Morgunblaðið - 15.04.1967, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1967.
23
- KVEÐJA
Frarnhald af bls. 8.
ur sínar með vísum og fögrum
ljóðum, hann hafði stálminni og
kunni ógrynnin öll af Ijóðum,
vísum og sögum sem hann gat
bulið upp úr sér heilu tímana,
öllum taekifærisræðum sinum
hélt hann saman og hugðist
gefa út er um hægðist og hann
losnaði við opinbera sýslan og
einnig átti hann ógrynnin öll af
ekriifuðum fróðleik frá ýmsum
atburðum í lífi sínu, munu fáa
gruna hverslags feiknar fjár-
sjóður það er, og er mikið tjón
að honum skyldi ekki endast líf
og heilsa til að ganga frá því
undir útgáfu.
Mér er söknuður í sinni er ég
kveð nágranna minn og vin, Pál
Björgvinsson, hinztu kveðju. Við
höfum verið næstu nágrannar
allt frá því 1931 og má segja
að siðan höifum við hitzt eða tal-
azt við næstum því daglega.. Frá
því 1934 höfum við unnið saman
að félags- og sveitarmáíefnum,
nú síðast í vetur við útreikning
á fasteignamati sýslunnar.
19. febrúar síðastliðinn sat
hann fund í stjórn Búnaðarfé-
lags Hvolhrepps, á heimili mínu,
d,aginn sem ég fór til Búnaðar-
þings. Hann kvaddi mig með
þeim orðum að hann blakkaði til
þegar ég kæmi heim og víð hæf-
um starfið á ný. Daginn sem ég
kom heim var hann fluttur sjúk-
ur í Landspítalann, þar sem
hann andaðist að kvöldi laugar-
dags 8. þ. m. eftir þunga legu.
Samstarf okkar var orðið
langt og náið. Það hefur veitt
mér margar gleðistundir. Hann
hefur oft styrkt mig 1 starfi og
miðlað mér af sinni reynslu og
þekkingu. Nú er þessu sam-
starfi lokið fyrr en ég hefði
óskað.
Ég kveð hann hinztu kveðju
með innilegu þakklæti og virð-
ingu.
Frú Ingunni og dætrum þeirra
Ragnheiði Sigrúnu og Helgu
Björg votta ég innilega samúð
mína og fjölskyldu minnar.
Ble&suð sé hans minning.
Lárus Ág. Gíslason.
t
1 DAG er til grafar borinn austur
á Stórólfshvoli í Rangárvalla-
sýslu, Páll Björgvinsson, bóndi
og oddviti á Efra-Hvoli.
Óvænt bar dauða hans að á
sjúkrahúsi hér í borg síðastliðinn
laugardag. Páll er harmdauði
öllum, er þekktu hann, og því
meiri, sem menn þekktu hann
betur.
Lengst af ævinnar átti hann
heima á Efra-Hvoli, fyrst með
foreldrum sínum og yngri
systkinum, en foreldrar hans
voru þau sýslumannshjónin,
Björgvin Vigfússon og frú Ragn-
heiður Einarsdóttir. Páll var
hægri hönd föður síns mörg hin
síðari embættisár hans og settur
sýsiumaður nokkrum sinnum í
forföllum sýslumanns.
Búreksturinn hafði um árabil
hvílt á herðum Páls og eftir
dauða föður hans gerðist hann
bóndi á Efra-Hvoli og hélt þar
áfram myndarbúskap með til-
styrk ágætrar konu sinnar frú
Ingunnar Óskar Sigurðardóttur,
er hann hafði gengið að eiga
hinn 17. júní 1944. Þeim
hjónum varð tveggja dætra
auðið, Ragnheiðar Sigrúnar og
'Helgu Bjargar, einstakrar efnis-
stúlkna, báðar nemendur í Kenn-
araskóla íslands.
Fulltrúi sveitar sinnar og
sýslunga var Páll um árabil,
sem oddviti, sýslunefndarmaður,
skólanefndarmaður og fleira, sem
ég kann ekki upp að telja. öll
sín trúnaðarstörf vann hann af
einstakri alúð, við vaxandi tiltrú
og traust.
