Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. Sr. Jón Auðuns dómpróf.: Ekkert af eigingirni ekkert af hégómagirnd ÖLLUM er ljóst, að erfitt er og raunar ókleift með öllu, að full- nægja þeim kröfum, sem Fjall- ræðan gerir til kristinna manna, og breyta eftir hennar ströngu boðum. En fram hjá því verður ekki komizt, að þessar ströngu kröfur gerði Jesús til játend*' sinna. Þær standa, svart á hvítu, á blaðsíðum guðspjallarjna í allri sinni ströngu stærð, öllum sín- um ægilega ósveigjanleika. Fjallræða Krists er ekki fyrst og fremst huggunarboðskapur fyrir hrelldar mannssálir. Hún er ekki endurlausnarkenning. Friðþægingarlærdómar og lausn arleiðir eru þægilegar, handhæg ar undankomuleijðir til að finna sál sinni frið andspænis þessum hörðu, ströngu kröfum. Sú leið er vitanlega auðveldari, að ætla förnarblóði Krists að greiða syndasekt mannsins, en að standa sjálfur ábyrgur andspæn- is hinum ströngu en tvímæla- lausu kröfum. Fjallræðan er ekki endur- lausnarlærdómur fyrir hrelldar sálir, lostnar eigin sekt og synd. Hún er gunnfáni fyrir sterka menn til að fylgja. Hún geymir stærstu kröfurnar, sem til mannsins hafa verið gerðar. Þær standa þarna í öllum sínum ósveigjanleika, og þær setja manninum svimandi há og svim- andi fjarlæg markmið. Sumstaðar standa siðakröfur Páls postula kröfum Jesú Krists æði langt að baki. En erfitt mun flestum, og raunar litlu auðveld- ara en að fylgja Fjallræðunni, að fullnægja þeim kröfum, sem Páll gerir í 2. kap. Filippíbréfs: „Gjörið ekkert af eigingirni né hégómagirnd". Hér er hárbeittum brandi brugðið á þráð, sem liggur beina leið inn í mannlegt hjarta. Hér er vegið að rótum þess, sem tíð- um er meginuppistaðan í athöfn um mannsins: sjálfshyggjunni og eigingirninni. Hér er nefnt tvennt, sem tíð- ast fer saman, eigingirni og hé- gómagirnd. í eigingirni og sjálfshyggju verða menn broslega hégómleg- ir, og í taumlausri hneigð til að trana sér og sínu eigin ágæti fram, verða menn hlægilegir í augum þeirra, sem hafa- skyn- samlegri og merkilegri viðhorf. Þessir menn eru sífellt á verði um það, að enginn annar komist feti framar en þeir. í félagslífi eru þessir menn sér betri mönn- um hvimleiðir. 1 opimberu lífi verða árekstrarnir við þá mestir. Þeir gæta ekki sæmdar sinnar, eins og siðfræði okkar norrænu feðra í heiðni bauð, En þeir gæta með sívakandi hégómaskap þess, að metnaði þeirra fái ekki aðrir misboðið, að aðrir komist ekki feti framar en þeir. Á þessum vanda fór þegar að brydda í þrengsta vinahópi Jesú. Jafnvel hjá þeim, sem voru daglegum samvistum við hann, fóru eigingirni og hé- gómaskapur saman. í nánasta frændliði hans voru þessar ódyggðir á ferð. Um það talar skýru máli sagan af 'hinni hé- gómlegu síngirni móður þeirra Zebedeussonanna, lærisveina Jesú. En sú kona hefi rverið sögð nánasta skyldmenni Jesú, næst foreldrum hans. Sjálfum sér verður hver mað- ur verstur af eigingirni og hé- gómaskap. Enginn finnur frið i sál sinni, meðan broddur særðr- ar hégómagirndar stendur ein* og fleinn í hjarta hans. Enginn getur fundið frið hjart- ans, meðan hann óvirðir sál sína með sífelldri öfund og sam- anburði við aðra og gremju yf- ir því, sem náunginn á, en ekki maður sjálfur. Þessi metingur eitrar mönnum lífið og lokar þeim farvegum, sem sambúðin á að streyma eftir frá manni til manns. En samúð- arlaust finnur enginn maður hamingju. UR VERINU EFTIR EINAR SIGURÐSSON Reykjavík Blíðuveður var alla vikuna og almenn-t róið. Afli hjá netabátum var tregur, 5-10 lestir algengast í róðri, og 20-25 lestir hjá þeim, sem voru lengur úti. Flestir netabátar eru nú suður af Jökli. N-okkuð margar trillur eru byrjaðar róðra með handfæri, og hafa þær verið að fá 1200-1800 kg. í róðri, og eru þá 2-3 á, afli fyrir 6-9 þúsund krónur. Flestir togararnir eru nú að veiðum við Grænland. Hefur tíð verið þar sæmileg, en ís bagað nokkuð veiðarnar. Karlsefni kom inn til Reykja- víkur á miðvikudaginn með 170 lestir af fiski eftir 9 daga úti- vist, sem er góður afli, þegar telcið er tillit til þess, að a.m.k. 3 daga fara í ferðirnar. Sigldi hann með aflann til Englands. Þorkell rnáni landaði á föstu- daginn í Reykjavik 220 lestum frá Grænlandi og Maí landaði í Hafnarfirði 360 lestum. Senn hvað líður fer nú afli tog aranna að verða mestmegnis karfi. Þessir togarar seldu afla sinn erlendis í vikunni: Lestir Kr. Kg. 2/5 Kaldb. 