Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1967. 31 Búvinniinámskeiö fyrir borgarbörn á vegum Æskulýðsráðs og Búnaðarfél. BÚVINNUNÁMSKEIÐ fyrir fyrir börn 10—14 ára, sem áhuga hafa á sveitastörfum, eða ætla í sveit í sumar, verður haldið í næstu viku 22.—27. maí. Slík námskeið hafa verið haldin við vaxandi aðsókn. Sl. ár voru þátt takendur 150, sem er hámarks- tala. Námskeiðið hefst mánudag- inn 22. maí kl. 1.30 í Tjarnar- bæ. Innritun fer fram í dag og á morfun kl. 2—8 síðd. að Frí- kirkjuvegi 11. Námskeiðinti er þannig hag- að, að ráðunautar frá Búnaðar- fél. íslands ræða um sveitastörf, búfé, garðrækt og búvélar, og sýna kvikmyndir og litskugga- myndir til skýringar. Börnin læra björgun úr dauðadái. Sér- námsikeið verður haldið í með- ferð dráttarvéla fyrir unglingo. 14—16 ára. Námskeiðsgjald et Kr. 50. Umsjónarmenn með nám skeiðinu eru Jón Pálsson og Agnar Guðmundsson. - Gæzlulið Framhald af bls. 1 hersveitum landanna hafi ver ið fyrirskipað að vera við öllu húnar, og stjórnin í írak lýsti yfir fullum stuðningi við Sýr lendinga í baráttu þeirra gegn árásum ísraelsmanna. í gæzluliði Sameinuðu þjóð- anna á þessum slóðum eru um 3.000 hermenn frá Brasilíu, Kanada, Júgóslavíu, Indlandi, Noregi og Svíþjóð, en auk þess hafa Danir sent þangað hersveit ir á undanförnum árum. Var gæzluliðið fyrst sent þangað ár- ið 1956 til að gæta vopnahlés- línunnar milli Egyptalands og ísraels eftir að árás ísraels- manna, Breta og Frakka á Súez var hrundið. í fyrstu var aðeins um gæzlu að ræða á Gaza-svæð- inu við botn Miðjarðarhaisins á landamærum ísraels og Egypta- lands, en síðan hefur gæzlusvæð ið verið fært mjög út. Eru sveit ir frá Sí> við eftirlit meðfram öllum landamærum ísraels og Sýrlands, en þau eru 185 kíló- metra'löng, og auk þess eru sve.t ir S> við gæzlu í fsrael á landa- mærum Líbanons, Sýrlands og Jórdaniu. Að undanförnu hafa ísraels- menn sakað Sýrlendinga um ítrekaðar árásir á landamærum ríkjanna. Telja ísraelsmenh þess ar ásakanir engan árangur hafa bcuið, og hafa því aðvarað Sýr- lendinga um að verði þessum árásum og skemmdarverkum lialdið áfram, muni ísraelsmenn láta hart mæta hörðu. Þessi hótun fsraelsmanna varð til þess að Egyptar lýstu sam- sötðu með Sýrlendingum, en til þessa hafa Egyptar sætt harðri gagnrýni annarra Arabaríkja fyrir afskiptaleysi af deilunum við Gyðinga. Þessum nýju við- brögðum Egypta hefur því verið vel fagnað í hinum Arabaríkj- unum. Vestrænir fréttamenn í Kaíró telja að egypska stjórnin aeski þess að komizt verði hjá hern- aðarátökum milli Egypta og ísra elsmanna, og voni að samstaða Arabaríkjanna verði til þess að hræða ísraelsmenn frá aðgerðum gegn Sýrlendingum. Segja frétta menn að það sé venja Egypta að láta alla herflutninga fara fram með mikilli leynd og oft- ast að nóttu, en í dag hafi mikl- ir herflutningar átt sér stað frá Kaíró, og hafi það ekki verið — Geimferðir Framhald af bls. 1 hægði eðlilega á ferðinni er því var stefnt niður í gufulhvolfið. Töldu sérfræðingar á jörðu niðri að lendingin mundi takast vel og að skipið lenti örfáum kílómetr- um frá ákvörðunarstað. Þá var það að strengir aðal fallhlífar- innar flæktust og geimskipið steyptist til jarðar. Gagarin sagði að þessi hörmu- legu endalok tilraunarinnar yrðu til þess að meiri gætni yrði við- höfð héðan í frá við geimtilraun ir I Sovétríkjunum. „Komarov vaim merkt starf. Hann gerði til- raun með nýtt geimskip. En hann leysti annað og merkara starf af hendi. Hann fékk okkur til að sýna j.afnvel enn meir að- gæzlu, enn meiri nákvæmni, og enn meiri árvekni við könnun þess óþekkta", sagði Gagarin. neitt launungarmál að hersveit- irnar voru sendar til landamæra