Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 32
Dregið eftir 5 daga Landshappdrœtti Sjálfstœðisflokksins FYRSTAR MEÐ TÍZKU- LITINA FIMMTIJDAGT R 18. MAÍ 1967 1. Bjarni Benediktsson 2. Auður 3. Jóhann Auðuns | Hafstein 4. Birgir Kjaran 5. Pétur Sigurðsson 6. Ólafur Björnsson 7. Sveinn 8. Geir Guðmundsson Hallgrímsson Frambfóðendur Sjálfstæ ðisflokksins í Reykjavík boða til fundar í Sjálfstæðishúsinu í kvöld FRAMB J ÓÐENDUR Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík efna til fundar í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst fundurinn kl. 20.30. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra flytur stutta ræðu en síðan munu auk hans sjö aðrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík svara fyrirspurnum fundarmanna. Þeir eru Auð- ur Auðuns forseti borgarstjórnar, Jóhann Haf- stein, dómsmálaráðherra, Birgir Kjaran, hag- fræðingur, Pétur Sigurðsson, alþm., Ólafur Björnsson próf., Sveinn Guðmundsson forstj. og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Nú líður senn að alþingiskosningunum, sem fram eiga að fara hinn 11. júní n.k. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur undanfarnar vikur efnt til al- mennra kjósendafunda um land allt. Fundurinn í Sjálfstæðish'úsinu í kvöld er fyrsti kjósenda- fundur, sem Sjálfstæðisflokkurinn efnir til 1 Reykjavík. Reykvískir kjósendur eru hvattir til þess að fjölmenna á þennan fund. Þar gefst þeim tækifæri til að beina fyrirspurnum til ráðherra og þingmanna um þau mál, sem þeim er hug- leikið að fræðast um. Fjölmennum í Sjálfstæðis- húsið í kvöld. Talinn sakhæfur SKÝBSLA um niðurstöður geð- rannsókniar, sem gerð var á Þor- valdi Ara Arasyni, lögifræðing, hefur nú verið send saksóknara. Er Þorvaldur samkvæmt henni talinn sakhæfur. önnur málskjöl hafa einnig verið send saksókn- ara, og mun væntanlega verða hafin málsókn gegn honum inn- an tíðar. Eignaðist tví- lembinga með viku millibili Ólafsvik, 17. maí. FYRIR tveimur dögum gerðist sá óvenjulegi atburður hér, að ær, sem er eign Ara Bergmann Einarssonar, eignaðist tvö full- burða lömb viiku eftir að hún hafði eiignast tvö önnur. — FréttaritarL Þjóðhátíðar- dagur Ishreiður fyrir Norðurlandi Framkvæmdir við Kísilveginn hafnar TALSVERÐ ísbreiða er nú fyrir Norðurlandi, og eru jakar og epangir aðeins 40—50 sjómílur norður af Siglunesi, Gjögri, Mel- rakkasléttu og Langanesi. Munu hátar hafa orðið að yfirgefa mið- in af þessum sökum við Kol- beinsey undanfarna daga. Einnig er íshrafl á Halamiðum, eða 40—50 sjómílur norðvestur af Straumnesi. í gær fór varðskip norður íyrir land, tilkynnti það, að vart hefði orðið við þrjá stóra borg- arísjaka. Var einn 55 gráður 4,4 sjómílur frá Horni, annar 34 gráður 9,9 sjómílur frá Horni og sá þriðji 62 gráður 12 sjómílur frá Horni. ísinn fyrir Norðurlandi og norðanáttin undanfarna daga hefur valdið talsverðum kuldum víða á annesjum norðanlands og austan, og í gær var þar víða frost um hádaginn, þótt hitinn væri upp undir 10 stig víða sunn- anlands. Húsavík, 17. maí. í GÆR hófust framkvæmdir við hinn svokallaða Kísilgúrveg, sem liggja á frá Húsavík til Reykja- hlíðar um Reykjahverfið. Byrj- að var á verkinu við Geitafell, og verður haldið þaðan npp Hóla- sand. Unnið verður á vöktum og til að byrja með á þremur stórum jarðýtum. Verktaká er Norðurverk hf. og framkvæmda- FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- félaganna í Árnessýslu og Sjálf- stæðisfélagið Huginn, efndu til almenns stjórnmálafundar í Félagsheimilinu að Flúðum 16. þm. Fundurinn var mjög vel sóttur, þrátt fyrir þá erfiðleika sem nú er við að etja á vegum hér í uppsveitunum. Formaður fulltrúaráðsins, Óli Þ. Guðbjarts son, setti fundinn og tovaddi til fundarstjórnar Sigmund Sigurðs son bónda í Syðra-Langholti og Jón Ólafsson bónda í Eystra- Geldingarholti, sem fundarritara. Framsöguræður á fundinum fluttu dr. Bjarni Benediktsson, forsæ'tisráðherra, Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra og Steinþór Gestsson, bóndi á Hæli. Að loknum framsöguræðum tófku til máls Grímur Jósafatsson, kaupfélagsstjóri á