Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 14
• 14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAI 1967. Útgefandi: Framkvaemdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ÆSKAN OG ASHKENAZY IJiðtalið við Asfakenazy, sem " Mbi. birti fyrir nokkrum diögum, á erindi tii allra, en ekki sízt æskunnar, hér sem annars staðar. Þar lýsir hinn rússneSki píanósnildingur æsku sinni og uppvexti, námi sími og starfi og breyttum viðhorfum og nýjum sjónar- miðuim, þegar hann kynnist öðrum þjóðuim. Það er lær- dómsrík saga. Ashkenazy segir um upp- vaxtarár sín í Sovétríkjun- um: „Bg held þú getir ekki gert þér grein fyrir, hve vel börn eru alin upp í Sovétríkj- unum og hversu rík áherzla er lögð á að kenna þeim að hugsa rétt. Ég er persónu- lega á móti öMum ítroðslum — að þrýsta þröngri heims- skoðun inn í sálarlíf barna, hvort sem þeir gera það í mínu landi eða annars staðar. Ég þoli ekki að allt verði að fara eftir settum reglum, svona eigi fólk að hugsa og ekki öðru vísi. Því miður verð ég að segja, að ég er á móti þeiim uppeldisaðferðum, sem notaðar eru í föðurlandi mínu“. Og síðan segir Ashkenazy: „Og þegar að því kemur að maður hittir fólk með aðrar hugmyndir en þær, sem mað- ur hefur alla tíð verið matað- ur á, eru þessar framandi skoðanir í fyrstu hlægilegar og fólkið, sem flytur þær bæði hlægilegt og jafnvel Stórskrítið. Þetta er að minnsta kosti mín reynsla. En svo fór ég til annarra landa, þegar ég var 17 ára og kynntist í Póllandi nýju fólki með önnur viðhorf og sjónar- mið og aðrar hugsanir um manninn og umhverfi hans en þær, sem mér höfðu verið kenndar í barna- og unglinga- Skólum. Þá fór ég smám sam- an að reyna að hugsa sjálf- stætt og auðvitað endaði það með því, að ég brauzt út úr fangelsi minna eigin þröngu Skoðana og fór að kynnast heiminum eins og hann er og fólkinu í öðru umhverfi en því sem ég þekkti. Þá blöstu við mér nýjar staðreyndir og ég sá, að ekkert land er bezta land í heiminum, heldur hafa öll löndin mismunandi vanda mál við að etja og í öllum þjóðfélögum, er ýmislegt sem er okkur í hag, annað í óhag.“ Loks lýsir Ashkenazy við- horfum sínum til þjóðfélag- anna á Vesturlöndum og seg- ít: „Því miður hefur þróunin orðið sú bæði í Evrópu og Ameríbu, að: Making money iis the Way of life. Og aMtof margt fólk gleymir öðrum verðmætum og heldur, jafn- vel að peningar geti komið í stað menningar. Og það sem er hryMilegast: fólk er ánægt með þetta og heldur jafnvel að hægt sé að kaupa menn- ingu fyrir peninga. Ég veit að peningar eru nauðsynlegir, en það er ekki hægt að gera fðlik að leikbrúðum peninga. í Rúsislandi, þar sem veruleikinn er aftur á móti síður en svo eftirsðknarverð- ur eða mannsæmandi, býr fólkið sér til aðra veröld utan við þá, sem það lifir í. Og mikið liifandis ósköp er hún að mörgu leyti geðþefckari en velferðarheimur vesturlanda- búans. Rússar búa sér til þennan heim úr bókmennt- um og listum — úr menn- ingu. Og þessi heimur held- ur í þeim lífinu. En fólk er alls staðar eins. Þegar Rúss- ar fara að hafa of mifcið, fitna þeir eins og aðrir og verða sljóir.