Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 4
4 MORÓUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1967. BÍLALEICAN FERÐ SÍAff 34406 SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR21190 eftir lokun $imi 40381 ' \ S,H> 1-44-44 \mum Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bildiCÍijun Injrólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldl. Sími 14970 BÍLALEIGAN V AKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 Fjaðrlr. fJaðrablóð. hljóðkútar púströr oJfl. varahlutlr j margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Siml 24180. Simi 22822 - 19775. Pottamold Blómaáburður Kaupmannskonu- raunir og lokunar- tími matvöruverzl- ana Eiginkona matvörukaup- manns skrifar: „Ég er gift matvörukaup- manni og skrifa þér, Velvak- andi, vegna þess, að ég veit, að húsmæður lesa mikið það, sem kemur fram í þínum dálk um. Vil ég því beina orðum mín um sérstaklega til þeirra út af áhyggjum mínum um lokunar- tíma matvöruverzlana. Það erU örfáar búðir opnar til kl. 10 á hverju kvöldi, einn- ig á sunnudögum. Þessir „ó- prúttnu“ kaupmenn, sem eru með búðirnar opnar, eru all- ir að brjóta lög á kostnað fé- alga sinna. Þeir eru að „veiða í landhelgi." Það er mikið talað um það meðal löghlýðinna kaupmanna að láta afnema þau lög um að loka kl. 6, þegar sumir geta afskiptalaust haft opið til kl. 10, því að nokkrir viðskipta- vinir láta í Ijósi oánægju yfir að geta ekki verzlað í „sinni" búð fram eftir kvöldi, þegar búð í næsta nágrenni er opin. Krafan í dag er að fá aukna þjónustu, og sjálfsagt mundu margir vilja, að fiskbúðir, mjólkurbúðir, bakarí, fataverzl anir, rakarastofur, hárgreiðslu stofur, bankar og aðrar stofn- ani væru opnar fram á nótt, eða hvenær sem viðkomandi aðila dytti í hug að þurfa á þjónustu þess að halda. En er þetta ekki þróun í öfuga átt, þar sem allir eru að reyna að stytta vinnutíma sinn, til þess að verða ekki útþrælkaðir um aldur fram? Hvernig haldið þið, að heim ilislíf og frí verzlunarfólks yrði, sem þyrfti að vinna svona lengi? Við húsmæður, sem viljum gera heimili okkar að griða- stað, getum skilið, að lífið verð ur innantómt, þegar það er ekkert nema vinnan, því að þar sem opið er til kl. 10 á kvöldin, er starfsfólkið ekki komið heim fyrr en kl. 11 1 fyrsta lagi, alveg dauðþreytt, kannske búið að vinna frá kL 8 um morguninn. Það er staðreynd, að enginn í Reykjavík þarf að svelta, þó að matvörubúðum sé lokað kl. 6, því að í söluturnum er hægt að fá ávexti nýja og nið- ursoðna, kaffi, kex og fleira til að seðja svangan. Einnig eru allir matsölustaðir og brauðbar ir opnir til kL 11 á hverju kvöldL Það er því aðeins fyrirslátt- ur mjög fárra kaupmanna og örfárra trassasamrá hús- mæðra, að matvörubúðir þurfi að vera opnar langt fram á kvöld. Það er eðlilegt og sjálfsagt að verzlunarfólk fái frí á laug- afdögum, eins og flestar aðrar stéttir, sérstaklega á sumrin, en þá mundi það líka vinna með glöðu geði til kl. 10 einu sinni í viku, t.d. á föstudög- um. Nú eiga allir ísskáp, og gætu þá þeir, sem vilja verzla á kvöldin, gert Sin helgarinn- kaup þá. Við hjónin erum búin að vera gift í fjöldamörg ár, og það hefur aldrei verið neitt til hjá okkur,. sem heitir föstu- dagskvöldmatur eða laugar- dagshádegismatur öll þessi ár, því að vinnutíminn er svo langur. Ef þessi kvöldsala yrði al- mennt, þá væri ekkert til leng ur hjá okkur, sem heitir kvöld matur, eða kvöldfriður, og eng ar helgar, því að minn maður, eins og flestir aðrir kaupmenn, yrði að bæta þessum vinnu- tíma á sig. Eiginkona matvörukaup- manns.