Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAf 1967. ,Eg ætla að kynna Island í Tékkóslóvakíu' — sagði Milan Hlinomaz — Hátt á níunda þúsund manns hafa séð vörusýningu landanna fimm Vörasýning landanna fimm, ífem nú hefur sitaðið í viku hefur vakið verðskuldaða at- hyg-li margra og sýningargest- ir voru orðnir hátt á ndunda þúsund. Þegar þetta var ritað í gær. Fjölbr>eyttni sýningar- inar velduir þvi, að þangað koma bæði þeir, sem áhniga hafa á vélum og eins hinir, sem einkum vilja Skoða vetfn- aðarvöru og listmunt. Getiur hver maður fundið þar nokk- uð við atftt hæfi, er gleður augað. Blaðam. Bbl. litu inn á vöru sýninigiuna í gær og að þessu sini lögðum við leið okkar í tékknesku deildina. Þar hitt- Um við Ing. Miln Hlino- imaz blaðamulltrúa og ■og leysti úr spurning- um forvitinna sýningar- gesta. Við tókum Hlinomaz tali og spurðum hann fynst um það, hvort íslenzkar vör- ur væru þekiktar í Tékkóslóv akíu. Hlinomaz sagði, að hvert barn í Tékkóslóvakíu vissi hvað íslenzk fiskflök væru, en það væri réttur, sem væri einikar vinsæll þar í landi. Hann sagði að sér hefði þótt gaman að koma hingað og sjá með eigin aug- um glæsileg frystihús, sem framleiða þessi ágætu fisk- flök. Einniig finnst mér mjög á- hugavert að kynnast fslandi, hélt Hlinomaz áfram. Hér rík 'ir velmegun og mér virðist afkoma manna muni vera góð. Landið er fallegt, ég hef haift aðstöðu til að ferðast lítið eitt um, og borgin er vel snyrt og þokkaleg. Það eru ekki bara bílarnir á götunni, sem vekja athygli útlendings- ins, þeir eru að vísu mjög margir, en þið eigið líka fall eg hús og fallegar kirkjur, sem virðist mjög vel hugsað um. Börnin á götunni eru líka snyrtileg og mér virðist fólk hér ekki vera mjög strangt við börnin sín. Yfirleitt virð- ist mér þið íslendingar lifa fyrirmyndarlífi og mig langar til að kynna land ykkar og þjóð heima í Tékkóslóvakíu. Eg hef tekið hér töluvert af myndum og ég vonast til að geta komið nokkrum grein- um um ísland á framfæri við blöð í landi mínu. Ekki treysti ég mér nú til að skrifa "bók uim landið að svo vöxnu máli, greinarnar verða að nægja til að byrja með. — Þér hafið skrifað ferða- bók frá Egyptalandi, er það ekki? — Jú, það er rétt, ég skrif aðd bók, sem heitir „Sail for Hieroglyphs", en ég var í þrjú ár s'kipstjóri á rannsókn arskipinu Friend of Nubia, sem sigldi um og kannaði fornminjar og helgirúnir í Egyptalandi. En þar er mikið áf fornminjum eins og allir vita og sumar þeirra eru sjö (þúsund ára gamlar. Áletranir Iskiptu mörgum þúsundum og (þær könnuðum við þannig, að ivið -tókuim fyrst af þeim af- tsteypu í plasti, sem við rann isökuðum svo ítarlega síðar. iUm þetta fjallaði bók mín, len hún var ekki eingöngu urn þessar ransóknir, heldur um tfólkið, sem vann að þessu tmeð okkur. Hvar sem maður Viktor Horánek, forstjóri tékkóslóvakisku vörusýningarinn- ar og Ing. Milan Hlinomaz blaðafulltrúi standa við mynd af tékkneskum skóigi á tékknesku deild vörusrýningarinn ar. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Ákvöröun um síldar- verð til yfirnefndar Milan Hlinomaz kemur í heiminum er það tfólkið, sem mestu máli skipt- dr og einkunarorðin á bók tminni voru: „Heimili mitt er hvarvetna í heiminum og vin dr mínr eru fólkð, sem ég !umgengist“. Þetta er mitt isjónarmið og þetta finnst mér að eigi að vera grund- vallarsjónarmið í samskiptum manna og þjóða. Fjandskap- ur þjóða á milli ætti að vera úreltur og við Tékkar segj- ium t.d. þegar menn koma tfrá þeim þjóðum, sem við Ihöfum