ísraels. Telja þeir þetta sönnun þess að Egyptar vilji reyna að lá-ta hótanir nægja. Blöð í ísrael segja ítarlega frá liðssafnaði Arabarí-kjanna við landamærin. Óháða blaðið „Maariv“ í Tel Aviv segir í dag að liðssafnaður Egypta á Sinai- eyðimörkinni sé „leikur með eld“. Þó telur blaðið að þessi liðs safnaður bendi frekar til þess að Egyp-tar vilji sýna mátt sinn en að þeir hugsi til beinna árása á ísra-el. Blaðið segir ennfremur að krafa Egypta um brottflutning gæzluliðs SÞ frá landamærahér- uðunum geti haft alvarl-egar af- leiðingar, því Egyptar geti misst vald sitt á þessum leik með eld. Annað blað, Yedot Anronot, seg- ir að sú staðreynd ein að fjöl- mennur her hefur verið sendur til Sinai- eyðimerkurinnar, geti leitt til árekstra. Að öðru leyti eru isralesku blöðin sammála um að sovézk yfirvöld hafi fyrir- fra-m verið búin að samiþykkja aðgerðir Egypta. — De Gaulle Framhald af bls. 1 Bretar vongóðir. Harold Wilson forsætisráð- herra Bretlands hyggst bráð- lega gefa svar sitt gagnvart hinni lí-tt hvetjandi afstöðu de Gaulles til óska Breta um inn- göngu í Efnahagsbandalagið. Wilson hyggst sýna í verki, að Bretar gangi vongóðir til þeirra samningaumræðna, sem fram- undan eru. Yfirlýsingar de Gaulles á blaða mannafundi hans á þriðjudag eru af brezkum stjórnvöldum taldar fremur kuldalegar og lögð er á herzla á, að Wilson hafi í ferða- lagi sínu til Parísar fyrr á þessu ári, rætt allar mótbárur de Gaull- es gegn inngöngu Breta 1 EBE við hinn síðarnefnda sjálfan, þannig að Wilson hafi fyrirfram vitað um afstöðu forsetans. Engu að sfður hafi Wilson talið ástæðu til þess að sækja um inngöngu í EBE á nýjan leik. f London er litið þannig á, að aðalverkefni Bretlands verði að ýta málum sínum áleiðis, jafn- óðum og vandamálin koma upp, á meðan við-ræðurnar standa yfir, og að sannfæra de Gaulle sam- tímis, að Frakklandi muni verða meiri hagur en tjón að þátttöku Breta. — Konan Framhald af bls. 32 Rannsóknarlögreglunni, og sagði honum alla málavexti. Ingólfur sendi þá þegar rann- sóknarlögreglumann út í skrifstofur O. Johanson & Kaaber, og var hann þar fyr- ir, er stúlkan kom til að sækja peningana. Tók rannsóknar- lögreglumaðurinn hana til h-eyrslu, og játaði hún þá, að hafa haft fé út úr 11 fyrir- tækjum hér í borg með þess- um hætti. Var upphæðin sam anlagt rúml. 30 þús. krónur, og kvaðst stúlkan vera búin að eyða þeim peningum. Ingólfur Þorsteinsson sagði í samtali við Mbl. í gær, að full ástæða væri til að vara fyrirtæki og einstaklinga við fólki, sem væri að safna pen- ingum fyrir líknarstarfsemi, því í nokkrum tilfellum hefði verið safnað undir röngum forsendum, enda þótt oftast væri tilgagnurinn góður. Skyldi því almenningur ganga vel úr skugga um, að allt væri með felldu varðandi fjársafnanir, áður en fé væri látið af hendi rakna. HverfSsskrifstofur FulltrúaraðsSns STARFANDI er.u á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík eftirtaldar hverfisskrifstofur í borginni. Eru skrifstofurnar opnar frá kl. 2 og fram á kvöld. VESTURBÆ J ARHVERFI: Vonarstræti 4, (3. hæð). Sími: 10391. MIÐBÆJARHVERFI: Vonarstræti 4, (3. hæð). Sími: 10042. J NES- OG IVJELAHVERFI: Tómasarhaga 31. Sími: 10516. AUSTURBÆJARHVERFI: Hverfisgötu 44. Sími: 13979. NORÐURMÝRARHVERFI: Hverfisgötu 44. Sími: 14504. HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI: Mjölnisholti 12. Sími: 11459. LAUGARNESHVERFI: Dalbraut 1. Sími: 82253. LANGHOLTS- VOGA OG HEIMAHVERFI: Langholtsveg 113. Símar: 82259 — 82258. I HÁALEITISHVERFI: Miðbær v/Háaleitisbr. Sími: 81407 (82122). SMÁÍBÚÐA OG BÚSTAÐAHVERFI: Miðbær v/Háaleitisbr. Sími: 81408 (82122). Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til þessara skrifstofa og gefa upplýsingar, sem að gagni geta komið í kosningunum, svo sem upplýsing- ar um fólk sem er eða verður fjarverandi á kjördag o.s.frv. aurbleyta á fiestum þjóðvegum * Astandið óvenju slæmt ÁSTANDIÐ á vegum landsins er nær undantekningarlaust mjög slæmt um þessar mundir vegna aurbleytu, og er víða mikil ófærð af þeim sökum. Segja starfsmenn Vegagerðarinnar að ástandið sé með alversta móti, og stafar aðallega af því, að leys- ingar eru fremur seint á ferðinni, og hvítasunnuumferðin var ein- mitt þegar verst lét. í gær var unnið af miklum krafti að viðgerðum á vegunum, og skánaði ástandið talsvert. Suðurlandsvegur er nú allsæmi- legur og var búizt við að allgóð færð yrði komin um Mosfells- heiði að Þingvöllum í gærkvöldi, eða fyrri hluta dags í dag. Á hinn bóginn er algjörlega ófært að Þingvöllum um Sogsveg. Vegir um uppsveitir Árnessýslu skemmdust mikið, en þar er sleitulaust unnið að viðgerðum. Lyngdalsheiði var auglýst lokuð, en nokkrar bifreiðar fóru veginn þrátt fyrir það, og ollu töluverð- um skemmdum á honum svo að hún er lokuð allri umferð. Uxa- hryggjavegur er lokaður og veg- urinn um Grafning er aðeins fær jeppum. Á hinn bóginn sluppu veffir f Rangárvalla- og Skafta- fellssýslu mjög vel. Á leiðinni frá Kollafirði upp að Akranesafleggjara hefur leyfð •ur öxulþungi verið færður úr 9 tonnum f 7 tonn, og á vegum um Norðurland úr 7 tonnum í 5 tonn. Á Vestfjörðum er jeppafært úr Bjarkalundi í Skálmardal, frá Patreksfirði er fært suður um Kleifarheiði í Vatnsfjörð, fært er í Tálknafjörð, yfir Hálfdán í Bíldudal, og inn Suðurfirði. Þá er verið að moka snjó af Dynj- andisheiði og eins af Rafnseyrar- heiði, en óvfst er hvenær þvi lýkur. Þá er búið að moka Sand- heiði að Ingjaldssandi, svo og um Botnsheiði og Breiðadalsheiði en öll umferð er þar bönnuð öðr- um farartækjum en jeppum. Ekki hefur þótt tímabært að moka Þorskafjarðarheiði og Þing mannaheiði, enda óvenju miklir snjóar þar. Áður hefur verið vikið að því, að leyfður öxulþungi hefur verið lækkaður á öllum vegum á Norð- urlandi. Vegagerðarmenn vinna þar að viðgerðum á öllum helztu Vegum, en óvíst er hvenær ástand ■veganna verður orðið eðlilegt aftur. Nú er unnið að því að möka Siglufjarðarskarð, en þar er gffurlegur snjór og óvíst hve' nær því verki lýkur. Á hinn bóeinn hefur mokstur á Lág- heiði enn ekki verið hafinn. Um- ferð fyrir Ólafsfiarðarmúla er mjög varhugaverð vegna mikill- ar hættu á grjóthruni. Veeirnir •yfir Vaðlaheiði og Fljótsheiði er aðeins færir jeppum. Á Austfjörðum er ástandið fremur slæmt, en fært er jepp- um milli Egilsstaða og Norð- fjarðar og eins eitthvað suður imeð fjörðum. Cersð skil — Opið til kl. 22 NÚ eru aðeins 5 dagar þar til dregið verður í hinu veg- lega Landshappdrætti Sjálf- sta Lisflokksins, svo að nú fer hver að verða síðastur að fá sér miða. Vinningarnir eru fimm glæsilegar evrópskar bifreiðir, en samanlagt verð- mæti þeirra er 1100 þúsund krónur. Verð liappadrættismið ans er aðeins 100 krónur. Skrifstofa Sjálfstæðisflokks ins leggur mikla áherzlu á að félagar í hinum ýmsu Sjálf- stæðisfélögum og llrir stuðn ingsmenn. sem fengið hafa senda miða, geri skil eins fljótt og tök eru á. Skrifstof an er til húsa í Sjálfstæðishús inu við Austurvöll, og er hún opin daglega til kl. 10 á kvöld in. _ - KJORSTAÐIR Framhald af bk. 8 SOVÉTRÍKIN: _ Moskva: Sendiráð fslands, Khlebny Perculok 28, Moskva. SVÍÞJÓÐ: Stokkhólmur: Sendiráð fslands, Kommandörsgatan 35, Stockholm. SAMBANDSLÝÐVELDIB ÞÝZKALAND: Bonn: Sendiráð fslands, Kronprinzenstrasse 4, Bad Godesberg. Liibeck: - . Ræ'ðismaður: Franz Siemsei^ Körnerstrasse 18,v'- Liibeck. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.