Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 14
14 JWJtWjíUWtíIjAfcHtí, SUmNUJJAUrUK 7. MAI 1967. Margrét ríkisarfi Dana á fundi með fréttamönnum Margrét ríkisarfi og mannsefni hennar, Henri greifi af Mon pezat. Myndin var tekin í garðinum hjá sumarhöll Danakon- ungs 1. mai sl. HttirfjgttttMðfrtö Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn ■Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. ) Aðalstræti 6. Sím'i 22480. j 7.00 eintakið. j á mánuði innanlands. 3 AFTURHALDIÐ ÍFRAM SÖKNARFL OKKNUM IT'rami&óknarflokkurinn hef- ur allt frá upphafi vega sinna verið afturhaldssinnað- ur hentisbefnuflokkur. Það sést m.a. glöggtega af því að hann hefur oft á tíðum barizt gegn mestu framfara- og um- bótamálum. Hann rauf t.d. Alþingi árið 1931 m.a. vegna þess að Sjálfstæðisflokkur- inn og Aliþýðuflokkurinin höfðu komið sér saman um virkjun Sogsins til raforku- framleiðslu fyrir höfuðborg- ina og nágrenm hennar. Hann barðisit árum saman gegn leiðréttingu á kjör- dæmaskipun landsins, sem hafði þau álhrif að Alþingi var árum saman alger skrípa mynd af viilja þjóðarinnar. Hann barðist gegn félagsleg- um umbótum þegar stærsta sporið var stigið í trygginga- málum þjóðarinnar undir forustu nýsköpunarstjórnar- innar árið 1946. Nú síðast hefur Framsóknarflokkurinn tekið upp harða baráttu gegn hagnýtingu vatnsaflsins í þágu stóriðju og fjölbreytt- ari atvinnuihátta á íslandi. Allt þetta sýnir og sannar að Framsó'knarflokkurinn skilur aldrei rödd hins nýja tíma. Ástæða þess er ednfald- lega sú, að öll hans barátta miðast við valdabrask og eig- inhagsmuni harðsnúinnar eig inhagsmunaklíku, lætur sig almenn þjóðþrifamál litlu skipta, en hefur það að höf- uðáhugamáli að misbeita op- inberu valdi sér til fram- dráttar. Á undanförnum áratuguim hefur Framsóknarflókkurinn ýmist talið sig „milliflokk“ eða vinstri flokk. Afstaða hans á hverjum tíma hefur algerlega miðast við það hvernig kaupin gerðust á hinni pólitísku eyri. Þetta er stórum hluta ús- lenzku þjóðarinnar ljóst. Þess vegna er yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda andvígur auknum áhrifum Framsókn- arflokksins, sem ævinlega hafa í för með sér margskon- ar höft, ofurvald nefnda og ráða yfir fólkinu, spillingu og pólitísk hrossakaup. Það er af þessum stað- reyndum ljóst, að aukin áhrif Framsóknar eru andstæð hagsmunum alls þorra al- mennings í landinu. Framsóknarflokkurinn hef ur að vísu átt innan vébanda sinna einstaka dugandi og sanngjarna menn. Margir myndarlegir bændur hafa t.d. fylgt flobknum í þeirri trú að hann væri sveitunum ráðhollur og velviljaður. En þessi ábyrgu öfl innan Fram- sóknarflokksins ganga nú mjög til þurrðar. Hentistefnu mennirnir í flófeknum vaða uppi. Þeir eru reiðubúnir til samstarfs við Mókvukomm- únista og álíta afturhalds- stefnu og kommúnisma eiga ljúfa samileið. En þeir eru jafnframt reiðubúnir til þess að braska í allar áttir. Þessi mynd af Framsókn- arflofeknum blasir við ís- ienzkum kjósendum í dag. Það er þess vegna auðsætt að Framsóknarflokfeurinn og leiðtogar hans geta ekki kom ið með neina umbót í stjórn- arfar þessarar þjóðar. Þeir geta aðeins skapað glundroða og afturför. Þeir skilja ekki kall hinis nýja tíma, sem krefst fyrst og fremst athafnafrelsis og réttlætis í þjóðfélaginu. Hin dugmifcla íslenzífea þjóð vill njóta krafta einstaklinga sinna tál þess að halda áfram upp- byggingunni og baráttunni fyrir rúmgóðu og réttlátu samfélagd. Sjálfstæðisflokkurinn er hið sameinandi afl íslenztou þjóðarinnar. Hann hefur stað ið í fylkingarbrjósti í baráttu síðustu áratuga fyrir betra og fullkomnara þjóðfélagi á íslandi. Hann hefur lagt grundvöll að stórstígum fram förum og öruggri þróun á sviði atvinnu-, félags- og menningarmála. Hamn hefur létt af fargi hafta og nefnda- valds. Hann hefur gefið ein- staklingunum ný og betri tækifæri til þess að hagnýta hæfileika sína heildinni til hagsbóta. Þess vegna krefst framtíðin þess, að hin frjáls- lynda og víðsýna uppbygg- ingarstefna fái að njóta sín áfram en afturhalds- og henti stefnu Framsóknarflókksins verði hafnað. ALLT í FRAMFÖR ¥¥ér í blaðinu birtist í gær samtal við Ósk Óiafsdótt ir, formann kvenfélagsins Brautin í Bolungarvík, sem á sæti á framboðslista Sjálf- stæðismanna á Vestfjörð- um. Þessi vestfir^ka húsmóð- ir lýsir velmegun, framför- um og umbótum í byggðar- lagi sínu á síðustu árum. í niðuriagi -samtalsins kemst hún m.a. að orði á þessa leið: „— Allt er í framför hjá okkur, fólkið býr yfirleitt í góðum og nýjum húsum og mikið er um nýbyggingar. í haust var tekin í notkun hjá ofefeur myndarlegur barna- og unglingaskóli. Þá tók til starfa í fyrsta sinn lands- prófsdeild.