Morgunblaðið - 18.04.1967, Side 4

Morgunblaðið - 18.04.1967, Side 4
4 MOHGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Bensín innifalið í leigugjaldi. SENDUM imagnúsar SKIPHOITI21 SÍMAR21190 ef*ir lokun slmi 40381 *"•“ 1-44-44 \mium Hverfisgötn 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið i leigugjaldi. Simi 14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. c~.-7 ~ J0UA If/SAfif RAUOARARSTÍG 31 SfMI 22022 Höfum kaupanda að vandaðri hæð í tví- eða þríbýlishúsi i Reykjavík eða ná- grenni, minnst 5 herb. Há útb. FASTEIGNA- ÞJÓNUSTAN A usturstræti 17 (Siíli & Vatdi) RACHAR TÓMA5SOH HDL.$IMI 24645 SÖLUMAOUR fASTSICNA: STCfÁN J. RICHTCR SÍMI 16870 KVÓLDSÍMI 30587 ^ Mikið um að vera Það fór sem mig grunaði. Sumarið kom ekki í síðustu viku, enn snjóaði hann um 1 helgina — a.m.k. hér í höíuð- borginni. Og ég geri ekki ráð fyrir að annars staðar á land- inu hafi beinlínis verið hita- beltisloftslag. En við í höfuð- staðnum þurfum ekki að drep- ast úr leiðindum, þótt vorið sé enn ekki komið. Til gamans taldi és. dansleikjaauglýsing- arnar 'hér í blaðinu á laugar- daginn. Þær voru sautján. Þá auglýstu leikhús Reykjavíkur og Kóipavogs líka samtals níu leikrit. Og í sunnudagsblaðinu voru auglýstar tuttugu og þrjár kvikmyndir í kvikmyndahús- um Rpykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sennilega er úrvalið of mikið, skröllin eru of mörg — og bera þess vitni, að margir eru haldn ir svonefndri skemmtanasýki. Ef sá sjúkdómur herjaði okkur ekki, væri minna um að vera, minna drukkið og færri íauga- veiklaðir. En auð'vitað er fólk sjálfrátt hvernig það ver tíma sínum og fé. Það væri synd að segja, að við gerum ekki til- raun til þess að njóta lífsins — hver svo sem árangurinn er. 'A' Hótel Saga Með þessu er ég þó ekki að fordæma allt, sem heitir skemmtun. Síður en svo. Það er sjálfsagt og eðlilegt fyrir hvern, sem því getur við kom- ið, að lyfta séi upp við og við — ekki sízt í skammdeginu. En geri fólk of mikið af slíku hætt ir upplyftingin ag vera tilbreyt ing — og skemmtunin hættir að vera skemmtileg. Ef hver svairaði tyrir sig í einlægni yrði niðurstaðan sú hjá langflestum. Margir hafa þessa reynslu. En úr því að farið er að tala um svör í einlægni getur Vei- vakandi bætt þvi við, að hon- um þykir fátt ánægjulegra en að fara út og borða á kyrrlát- um stað í hópi góðra vina. Síð- an góðum veitmgahúsum fjölg aði hér eru fleiri og fleiri að komast upp á lagið með þetta. Um helgina fór ég 1 Grillið að Hótei Söga því þar hefur góð þjónusta og góður matur aldrei brugðist mér. Fleiri segja svipaða sögu. Hótelstjór- inn þar og hans fólk eiga mik- ið hrós skilið fyrir góðan árang ur. Fólk á því oft' að venjast á íslandi, að farið sé af stað með miklum glæsibrag á ýms- um sviðum framkvæmda, ekki sízt í þjónustu margs konar. En glansinn vill æði oft fara fljótt af hlutunum, það tekst ekki að halda í horfinu. Þetta hefur ekki geizt að Sögu — ég endur tek EKKI í þeirri von að ég sjái við prentvillupúkanum, ef hann reynir að pota eitt'hvað S dálkana mín í dag eins og svo oft áður. ★ Tryggingar Mikið hefur verið rætt um tryggingar og trygginga- félög á undanförnum árum, einkum í sambandi við bifreiða tryggingar. Á sviði trygginga hefur margt gerzt að undan- förnu. Harðnandi samkepprvi hefur hleypt nýju lífi í þessa starfsemi og er það vel. Einn er sá háttur í starfi trygginga- fiélaga, sem lítið hefur verið sinnt á undanförnum árum hér á landi. Það eru líftryggingar. Allur fjcldinn er að vísu í líf- eyrissjóðum — og auðvitað eiga allir sinn hluta í hinu lög- boðna tryggingakerfi. En lítið hefur verið um að menn