Þetta er hin ytri umgjörð um
líf og ævistarf Páls Björgvins-
sonar, sem samstarfsmenn hans
þekkja betur en ég og verður
vafalaust af þeim rakið til fyllri
hlítar, nú í tilefni af ótímabærri
brottför hans af þessum heimi.
Kynni mín af Páli Bjorgvins-
syni hófust, er ég tengdist fjöl-
skyldu hans fyrir rðskum þrjá-
tiu árum síðan og í ijósi þessara
fyrstu kynna hefur hann jafnan
síðan staðið fyrir hugskotssjón-
um mínum.
Páll er þá, eins og áður segir,
hægri hönd föður síns, sem þá
var tekinn að reskjast, bæði um
embættisstörf og búrekstur. Ég
sé þá fyrir mér á sýsluskrifstof-
unni, Pál og sýsluskrifarann Jó-
hannes Erlendsson. Þar sátu þeir
daglangt, eða svo lengi sem verk-
efnin kölluðu að. Páll ræddi við
menn, aðstoðaði þá og leiðbeindi
svo að flestir fóru ánægðir af
hans fundi, Alltaf var hann jafn
einlægur og ljúfur, hver sem í
hlut átti. Jóhannes færði bækur
embættisins og sá um afgreiðslu
mála á sjálfri skrifstofunni. Bæk-
urnar voru færðar af slíkri ná-
kvæmni, smekkvísi og snyrti-
mennsku, með smágerðri og fin-
legri rithönd Jóhannesar og inn
á milli kom hin einstaka skraut-
hönd Páls, en hann hef ég vitað
skrifa fegursta rithönd og jafn-
framt þá hröðustu. Jafnan síðar,
er ég hef séð fagurlega færðar
bækur og snyrtilega um opinbera
skrifstofu gengið, verður mér
hugsað til þeirra félaga á sýslu-
skrifstofunni á Efra-Hvoli, full-
trúans og sýsluskrifarans.
Ekki var Páll þá orðinn odd-
viti sveitar sinnar. en trúnað
sveitunga sinna hafði hann þá,
það fullyrði ég, svo margir þeirra
ikomu að Efra-Hvoli og brugðu
Páli á einmæli.
★
Ekki verður Páls Björgvins-
sonar minnzt svo að eigi sé getið
heimilis hans og foreldra, svo
nátengdur sem hann var því og
þeim. Fáa hef ég þekkt sem dáð
hafa meira foreldra sína en Pál,
og svipmót bernskuheimilisins
bar hann ætíð í fasi sínu og fram-
komu.
Sýslumannsheimilið á Efra-
Hvoli þegar ég kynntist því, var,
og hafði lengi verið eitt af önd-
vegis menningarheimilum þessa
lands, annálað fyrir prýði, mynd-
arskap og almennar vinsældir.
Hjálpaðist þar margt að. Hús-
bóndinn, sýslumaðurinn, Björg-
vin Vigfússon, var með afbrigð-
um gestrisinn og greiðvikinn.
Hann hafði ríkulega fengið í arf
félágstilfinningu, umbótaáhuga
og hugkvæmni ættmenna sinna
austfirzkra. Þennan erfðahlut, er
séra Vigfús Ormsson, prestur á
Valþjófsstað og kona hans Berg-
Ijót Þorsteinssonar frá Krossi í
Landeyjum, skiluðu til niðja
sinna. Nægir í því sambandi að
nefna hinn ókrýnda höfðingja
þeirra Austfirðinga á meðan
hans naut við á skammri starfs-
ævi, Pál stúdent og ritstjóra Vig-
fússon á Hallormsstað, dáinn
1885 aðeins 34 ára gamall. Páll
var hálfbróðir Björgvins sýslu-
manns.
