Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1967. 7 Leikbræður sverjast í fóstbræðralag 4\ "VSW 's ' "' <^cyvy>w- «-vv v.y- • • í •• :<$9-£MgH!a£ Verzlunin Esja á Álfnesmelum. Hin eina sanna ESJA í baksín. Lengst til vinstri sést í hestaréttina og einnig má greina benzín- og dieselolíugeyma Skeljungs, en þar geta menn birgt sig upp með benzín og olíur fyrir ferðalagið. „Þetta var nú bara af rælni en það hefur hinsvegar gengið, og ég myndi segja ; fe það væri fyrst og fremst af því, hvað við erum góðir félagar“ sagði Guðmundur Jónasson, en hann er annar ungu kaup mannanna, er eiga verzlunina ESJU á Áifsnesmelum, þar sem Esjan sjálf blasir við í baksýn. Raunar er Esjan engin venjuleg verzlun ,vegna þess að hún er engin „sjoppa" eins og margir halda. Þetta er nefni lega alvörubúð, þar sem fæst allt milli himins og jarðar, og þjónustan eins góð og bezt verður á kosið. Fyrir utan þetta er opið þarna frá klukkan 9 árdegis og til kl. 11.30 síðdegis, alla daga vikunnar, sunnudaga sem helgidaga aðra. Það er semsagt opið í Esju alla daga. Við skruppum upp í Esju í fyrradag, og hittum að máli þessa tvo kornungu kaup- menn, Guðmund Jónasson og Magnús Leópoldsson. „Já,“ sagði Magnús Leó- poldsson, sá yngri, en stærri og grennri, „við keyptum þessa verzlun 1. júlí 1966, og hvorugur okkar hafði leyfi til þess að taka svona skuldbind- ingar á herðar ok,lkar. Bót var í máli, að það gerðu foreldrar okkar. Guðmundur varð fyrst á mánudaginn 21 árs gamall, en ég verð það efkki fyrri en í ágúst. En þetta hefur blessazt furð anlega. Við erum venjulega báðir eða a.m.k. annar við af greiðslu hérna í búðinni, og auk þess höfum við stúlkur til aðstoðar“. „En hvað með réttina, sem er hér fyrir utan?“ „Jú, þetta er hestarétt", seg ir Guðmundur. „Hingað koma margir hestamenn á sumrin, og þeim þykir þægilegt að geta skotið hestum sínum inn í réttina, meðan þeir kaupa sér hérna snarl í nestið. En við erum þegar búnir að ráða arkitekt til að teikna fyrir okk ur örlítið vegliegri rétt,“. „Og hvernig í ósköpunum datt ykkur svo í hug, þessum ungu mönnum, að byrja verzla?“ „Því er auðsvarað", segir Magnús. „Við eigum báðir heima í Kópavogi, þótt við séum fæddir í Keflavík. Nú, við vorum leikbræður frá bernsku og skólabræður, og höfðum báðir lokið gagnfræða prófi og eftir það báðir unnið við verzlunarstörf, ég, Magnús hjá Tómasi, Laugaveg 32, og Guðmundur í Sunnubúðinni í Mávahlíð, og svo sáum við þessa verzlun auglýsta til sölu og bitum á agnið“. „Já, ég myndi segja“, sagði Gúðmundur, „að reynslan við það að vinna í verzlun^ væri dýrmætari en námið. í það minnsta finnst okkur það ekki vera okkur fjötur um fót, en hinu er ekki rétt að gleyma, að það voru fyrst og fremst foreldrar okkar, sem gerðu okkur kleift að kaupa þessa verzlun og halda henni gangandi". „Er nú ykkar reynsla, að sama sé að reka verzlun hér uppi á Kjalarnesi og í Reykja vík?“ „Nei, það er eins og tveir gjörólíkir heimar", segir Magnús. „Stundum finnst okkur eins og fólk sé hér að flýta sér, en það er þó hinn mesti óþarfi. Þetta er engin „sjoppa". Eins og áður segir, fæst hér allt milli himins og jarðar, og við vitum um fólk í Reykjavík, sem hér gerir nærri öll sín innkaup. Við höf um leitazt við, að halda verzl- uninni hreinni og þokkalegri, og þetta er nánast einskonar kjörbúð, þannig að fólk getur valið sér vörurnar í rólegheit um, og við setjum metnað okkar í að hafa allt til og við allra hæfi. Og engar vörur eru hér dýrari en í Reykjavík. Auk þess sendum við heirn til fólksins hér í næstu sveitum tvisvar í viku, mánudaga og föstudaga. Máski er það mjólk og aðrar landbúnaðarvörur sem lítill hagnaður er af að selja, en það er nú önnur saga“. „Og geta nú svona ungir kaupmenn, sem verzla utan- bæjar, verið ótrúlofaðir?" „Nei, ekki lengi,“ svarar Magnús, „og eitt er víst, að Guðmundur er búinn að ná í sína