Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAI 1967. 5 Þjóðleikhúsið: Hornakórallinn ur, erv emsöngvari og 'kór flytja ,,hátíðarkantötu“. Velferðar- ríkið fær líka olnbogaskot með sínum lúsiðnu mælingamönnum frá „áhaldahúsi framvindunn- ar“, og svo auðvitað sú þjóð- ar(ó)náttúra fslendinga að lifa og hrærast í gróðabralli og mik- ilmennskuórum. Höfundar: Oddur Björnsson og Leifur Þórarinsson Tónlist: Leifur Þórarinsson Söngtextar: Kristján Árnason Leikstjóri: Benedikt Árnason Leikmynd: Cunnar Bjarnason FÖGNUÐUR áhorfenda I lo-k frumsýningar Þjóðleikhússins á „H)ornakóralnum“ á miðviku- dagskvöldið var innilegur og óblandinn, ef marka mátti lófa- takið, enda hafði sýningin í flestu tilliti tekizt vel, og mun toetur en ég hafði þorað að vona eftir lokaæfingu kvöldið áður. Það vakti mér líka sér- staka gleði að sjá á sviðinu í leikslok andspænis þakklátum áhorfendum fjóra þeirra ungu rnanna sem borið höfðu hita og þunga dagsins, höfundana Odd Björnsson, Leif Þórarinsson og Kristján Árnason, og leikstjór- ann Benedikt Árnason. Við hlið þeirra hefði einnig átt að standa fimmti ungi maðurinn, Gunnar Bjarnason, sem gert hafði leik- mynd og búningateikningar. IÞarna stóðu sem sé fulltrúar „unga íslands", er lagt höfðu merkan skerf til íslenzkrar leikmenntar með viðamikilli, djarfri, litríkri og fjörlegri sýn- ingu. Ég held að telja megi ..Horna- íkóralinn“ metnaðarfyllsta og kröfuharðasta íslenzka verkefni sem hér hefur verið sett á svið, jþó sjálft leikritið verði ekki sett á bekk með öndvegisverk- um íslenzkra leikbókmennta. Verkið er að ýmsu leyti gal.lað, sumir kaflar þess tilþrifalitlir og dauflegir, efnisþráðurinn slitróttur, stefin sundur.laus og orðræður persónanna sums staðar flatneskjulegar, ekki sízt samtöl Lofts við móður sína og Dísu, bæði í fyrra og seinna þætti. ,,Hornakórallinn“ er með öðrum orðum ekki veigamikið „bókmenntaverk“, enda virðist ætlun höfundanna hafa verið sú ein að skapa fullgilda leiksýningu, sem lifi sínu eigin fjölbreytilega lífi á sviðinu, og það hefur þeim að miklu leyti heppnazt. ar hann ós'kar sér aftur heim til helvítis eftir drykkjuveizlu hjá íslenzkum ráðherrum. Aðrir þakklátir skotspænir eru flugmálarómantík íslend- inga, sem er einn skoplegasti þátturinn í nútíma.lífi okkar, og hátíðafarganið sem tröllriður þjóðinni. Skemmtilegasta atriði sýningarinnar var að mínum dómi skopstæling á þjóðhátíð nálægt leikslokum, þar sem stjórnmálamennirnir Einbjörn, Tvítojörn og Þríbjörn (allir steyptir í sama mót) halda ræð- í þessa strengi og marga aðra er tekið í „Hornakóralnum“, og óþarft að rekja það allt hér. Hins vegar er ádeilan ein ekki þess megnug að gera verk leik- hæft, eins og oftsinnis he-fur á sannazt; þar verða aðrir þættir að koma til: hnitmiðun forms, tilfinning fyrir lei'ksviði og þekking á möguleikunum sem það býður upp á. „Hornakórall- inn“ er yfirleitt prýðilega leik- hæft verk, fjörugt og fjölbreyti- legt, en í því eru samt kaflar sem eiga erfitt með að lifna — (og þá helzt þeir sem eru í nán- ustum tengslum við þjóðsöguna. 'Dísa gegnir t.d. mjög óverulegu hlutverki í leiknum — mér sýndist hún vera kiljanskt tákn sa'kleysis og einfaldleika, er skapa ætti mótvægi við þá ver- öld and.lausrar velgengni sem Loftur ánetjast, en hún hefur ekki þann merg eða lífskraft að hún orki sannfærandl Móðirin er að sínu leyti miklu betri Grundvallarhugmynd leiksins er sótt í þjóðsöguna um Galdra- Þóra Friðriksdóttir (móðirin) og Erlingur Gislason (Loftur). Loft. Loftur hins nýja tiima fær með tæknibrellum dregið Djöf- ulinn upp á y.firborð fslands í þeirri fánýtu von, að koma hans og návist muni valda einhverj- um breytingum í mannlífinu. Það fer á annan veg — hann verður bara