Á öndverðri búskapartíð sinni
á Efra-Hvoli stofnaði hinn ungi
sýslumaður til stórfelldari jarð-
arbóta en dæmi voru til um, þar
um slóðir og jafnan síðar var
hann forystumaður og braut-
ryðjandi um margs konar mál, er
verða mætti landbúnaði til efl-
ingar. Kunn er hlutdeild hans í
samgöngumálum Rangárvalla-
sýslu. Með frábærri lægni sinni
og vinsældum tókst sýslumanni
að skapa þá samstöðu Rangvell-
inga um samgöngumál sín að ein-
stakt má telja, ofar Eillri pólitík.
IÞeir gerðu sér lítið fyrir bænd-
urnir í Rangárvallasýslu þá und-
ir öruggri forustu sýslumanns
síns og lánuðu ríkinu nægilegt
fé til þess að hægt yrði að brúa
stórfljótin, er sumpart sundruðu
byggðinni og sumpart gerðu sig
líkleg til að leggja hluta af henni
í eyði, ef ekkert yrði aðgert.
Björgvin lagði mikið starf i að
vekja sýslubúa svo og landsmenn
alla til meðvitundar um þýðingu
Jnenntunar æskufólks, sem
viða annars staðar var hann þar
á undan sínum tíma. Hugsjón
hans heima í héraði rættist með
tilkomu Skógaskóla. Björgvin
sýslumanni var það ljóst þegar
frá öndverðu, að fátt yrði ís-
lenzkum sveitum meiri lyftistöng
en að fá rafmagn og því bar
hann rafvæðingu Rangárvalla-
sýslu mjög fyrir brjósti og var
kominn furðu langt með að leysa
það mál, þegar veltigróði stríðs-
áranna gerði ríkinu mögulegt að
gera stórátak í því efni.
Björgvin var fæddur „kavaler"
eins og það var kallað er menn
sýndu af sér höfðinglega kurteisi
og létu það eftir sér að varðveita
æskugleðina fram eftir árum.
Á mannamótum var hann hrókur
alls fagnaðar. Það var máske af
þessari eigind hans að hann hafði
fram á efri ár mikinn áhuga á
að skapa ungu fólki skilyrði
til félagsstarfa og gleðskapar,
löngu áður en félagsheimilin
komu til sögunnar. Þannig kynnt
ist ég Björgvin sýslumanni, sí-
vakandi og óvenjuhugkvæmda-
sömum menningarfrömuði, í ýms
um efnum alllangt á undan sín-
um tíma.
Mannasættir var hann sem
yfirvald og mat það meira að
jafna deilur er upp komu í
þinghá hans, flytja frið og auka
á eindrægni og samhug meðal
manna, en sveifla beittu sverði
réttvísinnar í laganna nafni
★
Þá er það móðir hans Páls. hún
frú Ragnheiður Einarsdóttir,
sýslumannsfrú.
Allt frá fyrstu kynnum mínum
af henni var eins og ég í vissum
skilningi hefði eignazt aðra móð-
ur. Veit ég að fyrir fleirum hef-
ur farið í því efni eins og mér.
Það var margt í fari frú Ragn-
heiðar, er stuðlaði að þessu.
Glaðlegt viðmót, einstök hjarta-
hlýja, hugulsemi og nærgætni
svo af bar. Við andlát frú Ragn-
heiðar komst útlend menntakona
meðal annars svo að orði í blaða-
grein, er hún skrifaði:
„ókunnug kona frá ókunnu
landi kemur á íslenzkan bæ til
þess að dvelja þar sumarlangt.
