Morgunblaðið - 18.04.1967, Page 2

Morgunblaðið - 18.04.1967, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1967. BYLTING í GHANA BÆLD Hershöfðingjarnír, sem stóðu að byltingunni teknir höndum Kotoka hershöfðingi myrtur í Accra Accra, 17. apríl, AP-NTB. B YLTIN G ARTILR AUN var gerð í Afríkuríkinu Ghana í gær, en var bæld niður eftir fjórar klukku- stundir. Snemma um morg uninn tilkynnti hópur foringja undir stjórn Assassie, hershöfðingja í fallhlífahernum, að þjóð- frelsisráðið, sem á sínum tíma steypti Kwame Nkrumah forseta af stóli, hefði verið sett af og hers- höfðingjaráð tekið völdin í sínar hendur. Utvarpið í Accra, höfuðhorg Ghana, endurtók þessa tilkynn- ingu í fjórar stundir, en þá kom skyndilega ný til- kynning þess efnis, að hyltingartilraunin hefði misheppnazt og herfor- ingjaráðið hefði verið hand tekið. Það var J. W. K. Harley, lögreglustjóri, sem upplýsti þetta, en hann er varaformaður þjóðfrelsis- ráðsins. Hann sagði enn- fremur, að þær deildir hersins, sem staðið hefðu að samsærinu hefðu verið sigraðar og afvopnaðar. — Formaður þjóðfrelsisráðs- ins, Ankrah hershöfðingi, upplýsti skömmu síðar á blaðamannafundi, að um lítinn hóp hermanna í einni deild hersins hefði verið að ræða. Samkvæmt fregnum frá Accra ríkti almennur fögnuður í borg inni yfir því, að samsærið skyldi hafa misheppnazt. Til smábardaga hafði kom ið fyrir framan ríkisráð- húsið í Accra og féllu þar nokkrir byltingarmenn. Þá var og skotið á kastalann, þar sem Ankrah hefur að- setur. Rúmt ár er nú síðan stjórn arbylting var gerð í Ghana, þingið leyst upp og Kwame Nkrumah forseti settur af. I tilefni hinnar misheppnuðu byltingartilraunar, sem gerð var í þessu róstursama Afr- íkuríki í gær, þykir blaðinu rétt, að rifja upp sögu bylt- ingarinnar, sem gerð var 24. febrúar í fyrra. Það var herinn og lögregl- an undir stjórn E. K. Kotoka, sem stóðu að byltingunni þá, en Nkrumah var þá staddur í Peking til viðræðna við Chou En-lai. Þegar í stað var kom- ið á þjóðarráði og stjórnar- skrá landsins numin úr gildi. Ástæðan fyrir byltingunni var sögð sú, að Nkrumah hefði stjórnað landinu, sem væri það hans einkaeign. Þjóðarráðið tilkynnti nokkru síðar, að allir þeir pólitískir fangar, sem fangelsaðir voru í stjórnartíð Nkrumaih yrðu látnir lausir, en meðal þeirra var einn fréttamaður þýzka vikuritsins Der Spiegel. Dag- inn sem byltingin var gerð var J. A. Ankrah hershöfð- ingi, sem Nkrumah hafði sett frá árið áður, fengið embætti sitt á ný og er hann nú æðsti maður landsins. Þegar Ghana hlaut sjálf- stæði árið 1960 var Nrumah kjörinn forseti landsins. í janúar 1964 bannaði forset- inn alla stjórnmálaflokka í landinu nema sinn eiginn og beitti andstæðinga sína mik- illi hörku. Nkrumah var af þeim kallaður einrænn harð- stjóri, en sjálfan sig lét hann kalla „Hans Messíasarhátign", Ankrah hershöfðingi. „Endurlausnarann" og „Sigur vegarann“. Fyrrnefndur fréttamaður Der Spiegel, sagði við heim- komuna til Þýzkalands, að Framhald á bls. 10 AxfA UTAN ÚR HEIMI SUMARFAGNAÐUR STÚDENTAFÉLAGANNA MIÐVIKUDAGUR 19. apríl kl. 21 gangast Stúdentafélag Reykja- víkur og Stúdentafélag Háskóla íslands fyrir sameiginlegum kvöldfagnaði að Hótel Borg í til- efni af sumarkomunni. Fjölmargt verður til skemmtunar m. a. mun formaður Stúdentafélags Háskóla íslands flytja stutt ávarp, tveir nýir skemmtikraftar annast eftir- hermur, stúdentar úr báðum fé- Leynivínsolar hnnjsnmnðir LÖGREGLAN hafði hendur í hári tveggja leynivínsála um helgina. Tveir óeinkennisklæ id ir lögregluþjónar, sem voru á etfirlitsferð um borgina aðfara- nótt sunnudags, urðu varir við að leigubílstjóri einn seldi far- þega sínum áfengi. Var leigu- bílstjórinn handsamaður, og er verið að rannsaka mál hans. Síð ar um nóttina gerðu þessir lög- regluþjónar leit í bifreið anrars leigubílstjóra, sem grunaður var um leynivínsölu, og fundu þeir nokkuð ff smygluðu áfr.ngi í bíl hans. lögunum standa fyrir stuttum skemmtiþætti og dansað verður til kl. 2. Sérstakar hressingar verða framreiddar á miðnætti. Miðar verða seldir að Hótel Borg frá kl. 2—5 á miðvikudag og við innganginn, borðpantanir á sama stað. Stúdentar eldri sem yngri eru hvattir til að fjölmenna. (Frá stjórnum félaganna). Frost um allt land Maður iramdi sjólfsmorð MADUR framdi sjálfsmorð í Þingholtsstræti um kl. 