Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAl 1967. Sigríður Frímannsdóttir - KveSjn Fædd 20. júní 1926. Dáin 2. maí 1967. ELSKU frænka og vinkona, ég get ekki látið hjá líða að skrifa til þín nokkur orð, því minning- srnar eru svo margar, svo ljúf- *r og fagrar. Ég man fyrst eftir er fund- um okkar bar saman þá kom- um við báðar til Grímseyjar til að dvelja sumarlangt hjá afa okkar og ömmu, þú 8 ára og ég 11. ára. Því sumri gleymum við aldrei því þá bundumst við þeim tryggðarböndum sem aldrei rofn uðu, þú lítil hlédræg telpa með 6org í augum því þú varst ný- búin að missa föður þinn sem þér þótti svo undur vænt um. Og ég skildi þig svo vel því ég hafði orðið fyrir því áfalli sjálf að missa móður mína á sama aldri. Á daginn lékum við okk- ur saman eins og títt er um litl ar telpur en á kvöldin er við vorum háttaðar ofan í sama rúm sótti sorgin að, og þá varð ég líka að vera sú sterka og hvísla hughreystingarorðum og svo kom líka fyrir að tár okkar runnu saman 1 eitt. Svo skildu leiðir okkar unz við aftur hittumst hér í Reykja- vík, þá báðar að leggja út á líf- ið sem húsmæður og mér er ljúft að mynnast þeirra fjöl- mörgu ánægjustunda er við átt- um saman heima hjá hvorri ann ari. . Altaf dáðist ég að þinni ein- stöku verklægni og snyrti- mennsku sem einkenndi svo mjög þitt heimili að til fyrir- myndar var og eins dáðist ég að þinni einstöku glaðværð og kímnigáfu sem þú áttir í svo ríkum mæli og þarf ég ekki að lýsa henni, því hana þekktu all- ir þínir vinir. Ég er þakklát for sjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast þér svo náið, því að það er svo margt sem maður getur lært af góðri og göfugri mann- eskju. Ég þakka þér elsku frænka mín fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína og ég þakka guði fyrir fyrst svona átti að fara að það skyldi koma í mitt hlutskipti að fá að hagræða kodda þínum í binsta sinn. Svafar minn, þér og börnun- um ykkar færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og ég bið góð- an guð að vaka yfir heimilimr að Njörvasundi 11 þar sem 18 ára dóttir ykkar Hrafnhildur gegnir nú því göfuga hlutverki að ganga systkinum sínum í móð urstað. Vertu sæl elsku frænka og þökk fyrir allt og allt. G. A. t Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Lilju Helgadóttur, Hallveigarstíg 9, verður gerð frá Fossvogs- kirkju, laugardaginn 13. maí kl. 10.30 árdegis. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag fslands eða aðrar Mknarstofnanir. Jón Kjartansson, Guðrún Jónsdóttir, Viðar Jónsson, Katrín Karlsdóttir, Gylfi Jónsson, Elin J. Gnðmnndsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um Margréti Benediktsdóttur, frá Staðarbakka, fer fram frá Dóinkirkjunni laugardaginn 13. maí n.k. kl. 10.30. Jarðsett verður frá Staðar- bakka miðvikudaginn 17. maí kl. 2 e.h. Vandamenn. __ t Alúðarþakkir fyrir hlýhug og hjálpsemi vegna smdláts og útfarar Böðvars Böðvarssonar, Voðmúlastöðum. Gróa Bjamadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum' við öllum þeim er auðsýndu sam- úð og vináttu við andlát og jarðarför Jóns Sigurðssonar, Stapa, Hornafirði. Sigurlaug Sigurðardóttir, og aðrir vandamenn. hersýningu (til vinstri) og við opinbera mottoku. Kristín Tómasdóttir iró Stokkseyri - Kveðfa Ky og kona hans við b - KY MARSKÁLKUR Framh. af bls. 16. nam, þann dag, er kommún- istar taka vÖIdin, mun ég láta líí mitt. Ég mun ekki gera það, sem aðrir landar mínir hafa áður gert. Þeir og fjölskyldur þeirra hafa farið til Frakklands og Bandaríkjanna og lifa þar góðu lífi. Þegar land mitt deyr, mun ég deyja með því.