Selfossi, Run- ólfur Guðmundsson, bóndi 1 öl- versholti, Pétur Sigurðsson, bóndi í Aausturkoti og Pétur Guðmundsson i KjarrL Að lok- um talaði fundarstjóri, Sigmund ur Sigurðsson. Fundurinn var mjög ánægju- legur og bar þess glöggt vitni að Árnesingar munu ekki láta sinn hlut eftir liggja til þess að gera veg Sjálfstæðisflokksins stjóri við verkið Rolf Árnason, tæknifræðingur. Flokkurinn hefur aðsetur í vinnuskálanum við Laxárvirkj- un. Þegar þessi vegur er kom- inn styttist ökuleiðin milli Húsavíkur og Reykjahlíðar um 25-30 km, og Reykjahverfið kemst þá í gott vegasamband, en um hverfið hefur áður verið mjög erfiður vetrarvegur. — Fréttaritari. sem nnestan við kosninigarnar 11. júní n.k. — Ó.M. VÉBÁTURINN Aldan frá Hofs- ósi sökk i gærmorgun norður af Grímsey, en tveir menn, sem á bátnum voru, björgðust. Aldan var átta lestir. Aldan fór í róður frá Grímsey í gærmorgun, og ætlaði norður íyrir eyjuna. Þá var þar mjög slæmt veður, og ætlaði skip- stjórinn að snúa við. Varð hann þá var við að mikill sjór var kominn í vélarrúm bátsinss, og skipti engum togum að bátur- inn var sokkinn innan 10 mín- útna. Skipstjóranum tókst þó að ná sambandi við Siglufjarðar- radíó, sem gerði aðvart í Gríms- ey, Mennirnir tveir fóru síðan I IMorðmanna í GÆR var þjóðhátíðardagur Norðmanna. — Áð vanda söfn- uðust Norðmenn saman við norska minnisvarðann í Foss- vogskirkjugarðL en þar fór fram stutt minningarathöfn og voru lagðir blómsveigar að mdnnis- merkinu af sendiherra Norð- manna hér Tor Myklefbost og formanni Nordmanslaget Leif Möller. Efnt var til barnasam- komu fyrir norsk-íslenzk börn og síðdegis hafði sendiherrann mótöku á heimili sínu og var þar hið mesta fjölmenni. Kona sendiherrans var í Noregi, til að vera viðstödd er sonur þeirra hjóna setti upp stúdentshúfuna í gær. Á þessu sumri eru liðin 20 ár frá því að Ólafur Noregskonung- ur, sem þá var krónprins, af- hjúpaði minnisvarðanm í Foss- vogskirkjugarði, en hann var reistur til minningar um fallna Norðmemn í sfðari heimsstyrjöld inni. Þjóðhátíð Norðmanna hér lauk svo með hófi í gærkvöldi og var aðalræðumaður Thoroif Smith fréttamaður. gúmibjörgunarbát, og leiff skammur tími þar til trillubátur frá Grímsey kom á vettvang og bjargaði þeim. SKÆRULIÐAR HANDTEKNIR. Varacas, Venezuela, 16. maí AP. Stjórn Venezuela hefur tU- kynnt, að hún hafi handtekið 12 skæruliða sem komið hafi frá Kúbu og verið undir stjórn kúbanskra herforingja. Fregninnl fylgir, að fyrirUði fiokksins hafl verið drepinn. Kona sveik fé út úr 11 fyrirtækjum undii þvi yfirskini að hún væri að safna fyrir líknarstarfsemi Rannsóknarlögreglan hand- samaði í fyrradag unga konu, sem nú um nokkurt skeið hefur tíðkað það að ganga milli fyrirtækja hér í bæ und- ir þvi yfirskini, að hún væri að safna fjárupphæð til að kosta unga stúlka til heila- uppskurðar í Kaupmanna- höfn. Hefur henni með þessu tekizt að fá 11 fyrirtæki til að láta af hendi rúmlega 30 þúsund krónur, sem hún eyddi síðan í eigin þágu. Stúlkan var handsömuð með þeim hætti, að í fyrradag hringdi kona til Ólafs John- son, forstjóra O Johnson & Kaaber, og kvaðst vera Kristín Jónsdóttir, læknir. Sagðist hún hringja þeirra er- inda að leita aðstoðar fyrir unga bláfátæka stúlku, sem þyrfti að ganga undir heila- uppskurð í Kaupmannahöfn. Kvaðst hún hafa hringt I fleiri fyrirtæki hér í bæ, og hefðu þau öll boðizt til að leggja fram 5-10 þúsund krónur í þessu skyni. Ólafur tók vel í ósk konunnar og kvað sjálfsagt að fyrirtækið legði fram 5 þúsund krónur. Kvaðst konan myndu senda systur sjúklingsins eftir pen- ingunum síðar um daginn. Litlu síðar fékk Ólafur eftirþanka og til að ganga úr skugga að hér væri allt með felldu, hringdi hann í Krist- ínu Jónsdóttur, lækni. Hún kannaðist þá ekkert við að hafa hringt þessara erinda, en kvað þetta í þriðja skipti á stuttum tíma, sem nafn hennar væri notað i þessu skyni. Ólafur hafði þá þegar samband við Ingólf Þor- steinsson, yfirvarðstjóra, hjá Framhald á bls. 31 Fjölsóttur fundur að Flúðum Bátursökk við Crímsey — en skipverjum tveim bjargað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.