17.30 sl. laugardag. Maðurinn hafði áður brotizt inn í Sportvöruverzlun Búa Pet ersen í Bankastræti, og hafði þaðan á brott með sér byssu. Fór hann rakleiðis upp í Þing- holtsstræti og skaut sig þar. Fólk, sem sá til mannsins, er hann kom með byssuna út úr sportvöruverzluninni, gerðu lög reglunni aðvart, en þegar hún kom á vettvang, haföi maðurinn svipt sig lífL ÞAÐ voru nokkur viðbrigði að koma út í gærmorgun eftir hlý- indi síðustu daga, en þá hafði brugðið svo við, að verulegt frost var komið um mestan hluta landsins. —-----—- " ——r SjóSIða tók út af kafbátl við Færeyjar THÓRSHAVN (NTB) og Keflavíkurflugvelli, 17. apríl. Tvo sjóliða tók út af banda- ríska kafbátnum „U.S.S. Pic- uda“ um 90 sjómílur norðan Færeyja snemma sunnudags- morguns í slæmu veðri. Leit var þegar hafin að mönnum og tóku þátt í henni auk kafbátsins bandarískar og brezkar flugvéiar og tvö dönsk skip nærstödd. Er leitað hafði verið í nokkrar klukkustundir tilkynnti kafbáturinn að fund- izt hefðu lík sjóliðanna beggja. Kafbáturinn, sem er 1.526 smálestir, var á æfingu er slysið varð og var áhöfn hans 85 menn. Nánari grein var ekki gerð fyrir slysinu og eng- in deili sögð á sjóliðunum er drukknuðu þarna. XJm daginn var lokið við að ryðja Oddsskarð, en þar hafði hlaðið niður miklum skaflinn öðru megin við vcginn átta metra hár, þar sem hann var hæstur. Á norður yfir Oddskarð og aftast á miðri myndinni sést í fjailið yar Neskaupstað. að Oddsskarð hefur lokazt á ný. (Ljósm. Gunnar Wcdholmj. Eftir hlýindin seinni part síð- ustu viku brá til snjókomu hér sunnanlands á laugardagsmorg- un, og eftir því sem á daginn leið færðist snjókomusvæðið norður og norðaustur eftir land- inu. Lægðin, sem snjókoman fylgdi hægði á sér með þeim af- leiðingum. að kalt heimskauts- loft streymdi um yfir landið að norðan. Var áberandi hitamun- ur á ýmsum stöðum á landinu á sunnudagsmorgun, en þá mæld- ist tíu stiga frost á norðanverð- um Vestfjörðum, en átta stiga hiti í Skaftafellssýslum. Aðfaranótt mánudagsins náði kuldasvæðið yfir allt landið og var frostið víðast hvar um tíu stig í gærmorgun, ellefu stig á Akureyri en 9 í Reykjavík. f gærdag var heldur hlýrra, þá var víðast fimm til 10 stiga frost, en lægst þrjú stig. Sag-sprengjur á olíuna L’ORIENT, 17. apríl, NTB. — Franska sjóliðið hélt áfram um helgina „olíustríðinu" við strend- ur Frakklands og úðaði efna- blöndu á olíúbrákina úr „Torrey Canyon". í Brest voru reyndar svonefndar „sag-sprengjur“ í þeirri von að þær myndu hamla för olíubrákarinnar að strönd- inni. Var þessum „sag-sprengj- um“ dreift í tilraunaskyni yfir allstóran flöt og ráðgert að dreifa þeim víðar ef vel reyndust. Strandlengjan sem nú verður fyrir barðinu á olíubrákinni er um 40 km löng og segir franska lögreglan að nú hafi verið hreins- aðir um 8000 fermetrar af því svæði. Nefnd til þess að athuga um framboð — óánœgðra Alþýðubandalagsmanna SL. sunnudagskvöld var hald inn í Lindarbæ fundur sá, sem nokkrir óánægðir Alþýðu- bandalagsmenn höfðu boðað til, til þess að ræða sameigin- leg viðbrögð við aðgerðum kommúnista á fundi Alþýðu- bandalagsfélags Reykjavíkur fyrir rúmri viku. — Fundur þessi var f jölmennur og meðal þeirra er sátu hann var Hanní bal Valdemarsson, formaður Alþýðubandalagsins. Á fundinum munu nokkuð a annað hundrað manns hafa skráð nöfn sín sem stofnend- ur nýs stjórnmálafélags vinstri manna og jafnframt var frá því skýrt, að fundar- boðendur hefðu skipað 7 manna nefnd til þess að at- huga möguleika á sérstöku framboði þessara aðila í Reykjavík. Er gert ráð fyrir, að fljótlega verði haldinn stofnfundur hins nýja félags og verður þá væntanlega skýrt nánar frá framboðshug- leiðingum þessara aðila. ___ Margar ræður voru haldnar á fundinum og flestar á einn veg, m.a. tók til máls Guðrún Helgadóttir, varaborgarfull- trúi Alþbl., sú er sagði sig úr Alþbl.-félaginu á dögunum og las hún upp grein er hún kvaðst hafa sent Þjóðviljan- um 24 klukkustundum áður til birtingar. Sumorfugnaðor í Kópavogi snjó. Reyndist myndinni sér Þess skal getið SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN I Kópavog! efna til sumarfagnaðar í Sjálfstæðishúsinu, Kópavogi, miðvikudaginn 19. þ.m. kL 21. Nánari upplýsingar á skrifstofu félaganna í SjálfstæðLshúsinu, sími 46708.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.