aukagrín í þjóð- félagi þar sem allt gengur út á nýjungar, æsifréttir, túrisma, fjárgróða og flugrómantík. Loft- ur gefst upp við að reyna að tojarga heiminum, en gengur í þjónustu stærsta fyrirtækis landsins, sem vitaskuld er flug- félag, græðir fé á tá og fingri og festir loks kaup á rándýrri lóð á tunglinu, þangað sem öldruð móðir fer að heilsa upp á hann eftir langan aðskilnað. „Hornakórallinn“ er sem sagt fyrst og fremst skopleg ádeila á fslendinga samtímans og kemur víða við, e-nda a.f mörgu að taka. Höfundarnir beina háðskeytum sínum fyrst að dagblöðum og blaðamönnum, og eru mörg þeirra hittin, þó önnur geigi. Hér er t.d. útlendingadekrið og þjóðremban upplagður skot- spónn: Kölski verður í upphafi fulltrúi þeirra erlendu fyrir- imanna sem mest er látið með hénlendis, þegar þeir sækja okkur heim, og eru ýmis tiltæki höfundanna bráðsnjöll, svo sem þegar Kölski útbýtir vindlinga- kveikjurum meðal blaðamanna til minningar um sig (sbr. Lyndon B. Johnson við Stjórn- arráðið á sínum tíma) eða þeg- Raf vél a vcrks t æði óskar að ráða mann er einhverja þekkingu hefur á bílarafkerfum. Lysthafendur sendi tilboð á afgr. Mbl. fyrir 1. júní merkt: „Ábyrgðarstarf 844.“ Nauðungaruppboð sem auglýst var í 70. og 72. tbl. Lögbirtingablaðsins 1966 og 4. tbl. þess 1967 á hluta í Bræðraborgar- stíg 15, hér í borg, þingl. eign Guðrúnar Ág. Júlíus- dóttur, fer fram eftir kröfu Axels Kristjánssonar hrl., og Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, mánudaginn 29. maí 1967, kl. 11 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 67. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Hvassaleiti 34, hér í borg, þingl. eign Sigurðar Sigfússonar, fer fram eftir kröfu Ragnars Jónssonar hrl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Hafþórs Guðmundssonar hdl., á eign- inni sjálfri, fimmtudaginn 1. júní 1967, kl. 3Vi síð- degis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. fulltrúi hins jarðbundna einfald- leika sem við erum óðum að kveðja, og svo er hún stórum skemmtilegri persóna. Það er vandasamt að skera úr því með nokkurri vissu, hver höfundanna þriggja eigi mest í sýningunni. Oddur Björnsson er að sjálfsögðu frumkvöðull fyrir- tækisins og höfundur sjálfs leiksins — hann leggUT undir- stöðuna og reisir grind bygging- arinnar. Kristján Árnason hefur samið söngtextana sem margir eru hnyttilegir og eiga sinn stóra þátt í afdrifum sýningar- innar. Leifur Þórarinsson samdi tónlistina við verkið, og þegar á a.llt er litið ræður framlag hans sennilega úrslitum, þvi söngvar hans eru með þeim galdri gerðir, að þeir lyfta sýningunni víða í óvæntar hæð- ir. Skopstælingar hans á ýmsum gerðum íslenzkra sönglaga eru snjallar og margir söngvar hans gullfallegir. Chianson, Andláts- sálmur, Noktúrna Djöfsa og 'Hátíðarkantatan eru hvert með Fnamhald á bls. 12. Róbert Arnfinnsson í gervi Djöfsa. Til sölu að nokkru eða öllu leyti mjög arðbært fyrirtæki í fullum gangi. Tilboð sendist blaðinU merkt: Hafnarlóð — 8608“. np r Iresnuoir vantar trésmiði til hurðaísetninga. Upplýsingar í síma 32997. HEF OPNAÐ Tannlækningastofu að Laugavegi 24 3. hæð. Viðtalstímar kl. 9—12 og 2—5. Simi 12428. ÓLAFUR G. KARLSSON, tannlæknir. Nauðimgaruppboð sem auglýst var í 57., 59. og 61. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Hæðargarði 40, talinni eign Magnúsar Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Vilhjálms Árnasonar hrl., Gunnars M. Guðmundssonar hrl., Hákonar H. Kristjónssonar hdl., Jóhanns Þórðar- sonar hdl., Veðdeildar Landsbankans og Jóns Ara- sonar hdl., á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 1. júní 1967, kl. 4 síðdegis. Borgarfógetaembæítið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.