Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1967. SVÍÞJÓÐ Stokkhólmi, AP. (Eftirfarandi grein er eft- ir nýskipaðan yfirmann Norðurlandadeildar AP- fréttastofunnar, Edwin Shanke, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi). í FLJÓTU bragði mætti halda, að þessi þysmikla höfuðborg Norðursins, sem ekki hefur kynnzt styrj- öld í næstum 160 ár, hefði orðið fyrir loftárás. Stór svæði hafa verið jöfnuð við jörðu eða byggingar standa þar að nokkru leyti í rúst. Hús, sem kunn voru fyrir reimleika og margar traustlegar en tígulegar byggingar hafa horfið. Á árunum síðan stríðinu lauk, er Svíþjóð var í hlut- lausri einangrun, hefur orð- ið skjót þróun hins mikla vel ferðarríkis. Þá var lífið harla gott þrátt fyrir skömmtun . mataT, fatnaðar og allar aðr- ar takmarkanir. En hin auð- sælu ár eftir strið hafa fært Svíanum meiri lífsþægindi og efnislegan munað en hann hafði nokkru sinni dreymt um. Á ytra borðinu a.m.k. sjást hvarvetna breytingar. Stál- stólpum er sökkt í jörðu fyr- ir nýtízku byggingar. Það eru jarðgöng og loftbrýr, sem flýta mun fyrir ucmferð- inni í nýrri Stokhólms-borg. Fyrir 25 árum voru stræt- in full af viði, sem Svíar not uðu í eldinn, þvi á striðsár- unum fengu þeir hvorki kol né olíubirgðir. Heitt vatn var munaður einu sinni i viku. Skip, sem sigldu á ör- uggum siglingaleiðum færðu brýnustu lífsnauðsynjar. Reið- hjól og gamlir bílar, sem gengu fyrir viðarkolum, ' skröngluðust eftir þjóðveg- unum. Nú sjást á strætunum fall- egir, kraftmiklir bílar. Það er ein bifreið á hverja fjóra Svía, á móti einni á hverja 28 fyrir aðeins 15 árum. Hinn þumbaralegi Svíi gærdags- ins hefur á undraverðan hátt samlagað sig öld bifreiða, lyftna og almennrar sjáif- virkni. Minjar eins og gömul hús, sem enn gefa borginni virðu legan svip, sýna merki van- rækslu. Mörg bíða þess að verða jöfnuð við jörðu. Ný og glæsileg hús þjóta upp, ekki aðeins í miðborginni sjálfri heldur og í úthverfun- um. Hið gamla hjarta borgar- innar umhverfis Hötorget með þekkilegum strætum hefur þegar orðið miðstöð skýjakljúfa. En undir yfir- borði jarðar er neðanjarðar- stöð og verzlunarhverfi, eitt augnablik er sem maður sé kominn á öld hellismannsins. Þarna safnast saman sænsk nútíma-æska með lengra hár, í furðulegri klæðnaði og ó- hreinni í útliti en ég hef séð í nokkurri annarri evrópskri höfuðborg, þar með talin London. Eldri kynslóðin, sem var ung fyrir 25 árum, hefur til- hneigingu til að hraða sér fram hjá þessum æskulýð, sem virðist staðráðinn í að hafa að engu þau verðmæti, sem foreldrar hans, ömmur og afar, höfðu í heiðri. Þetta er mjög áberandi hluti nú- tíma Svíþjóðar. Og orð leik- ur á, að í neðanjarðarstöðv- unum hitti unglingarnir eit- urlyfjasalana, þar sem æsku- mennirnir hittast til að hugsa upp ný brögð til að reyna að forðast leiðindin. Þar hita áróðursmeistararnir sig upp og skipuleggja mótmæla- göngur gegn öllu, en þó sér- staklega þessa dagana gegn hlutverki Bandaríkjanna í Vietnam. Þetta skeði ekki og gæti ekki hafa skeð í Svíþjóð stríðsáranna, að sjálfsögðu vegna hlutlausrar afstöðu landsins. Einu spennandi mót Frá hjarta Stokkhólms — Hötorget. Þar hefur risið miðstöð skýjakljúfa. (AP-mynd). — sundurleitt velferðarríki Edvin Shanke skrifar frá Svíþjóð mælaaðgerðirnar, sem þá var gripið til, voru gegn áfeng- isbanni. Þátttakendur hentu notuðum áfengisskömmtunar bókum sínum í sjóinn frá brú yfir ána, sem rennur úr Mál- eren í hafið. Áfengisbann heyrir for- tíðinni til, en Svíar eru hvatt ir til að drekka meira af létt um vínum í stað brenndra ‘ÍÍlÍ 111 Edwin A. Shan-.e Edward Shanke, er nú yfir- maður Norðurlandaskrifstofu Associated Press fréttastof- unnar í Stokkhólmi. Áður starfaði hann hjá AP í London og átti hvað mestan þátt í þvi fyrir nokkrum árum að Morg- unblaðið gerðist kaupandi að fréttaþjónustu AP. Shanke á hér marga góða vini, og hefur nokkrum sinnum hingað kom- ið. drykkja, sérstaklega ákavítis, þjóðardrykksins. Einu sinni réðust blöðin einna mest á drykkjuskap. í dag helga þau dálkum sínum hugleiðingar um útbreiðslu eiturlyfja, einkurrí meðal unglinga. Það rikti samsærisandrúms loft í Stokkhólmi á meðan á stríðinu stóð. Borgin var aðsetur flóttéunanna, miðstöð neðanjarðarstarfsemi, hlust- unarstöð fyrir njósnara bandamanna og nazista. Það kunna að vera hér njósnir ennþá, en sviðið hefur breytzt. Þetta eru nokkrar hinna ytri breytinga. Sósíalískur hugsunarhátt- ur er mjög ríkuT síðan verka mannastjórnin tók við völd- um fyrir 37 árum. Ekkert virðist hafa breytzt hvað þetta snertir og einn háttsett ur Svíi gerði þá athugasemd, að velferðarríkið muni halda velli án tillits til hvaða stjórn fer með völd í framtíðinrú. „Skattarnir eru þó hærri en áður“, sagði aldraður sænskur vinur minn. „Og nýr þjóðarsjúkdómur — biðraða- sýki — hefur grafið um sig. Biðröðin eftir húsnæði, sem hófst er þér fóruð, er ennþá jafn löng og hún var fyrir 20 árum. Biðraðir eftir læknis- hjálp og öðrum þægindum velferðarríkisins hefur líka vaxið.