En nú kemur húsfreyjan kát og
vingjarnleg á móti henni réttir
henni hönd sína, faðmar hana
að sér, segir: „Verið þér vel-
komnar til okkar“. Á augabragði
er hin erlenda kona búin að
gleyma því að hún á í raun réttri
ekki heima á þessum bæ, — og
hún hefur aldrei munað eftir því
ísíðan, hefur aldrei verið minnt á
það. Bærinn er Efri-Hvoll í Rang
árvallasýslu, og húsfreyjan er
Ragnheiður Einarsdóttir. Þannig
var þá frú Ragnheiður er við
hittumst í fyrsta sinn, og þannig
hef ég ætíð séð hana síðan í huga
mínum, enda þótt Atlantshaf lægi
á milli okkar um þriggja ára
Iskeið. Hlýjan sem streymdi á
móti hinum ókunna gesti, hýrt
brosið á vörum húsfreyjunnar
ikom beint frá hjarta hennar og
hitti beint í hjarta gestsins,
skapaði vináttu í garð hennar
sjálfrar, heimilis hennar og þjóð-
arinnar allrar. Þeir munu nokk-
uð margir erlendu gestirnir, sem
hafa fengið fyrstu kynnin sín af
íslenzku þjóðinni á heimili þeirra
hjóna, Björgvins sýslumanns og
frú Ragnheiðar, — og betri
kynni hefði enginn getað kosið
sér.
Orð þessarar útlendu konu
þurfa engra skýringa við og það
voru fleiri en einstæðings út-
lendingar, sem áttu vísa vini á
Efra-Hvoli. Ófá voru þau börnin,
sem dvöldu þar sumarlangt.
Undraðist ég natni sýslumanns og
einstaka þolinmæði við að fræða
þessi börn og efla þau að mann-
gildi.
Þegar talað er um Efra-Hvols
heimilið má ekki gleyma börnum
þeirra hjóna, er jafnan dvöldu
í heimahúsum, nema á meðan
þau voru að mennta sig, dæturn-
ar unz þær giftust þaðan og son-
urinn alla ævina. öll hjálpuðu
þessi sérlega vel gerðu börn for-
eldrum sínum í því að gera
heimilið að því sem það var, öll-
um ógleymanlegt, er því kynnt-
ust. Skal hér tækifæri notað og
djúpar þakkir færðar þessu
heimili, og því tjáð óskoruð virð-
ing.
★
Páli, sextíu og níu ára gömlum.
Af Efra-Hvols fólkinu, er ég
kynntist fyrir röskum þrjátíu
árum síðan lifir nú Elísabet ein,
gift Þorláki ‘ Helgasyni verkfr.
hér í bæ. Jarðneskar leifar hinna
hvíla senn hlið við hlið í kirkju-
garði sveitarinnar, sem þau öll
unnu og í faðmi þess héraðs, sem
átti starf þeirra að mestu leyti
og hug þeirra allan. Þannig er
gangur lífsins, drottinn gefur og
drottinn tekur. Þau rök sem á
bak við liggja eru öllum hulin.
F. 8.8 1886 — D. 9.4 1967.
Þegar gamall maður fer yfir
landamærin miklu sæmilega ern
og án þjáninga eigum við ekki
að hryggjast heldur frekar að
vera þakklát fyrir að þannig
hafi lífsstarfinu lokið, en samt
er það svo nú, að söknuður-
inn yfir skilnaðinum er sár og
þeim mun sárari, sem tengslin
eru nánari. Þetta er að visu
eigingirni, en sem við ráðum
ekki við. Mannlegar tilfinning-
ar á ekki að fjötra.
Björn Einarsson, trésmíða-
meistari, Blönduósi, var einn
þessara gömlu heiðursmanna,
sem allir sakna, þótt þeir við-
urkenni að hvíldin væri honum
ekki óvelkomin.
Björn hitti ég fyrst átta ára
gamlan nýkominn til Blönduóss.
Var sendur til hans einhverra
erinda. Mér leizt ekkert á hann
þar sem hann stóð í smíða-
kompu sinni, á skyrtunni með
úfinn gráan kollinn, allur í hef-
ilspónum og sagi. En hann tók
mér með þessari hlýju, sem ein
kenndi hann svo, og kom með
mér heim og síðan hefir Björn
verið heimilisvinur, sem alltaf
var leitað til og allt gerði með
jafn glögu geði, hvort sem það
var greidd vinna eða hann sag-
aði hjól fyrir okkur undir bíla.
