Morgunblaðið - 18.05.1967, Side 28

Morgunblaðið - 18.05.1967, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1«. MAÍ 1967. |©PIB JUlfWln. |Daa J ... . 1 -f- rlj • 5 m m COSPER — Það er svakalegt Siggi, að við skulum ekki ennþá kunna að flauta! UNDIR VERND — Það eru fáeinar girðingar á leiðinni, sem ég fer venjulega sagði hann. — En þó er ein, sem rétt er að vara sig dálítið á, því að hún er nokkuð há, en lágur vegiur himumegin. Það er hægt að fá byltu ef stökkið tekst ekki veL — Ég ætla að reyna við það, sagði Paula. Hún sneri sér að Mavis. — Eruð þér vön stökk- um? — Nei, svaraði hún. Og hún sat heldur ekki vel hestinn og Paula tók eftir því, að oftar en einu sinni tafði hún fyrir þeim hinum. — Þú kannt svei mér að sitja á hesti, Paula. — Alveg útfar- in. Hversvegna sagðirðu mér ekki, að þú værir svona vön? Paula hló af gleði. — Það er gaman að heyra þig segja það, Davíð. Rétt í sama bili varð henni lit ið við og á Mavis, sem var spöl- korn á eftir þeim, eða var það bara af tilviljun að hún leit við: Var það ekki öllu 'heldur hatrið, sem skein út úr augunum á Mavis, sem kom henni til þess? Það er hægt að finna slíkt og þvílíkt á sér. — Hvað er að, Mavis? spurði hún snöggt. Davíð sneri sér í hnakknum. eítir Maysie Greig: — Er nokkuð að, Mavis? — Nei, alls ekki neitt. En svo var eins og hún gæti ekki stillt sig: — Hversvegna ætti hún ekki að kunna að sitja á hesti, sem er uppalin í sveit. Hún hefur til skamms tíma ekkert haft að gera nema ríða og leika tennis. Hún sagði okkur það undir borð um. Ég hef haft annað við tím- ann að gera — ég hef þurft að líta eftir öllu í húsinu og sjá um öll þægindin þín, Davíð. Allt í einu stanzaði hún. Hún beit á vörina, þangað til næstum blæddi úr. Paula og Davíð litu hvort á annað. Og svo varð löng, vand- ræðaleg þögn. — Afsakið þið, sagði Mavis loksins. — Þetta hefur víst ver- ið......ja, þú ert alltaf að hrósa henni fyrir, hvað hún sitji vel á hesti, Davíð. — Já, en það gerir hún, sagði Davíð lágt. — Þú verður að vera skynsöm, Mavis. Hann brosti meira að segja og bætti við: — Við getum nú ekki öll verið alfullkomin, skilurðu. Þau riðu nú áfram og reyndu að halda uppi einhvers konar samtali en einhvern veginn var það allt farið út um þúfur. Veðr ið var jafngott og áður og gol- an jafn hressandi, grasið grænt og mjúkt undir fótum hestanna, en samt var allt orðið breytt. Og það hefur líklega verið gert til þess að fá þau uppúr þessari deyfð, að Davíð tók að tala af mikilli hrifningu um stökkin. Mavis reið við hliðina á Stjarna. Fram undan þeim var stór girðing. Davíð benti á hana með keyrinu sínu. — Ég ætla þarna yfir, sagði hann. — Það er dálítið lágt hinu megin, gamall lágur vegur — varið ykkur á honuarn. Hann þaut svo frá þeim, en tók fast í taumana þegar hann nálgaðist girðinguna. Svo æpti hann: — Varaðu þig, Paula, í guðs bænum! Þar er fallið tré þarna. Stjarni var að reyna að brjót- ast áfram, og var samt eitthvað að stillast þegar hann tók allt í einu kipp, rétt eins og slegið hefði verið í hann. Hann reif sig áfram á harða spretti. Hún vissi vel, að það var álíka vonlaust að halda aftur af honum og að stöðv hraðlest. Hann þaut yfir girðinguna og fór svo beint á hausinn um trjábolinn hinumeg in. *x*'X**x*<**x**i U v ':~>*:"X**x«*:**>*: f nokkrar mínútur vissi hún ekkert af sér, en þegar hún komst til meðvitundar, hafði hún logandi sársauka í fætinum. Davíð hlaut að hafa heyrt óp hennar, er hún féll, því að hann hafði stokkið af baki og hlaup- ið til hennar. Mavis var líka komin