“ Þessi orð hins unga snill- ings sýna okkur í hnotskurn þroskaferil manns, sem elzt upp í Sovétríkjunum en upp- götvar 17 ára gamall að það eru til fleiri hliðar á veröld- inni og mannfólkinu en þær sem honum voru kenndar í æsbu. Um leið eru þau við- vörun til okkar og annarra Vesturlandabúa, að láta ekki velsældina leiða okkur á villi götur. Þessi orð eiga sérstakt erindi til æskunnar — ísl. æsku sem æsku annarra þjóða. Sú kynslóð sem nú er að vaxa upp á íslandi, er fyrsta kynslóðin, sem byggir þetta land og ekki þekkir annað en velsæld og velmeg- un. Þess vegna er henni hætt- ara við en öðrum og eldri kyn slóðum, sem hafa þebkt erfið- ari tíma að gleyma sér í vel- sældinni, ofmetnast af vel- meguninni og lífsþægindun- um. Um leið og við fögnum þeirri velsæld, sem við nú bú um við, skulum við ekki gleyma því að hún er ekki auðfengin og að til eru önn- ur og meiri verðmæti en pen- inigar. Ef æskan gerir sér þess ekki grein, getur hún fyrr en varir kallað yfir sig það þjóð- félag, sem Sovétríkin eru og Ashkenazy lýsir á svo eftir- minnMegan hátt. HAGSMUNIR KVENNA Um 2200 reyknvískar konur sóttu þrjú kaffikvöld Kuwait, (Associated Press). DRUNURNAR frá jarðýtum yfirgnæfa rödd Múhameðs- prestsins, sem kallar fólk til bæna í heimsins auðugasta smiáríki. Skínandi skrifstofu og stjórnarbyggingar og glaðleg bleik, gul og purpurarauð ein býlishús rísa nú í hinni olíu- ríku eyðimörk. Og hið gamla Kuwait, — skitið, leirkofaþorp, sem dró fram lífið í tvær aldir á fisk veiðum, perluveiðum og smygli — er nú óðum að hverfa. Spánýtt land er nú verið að byggja upp frá byrjun á þessari sendnu landsspildu við Persaflóa. Líka þessa furðuverks hefur heimurinn sjaldan séð. En Kuwait er í sjálfu sér furðulegt. Það hefur fleiri milljóna- mæringa miðað við stærð og fólksfjölda en nokkurt annað land í veröldinni, einn af hverjum 500 ibúum, eða mill- jónung á hverjar sex fer- mílur. Hinir 470.000 fbúar hafa hæstu meðaltekjur í heimi, — 135,450 kr. miðað við 118,078 kr. í Bandaríkjunum. Og inn- flutningur á hvern ítoúa er meiri en í nokkru öðru landi, (34.400 á ári). Þeir hafa fleiri lækna, kennara, sjúkrarúm og loft- ræstikerfi á mann en nokkrir aðrir. Ríkisstjórn þeirra veitir er- lendum ríkjum sennilega meiri aðstoð miðað við fólks fjölda en nokkur önnur stjórn. Hún hefur úthlutað um það bil 27.950.000.000.oo kr. á síðustu fimm árum til Araba- ríkja í grendinni, sem ekki hafa verið jafn heppin. Kuwait hefur einnig stærstu vatnseimingarstöð í heimi, — það þarf á henni að halda —, og þar er í byggingu nýtízku legasta hreinsunarstöð í ver- öldinni. Aðalorsökin að baki öllum þessum kröfum til frægðar er olía. Kuwait framleiddi tvær og hálfa milljón tunnur af olíu daglega á síðasta ári, og hafði af þeim 32.260.000.000,oo kr. í tekjur. Það hefur fimmtu mestu olíuframleiðslu í heimi, og miðað við fólksfjölda er það langstærsti olíuframleið- andi veralldar. Kuwait þarf ekki að óttast þurrð á komandi árum. Það er staðsett á stærstu olíulind jarðar, Burgan-svæðinu þar sem er einn fimmiti hluti þess olíumagns, sem vitað er um í heiminum. Hinar 72,2 bill- jón tunnur af olíuvaratoirgðum kvenframlbjóðenda Sjálf- stæðisflokksins að Hótel Sögu nú í vikunni. — Þessi mikli fjöldi sýnir glögglega að starf og steifna Sjálfstæðiis- flokksins finnur mik-inn og ríkan ihljómgrunn meðal kvenna. Það er og að vonum. Fáa þjóðfélagsiborgara skipt ir það jafn mikllu í daglegu lífi og konurnar að sú frjals- ræðisstefna, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefiur haft for- ustu um að innleiða, haldi áfram. Vöruiskortur eða vöru gnótt hefur naeginþýðingu munu endast um það bil eina öld með sama framleiðslu- hraða. Kuwait hefur að minnsta bosti tvær aðrar kröfur til frægðar. Það er einn af heit- ustu stöðum á jörðunni, og sumarhitinn er frá 120 gráður á F í skugga til 175 gráður á F í sólskini. Þar eru einnig