Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. 19 Sr. Vigfús Ingvar Sigurðsson 80 ára 1 DAG er síra Vigfús Ingvar Sigurðsson, fyrrv. prestur og prófastur að Desjamýri í Borgar- firði eystra, 80 ára. Hann fædd- ist 7. maí árið 1887 í Kolsholti í Vllingaholtshreppi í Arnes- sýslu,, kominn af merkum og hraustum bændaættum suður þar. Ungur að árum hóf hann langskólanám og var vígður til prests árið 1912 til Deisjamýrar- prestakalls í Norður-Múlapróf- astsdaemi og þjónaði því presta- kalli síðan alla tíð til ársins 1961. Síðustu tvö og hálft prests- þjónustuár sín var hann jafn- framt skipaður prófastur í Norð- ur-Múlaprófastsdæmi. Ég hygg, að hinum unga presti, sem fluttist úr fjarlægum lands- hluta árið 1912 til þess að gjör- ast sálusorgari Borgfirðinga hafi verið ærinn vandi á höndum. Ekki vegna þess, að ég telji Borgfirðinga á nokkurn hátt af- brigðilega manntegund að eðli og uppruna, heldur vegna þess, að ég vil segja, að Borgfirðingar hafi um langa tíð haft alveg sér- stakt prestalán — ef það mætti orða það þannig — og því eng- an veginn vandalaust að skipa þann auða sess, sem þarna var, svo að vel færi. Forverar síra Ingvars á Desjamýrarstað, síra Sigurður Gunnarsson, síra Einar Þórðarson og síra Einar Jónsson voru hver í sínu lagi einstaklega miklir gáfu og mannkostamenn, höf-uðklerkar á sinni tíð, and- legir og veraldlegir forustumenn sóknarbarna sinna, vinir þeirra og félagar í dagsins önn og mikl- ir búhöldar á þeirra tíma vísu. En ég hygg, að þess hafi á eng- an hátt .orðið vart, að andlegt líf Borgfirðinga hafi beðið hnekki, eða Desjamýrarstaður sett ofan við tilkomu hins unga prests þangað. Síra Ingvar hóf búskap á Desjamýri árið 1914. Hann hófst þegar handa um miklar umbætur á ábýlisjörð sinni: Sléttaði t. d. fljótlega allt tún- ið, sem var þegar allstórt en allt rtórþýft og stækkaði það einnig mikið. Þeir, sem enn eru ungir að árum, gjöra sér það varla Ijóst, hvílíkt átak það var á þeim árum, áður en þær stórvirku vinnuvél-ar, sem við þekkjum nú á dögum komu þar við sögu en að mestu varð að byggja á hand- aflinu einu til þeirra hluta. Einn- ig endurbyggði síra Ingvar öll hús staðarins á þessum árum og reisti auk þess nokkur að nýju, einkum peningshús og þó eink- um nýjar heygeymslur, en þær hygg ég, að hafi engar verið á Desjamýri, þegar hann kom þangað. Ég tel, að tveir eðlisþættir hafi alla tíð verið sérstaklega ríkir og áberandi f sk-aphöfn síra Ingvar og einkennt allt líf hans og störf, en það er skyldurækni og þjónusta. Skyldurækni hans sem kirkjunnar þjónn var heldur ekki án vitnisburðar, því ég hygg, að messufall hafi ekki orð- ið í kirkjum hans, er messa skyldi þar, nema að gild forföll kæmu til, svo sem ófær veð-ur, veikindi eða torleiði og átti hann þó erfiða sókn, langa og jafnvel hættulega leið til kirkna sinna, því auk heimakirkjunnar þjón- aði hann alla sína prestsþjón- ustutíð tveimur útkirkjum og átti til annarrar um langan og erfiðan fjallveg að fara, en til Ihinnar um sæbratta og hættu- legar skriður, þar sem hengiflug- in gín-a yfir höfði og við fætur vegfaranda og „vegurinn" löng- um aðeins mjór götutroðningur. Því, þótt þar sé nú kominn breið- ur vegur, sem bifreiðir bruna um, þá var öðru vísi umhorfs þar, þegar síra Ingvar átti flestar ferðir um þær slóðir. En, sem betur fór hlífði „hulinn verndar- kraftur“ hinum trúa þjóni ávallt á þeim refilstigum. Og þjónustuþátturinn i skap- höfn síra Ingvans kom líka