Morgunblaðið - 21.03.1967, Síða 32

Morgunblaðið - 21.03.1967, Síða 32
Lang stœrsta og fjölbreyttasta blað landsins ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1967 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Maöur beið bana á Höfn í Hornafirði Stór fiskikassi féll ofan á hann BANASLYS varð í Fiskaðgerðar- húsi Kaupfélags A-Skaftfell- Inga aðfaranótt sl. sunnudags. Þar varð Sigurður Vilhjálms- son frá Flatey á Mýrum fyrir fiskikassa, sem féll af vörulyft ara. Fiskikassar þessir eru um 800 kg. og var verið að tæma Fjársöfnun undir röngu yfirskini hann í fiskaðgerðarkarið er slys ið varð. Sigurður missti þegar meðvitund og andaðist hann stuttu síðar. Sigurður var 38 ára að aldri, sonur hjón-anna Guðnýjar Jóns dóttur og Vilhjálms Guðmunds sonar frá Gerði. Þau hjón misstu einnig annan son sinn fyrir tæpum tveimur árum af slysförum. Sigurður var uppal- inn í Flatey hjá afa sínum og ömmu og bjó nú í félagi við fósturbróður sinn, Guðjón Jóns son í Flatey. — Gunnar. Sem kunnugt er fékk Gullfaxi frá Norðfirði á sig brotsjó út af Ingólfshöfða aðfaranótt föstu- dagsins, og komst sjór í vélarrúm. Varð báturinn að biðja um aðstoð og kom Óðinn á vett- vang. Dró varðskipið bátinn til Vestmannaeyja. Myndin var tekin er verið er að setjt taug um borð, en það var nokkrum erfiðleikum bundið, þar sem mj ög hvasst var á þessum slóð- nm. (Ljósm.: Adolf Hansen). ALLMIKIL brögð munu vera að þvf, áð gengið sé í hús hér í bse með samskotalista til styrktar vangefnum. Hafa skrifstofu Styrktarfélags vangefinna borizt fyrirspurnir vegna þessarar fjár- söfnunar, og hefur hún beðið Mlbl. að koma því á framfæri, að slík fjáröflunarstarfsemi er alls ekki á vegum félagsins, og að það hafi aldrei aflað fjár með þessum hætti. Vill félagið beina þeim tilmæluim til fólks, að það kynni sér hverjir standi fyrir slí'kum fjársöfnunum áður en það lætur fé af hendi rakna til þeirra. Kappræðu fundi frestað KAPPRÆÐUFUNDI FUJ í Reykjavík og Heimdallar, sem halda átti í kvöld, er frestað til þriðjudagsins 4. apríl og fer fram í Sigtúni. Ríkisstjórnin leggur tram trv. um breytingu á stjórnarskránni: Kosningaaldur lœkka&ur í 20 ár Fimm ára busetuskilyrði fellt niður RÍKISSTJÓRNIN lagfti i gær fram á Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga, um breyt ingu á stjórnarskrá lýðveldis- ins íslands þess efnis að kosningaaldur verði lækkað- ur í 20 ára. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að fella niður stjórnarskrárákvæði um 5 ára búsetuskilyrði í landinu, sem sett var meðan réttar- staða íslands var önnur en nú er og á ekki lengur við. Þar sem hér er um að ræða frumvarp um breytingu á stjómarskránni verður það að samþykkjast á þessu þingi svo og á þingi því sem saman kemur að loknum alþingis- kosningunum í vor. Frumvarp þetta er samið af nefnd, sem kosin var á Al- þingi hinn 5. maí 1966 og varð nefndin sammála um að leggja til, að kosningaaldur yrði lækkaður í 20 ár. Hér fer á eftir greinargerð frumvarpsins ásamt yfirliti um kosningaaldursákvæði á hinum Norðurlöndunum: Hinn 22. april sl. samþykkti Alþingi svo hljóðandi þingsálykt un: „Alþingi ályktar, að gerð skuli athugun á því, hvort ekiki sé tímabært og æs'kilegt að lækka kosningaaldur, og að jafnfrarrvt verði endursikoðaðar aðrar ald- urstalkmarkanir laga á réttind- um unga fóliksins. Nefndin skal skila áliti svo snemma, að unnt verði að leggja niðurstöður hennar fyrir reglu- Framhald á bls. 31 Litlafell í hrakning um á Breiðafirði Þrjár lægöir fóru yfir landið um helgina Ollu miklu ofviðri — Rafmagnstruflanir og bilanir á símalínum — Ekki vitað um stórskaða Á LAUGARDAG9KVÖLDIÐ kom upp eldur í bragga við bif- reiðaverkstæðið Vísi á Akra- nesi, en í þessum bragga voru bílar, sem gereyðilögðust. Slökkviliðið var kvatt á stað- inn kl. 21,15 og var bragginn þá alelda. Brann hann upp og í hon- um tveir fólksbílar, Moskvitz og Ohevrolet, af eldri gerðum. Stýrisútbúnaður þess bilaði — Þorkell Máni með skipið í toai á leið til R.víkur LITLAFELL, olíuskip SÍS, lenti í talsverðum hrakningum í gær- morgun á Breiðafirði. Bilaði stýrisútbúnaður skipsins er það var statt um 10 mílur suður af Skor, og rak það stjórnlaust í 10—11 vindstigum og miklum Nýtt skip tit Neskaupstaðar ÓVEÐUR var mn allt land núna nm helgina, enda hafa þrjár stór- ar lægðir gengið yfir landið frá þvi á