Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1%7. 19 nheiður Jónsdóttr Ream í Bogasalnum ÍSLENZK listakona, búsett í Bandaríkjimum, heldur sýningu á málverkum og teikningum í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Ragnheiður Jónsdóttir Ream hefur ekki sýnt verk sín hér heima, svo að ég vxti, og er því íorvitnilegt að sjá list hennar. Á þessari sýningu eru 19 olíumál- verk og nokkrar teikningar. Ekki verður annað séð en að þetta gefi góða hugmynd um list Ragnheiðar, og ég skal strax taka það fram, að ég varð ekki fyrir vonbrigðum, raunverulega kom þetta mér nokkuð á óvart, sérstaklega fyrir þann frísika blæ, er einkennir þessa sýningu. Ragnheiður er fyrst og fremst landslagsmálari, en beitir nokk- uð öðrum aðferðum við notkun fyrirmynda en við eigum að venjast á sýningum hér heima. Hún notar innblástur náttúrunn- ar meir en sjálfa fyrirmyndina, og það mætti segja mér, að mörg þessi verk ætfru sér frekar stað 1 minningu hennar en í sjálfri fyrirmyndinni. Þannig verður árangurinn meiri skáldskapur en eftir'líking, og 'hún kann auð- sjáanlega að miða allt við mynd- flötinn og litastyrk, en lætur smáatriði og sjónarspilið veg allrar veraldar. Þannig nær hún einmitt einhverju fersku og lif andi í þessi málveTk, sem verka á mann eins og hreyfingar í dansi fremur en meitlaður þungi. Litameðferð listakonunn- ar er sérstaklega aðlaðandi og stundum verulega mögnuð eins og í mynd nr. 6, Klettar, sem mér finnst persónulega bera nokkuð af öðrum verkum á þess ari sýningu. í öðru verki nr. 19, Grjótnáma, finnur maður nær- færni og kvenlegan yndis- þokka í litameðferðinni, og enn önnur tilfinning fyrir litum kem ur greinilega í ljós í nr. 16, Snjór og klettar. Það er einhver sér- stök mýkt í þessum verkum Ragnheiðar, sem er upprunaleg og hvergi ýkt. Það er eins og listakonan kunni sér algert hóf í meðferð viðfangsefnisins, og þetta atriði er nokkuð einstakt um íslenzka listamenn. Það væri sérhvað annað, sem segja mætti þessari sýningu til hróss, en ég læt það nægja að segja, að heild arblær þessarar sýningar er sér- lega samstillfrur og lætur ekki mikið yfir sér, en vinnur mikið á við nánari kynningu. Ragn- heiður hefur auðsjáanlega feng- ið sérlega góða undirstöðu- menntun í list sinni, og það er einmitt atriði, sem marga virð- ist vanta nú til dags. Þetta er skemmtileg sýning, og ég hafði mikla ánægju af að sjá þessi verk Ragnheiðar Jóns- dótfrur Ream. Ef þessi sýning er borin saman við það, sem var í Listamannaskálanum í síðustu viku, verður ekki annað sagt en að himinn og haf skilji þar á milli. Ragnheiðúr veit nefni- lega, hvað hún er að gera. Það furðar mig ekki, þótt Ragnheið- ur Jónsdóttir Ream hafi vakið athygli með verku'm sínum, þau eru þess eðlis, að maður hefur ánægju af að kynnast þeim. Valtýr Pétursson. ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Ungdomsskolen 0resund Espergærde Sími (03) 232030. 