“ Svíar hafa orðið fyrir æ mein áhrifum af stórverzl- unum Bandaríkjamanna. Sjálfsþjónusta hefur náð undirtökunum — jafnvel hvað snertir hreinlætisvörur við strætisvagnastöðvar og hægt er að fá getnaðarverj- ur úr sjálfsölum á húsveggj- um. Svíar hafa aldrei haft orð á sér fyrir að vera feimnir í kynferðismálum. Nú er kyn ferðismálum flíkað sem aldrei fyrr; í fjölmiðlunar- tækjum — á „kynferðismark aðs“ — síðum sumra blaða, í bókabúðum og nektarklúbb um. Samt eru til takmörk. Það olli miklum úlfaþyt, er karlmaður afklæddist og not aði klámfengið orð í sjón- varpi. Hvað er að gerast með Sví- anum og þeim orðstír, sem af honum fer fyrir stífni og kalda formfestu? Gamall kunningi minn sagði: „Við erum að ganga í gegnum það, sem ég mundi vilja kalla hreintrúarhyggju, sem búið er að hafa enda- skipti á. Ekki aðeins í kyn- ferðismálum heldur og á mörgum öðrum sviðum. Gáf- uðum einstaklingum, vinstri- sinnuðum og smáum klíku- hópum finnst þeir verði að finna sér ástæður þessa dag- ana. Ég held að þetta sé eins konar betrunarhyggja. Viðbrögð við þeim dögum fyrir 25 árum, þegar Svþjóð stóð afsíðis. Á meðan höfum við vanizt hvers kyns þægindum og hér getur verið um örlítið samvizkubit að ræða vegna þess að við vorum hlutlausir í síðasta heimsstríði. Þessu fólki finnst t.d., að Svíþjóð ætti að gera meira fyrir van- þróaðar þjóðir. Þar erum við líklega neðstir á lista nema hvað snertir mannúðarstarf- semi. Því finnst, að því er virð- ist, að Svíþjóð ætti að for- dæma þátt Bandaríkjamanna í Vietnam-stríðinu, þótt það þekki ekkert til stríðs. Þessu fólki finnst það verða að for- dæma það, sem það álítur andlýðræðislega stjórn Franc os á Spáni, Salazars í Portú- Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 21. og 25. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á Mánahlíð við Suðurlandsbraut, tal- inni eign Eyþórs Þórissinar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Veðdeildar Lands- bankans og Sveinbjörns Jónssonar hrl., og Jó- hannesar Jóhannessen hdl. á eigninni sjálfri, föstu- daginn 19. maí 1967, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki tTtvarps- og sjónvarpstæki Ra Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). M'S Jökulfell lestar í Hull 25. maí. gal og nýlendum þess, að- skilnaðarstefnu S-Afríku. Þess vegna eru mótmæla- fundir, bandaríska fánanum er brennt, gluggar í banda- ríska sendiráðinu eru brotn- ir, efnt er til mótmælafunda gegn opinberri sendinefnd frá Portúgal. Ég trúi því ekki, að þetta sé hin raun- verulega Svíþjóð.“ Maður heyrir margar kenn ingar um hvað það sé, sem hefur áhrif á sænska þjóðar- skapgerð — en ein staðreynd er óumbreytanleg. Konurnar eru alltaf jafn fallegar. Þegar sólin skín og vorið nálgast eftir langt vetr arríki sér maður þær standa í skjóli eða sitjandi á dyra- þrepum almenningsbygginga og snúa andlitum sínum að sól. En það eru einungis þær konur, sem ekki sleikja sól- skinið á strönd Miðjarðar- hafsins eða á Kanrí-eyjun- um. Þrátt fyrir einhverja efnahagsörðugleika hefur Sví inn peninga í vasanum til að skoða sig um í heiminum. Fyrir 150 árum litu Svíar innávið — þeir stóðu öðru megin við meginstraum heimsmálanna, deilna heims ins og styrjalda. Síðan stríðinu lauk hefur yfirsýn Svíans aukizt. Þeir hafa brotizt út úr einangrun- inni og farið út í heiminn — í ferðalög til að kynnast öðru fólki, en umfram allt til að selja vörur, sem streymdu frá iðnaðarfyrirtækjum, sem vernduð voru fyrir eyðilegg ingu og urðu því voldug. Evrópa, sem var að ná sér eftir eyðilegginguna, var opin sænskum vörum. Nú, 20 ár- um seinna, eiga þau í sam- keppni við fyrirtæki á meg- inlandinu og sænskur iðnað- ur stendur ekki eins sterkum fótum. Maður heyrir rætt um kom- andi kreppu. SKIPADEILD |» sís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.