Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. Bí LALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM magimúsar SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381' - SIM11-44-44 mnmifí Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM V AKU R Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir iokun 34936 og 36217. lr!/é\lUMJI3p RAUÐARÁRSTÍG 31 SlMI 22022 Fjaðrir. fjaðrablöð. hljóðkútar púströr o.íl varahlutir i margar gerðir bifreiða. Þetta eru eiginkon- ur og mæður Hér kemur fyrst svar við bréfi Reykvíkings, sem birtist hér í dálkunum fyrir skemmstu: „Velvakandi góður! Miðvikudaginn 12/4. sl. birt- ist í pistlum þínum grein með yfirskriftinni „Hvað hrjáir okkur mest?“ Undirskriftin er Reykvíkingur. Greinin er væg- ast sagt furðuleg. Höf. spyr því Velvakandi hleypi í dálka sína kerlingum, sem alltaf prédiki um skaðsemi áfengis. Og ástæð- an er sú, að hann þykist kunna að fara með áfengi. En mér er spurn. Erhann sjálfur dóm- bær um það? Oft eru menn blindir á sjálfs sín sök. Og margur telur sig hófsmann á vín þó hann sé orðinn drykkju- maður. En sSilur ekki þessi vesalings maður, að kerling- arnar, sem hann talar um, eru eiginkonur og mæður yfirleitt, sem elska börn sín og eigin- menn og vilja forða þeim og vernda þá fyrir áfengispúkan- um, Ýmsir þeirra og alltof margir hafa glatað lífsham- ingju sinni og framtíðarvon- um vegna áfengisins. Er að furða þótt þær berjist ötullega gegn mesta bölvaldi íslenzku þjóðarinnar, áfenginu? Finnst þessum Reykvíking það óeðli- legt? Svo heldur hann áfram: ,„Leyfið hverjum og einum að hafa vit fyrir sjálfum sér, ákveða hvað honum er fyrir beztu — og látið hann í friði, hvort sem hann vill drekka eða ekki.“ Já, einmitt. Eiga menn þá að hafa rétt til að ljúga, svíkja, falsa, stela, ræna og myrða, ef þeir telja sér henta það? allir ættu að vita, að eng- ir eru líklegri til að fremja slík verk en þeir, sem eru und- ir áhrifum áfengis. Kemur eng- um það við, hvort menn breyta sér í villidýr eða bófa með neyzlu áfengis? í>ví er mönn- um bannað í siðuðu þjóðfélagi að fremja slík verk, og sviptir persónufrelsi, ef þeir fremja þau? Og því er sala og neyzla viðurkenndra eiturlyfja for- boðin — maður skyldi þó ætla, að sumum „hentaði“ að selja slíka vöru og öðrum að neyta hennar? Ef Reykv. leiðast pistlarnir frá „kerlingunum" er auðvelt fyrir hann að lesa þá ekki og láta svo velviljaðar konur í friði. Eigi undirskrift Reykvíkings að tákna hinn almenna borg- ara í Reykjavik, væri það dap- urleg staðreynd, en ég vona að svo sé ekkh J.G.". ■^ Vítamín- og málm saltblöndur Þá birtum við hér bréf frá manni, sem hefur verið haldinn þrálátum sjúkdómi, sem þó voru til meðul við. „Kæri Velvakandi! Ég er haldinn einhverjum sjúkdómi, sem enginn læknir, innanlands eða utan, hefur get- að sagt mér hver væri, þótt ég nú á efri árum geti mér til áð hann stafi frá harkalegri með- ferð á æskuárum mínum. Einn af merkari læknum í Reykja- vík ráðlagði mér á sínum tíma að nota amerískar víta- mín- og málmsaltablöndu í hylkjum og sagðist nota bana sjálfur. Reyndist hún mér svo, að ég mátti ekki án hennar vera, versnaði eftir svo sem þrjár vikur, ef ég hætti að nota hana. Nú er búið að taka fyrir innflutning á þessum blönd- um frá Ameríku, og eins og er fæst aðeins ein tegund af ódýr- um dönskum vitamínpillum í apótekum og eru þær án málm salta. Nú skilst mér að það sé vitað að gamalt fólk nær ekki eins bætiefnum úr fæðunni og yngra fólkið og hefur því, auk yngra veiklaðs fólks gott af að nota eitthvað af vítamíni — og málmsöltum. Er mér því spurn, hvort sú læknanefnd, sem fjallar um innflutning þessara lyfja ætlar í „sparnaðarskyni" að láta hætta að flytja inn víta- mín- og málmsaltablöndur, eða hefur eitthvað komið fram, sem gerir þær óþarfar? Karl". ★ Óheppileg þróun Hér kemur að lokum bréf frá áhyggjufullri móður: Nýlega birtist í dagblöðun- um yfirlýsing frá Barnavernd- arnefnd Reykjavíkur um það, að tízkusýningar hefðu ekki heppileg uppeldisáhrif á ungl- inga. Vafalaust er eitthvað til í þessu, en er ekki margt ann- að sem hefur miður holl upp- eldisáhrif á unglingana, og barnaverndarnefnd þyrfti að láta til sín taka. Hvað t.d. um hringtrúlofanir unglinga á aldr inum 14—16 ára, en einhver brögð mun vera að því og undirritaðri kunnugt um dæml þessa. Úr því barnaverndar- nefnd getur látið tízkusýning- ar til sín taka, getuT hún þá látið slíkt afskiptlaust og jafn- vel lagt blessun sína yfir það? Þekkist það t.d. í nágranna- löndum okkar að unglingar megi setja upp trúlofunar- hringi fyrr en að fullnuðum 16 ára aldri? En hér á landi er enginn lagabókstafur til um þetta og barnaverndarnefnd hefur verið ófáanleg til þess að styrkja vandamenn í því, að stöðva þessa óheillavænlegu þróun. Mæður vita hve ill áhrif slíkt hefur á þroska ungmenna og má t.d. nefna að frú Aðal- björg Sigurðardóttir hefur á þetta bent nú nýverið í útvarp- inu. Móðir". hvers vegna PARKET % Meða! annars af eftirtöldum óstæðum: 1) Verðið er hagstætt 2) Áferðin er falieg 3) Þrif afar auðveld 4) Fer vel með fætur. Parket mó negla ó grind, líma eða „leggja fljótandi" ó pappa. Höfum fyrirliggjðndi parket úr beyki,eik og ólmi. 6VEGILL ÁRNAS0N r r r SLIPPFELAGSHUSINU SIMI14310 VÖRUAFGREIÐSLA:SKEIFAN 3 SÍMI38870 Bílavórubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. ■— Simi 24180 Sími 22822 • 19775. Pottamold Blómaáburður LAS VEGAS Þessi sænski ruggustóll er þægilegasti húsbónda- stóll sem framleiddur hefur verið. Ný sending tekin upp í fyrramálið. r->a t"»ö! I i rf Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.