145 1.632.436 11/23 2/5. Surprise 123 1.362.948 11/10 3/5 Sléttbak. 108 1.360.066 12/58 KeHavík. Ágæt sjóveður voru alla vik- una og aflabrögð sízt verri en áður. T.d. bárust 400 lestir af fiski á land á miðvikudaginn, er var annar aflahæsti dagur ver- tíðarinnar. Fyrri laugardag, sem var metafladagur vertíðarinnar, bárust á land 511 lestir. Algengasti afli hjá netabátum var 10-12 lestir og kom-st allt upp í 38 lestir. Aflahæstir eru Lómur og Sæ- hrimnir með rúmar 700 lestir hvor. Sandgerði. Sjóveður voru góð sl. viku. Afli var tregur hjá netabátum, þó var aðeins líflegra suma dag- ana en verið hefur oft áður. Komst hann upp í 21 lest, en var mjög misjafn, algegnast 8-12 lest- ir. Aflahæsti báturinn er Víðir n. með rúmar 500 lestir, og ein- hverju hefur verið landað ann- ars staðar. Tveir línubátar komu inn í vikunni, voru þeir með 5-7 lestir hvor. Vestmannaeyjar. Tíðin til sjávarins var góð sl. viku, hæg norðan- og norðaust- anátt Afli hjá netabátum fór minnk- andi og bátar byrjaðir að taka u-pp netin, Algengasti afli hjá netabátum hefur verið 10-14 lest- ir. Nótabátar voru að fá sæmileg- an afla um og upp úr miðri viku, 15-20 lestir, og einn komst upp í 30 lestir. Heldur var það rýrara síðari hluta vikunnar. Togbátar hafa verið að afla sæmilega. Sæbjörg er hæst Eyjabáta með rúmar 900 lestir. Akranes. Sjóveður voru góð sl. viku, en aflabrögðin upp og ofan. Neta- bátar hafa komizt upp í 50 lestir eftir 2ja daga útivist. Hafa þeir fengið þann afla á Selvogsbanka. En algengasti aflin-n hjá þeim hef ur verið 10-20 lestir. Afli hjá bátum á heimamiðum hefur verið mjög rýr, 5-8 lestir. Aflahæsti báturinn er Sólfari með um 950 lestir. Meira öryggi. Nú er senn Iokið einhverri erfiðustu vertíð, bæði hjá sjó- manninum og útgerðarmannin- um. Það eru víst fáir sjómenn, sem muna eftir, að jafnerfitt hafi verið að sækja sjó og í vetur. Gæftir hafa verið með afbrigð- um stirðar og veður hörð. Hjá útgerðarmann-inum hefur heldur ekki verið neinn sældartími. Þegar lítið aflast, er erfitt hjá honum að sjá fyrir þörfum út- gerðarinnar. En þó eru lokin erf- iðust, og þau eru nú í næstu viku. Á unglingsárum þeirra, sem fæddir eru á fyrsta tug aldar- innar, lásu þeir mikið af sögum frá Rússlandi, þar sem m.a. voru margar frásagnir um baráttu fólksins við hin villtu náttúru- öfl, snjóauðnirnar, hríðarveðrin og úlfana. Þá var ferðast á sleð- um, og þegar úlfahópurinn kom æðandi að f-erðalanginum, var hans eina úrræði að fleygja ein- hverju fyrir þá til þess að tefja för þeirra. Þannig reyttu menn sig in-n að skyrtunni til þess að reyna að bjarga sér til byggða. Þessu er ekki ólíkt farið með taprekstur. Fyrst láta menn að sjálfsögðu handbært fé. Þar er því miður oft af litlu að taka. Síðan fara men-n að selja auð- seljanlegar eignir og muni, en það vill nú oft verða svo, þegar kreppir að sjávarútveginum, að þá kreppir að fleiri, og það verð- ur erfitt að finna kau-pendur, a.m.k. sem geta greitt í reiðu fé. Það er t.d. sagt, að maður, sem hefði átt % milljón í peningum á kreppuáratugnum fyrir stríð, hefði getað keypt allt Austur- stræti að un'danskyldum bönk- unum og pósthúsinu. Ef þessi hrun í sjávarútveg- inum, sem koma með vissu milli- bili, eiga ekki að halda áfram, verður það opinbera að stuðla að sjóðsmyndunum í þessum at- vinnuvegi, sem