“ Enginn vafi leikur á, að þegar Ky sneri aftur til Víet- nam, fór þar maður, sem reikna verður með í framtíðinni, jafn- vel þótt hann yrði að flýta för sinni um einn dag til að reisa rönd við enn einni byltingar- tilraun. En þeirri byltingartil- raun olli hin skyndilega ákvörðun Kys um að reka varaforsætis- og varnarmála- ráðherra sinn, Nguyen Huu Co hershöfðingja, vegna mútu- þægni, en Nguyen Huu Co er fæddur í Suður-Víetnam. Ky, sem er norðanmaður, slapp óskaddaður úr þeirri úlfakreppu, rétt eins og hann hefur áður síaðið af sér stjórn- arkreppu, vopnaða uppreisn Búddatrúarmanna, yfirvof- andi borgarastyrjöld, brott- rekstur tveggja annarra mikil- vægra hershöfðingja og hina næstum óskoruðu yfirstjórn Bandaríkjamanna á gangi stríðsins á þeim 23 mánuðum, sem liðnir eru frá því hann tók við embætti forsætisráð- herra. Það er ekkert launungarmál, að Bandaríkjaménn voru ekki ánægðir yfir því, að Ky var valinn til að veita forsæti hinni tíu-manna stjórnarnefnd herforingjg, sem tók við af borgaralegri stjórn Dr. Phan Huy Quats í júní 1965. Þeir hefðu heldur kosið meira hæg- fara mann. Forsætisráðherrann hefur reynzt vera raunsær að því, er viðvíkur spillingu, sem er stöðugt vandapiál í Víetnam. „Ég er stöðugt að segja við hershöfðingjana: ,Ef þið eruð spilltir, mun þjóðin hvorki bera traust til ykkar né stjórn- arinnar og henni mun standa á sama um hvor aðilinn sigrar, við eða kommúnistarnir." Ég segi við hvern hershöfðingja, líttu fyrst á konu þína, og þá Fædd 4. júní 1888 Dáin 12. febrúar 1967 Hinzta kveðja frá systur. Ég sé hvar sólin nemur við sæ, á lífsins strönd. Nú þegar kall þitt kemur, ég kærleiks hnýti bönd. Ég á svo margs að minnast, sú mynd er skýr og hrein. Við fáum seinna að finnast, mér finnst ég vera ein. Mig setur hrygga og hljóða og hugsa um liðna stund. Þú gafst mér, systir góða, gleði af þinni lund. Þitt bros var eins og birta, t Eginkona mín og móðir okkar, Ástríður Bárðardóttir, frá Ljótarstöðum, lézt að heimili dóttur sinnar að Hvassaleiti 9, 10. maí. Sigurður Sverrisson og börn. sem breytir nótt í dag, er sástu í álinn syrta um systir þinnar hag. Ég bið þann bezta og eina, sem bætir hverja raun, bænum mínum beina til blessunar sem laun. Hjá guði gefs.t þér kraftur, góða systir mín. Ég veit hann vísar aftur veginn heim til þín. M. Ó. munt þú vita hvört þú ert spilltur. Ég var sífellt að segja einum hershöfðingjanum, að hann gæti ekki haldið áfrain að taka bjór hermannanna og selja hann óbreyttúm borgur- um. Hann hló. Hj=inn vildi ekki hlusta. Hann varð að fara.“ Þrátt fyrir að aldrei hafi borizt alvarlegar ákærur um mútuþægni á hendur Ky, fylgj ast mótstöðumennirnir með hinni fögru eiginkonu hans, Tuyet Mai, sem er 25 ára að aldri, og utanlandsferðum hennar, franska hárgreiðslu- meistaranum í þjónustuliði hennar og aðgerðinni, sem hún lét framkvæma í Tókýó til að gera augu sín vestrænni. Þegar frá er talinn þessi munaður, lifir Ky óbrotnu lífi í gömlu, fjöldaframleiddu húsi í hverfinu við Tan Son Nhut flugvöllinn. Þar ríkir austur- lenz'k rósemi mitt í hávaðan- um, sem stafar af sex börn- um (fimm þeirra átti hann með fyrri konu sinni, sem var frönsk), fjórum hundum, þrem ur hestum, fjórum dádýrum og 36 áflogahönum. Ky heldur ekki dagbók, og hann er sennilega eini maður- inn í Víetnam, sem ekki er að skrifa bók. „Ég trúi á forlög mín og forlög