldi ég taka að mér, og »v>o hélt ég áfram að elta Kerry — alla leið inn í svefníherbergið hennar. Hún gaf mér illt auga. — Get- urðu ekiki einu sinni lofað mér að taka af mér beltið í friði? Mig klæjar svo andstyggilega í sauminn. Kún sparkaði af sér skónum og reikaði inn í baðlherbergið. Fimm mínútuim síðar kom hún aftur, beltislaus og líklega fata- laus líka. Hún var komin í rauða sloppinn *inn og var berfætt. Hún settist á rúmstokkinn, nudd aði sárið og virfcist í vondu skapL — Fannstu Miles? — Víst fann ég hann! hvæsti 'hún að mér, en flýtti sér svo að bæta við: — Nei, ekki hitti ég hann nú beinlínis. Ég missti af honum, svo að ekki munaði nema mínútu ég á við í New York, en svo náði ég í hann í Crossgate, fyrir um það bil hálf- tíma. Hann er kominn heim til sín núna, og er helmingi hnar- reistari en nokkru sinni og ætlar heldur en ekki að láta á sér bera. — Við skulum ekki vera svona gröm. Með því að láta þig missa af sér, forðaði hann þér frá einni vitleysunni í viðbót, sem hefði getað haft alivarlegar afleiðing- öppþvottavélin, sem þér hafið beöið eftir ffenwood Kenwood uppþvottavélin ER FULLKOMLEGA SJÁLFVIRK. KENWOOD uppþvottavélin tekur í einu fullkominn borðbúnað fyrir 6. KENWOÓD uppþvottavéiin getur verið hvar sem er í eldhtísinu, innbyggð — frí- standandi, eða uppi á vegg. Verð kr. 15.400,00. Viðgerða og varahlutaþjónusta. S'imi 11687 21240 ar, — sem sé þá að leyna vitn- eskju. Það var hvort sem er, erindið þitt til New York, ef mér ekki skjátlast. Hún glápti. — Svo að þú fannst það líka út .... ég á við erindið hans Miles til New York. — O, það var enginn vandi, Skjöl voru tekin úr skjalatösku McNeary og brennd, Það hlaut að hafa verið skýrslan, sem hann var búinn að skrifa upp hérna. Nú er það sennilega til getið, að hann hafi sent frumritið eða af- ritið af þessari skýrslu til New York, en haldið sjálfur hinu ein- takinu hér sér. Og það var þetta einitak, sem Miles var að sækjast eftir. — Og þú fannst þetta út sjálf- ur og hafðist ekkert að? Hreyfðir hvorki hönd né fót? — Ég kom méi niður á því, að það væri ekki klóklegt að fara að elta Miles. Og viltu heyra ástæðuna? — Nei. — Ég hafði að minnsta kosti þrjár ástæður. f fyrsta lági hafði Miles ofmikið forskot. í öðru lagi var hann emtoættismaður með vald, en ég hinsvegar alveg valdalaus. 1 þriðja lagi, ef ég kæmist yfir þessa skýrslu og styngi henni undir stól, gerði það ait verra fyrir Brad. í fjórða lagi gat verið einíhver veik von um, að skýrslan gæti orðið til þess að hreinsa Brad, og væri svo, var hún í réttum höndum hjá Miles. f fimmta .... — Æ, hættu að nudda þessu framan í mig. Ég skal alveg játa, að sumt sem ég hef gert hef u>r ekki tekizt eins og ég hefði viljað, en ég ei viss um, að í þetta sinn hef ég ekki gert nein- um neitt illt — svo að þú skalt hætta þessu! — Það er ótrúlegt Geturðu sannað það? Hana langaði til að löðrunga mig, en stillti sig samt. — Jæja, það geturðu dæmt um sjálfur. Fyrst fór ég í skrifstofu Mc Nearyis. Þar var lokað. Auglýs- ing á hurðinni um að skrifstofan væri að hætta störfum. Engin undirskrift, ekkert símanúmer .... ekkert. Ég spurðisfc þvi fyr- ir í næstu skrifstofum. Komst að því, að þetta var eins manns fyrirtæki — bara McNeary og ein skrifstofustúlka. Fékk nafn- ið hennar — hún Ihét Amy Drikla. Fékk líka heimilisfangið hennar, sem var í einihverju kvennahóteli. Fann hana þar. Stóð ég mig ekki vel? — Jú, heldur betur. Og Miles var kominn þangað á undan þér og hafði farið einis að, var það ekki? Hann var nú svo langtt á und- an mér, að hann niáði í stúlkuna nokkrum mínútum áður en ég kom til hennar. Hún var hrædd — eins og eðlilegit var, þar sem nýbúið var að myrða húsbónda hennar — og Miles hafði varað hana við því að láta hafa neitt eftir sér. En hún sagði mér nú samt .... dálítið. McNeary hafði sent henni eintak af skýrslunni sinni frá Crossgate, og hún geymdi það í peningaskápnum í hótelinu, þar sem enginn gat náð í það. Fyrst neitaði hún að ailhenda Miles blöðin. En þá varð hann vondur og píndi hana með hjálp saksóknarans í Man- hattan, og fékk hjá honum ein- hverskonar skipun. Hún varð því annað hvort að afihenda skýrsl- una, eða fara í fangelsL Og ein- tökin, sem hann fékk, voru þau einu sem eftir voru. — Sagði hún þér, hvað stóð í skýrslunni? — Ekki eitt orð. Miles hafði áminnt hana um að steiniþegja. Hún var afskaplega miður sín. En ég hélt áfram að nauða á henni, þangað til hún sleppti sér aLveg og hótaði að kalla á lög regluna, ef ég ekki færi. — Svo að -þú þa-uzt þá aftur til Crossgate og náðir í Miles? Kerry kipraði saman augun. — Ég gat ekki þolað þetta íbyggna bros á þeim mann- skratta. Og heldur ekki, hvernig hann talaði við mig eins og hálf- vita kra'kka. Dvo merkilegur og sj'álfsþóttafullur. Hann hafði komizt að einhverju — ein- bverju, sem var alveg eins og sniðið fyrir 'hann. Hagaði sér eins og maður, sem veit, að hann getur ekki tapað. Málinu er lok- ið. 0,iþessi bölvaður ekkisens . . . Hann vildi ekki segja mér neitt — alls ekki neitt! Og við sem er- um öll gamlir kunningjar og við í svoddan vandræðum stödd — og örfiá orð gætu sagt ok'kur, hvað við eigum í vændium — en hann neitaði .... neitaði......... Og svo féll Kerry alveg sam- an og fór að gráta. Hún greip í mig og bablaði og snökti. Kenn- andi sjálfri sér um allt. Henni þætti þetta verra en með orðum yrði lýst. Hún var AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝDI nwood Chof Engin önnur hrærivél býður upp á jafn- mikið úrval ýmissa hjálpartækja, sem létta störf húsmóðurinnar. En auk þess er Kenwood Chef þægileg og auðveld í notkun og prýði hvers eldhúss. KENWOOD CHEF fylgir: Skál, þeytari, hnoðari, hrærarL sleikjari og myndskreytt uppskrifta- og leiðbein- ingabók. — Verð kr. 5.900.00.— Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Sími 11687 21240 Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.