snemm-a fram á fleiri sviðum, en í hinu hefðbundna starfi kirkj- unnar í þrengri merkingu þess orðs. Það fór ekki hjá því, að Borgfirðingar kölluðu hann til starfa á fleiri sviðum, nefnilega hinu efnislega, veraldlega, þegar þeir kynntust skaphöfn hans og hæfileikum. Og hann vék sér ekki undan því kalli. Til þess er þjónustusemin of ríkur eðlis- þáttur í skaþhöfn hans. Verði saga Borgarfjarðar einhverntíma færð í letur mun síra Ingvars verða þar að mörgu getið, þvi svo mjög kom hann þar við sögu um meira en 40 ára skeið, lengst sem hreppsnefndaroddviti, formaður skólanefndar, sýslu- nefndarmaður, í Kaupfélags- stjóm og fleina mætti telja. Með öðrum orðum: flest þau opinber störf, sem fall-a til í einu hrepps- félagi. Ekki hlaut þó síra Ingvax þessi störf vegna þass, að hann sækti eftir þeim, heldur af því, að sveitungar h-ans trúðu honum og treystu flestum fremur til lið- veizlu og forustu um erfið og vanda-söm störf. Og í engu brást hann því trausti. Enda hygg ég, að um síra Ingvar megi segja hið fornkveðna: að á engu vildi hann níðast, því er honum var til trúað. Og á orði var það haft, hversu örugglega hann hélt um hlut og rétt Borgfirðinga — oft við örðug skilyrði — og mun honum oft hafa orðið betur ágengt á þeim vettvangi en sum- um, sem meiri eru hávaðamenn. Ég hefi hér einkum dvalizt við við hin veraldl-egu störf og um- svif síra Ingvars, ekki vegna þess, að ég telji hin andlegu og sálrænu ekki þess verð, að þeim sé gaumur gefinn, heldur vegna þess, að þau fyrrgreindu eru augljósari og áþreifanlegri. Sum- ir menn munu nú reyndar halda því fram, að ill-a fari sarnan prestsþjónustan og veraldar- vafstrið. En þá kenningu tel ég, að síra Ingvar hafi fullkomlega afsannað með lífi sínu og starfi, því enginn kunnugur mun geta haldið því fram, að veraldleg þjónusta hans hafi á nokkum hátt orðið á kostnað hinnar and- legu. Það var sagt um suma höfuðklerka okkar á liðnum öld- um, að þeir kenndu ekki ver „af stéttunum" en af stólnum. Ég tel engri rýrð kastað á kirkjulega starfsemi síra Ingvars, þótt sagt sé, að þetta hafi honum tekizt, enda getur guðsþjónusta víðar farið fram en í hinum vígðu guðslhúsum. Það er líka guðs- þjónusta, þegar presturinn hag- ar störfum sínum líka utan kirkju sinnar á þann veg, að það er sóknarbörnum hans til fyrir- myndar og andlegrar og verald- legrar uppbyggingar. Þetta hefir síra Ingvar ábyggilega gjört, ver- ið félagi og vinur sóknarbarna sinna og andlegur og veraldleg- ur forustumaður þeirra um hálfrar aldar skeið. Þetta ber okkur Borgfirðingum að muna, virða það og þakka. Ekki veit ég, hvort það út af fyrir sig hefir orðið síra Ingvari til gæfu persónulega, að forsjón- in beindi sporum hans hingað til Borgarfjarðar fyrir nálega 55 ár- um. Ég hygg, að honum hefði farnazt vel, hvar sem hann hefði dvalið og starfað, a. m. k. ef það er rétt, að hver sé sinnar gæfu smiðiu'. En Borgfirðingum urðu spor hans hingað vissulega heilla spor. Og hefi ég fært nokkur rök fyrir því hér á undan, en fleira mætti að sjálfsögðu segja um það, þótt ekki verði hér gjört. Það hafa að sjálfsögðu skipzt á skin og skuggar í lifi síra Ingvars. En ég tel, að þrátt fyr- ir það sé hann óumdeilanlega gæfumaður. Hann hlaut í vega- nesti út á ævibrautina ýmsa þá eiginleika, sem veita mönnum gæfu og gengi, svo sem farsælar gáfur, mikið starfsþrek og starfis- gleði, viljaþrek, dáð og dreng- skap. Og þótt hann safnaði ekki veraldarauði, þá hlotnaðist