10 mánaða skóli fyrir pilta og stúlkur á aldrinum 14—17 ára byrjar 3. ágúst. Námsstyrkur. Skólinn er á bezta stað við Eyrarsund og hefur eigin bað strönd. Nýtízku kennslustofur og skemmtileg 4ra manna her bergi. Sendum þeim sem þess óska bæklinga og upplýsingar um skólann. A. Vestergárd—Jensen Háskólabíó: INBÍÁNA-UPPREISNIN (Apache Uprising) í auglýsingu Háskólabíós seg- ir að þetta sé „ein af þessum góðu gömlu Indíánamyndum úr villta vestrinu. Að því fráteknu að myndin er ný, er þetta eins nákvæm lýsing og hægt er að gefa á þessari mynd. Myndin hefst á því að tveir menn eru á ferð, þegar Apache indíánar ráðast á þá. Þó að þeir séu ekki nema tveir hrekja þeir mikinn hóp indíána á flótta og sleppa óskaddaðir sjálfir. Svona hlutir ske ekki nema í „formúlu cowboymyndum“ og James Bond myndum. Annar þeirra lýsir meðferð Apache índíána á föngum og segir: „Fyrst skáru þeir hann í iljarnar, létu hann ganga á kaktusum og þetta var áður en þeir byrjuðu að pína hann“. Góð byrjun á Indíánamynd og eftir þetta er myndin eins og útvarpið, fastir liðir eins og venjulega. Þarna er stúlkan, sem vill lifa heiðvirðu lífi, en kerl- ingar þorpsins vilja reka hana burt, vegna ímyndaðra bletta á fortíð hennar. Þarna er hávax- Þingeyíngur reisn ssinhús Húsavík, 5. maí. AÐALFUNDUR sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu var hald- inn í Húsavík dagana 24.—26. apríl s.l. Á fundinum gerðist meðal annars þetta: Samþykkt að hefja á þessu vori byggingu safnahúss í Húsa- vík, sem sýslan og Húsavíkur- bær ætla að reisa í sameiningu yfir söfn héraðsins, bókasafn, skjalasafn, byggðasafn, náttúru- gripasafn og væntanlegt sjó- minjasafn og listasafn. Hvert viljið þér fara? og lítið um hann vita, nema að nann er alltaf réttlætisins meg- in. Mikið er af hestum og fallegu landslagi, stórbrotin slagsmál, áætlað rán á póstvagni, geð- vondur og illskeyttur leigumorð ingi með svartan hatt, hetjan er með brúnan hatt, huglaus Mexi- cani, o.s.frv. og allt er þetta á breiðtjaldi í Panavision. Handritið er heldur skárra en gerist í svona myndum og kvik- myndun oft ágæt. Stærsti galli myndarinnar eru aðalleikararn- ir Corinne Calvert og Rory Cal- houn, bæði þrautreyndir stríðs- hestar frá tíma svokallaðra B- kvikmynda í Hollywood, steypt í mót sem ekki hentar nútím- anum. Þetta er því tilfinnan- legra, sem öll önnur hlutverk eru skemmtilega leikin og hæfi- lega ýkt, eins og vera ber 1 kvikmynd af þessu tagi. Þeir sem fara að sjá þessa mynd, skyldu gæta þes að búast ekki við eftirkomanda High Noon eða Shane. Þetta er mynd eftir gömlu formúlunni, en gerð með betri tækni. Hvort myndin er góð eða slæm er ástæðulaust að ræða. Byggt verður eftir teikningu Þorvalds S. Þorvaldssonar, arki- tekts, Reykjavík. Til byggingarinnar verður meðal annars leitað frjálsra fjárframlaga hjá velunnurum héraðsins. Samþykkt var að heimila byggingu kennarabústaðar við Kvennaskólann á Laugum. Álagt sýslusjóðsgjald er kr. 1.344.000.00. Helztu fjárveitingar eru: Til menntamála kr. 461.000.00. Til heilbrigðismála kr. 732.000.00. Þar innifalið framlag til nýbyggingar sjúkrahúss í Húsavík. Til búnaðarmála kr. 179.000.00. Til vegamála kr. 1.397.000.0Ö. — Fréttaritari. Nefnið staðinn. Við Jiytjum yður, fljótast og þœgilegast. Hafið samband við ferðaskrifstofurnar eða PACV AMERICAtV Hafnarstræti 19 — sírni 10275 Smáháta cigendar Vil kaupa 7—10 tonna bát. Skipti á bíl, árgerð ’63, koma <til greina. Tilboð leggist inn é afgr. Mbl. fyrir 20/5 1967 merkt: „0718“. Vélapakkningar Dodge Chevrolet, flestar tegundir Bedford, disel Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, disel Thames Trader BMC — Austin Gipsy De Soto Chrysler Buick Mercedes Benz, flestar teg. Gaz ’59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Brautarholti 6. Sími 15362 og 19215. Hverfisgötu 42. ilidrei fieiri nemendur í Motsveina og veitingoþjónaskólonuni MATSVEINA- og veitingaþjóna- skólanum var slitið 28. apríl og var það 12. starfsár skólans. Að- sókn að honum og starfsemi hans hefur farið vaxandi ár frá ári. Aldrei hafa fleiri nemendur verið í skólanum en síðastliðið starfsár. Á fyrra kennslutímabili 1/— 31/10 ’66 innrituðust í mat- reiðsludeild 14 nemar. Þá var það nýjung í starfsemi skólans að haldið var 8 vikna nám- skeið ‘fyrir framreiðslustúlkur. Þar var kennd framreiðsla, verkleg og bókleg, ásamt reikn- ingi og ensku, 20 stúlkur sóttu námskeiðið. Á seinna kennslutímabili skól ans 1/1—30/4 ’67 innrituðust 27 nemar í matreiðsludeild og 23 í framreiðsludeild ásamt 56 sem sóttu matreiðslunámskeið fyrir flutninga- og fiskiskipaflotann. Sveinsprófi í matreiðslu luku 16 nemar. Hæstu einkunn 8,82 hlaut Helgi Ingólfsson, nem- andi að Hótel Sögu, annar varð Björn Þórisson, nemandi í Sjálf- stæðishúsinu Akureyri með 8,25. í framreiðslu luku 10 nemar sveinsprófi, hæstu einkunn 8,48 hlaut Sigurveig Gunnarsdóttir, nemandi að Hábæ, önnur varð Sigríður Ó. Málmberg, nemandi að Röðli með 8,43. Sveinsprófinu lauk 18. apríL Á milli kl. 2 og 3 var sýning á ýmsum köldum réttum og borðum, sem próftakar höfðu unnið. Um kvöldið var svo sam kvæmi í veitingasal skólans. Var það lokaþátturinn, og var fram- reiddur margréttaður kvöld- verður. Nauðungarappboð sem auglýst var í 19., 21. og 25. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á m/b Smára RE. 59, þingl. eign Haka h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, föstudaginn 19. maí 1967, kl. 6 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðuugaruppboð Eftir kröfu Árna Guðjónssonar hrl., bæjarsjóðs Kópavogs, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl. og dr. Hafþórs Guðmundssonar hdl. verða bifreið- irnar Y-729, Y-1545, Y-1899, Y-2199, R-14651 seldar á opinberu uppboði, sem haldið verður við Félagsheimili Kópavogs, föstudaginn 19. maí 1967, kl. 15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 21. og 25. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Rauðalæk 20, hér í borg, þingl. eign Þorsteins Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 18. maí 1967, kl. 5.30 síðdeg- is. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 21. og 25. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á Tunguvegi 64, talinni eign Ragnars S. Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans, á eigninni sjálfri, föstudaginn 19. maí 1967, kl. 5 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðuugaruppboð sem auglýst var í 17., 20. og 23. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á Kleppsvegi 118, hér í borg, þingl. eign Byggingartækni s.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri fimmtudaginn 18. maí 1967, kl. 3.30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðimgaruppboð sem auglýst var í 17., 20. og 23. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á Ljósheimum 14—18, hér í borg, þingl. eign Ljósheima 14—18 s.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 18. maí 1967, kl. 5 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Réykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.