föstudag með rúmlega sól- arhrings miilibili. Hefur þeim fylgt mikið hvassviðri með élja- gangi, sem olln nokkrum raf- magnstruflunum og bilunum á nmalínum. Ennfremur lá allt inn anlandsflug niðri um helgina þar til í dag, að aftur var byrjað að Innbrot upplýst BROTIZT var inn í Félagsheim ilið í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins, og þaðan stolið 26 vínflöskum. Þrír piltar 16-17 ára voru handteknir, grunaðir um þjófnaðinn og hafa þeir nú játað á sig innbrotið. Út frá þessu innbroti hafa einnig upplýstst 10 ■— 15 innbrot bæði í Reykjavík og Kópavogi, sem tveir þessara pilta hafa í flestum tilfellum átt aðild að. Mun þýfi það, sem piltarnir hafa haft á brott með sér af innbrotsstöðum skipta tug- um þúsunda. fljúga. Á hlnn hóginn hafa Mbi. ekki borizt neinar fregnir af stór sköðum af völdum veðursins, né slysum á mönnum. Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur, tjáði Mbl., að fyrsta lægð- in hefði gengið yfir landið á föstudag og með miklum hraða. Rétt rúmum sólarhring síðar kom önnur lægð og snerisf áttin þá í vestur. Urðu þá víða 10 vind sfig hér sunnan lands og fylgdi rokinu éljagangur og milkið salt- rok. í fyrradag gekk svo þriðja lægðin yfir og var áttin þá enn af vestan. Komst veðurhæðin t.d. upp í 11 vindstig, á Breiðafirði, í gærmorgun og í gær kl. 2 voru 10 vindstig á Egilsstöðum. Síðari hluta dags í gær var lægðin að ganga niður yfir Suðurlandi, en gert var ráð fyrir að hennar myda gæta eitthvað áfram á Norðurlandi. t.d. var búizt við stormi á miðum fyrir norðan og austan. Páll gat þess að von væri á nýrri lægð og búist við austan átt og úrkomu í nótt. Sem fyrr segir urðu talsverðar truflanir á rafmagni, t.d. varð Framhald á bls. 31 f GÆR kom til Neskaupstaðar nýr bátur, Magnús NK-72. Bát- urinn er 274 brúttólestir að stærð, smíðaður í Risör í Noregi. — I bátnum er 750 ha Rustonvél og gekk báturinn 12 milur í reynslu ferð. Allar vistarverur áhafnar, þ.e. Stokkseyri 20. marz. STOKKSEYRINGUM hefur nú tekizt að fá tvo báta leigða í stað þeirra tveggja, sem ónýtt- ust, er þá rak á land í briminu mikla á föstudag sl. Er annar þeirra frá Hafnarfirði, en hinn frá Þingeyri. Bátarnir tveir, sem mönnum tókst að bjarga, verða báðir að fara í slipp. Enn sem komið er, hefur ekki verið viðlit að koma fyrir 16 menn, eru aftur í skip- inu, og eru rúmgóðar og hinar vistlegusfu. — Á heimleiðinni hreppti skipið hið versta veður en reyndist traust og gott sjó- skip. Skipstjóri á Magnúsi er Jón Ölversson, en eigandi Ölver Guð mundsson. — Ásgeir. bátunum úf úr höfninni hér vegna brims, en þeim verður siglt til Vestmannaeyja við fyrsta tækifæri. V.b. Bjarmi frá Dalví’k virðist bafa sloppið allvel frá briminu, en báturinn hefur nú borizt um 15 metra frá flæðarmálinu og upp á land. Björgunarmenn eru þó enn vongóðir um að takasf megi að bjarga skipinu. — FréttaritarL sjó. Þegar voru gerðar ráðstaf- anir til að fá skip til aðstoðar, og um eitt leytið í gær hafði togarinn Þorkell máni tekið skip- ið í tog. Ætlaði hann með skipið áleiðis til Reykjavikur. Neyðarkall barst frá Litlafelll um kl. 8. Suðvestan stormur var, og óttaðist áhöfnin að skipið kynni jafnvel að reka upp á grynningar í Breiðafirði. Slysa- varnafélagið kannaði hvaða skip væru á nálægum slóðum, og kom í ljós að tveir brezkir togarar voru næstir. Áttu þeir um klukkustundar siglingu að skip- inu. Togarinn Þorkell máni var staddur út af Breiðafirði og til- kynntL að hann ýrði kominn að skipinu um hádegisbilið. Vegna ofviðris voru allar ferð- ir á sjó ákaflega erfiðar, en Þor- kell máni var kominn að skipinu um kl. eitt í gærdag. Mbl. átti þá samtal við loftskeytamanninn á Þorkeli mána, og sagði hann m.a. — Þegar við komum að Litla- fellinu var það statt 11 mílur frá Höskuldsey og 13 mílur frá Búlandshöfða. Okkur tókst strax að koma taug í það, og erum nú með það í togi út af Grundar- firði. Talsverður sjór er ennþá, en veður fer heldur lygnandi. Við ætlum að sigla með skipið til Reykjavíkur, en ógjörningur er að segja, hvenær við verðum komnir þangað, því að við förum mjög hæst. — ekki nema 3—4 mílur á klst. — Við erum búnir að tala við þá á Litlafelli, og er mér ekki kunnugt um annað, en þar sé allt í lagi, og munu engin óhönp eða slys hafa orðið um borð Stokkseyri: Tveir bátar leigðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.