Björn var lærður smiður, en
í stað þess að helga sig iðn
sinni, hóf hann búskap á örreitis
★
Og í dag er Páll Björgvinssoa
kvaddur hinztu kveðju af ást-
vinum og ættingjum, vinum og
venzlafólki, sveitungum og sýsl-
ungum. Öll þökkum við fyrir það
að hafa átt hann, öll minnumst
við hans sem þess manns, er
aldrei vildi níðast á neinu, sem
(honum var tiltrúað. Mikii yrði
igæfa þessarar þjóðar og björt
bennar framtíð, ef allir tækju
hann til fyrirmyndar í því efni.
Þórarinn Þórarinsson.
koti, Svangrund, og var kennd
4 r við >það lenfgi veL Jafn-
framt búskap vann hann að iðn
sinni. Hann átti við efnahags-
örðugleika að etja, enda börn-
in mörg. Það varð því úr, að
hann flutti til Blönduóss fyrir
um 40 árum. Tæpum 10 árum
síðar keypti hann fyrstu sam-
byggðu trésmíðavélina sem kom
til Blönduóss og þá fór að ræt-
ast úr fyrir fjölskyldunni enda
flest barnanna farið að heiman.
Þá keypti hann sér hús og um-
byggði það og bjó konu sinni,
Hallberu Jónsdóttur, ljósmóður,
búið í íbúð, sem nú myndi ekki
talin mannsæmandi. Líf Björns
er því táknræn fyrir fyrir kyn-.
slóð hans og íslenzku þjóðina;
hann hóf sig upp úr fátækt til
bjargálna með hjálp tækninn-
ar. En Björn týndi ekki sjálfum
sér, þótt hann yrði efnalega
sjálfstæður. Alltaf var hann jafn
hlýr, jafn glaður á hverju sem
gekk, þess vegna leið öllu vel
í návist hans og þess vegna
söknum við hans og kauptúnið
okkar er fátækara eftir burtför
hans.
Björn var kvæntur eins og
fyrr segir, Hallberu Jónsdóttur,
ljósmóður, sem látin er fyrir
nokkrum árum. Þegar þau hjón
áttu gullbrúðkaup, héldu vin-
ir þeirra þeim samsæti og kom
þá í ljós vinsældir þeirra. Björn
missti mikið, þegar kona hana
dó, en hann var sannfærður um,
að hann myndi hitta hana aftur.
Björn var hress og ern alveg
fram að síðustu stund. Þótt lík-
aminn hrörnaði, hélst sama
glaða létta lundi, sem birtu
lagði af sem sólargeisla. Þess
vegna söknum við hans, þótt
við viðurkennum að dagsverk-
inu hafi verið lokið og komið
að hvíldartíma.
Fjölskylda mín átti einlægan
vin þar sem Björn var. Við vott-
um aðstandendum hans, og þá
sérstaklega systrunum á Blöndu
ósi og Birnu litlu samúð okk-
ar. Söknuðurinn er sár, en tím
inn læknar sárin og eftir verða
minningin um góðan föður og
afa, um góðan dreng.
Jón ísberg.
BLAÐBURÐÁRÍOIK
ÓSKAST
I EFTIRTALIN
HVERFI:
Þrátt fyrir heimilishamingju
og velgengni, hefur dauðinn á
stundum átt ótímabær erindi við
þetta fólk, þetta heimili. Fyrstur
deyr annar sonur þeirra sýslu-
mannshjónanna, Einar að nafni
aðeins átján ára gamall hið efni-
legasta ungmenni var það árið
1918. Næst kom röðin að Helgu,
sem deyr 1937 aðeins þrjátíu og
fjögra ára að aldri. Þá kveðja
þau hjónin, bæði hnigin að aldri,-
Björgvin 1942, 76 ára og frú
Ragnheiður 1944 þá orðin 79 ára.
Og nú síðast er röðin komin að
Aðalstræti
Vesturgata I
Lambustaðahverfi
Tjarnargata
Ingólfsstræti
TaBíð við afgreiðsluna sími 22480
Björn Einnrsson
Blöndnósi—Minning