sennilega fleiri umferðarslys miðað við fólksfjölda en í nokkru öðru landi. Einn af hverjum átta bílum, sem bruna eftir breiðgötum lands- ins átti aðild að slysi á síð- asta ári, þegar 123 létust og 1.622 slösuðust. Þetta var hluti þess verðs, sem greiða varð fyrir hinar handahófskenndu framfarir, frá úlföldum til kraftmikilla bifreiða á tíu auðveldum ár- um. Og lífið hefur sannarlega verið auðvelt fyrir flesta Kuwait-búa síðan þeir fundu olíuna. Stjórnin hefur útibýtt peningum næstum eins hratt og hún hefur innheimt þá. Menntun er ókeypis. Deildirn ar eru stórar, með einn kenn ara á hverja 13 menntaskóla- nema. Fyrsti háskólinn í Kuwait tók til starfa í nóvem ber síðastliðnum með 400 stúd enta. Tækniskóli Kuwait, sem kostaði 860 milljónir króna tók til starfa með níu nem- endur og ennþá fleiri kenn- ara og fjölmennara starfsMð en nemendur. Stúdentum, sem stunda nám við erlenda háskóla, er fyrir ferðum , kennslugjöldum, fatn aði ,framtfærslukostnaði og „bónusum" fyrir góð náms- fyrir konurnar sem aðallega sjá um að afla þess seim þarf til heimilanna. Það er mikið hagsmunamál þeirra, hvort þær geta gengið inn í verzlanirnar og keypt það, sem þær vanihagar um, eða hvort þær þunfa að standa í biðröðum tímunum saman og flá svo ef til vill ekki það sem þær vantar, vegna vöruskorts, hafta og skömmtunar. Það grundvallaratriði, sem barizt er uim í þessuim kosn- ingum, frelsi flólksins eða afrek. Læknisaðstoð er einnig ó- keypis, þar er innifalin sjúkra hússlega, læknisbostnaðvr, lyf og skurðaðgexðir. Þetta gildir jafnvel um ferðamenn. í Kuwait er enginn tekju- skattur, og hver sá Kuwait- búi, sem hefur hug á því, getur fengið starf hjá stjórn- inni við að stjórna lyftu eða bera fram kaffi, ef ekki er annað fyrir hann að gera. Um það bil 84,000, — sjötti hver opinbera, eins og stendur. Skógar sjónvarpsloftneta spretta upp á húsþökum. Raf- Mnur sjá fyrir rafmagni í sum bedúínatjöldin úti á eyði mörkinni. Og stórum glans- andi amerískum bílum er lagt úti fyrir fábrotnustu hýtoýlum. Engin vatnsból liggja á yfir borði jarðar í Kuwait, en hin- ar risastóru eimingarstöðvar framleiða 10 milljón gallon dag hvern, og 2-500 tanktoílar aka allan sólarhringinn vatnis- birgðum til heimila í Kuwait. Niðurgreiðslur á vatni og raf- magni kosta stjórnina um 5000 kr. á hverja fjölskyldu. Stjórnin sér mönnum einnig fyrir ókeypis síma og sjón- varpsþjónustu og flytur nú inn tré, sem kosta 5500 kr. stykk- ið, til gróðursetningar með- fram breiðgötum borgarinn- ar. Ennþá eru peningar afgangs engu að síður, og stjómin hef ur dottið niður á fyrirtaks á- ætlun um lóðakaup til að koma þeim í lóg. Til að dreifa auðn- um og hressa við fjármálalíf- ið kaupir stjórnin lóðir fyrir of fjár og selur þær síðan með tapi. Á næstu þrem árum mun hún leggja út 25.800 milljónir kr. fyri-r lóðir til bejnnar sölu eða til byggingar Mtilla íbúða, sem verða leigðar fjölskyldum fyrir 120 til 340 kr. á mán- uði, Loftræsting innifalin. Ekki eru samt allir frá sér Framhald á bls. 20. h-öfit og hömlur, hefur því mei-ri áhrif á líf og star-f fcvennanna en flestra ann- arra. Hinn mikii fjöldi reýk- vísfcra fcvenna, sem sétti kaiflfi fcvöld kvenframfbjóðenda Sjálfistæðisfilokksins er vís- bending um að konurnar hafi gert sér glögga grein fyrir þýðingu þess, sem um er bar- izt í þessum kosningum og að þær muni efcfci liggja á liði sínu að verja hagsmuni sína og heimil-a sinna gegn ásófcn haftamannanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.