lands míns. Þess gerist ekki þörf að skrifa neitt niður, ef maður er að upplifa þau,“ segir hann til skýringar. Ky hefur frá barnæsku verið Búddatrúar, hann talar með norður-víetnömskum mál- hreim, hann hneigist til franskra áhrifa, og er stundum furðulega vestrænn vegna stöðu sinnar. Öll þessi áhrif lita daglegt líf hans. Þar eð hann fæddist í Son Tay í úthverfi Hanoi, dreymir Ky eins og alla úlæga norðan- menn um að sameina einhvern tíma norður og suður í eitt land, laust undart áþján komm- únista. Hann álítur, að innrás I Norður-Víetnam sé eina leið- in til þess. En hann veit, að álit manna í heiminum myndi ekki styðja slíkar aðgerðir. Upp á síðkastið hefur Ky verið fúsari til friðarviðræðna en áður, en hann óttast, að áhrif andstöðumanna stríðsins I Bandaríkjunum kunni að veita kommúnistum meiri sig- ur við samningaborðið en þeir gætu nokkurn tíma unnið á orustuvöllunum. Að loknu skólanámi í Hanoi var Ky kallaður í franska her- inn og sendur á þjálfunar- skóla liðsforingja. Hann lærði BMW1800 árgerð 1966. Vel með farin 'bifreið. Góðir greiðsluskilmál- ar. Kristinn Guðnason hf, Klapparstíg 27, sími 22675. að fljúga í flugskólanum f Marrakesh í Marokkó, og f nokkur ár flaug hann með her- menn frá Senegal í flutninga- vélum, síðan fór hann tii Frakklands til frekari þjálfun- ar. Hann mótmælir því, að hann háfi nokkru sinni varp- að sprengjum á alsírska her- menn í franska stríðinu, en það hefur oft verið borið á brýn í ritum kommúnista. Á eigin spýtur lærði Ky að stjórna þrýstiloftvélum. Hann hefur flugstjórnarrttindi á þyrilvængjur, og hann hefur tekið þátt í hverskonar bar- dagaaðferðum. Þegar loftárásirnar á Norð- ur-Vietnam hófust í febrúaiT, 1965, hafðí Ky bjargað stjórn Nguyen Khan hershöfðingja tvívegis undan yfirvofandi byltingu, svo að ekki var nema eðlilegt, að honum var in þátttaka í stjórnarnfnd her- foringjanna. Kjör hans í stöðu formanns framkvæmdanefnd- arinnar með embætti forsæt- isráðherra kom dálítið á óvart, en Ky hafði persónuleika til að koma fram sem andlit hinna tíu littáberandi hershöfðingja án þess að nokkur þeirra missti andlitið. Á 20 mánuðum tókst stjórn Kys að koma ýmsu í fram- kvæmd til að vega á móti óeirðum Búddatrúarmanna og hættunni á bofgarastyrjöld. Hún stjórnaði kosningum til fulltrúaþings, en í þeim tók þátt meira en helmingur full- orðinna borgara, hún skar upp herör gegn spillingu með ýmsum árangri, benni heppn,- aðist vonum framar að koma jafnvægi á gengi og efnahag, hún lét heilbrigðis- og mennt- unarmál tii sín taka, hún reyndi að útkljá vandamál þjóðabrota og kom fram sem traust þjóðartákn í augum heimsins á ráðstefnunni f Manila og í Ástralíu, en það er mest að þakka stjórnmála- mannseiginleikum Kys og persónutöfrum. Þrátt fyrir velgengni sína er Ky hvorki vinsælasti né fræg- asti stjórnmálamaðurinn í Víet- nam. Þjóðhöfðinginn, Nguen Van Thieu, hefur vissulega meira persónulegt fylgi, en sem kaþóliki myndi hann sennilega kljúfa kjósendahópinn meira en Búddatrúarmaður eins og Ky. En hvað sem því líður munu þeir ekki fara í fram- boð hvor á móti öðrum. Ef Ky býður sig fram, þarf hann samkvæmt ákvæðum stjórnar- skrárinnar að segja sig úr flughernum. Ky hefur heitið stuðningl sínum án tillits til hver ber sigur út býtum: „Víetnam hefur ekki lengur tíma til að veita sér þann munað að eiga í innanlandserjum. Við verð- uom að styðja stjórn, sem er kjörin á lýðræðislegan hátt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.