hon- um á lífsleiðinni það, sem er öllu jarðnesku gulli betra: Hann eignaðist mikilhæfa ágætiskonu, sem ávallt hefir verið honum styrk stoð og skilningsríkur fé- lagi og ól honum mannvænleg og elskuleg börn, sem ávallt munu skipa sinn se,ss með sæmd. Og hann hefir öðlazt að verð- leikum virðingu, traust og hlý- hug 'samferðamanna sinna. Því miður hefi ég nú ekki handbær þau gögn, er sýna, hve 'nörg prestsverk síra Ingvar hef- ir framkvæmt, þau, er á skýrsl- um eru skráð. En vissulega eru þau orðin mörg á nærfellt hálfr- ar aldar gifturíkum starfsferli. Þess skal aðeins getið, að í nokkrum ættum hér í Borgar- firði eru þeir orðnir a. m. k. fimm ættliðirnir, sem hann hefir veitt prestslega þjónustu. Og er þá ótalið, það, sem aldrei verð- ur á skýrslum skráð, eða á vog vegið, hið sálræna, andlega starf- ið, er ekki lætur sig án vitnis- burðar og markar sín spor 1 samfélaginu,' þótt minni athygli sé veitt opinberlega, en hinn efn- islega. Árið 1916 kvæntist síra Ingvar Ingunni Júlíu Ingvarsdóttur, prests Nikulássonar, siðast á Skeggjastöðum í Bakbafirði — hinni merkustu rausnar- og myndarkonu af hinni þekktu og merku Keldnaætt á Rangárvöll- um. Börn þeirra, er til þrosfea komust eru þessi: Ingvar Júlíus, fæddur 11. júní 1920. Bóndi og hreppsnefndar- oddviti á Desjarmýri. Kvæntur Helgu Björnsdóttur, Þorkelsson- ar, bónda í Hnefilsdal á Jökul- dal. Guðrún, fædd 19. maí 1922. iHúsfreyja á Vífilsistöðum í Garðahreppi. Gift Viktori Þor- valdssyni, vestfirzkum að ætt. Sigmar Jóhann, bóndi á Desja- mýri. Fæddur 19. júlí 1927. Kvæntur Sesselju Jónsdóttur, Sigmundsisonar bónda í Gunn- hildargerði í Hróarstungu. Öll eru þessi syistkin sæmdar- og mannkostafólk, sem bera órækt vitni um mikla eðliskosti og hæfileika ætta þeirra, er að þeim standa. Það mun ekki ofmælt, að heimili þeirra frú Ingunnar og síra Ingvars á Desjamýri hafi verið um 45 ára skeið okkur Borgfirðingum réttnefndur sam- eiginlegur unaðsreitur. Þær eru margar þær ljúfu minningar- — og notalegt að ylja sér við þær —• sem við eigum frá þeim tíma, sem við áttum þess kost, að blanda geði við þessl góðu hjón, bæði á heimili þeirra og utan þess. Þessa ber að minnast og þakka — og ég vona, að okkur Borgfirðingum sé það líka ljúft — ekki aðeins í dag, heldur og ávallt endranær. Persónulega flyt ég ykkur, kæru hjón, frú Ingunn og síra Ingvar, mínar innilegustu þakk- ir fyrir langa, ánægjulega og fyrir mig uppbyggilega sam- fylgd. og bið ykkur blessunar Guðs um alla framtíð. Þorsteinn Magnússon. Þess skal getið, að séra Ingvar dvelur í siúkrahúsi. Brevtl síma-númer j NORRÆNA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F. Hringið í 825-88. Húsgögnin fáið þér hjá Valbjörk ...og hvergi er úrvalið meira! Petta stílhreina hjónarúm er smíðaÖ úr palisandervið og er ó heilum sökkli, Verð með dýnum kr. 18.500,-— en allt svefnherbergissettið kostar kr. 26.890,— „67" sófasettið er í senn fallegt og vandað. Stólfæt- ur undir sófa og stólum, sem snúa mó að vild. Velja rrió um ýmsar gerðir af innlendum og erlendum á- klæðum. „67" sófasettið er tfzkan í ár. Borðstofusettið hér á myndinni kostar kr. 28.125,— þ. e. borðið, sex stólar og borðstofuskápur. Borðið og stólarnir kosta kr. 17.625,— en skápurinn kr. 10.500,—■. Borðstofusettið er úr teak. Sjón er sogu ríkari- lítið inn á nœstunni! • • Verzluniii VALBJÖRK Laugavegi 103, Simi 16414 Reykjavik og Glerárgötu 28, Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.