keyptu sér líftryggingu á venju legum tryggingamarkaðL Víða erlendis er það talið sjálfsagt og eðlilegt að fullorð- ið fólk, einkum heimilisfeður, líftryggi sig engu síður en að þeir tryggi eignir sínar gegn bruna eða öðru tjóni. Þetta er mál, sem fleiri ættu að hug- leiða. Arkitektar Lesandi í Miðbænum skrifar: „Kær, VelvakandL Mikið böfum við byggt á síð ustu árum. Það er ánægjulegt að fylgjast með hinum öra vexti borgarinnar og sjá hve myndariega er byggt. Eitt er þó vert að gagnrýna í sam- bandi við allai nýbyggingarn- ar — og það er falutur okkar ágætu arkitekta. Hin nýju hverfi eru flatneskja 'hvað byggingarstíl snertir. Einn ap- ar eftir öðrum, sjaldan örlar á ferskum og hressilegum hug- myndum. Ég veit ekki hvort menn gera sér almennt grein fyrir því, að borgin verður æ sviplausari eftir þvi sem hún stækkar Ef þessu heldur áfram verður Reykjavík áður en langt um líður gersamlega „karakterlaus“, andlitslaus. Það er næstum hægt að telja á fingrunum þau hús, sem sómi er að og gefa borginni ein- hvern svip. Lítum á þessa hörmung, sem er að rísa með- fram Suðurlandsbrautinni. Að þetta skuli vera nýtt viðskipta- hverfi, reist á sjöunda tug ald- ar. Það er ótrúlegt. Allir geta tekið myndir, en maður með ljósmyndavél er sjaldnast „ljósmyndari“. Ein- ungis örfáum þeirra, sem ljós- myndavél eiga, tekst að gera góðar myndir. Sama virðist ætla að sannast á arkifcektun- um okkar. Stéttin í heild kikn- ar undan nafninu. Við þurfum nokkra djarfa og fríska menn í stéttina. Þeir geta breytt borg inni á einni nóttu, ef svo mætti segja.“ — Hættuleg brú Vegfarandi góður: „Velvakandi góður! Mig hefur oft langað til að koma að nokkrum línum um umferðarmerki á vegum okkar, einkum í nágrenni við borg- ina. Á laugardag fyrir páska var ég á ferð ásamt fleira fólki ofan úr Kjós til Reykjavíkur. Þennan dag var veður ekki sem bezt, ofsarok og skafihríð. Þegar við komum að brúnni á Fossá, sem er rétt innan við Kiðafell í Kjós, lentum við utan í neðri brúarstólpanum og vorum næstur komin í ána. Stólparmr eru ekki merktir og ekki eru heldur viðvörunar- merki í brekkunum beggja ve'gna brúarinnar. Öll ræsi 1 næsta nágrenni eru vel merkt og einnig brýr, en þarna hefur ekkert verið sett Veit ég um marga bíla sem hafa farið mjög illa á þessari brú. Mikil mildi er að aidrei hafa orðið slys þarna, og vonandi er að við sleppum við þau. Nú vona ég að réttir aðilar lesi þessar línur og eitthvað verði gert til að bæta úr þessu, því máltæk- ið segir: Of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dott ið ofan í hann. — Reiður vegfarandi." Bílastæðin Hugulsamur skrifar: „f dægurmáladálkum dag- blaðs eins var þess nýlega minnzt, að bílastæði vantaði til finnanlega við miðbæinn. Ég orða þetta nú svona, þar sem öllum virðist staðreyndin augljós. Hitt ei svo annað mál, hvort fegrunaryfirvöldin fást til að klippa svolítið af Austuxvelli til að bjarga málunum við. Það virðist mjög vafasamt. Við Vesturgötu 5-b (418 ferm.), sunnan bílastæðanna við „Aberdeen“ (Vesturg. 5), eru gamlar skúrbyggingar, eiga velþekkts útgerðarfyrirtækis. E.t.v. gæti umferðarnefnd feng ið svæði þetta leigt, og stækk- að þannig stæðin á milli Vest- urgötu og Fisohersunds, austan Garðastrætis? Þarna ætti að mega skipu- leggja bílastæði fyrir rúml. 30 bíla, — með tilheyrandi hag- ræðingu. 1 það minnsta styttist þá göngutúrinn verulega i MbL- húsið. Orðað hér til vinsamlegrar athugunar. — Hugulsamur." Al LLTÁ SAh *A STAÐ Öi ryggis ■ F igiei r — biersispun Sendura gegn kröfu um land allt. EgiSI ViShjáKmsson hf. Laugavegi 118 — Sími 22240.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.