af baki en sneri ekki neitt til Paulu. Þrátt fyrir sársaukann í fæt- inum, gat Paula ekki annað en tekið eftir svipnum á Mavis. Hann var eintómt sigurhrós. Og svo skalf hún öll, eins og hún væri með krampa. Davíð tók Paulu í fang sér. — Hvað er að? spurði hann og röddin var hás af hræðslu. — Dattstu svona illa? — Hesturinn prjónaði og þaut af stað, allt í einu. Ég réð ekkert við hann. — Ég skal drepa þennan Wil- son fyrir að senda mér svona bykkju! Ég hefði ekki átt að láta þig fara á bak honum, sagði hann og beit á jaxlinn. — Mavis verður hjá þér meðan ég næ í lækni til að líta á þig. Og hann var samstundis farinn. Paula lá í grasinu og reyndi að stilla sig um að gráta. — Ég vona, að einhver nái í þennan hest, sagði hún. — O, hann ratar sjálfsagt heim til sín, svaraði Mavis. — Hann hefur gert það fyrr. En um leið og hún sléppti orðinu, kafroðnaði hún og varð vand- ræðaleg á svipinn. Paula svaraði þessu engu. Hún lá kyrr á grasinu og lokaði augunum, og reyndi að átta sig á þessu öllu. Stjarni hafði að vísu verið taugaóstyrkur, en hún var engu að síður viss um, að hún hefði haft fullt vald á honum. Og hvers vegna hafði hann þá svona allt í einu tekið undir sig þetta stökk? Var það ímyndun hennar, eða hafði ver- ið slegið í hann, honum að óvör- um? Hún leit á Mavis. Hversvegna hagaði stúlkan sér svona eim kennilega? Hversvegna vildi hún ekki koma til hennar og tala við hana? Hversvegna stóð hún þarna kafrjóð og skjálfandi eins og hún hefði orðið fyrir einhverju andlegu eða líkam- legu áfalli? — Það væri gaman að vita, hvort hún hatar mig nægilega til þess að sýna mér banatil- ræði? hugsaði Pauia allt í einu og skjálfta setti að henni. Loksins kom Mavis ofurlítið í áttina til hennar. — Er þetta mjög sárt? spurði hún. — Dálítið. Það er fóturinn k mér, sagði Paula. — Ég ætti ekki að snerta á honum, sagði Mavis. — Ég gæti gert einhverja vitleysu. Ég kann ekkert í hjálp í viðlögum eða neinu þessháttar. Eftir nokkra stund kom Davíð aftur. Hann tók hana í fang sér og bar hana að bílnum, sem beið. — ó, elskan mín, mér þyk- ir svo fyrir þessu að við sem ætl uðum að eiga svo skammtilegt um helgina. Ég hefði aldrei átt að fara að setja þig uppá þenn- an bölvaða jálk. Ég veit ekki hvað hann Wilson gamli hefur verið að hugsa. Ég þarf heldur betur að tala við hann. Svo bætti hann við, eftir andartaks þögn: — Ég er búinn að gera boð eft- ir honum Tynnam lækni. Hann verður kominn heim um leið og við. Paula svaraði þessu engu, vegna sársaukans, sem hún hafði, en brátt voru þau komin heim og Davíð að bera hana inn í húsið. Hann lagði hana varlega á rúmið hennar og sagði: Ég ætla að ná í lækninn, hann er í setustofunni. Hann laut snöggvast niður og kyssti hana á ennið. — Elskan mín, sagði hann lágt. — Mér þykir svo fyr ir þessu. Þetta er Liverpool-Iiðið fræga, enska meistaraliðið. Þeir nota GOLA knatt- spyrnuskó. GOLA knattspyrnuskórnir eru komnir aftur. Einnig miög ódýrir æfingaskór fyrir unglinga, kosta aðeins kr. 323.— Póstsendum Laugavegi 31. I dag er K AFFIK YNNIN GIN t í verzluninni s KOSTAKJÖR ® Skipholti O. JOHNSON & KAABER HF. STORG í FÉLAGSE Aðalvinningur dreginn út í kvöld: NILFISK ryksuga Ferðaútvarp Gullúr. Allt einn vinningur. LÆSIIEET LOK tíÓI í KVÖLD FIMMTU ABINGO IDAG KL. 9 6 þús. kr. aukavinningur dreginn út í kvöld. 20 umferðir glæsilegasta bingó ársins. K.R.K Clœsilegur framhalds- vinningur dreginn út í kvöld 10 ÚRVALS VINNINGAR. 20 umferðir glt esilegasta bingó ársins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.