“ 'A Blessaðir veri frí- dagarnir „Skorpumaður skrifar: Mikið hefur verið um frí að undanförnu. Fyrst voru það bændadagarnir og páskahelg- in, sumardagurinn fyrsti, fyrsti maí, uppstigningardagur og e. t.v. fleira, og nú kemur hvíta- sunnan og einhvern tíma kem- ur seytjándi júní. Eins og vant er, fer alls konar fólk að kveina og kvarta og þusa: „Þetta eru nú meiri óskapa frí in, engum verður neitt úr verki, hvað skyldi þjóðin tapa á öllum þessum frídögum, það á að afnema annan í jólum, páskum og hvítasunnu, þetta er bara hræsni, mörg falla dýr- mætu dagsverkin niður, þetta leiðir til drykkjuskapar og ó- lifnaðar" o.s.frv. í það óend- anlega, eins og Danskurinn segir. Skelfing er ég orðinn leið- ur á þessu tali. Ég hef víða unnið, og við margt fengizt, og aldrei hef ég orðið var við ann að en að vinnandi fólki þætti gott að fá frí. Það er líka ein- kennilegt, að á sama tíma og allir mæðast yfir því, hve mikla nauðsyn beri til þess að stytta vinnutímann, skuli sum- ir ergja sig yfir helgidögunum 1 blöðum og útvarpi. Er það ekki líka hræsni að halda hvíldardaginn heilagan? Hví vill þetta fólk ekki láta vinna líka á sunnudögum? Til þess að maðurinn verði alger vinnuþræll, er honum andleg og líkamleg nauðsyn á því að eiga sér heila frídaga annað veifið, jafnvel nokkra 1 röð. Flestir íslendingar munu sem betur fer eiga sér einhver áhugamál eða hugðarefni ut- an vinnu sinnar, sem þeim gefst færi á að sinna á frídög- unum. Ég segi fyrir mig og veit, að þá mæli ég fyrir munn margra, að fríin eru mér og mínu heimili ómetanleg bless- un. Ég kem endurnærður úr þeim og tekst tvíefldur á við verkefni, sem ég hef e.t.v. skot ið á frest áður. Svo eru flest- ir hér á landi svokallaðir skorpumenn sem hentar betur að vinna í rokum en með jöfn um og tilbreytingarlausum vinnuhraða. Ég hef lesið, að áður hafl þriðji dagur jóla, páska og hvítasunnu verið haldinn há- tíðlegur hér á landi. Ég vil heldur beita mér fyrir því, að sá siður verði tekinn upp aft- ur, en þvi að stytta hvern ein- stakan vinnudag um kortér eða hálftíma á nokkurra ára fresti, þangað til hann er kom- inn niður í fimm eða sex tíma eða guð má vita hvað. Ég vil heldur vinna tíu tíma dag hvern og eiga þeim mun fleiri heila frídaga á milli en puða sex eða sjö tíma á dag sex daga vikunnar. Afgangur dags ins er ónýtur til allra hluta nema bíóferða. Blessaðir veri irídagarnir! Skorpumaður.** Fróðlegt væri að heyra fleiri manna álit á þessum málum. Enskar postulínsveggflísar Úrvalið aldrei meira en nú, yfir 30 litir. Verð hvergi hagstæðara. LITAVER Grensásvegi 22 og 24. Símar 30280 og 32262. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 21. og 25. tbl. Lðgbirtinga- blaðsins 1967 á Tunguvegi 24, talinni eign Bjama Grímssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- bankans á 'eigninni sjálfri, föstudaginn 19. maí 1967, kl. 4.30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 3ja herb. íbúð Til sölu er rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í góðu steinhúsi við Grettisgötu. Eldhús og borðkrókur með nýjum inn- réttingum. Hagstætt verð. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. Bátur til sölu Mb Vísir Hu 10 er til sölu. Báturinn er 16 lestir með Scania Vabis vél 134 hestöfl. Allar nánari upplýsingar gefur Jón Stefánsson, Skagaströnd. Sími 84. Óskum eftir að ráða trésmiði nú þegar. Timburverzlunm Völundur hf. Klapparstig 1 — Sími 18430. Grasfræ, garðábtirður. simar 22822 19775. Ódýrar íerðatöskur sjö stærðir frá kr. kr. 100,-. Ennfremur mikið úrval af tnnkaupatöskum. Verzlunin MANCHESTER Skólavörðustíg 4. A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.