getur hlau-pið undir bagga, þegar óáran ýmist af völdum náttúrunnar eða verð- falls steðjar að. Það er óeðlilegt, að heil stétt þurfi að fara ofan í svaðið fyrir það eitt, að hún hef- ur tekið á sig þessa á'hættu. Verkalýðurinn hefur tryggt sig myndarlega með atvinnu- leysistryggingarsjóðnum, en út- gerðarmenn mega standa ber- strípaðir, þegar þeir hafa reytt af sér síðustu spjörina til að reyna að standa í skilum. Og dugar ekki alltaf til. Dráttur á móttöku sildar. Undanfarin ár hefur síldar- ' vertíðin alltaf verið að færast fram. Menn komust upp á að finna síldina löngu áður en hún kom á sín venjulegu íslandsmið, svo sem við Jan Mayen. Nú gerðu menn sér vonir um að geta í vor farið enn fyrr að veiða en áður eða strax með maí-byrjun, jafnvel seinast í apríl. Allir þurftu þess með eftir lélega vertíð. En nú®hafa Síldarverksmiðjur ríkisins ákveðið að taka ekki á móti síld fyrr en 1. júní. Tvær höfuðástæður munu vera fyrir þessu, verðfallið og léleg gæði síldarinnar. Menn hafa hreinlega ekki treyst sér til að verðleggja síldina. íslendingar verða að veiða eins mikið af síld og þeir geta og selja hana fyrir markaðsverð hverju sinni, það er ekkert vafa- mál. Hitt er jafn-augljóst, að lít- ill hópur landsmanna getur ekki einn tekið á sig verðfall, sem nemur kannski einhvers staðar á milli 700 og 1000 milljónum króna. Þær byrðar hljóta ein- hverjir fleiri að verða að taka á sínar herðar. Loðna til manneldis? Tvær sendingar af frosinni loðnu hafa verið sendar frá Nor- egi til Japan, þar sem gera á til- raunir til að finna aðferð til að nota loðnu til manneldis. Erfiðleikar í freðfisksölunni. Einu erfiðleikarnar hjá Norð- mönnum varðandi sölu á þorski eru nú bundnar við frosna fisk- inn. Miklar birgðir af frosnum fiski eru i Noregi, sem ekki er hægt að selja eins og er. Heilarframleiðsla Norðmanna af freðfiski 1966 v-ar 63.000 lestir auk 4000 lesta af matbúnum fiski. Er þetta álíka og hjá ís- lendingum. Frá Ameríku via ísland. Sænskur fil. dr. Hans Hög- lun-d ræðir sildveiðar Norð- manna á Norðursjónum m.a. á þessa leið: Frá þvi að nota 10 skip í tilraunaskyni við veiðarn- ar 1963 hefur hin nýja áðferð frá Ameríku via ísland, að nota kraftblökk við snurpuveiðar ver ið aukin og endurbætt með að- dáunarverðum dugnaði og undra verðum hraða, svo að nú stunda 400 skip veiðarnar. Lok loðnuveiði við Noreg. Loðnuveiði við Noreg er nú lokið eftir meiri veiði en nokkru sinni áður, um 400.000 lestir af 320 skipum eins og skýrt hefur verið frá. Norðmenn segjast hefðu getað veitt þrisvar sinnum meira, ef móttökuskilyrði hefðu verið fyrir hendi. Veiðin var stöðvuð þrisvar sinnu-m, og þó var loðnan flutt af miðunum norður frá suður með öllum Noregi í verksmiðjurnar þar. Hér reyndist loðnan 96.000 lestir á móti 125.000 lestum í fyrra. Mikil síldveiði við Noreg og í Norðursjónum. Norðmenn eru fyrir nokkru byrjaðir síldveiðar í Norðu-rsjón- um. Ógætir hömluðu þessum veiðum til að byrja með, en nú undanfarið hefur þessi veiði gengið sæmilega. í fyrra veiddist í Norðursjónum nærri helmingi meira síldarmagn en árið áður, og slagaði veiðin þá hátt upp í Au-sturlandsveifjina hér. Þegar loðnuveiðinni lauk, varð strax vart við mikla síld á stóru svæði frá Bátsfirði til Vardeyjar. Sneri mikill hluti norska flotans sér þegar að þessari veiði, sem hefur gefið góða raun, skip verið að fá allt upp í 500 til 550 lesta farma. Síldin er 10% feit, og þykir það gott um þetta leyti. Verðið, sem greitt er fyrir síldina, er um kr. 1.00 kg. miðað við 10% fitu. Það bætist 5% eyrir við fyrir hvert fitu % fram yfir 8%. Norski sjávarútvegurinn. Farið hefur verið fram á, að norski sjávarútvegurinn verði styrktur með sem svarar 1500 milljónum króna árið 1967. HERStAFOT FRAKKAR JAKKAR BUXIJR VORTÍZKAN 1967 AWDERNEM OCr LAIJTH HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.