“ Þessi ummæli hinnar greindu og hógværu húsmóð- ur, sem haft hefur víðtæk fé- lagsmálaafskipti í byggðar- lagi sínu eru í raun og sann- leika táknræn um það, sem hefur verið að gerast á ís- landi undanfarin ár. Allt er í framför. Atvinnuvegimir til lands og sjávar edgnast ný og stórvirk fram'leiðslutæki, at- vinnuöryggi hefur skapazt, fólkið fær ný og betri húsa- kynni, nýir og glæsilegir skól ar rísa, vísindi og tækni eru tekin í þágu bjargræðisvega og menningariífs. Þetta er vissulega ánægjuleg þróun enda þótt íslenzka þjóðin eigi við ýmis vandkvæði að etja í dag, eins og jafnan áður. En sú saga gerist í öllum þjóð- félögum hvort sem þau eru ung eða gömull. íslenzkt fóik vi’ll að þróun og uppbygging haldi áfram. Það veit hvað það hefur öðl- azjt á stjórnartímabili Við- reisnarstjórnarinnar, en ekki hvað það hreppir ef aftur- halds- og hentistefna Fram- sóknarflokksins feæmist tii aukinna áhrifa. Það veit þó að af því mundi leiða aukið ófrélsi, meiri höft og bönn, kyrrstöðu. íslendingar vilja að alilt sé í framför í þjóðfé- lagi þeirra, að þar rJki at- vinnuöryggi, félagslegt ör- yggi og réttlætL ÚTVARPSSTJÓRA FUNDUR Cíðustu daga hefúr staðið ^ yfir hér í Reykjavík fundur norrænna últvarps- stjóra. Sl'íkir fundir eru haldnir áriega. Þar bera for- ráðamenn útvarps og sjón- varps saman ráð sín, treysta samvinnu hinna norrænu þjóða á þessu sviði menning- armála. í samlbandi við þennan fund hér á íslandi er nauð- synlegt að það komi fram, að íslendingar eru þakklátir frændþjóðunum á Norður- löndum fyrir mikilvæga að- stoð við uppbyggingu ís- lenzks sjónvarps. Þessi að- stoð hefur verið okkur mjög mikils virði. Þess vegna er það ósik okkar og vi'liji að nor- ræn útvarps- og sjónvarps- samivinna eflist enn og haldi áfram að færa hinar nor- rænu þjóðir saman, treysta menningartengsl þeirra og auka þökkingu þeirra, etoki aðeins hverrar á annarri held ur einnig á hinni stóru ver- öld. Útvarp og sjónvarp eru menningartæki, sem á mifclu veltur að beitt sé af ráðdeild og framsýnL „Ekkert fær skyggt á gleöi okkar Henris brúðkaupsdaginn“ Kemur Anna María Crikklandsdrottning ein til brúðkaups systur sinnar 10. juní? Einkaskeyti til Mbl. frá Rytgaard. RÍKISARFI Dana, Margrét prinsessa, sem ásamt mörg- um nöfnum öðrum ber einn- ig Þórhildarnafnið íslenzka til minningar um það að sam band íslands og Danmerkur stóð enn er hún fæddist og löndin áttu þá sameiginlegan konung, hélt fund með frétta mönnum nú í vikunni um fyrirhugað brúðkaup þeirra Henri greifa af Monpezat. Greifinn var viðstaddur fundinn og að sjálfsögðu voru lagðar fyrir hann marg ar spurningar líka. M.a. var hann spurður hvort hann myndi kasta kaþólskri trú sinni og taka upp lúterska trú konu sinnar. Anzaði greifinn því til að hann hefði það til íhugunar og vildi gjarnan leggja áherzlu á að þetta væri sér mikið alvöru- mál. Einnig var greifinn innt ur eftir því hvort honum myndi falið eitthvert em- bætti er hann væri orðinn sem næst drottningarmaður. Henri greifi svaraði og sagð- ist vona að hann gæti feng- ið eitthvað það að starfa sem hann hefði áhuga á og sam- ræmdist stöðu hans. Aðspurð ur hvort hann hefði gert sér ljósan mun þann sem væri á lýðveldi og konungdæmi svaraði greifinn að samband fólks og samvinna einstakl- inga i þjóðfélaginu væri ekki önnur í Danmörku en ann- ars staðar. Þá var greifinn spurður hvaða stjórnarfyrir- komulag honum þætti bezt og svaraði hann því til að hann væri hlynntastur þvf stjórnarfyrirkomulagi sem tryggði velfarnað flestra þjóð félagsborgaranna. Margrét prinsessa kvaðst Framihald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.