heittelskuðu og gengur með gullhring á hægri baug- fingri". „Já, er það svona svart“, segjum við íbyggnir um leið og við göngum með Sveini Þormóðssyni út úr þessari fallegu verzlun, sem ætti það skilið að heilla al'la ferðamenn á Vesturlandsvegi, að maður nú ekki tali um þá, sem í ná- grenninu búa — Fr. S. Og Sveinn Þormóðsson tók myndir þessar í verzluninni á miðvikudag. Hér sjást þessir ungu kaupmenn, Guðmundur til vinstri og Magnús til hægri. Myndin er tekin úr öðrum hluta verzlunarinnar og sér inn í aðalverzlunina. FRETTIR KFUM og K í Kvöld tadar frk. Marie Wiihelmsen, cand. phil., sem e rframkvæmdarstjóri Norð urlandadeildar „Bibliuleshrings- ins“ á almennri samkomu í húsi félagsins við Amtmannsstíg sem hefst kl. 8.30. Mun hún segja frá starfsemi þess félagsskapar með öðru. Allir eru veikomnir. Zion á Akureyri. Jóhannes Sigurðsson prentari talar á Hvíta sunnudag kl. 8:30 um kvöldið. Allir velkomnir. Kvennaskólinn í Reykjavík Sýning á handavinnu námsmeyja verður í skólanum á Hvítasunnu- dag frá kL 2-10 síðdegis, og á annan i Hvítasunnu frá kl. 2-5 síðdegis. Skólastjóri. Kristileg samkoma verður i samikomusalnum Mjóuhláð 16 ;hvítasunnudagskvöld kL 8. Sunnudagaskólinn kl. 10.30. Ver- ið hjartanlega velkomin. Lúðrasveit Hjálpræðishersins býður yður velkominn á hljóm- leikasamkomu í kvöld (föstudag) kl. 20,30. Fjölbreytt efnisskrá. Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík heldur fund þriðju- daginn 16. maí kl. 9 í Sjálfstæðis húsinu. Áríðandi mál á dagskrá. Munið Geðverndarfélag ís- lands og frímerkjasöfnun fé- lagsins. Pósthólf 1308. Reykja vík. Gerizt virkir félagar. íbúð Óska eftir 2—3 herbergjum Og eldhúgi sem fyrst, •tvennt í heimili. Tilb. legg- ist inn á afgr. Mbl. fyrir '17. þ.m., merkt „722“. Keflavík Nýkomnir ódýrir telpna- kjólar, peysur á drengi og telpur, ennfremur mislitir kvensokkar, Hrannarbúðin, Hafnarg. 56. Barnagæzla Telpa óskast til þess að gæta 5 ára drengs í sumar. Uppl. í síma 12192 éftir kl. 6 í kvöld. Fiat 1100 Til sölu Fiat 1100, árgerð 1959. Bíllinn er í mjög góðu ásigkomulagi. Uppl. í síma 20993 kl. 5—7 í dag. Endur og gæsir V arpendur og gæsir til sölu að Nýbýlaveg 20. — Upplýsingar í síma 41290. Nýbyggingar Trésmíðameistari getur tek ið að sér verkefni strax. Tilboð merkt: „0719“ legg- ist á afgr. MbL íbúð óskast 12—3 herbergi, eldhús og bað. Ibúðin leigist frá 1. júlí eða 1. ágúst 1967. Tvennt í heimili sem vinna fbæði úti. Uppl. í síma 124991 kl. 7—8 á kvöldin. Enskur hraðritari sem dvelur á íslandi óskar eftir heildags- eða tíma- vinnu. Tilboð merkt „2024“ leggist inn á afgr. MbL fyrir 17. þ.m. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Þvottahús Vélar úr þvottahúsi, sem er lí fullum rekstri eru til sölu ivegna uppsagnar á hús- næði. Hagkvæmt verð. — Uppl. Baldvin Jónsson, hxL Sími 15545. Keflavík - Suðurnes Matsölustaður á bezta stað í Keflavík til sölu nú þegar. Tilvalið fyrir hjón eða aðra sem vilja skapa sér sjálfstæða atvinnu (leiga kemur til greina). Uppl. gefur FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27, Keflavík. — Sími 1420. Einbýlishús á Selfossi Til sölu er einbýlishús við Miðtún á Selfossi. Hús- ið er 118 fm. fjögur herbergi og eldhús. Húsinu fylgir bílskúr, og 1600 fm. eignarjóð. Skipti á íbúð í Reykjavík eða nágrenni æskileg. Allar nánari upplýsingar gefur Sveinn J. Sveinsson, lögfræðing- ur, Selfossvegi 5, Selfossi. Sími 1429 eftir kl. 5 síð- degis. Njarðvíkurhreppur Verkamenn óskast strax. Upplýsingar hjá verk- stjóranum í síma 1696 eða í heimasíma 2521. Vantar strax saumastúlkur helzt Vanar. Uppl. í síma 99-4187. Verksmiðjan MAGNI, Hveragerði. 5 herb. íbúð efri hæð um 120 ferm. með sérinngangi, sérhitaveitu og bílskúr í Austurborginni til sölu. Nánari upplýsingar gefur NÝJA FASTEIGNASALAN, LAUGAVEGI 12. SÍMI 24300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.