átt 1 styrjöldum við: l,Það er gleymt“. Eins eiga þjóðir að geta haldið uppi igóðum samböndum, við- iskiptalegum og menningarleg um án tillits til þess hvaða 'stjórnarfyrirkomulag ríkir 'þar. Við höfum okkar stjórn- arfyrirkomulag og þið hafið ykkar. Við höfum komið ýmsu í verk á síðustu tutt- ugu árum, en við höfum líka gert ýmis mistök. Við höf- um verið að þreifa okkur á- tfram. Nú held ég að á mörg- um sviðum ,sé að skapast auk ið samfoand á milli Austur- Evrópu og Vestur-Evrópu og er það vel. Við verðum að vinna saman í friði og hver maður, sem kemur frá Vest- urlöndum til Tékkóslóvakíu, er góður gestur. Nú kom Vilktor Horánek, forstjóri tékkóslóvakísku vöru sýningarinnar til okkar og og sikýrði í fáum orðum frá viðskiptum íslands og Tékkó slóvakíu. Kvað hann fyrir- tæki.um í Tékkóslóvakíu það raunverulegt áhugamál að auka verzlun við ísland og þó nokkur lækkun viðskipta hefði orðið nú um sinn, mætti búast við því, að tékkóslóvakískum fyrirtækj- um muni takast, að au'ka út flutning sinn hingað. Á sama hátt væri þess að vænta, að útflutnineur á íslenzkum vör um til Tékkóslóvakíu ykist á næstunni. Sagði hann, að það væri sannfæring sin, að viðsikipti landanna ættu eftir að aukast til muna o,g efla þannig efnafoagstengsl land- anna og eínnig hefðrfesta vin - áttu þjóðanna, er þau byggja. - HIN LEIÐIN Framhald af bls. 17 ið meir en nokkru sinni fyrr og verklegra framkvæmda, lækka álögur á allan almenning ef þeir fengju völdin aftur. Þeir segjast ætla a ðauka útlán, lækka vexti, eyða gjaldeyrisvarasjóðn- um, hækka kaupgjald, hækka af- urðaverð til bænda. Þá ætla þeir að stórauka fjárframlög ríkisins til vega, hatfna, skóla, sjúkrahúsa og allra annarra lækka álögur á allan almenning í landinu. Allur er þessi mál- flutningur Framsóknarmanna nauða ómerkilegur, enda mið- aður við það eitt, að ala á óánægju fólks og blekkja það til fylgis við Framsóknarflokk- inn. Hljóta flestir að sjá í gegn- um þenna blekkingavef. Tilburðir Framsóknarmanna við að skýra „þina leiðina" hafa stundum verið næsta kátbroslegir. í eldhúsumræðum á Alþingi í vor reyndi síðasti ræðumaður Framsóknarflokks- ins að gera þetta og sagðist vita vel hvað ætti að gera, en það væri að „efla íslenzkt framtak". Þó var ræðumaður ekki alveg viss um að þetta væri hin rétta framsóknarleið, því hann tók fram,“ að þetta væri sín persónu lega skoðun". Það eru áreiðan- lega ekki margir, sem trúa því, að Framsóknarmenn hafi nú á- huga á íslenzku framtaki, þó ekki væri nema af þeirri ástæðu, að þegar þeir, sem nú ráða mestu í Framsóknarflokknum voru að byrja sín stjórnmálaatfskipti, var það höfuð markmið flokksins að gera íslenzka framtaksmenn gjaldþrota. Ekki tekur betra við þegar kemur að svokallaðri stefnu Framisóknarmanna 1 utanríkis- málum, en um þau mál hafa þeir nýlega gert langar sam- þykktir. Eru þær þannig, að ómögulegt er að sjá að flokk- urinn hafi nokkra mótaða stefnu í þessum málum, t.d. hvort varn- arliðiö eigi að hverfa úr landi eða vera kyrrt. Við höfum nú rætt um, hvað Framsóknarmenn segjast ætla að gera, ef þeir fengju völd, en í þeim málflutningi öllum er ekki heil brú. Við getum hinsvegar rennt grnn í, hvað þeir myndu gera, enda sagði einn þingmað- ur flokksins nýlega, að stefnuna þekktu allir og þeir myndu stjórna eins og alltaf áður. Er þetta sú eina rétta skýring, sem fengist hefur á „hinni leiðinni". Það er vissulega rétt, að „hin leiðin" er hinir gömlu troðning- ar fram.sóknar, skömmtunar og haftastefna, sem þeir hafa allt- af fylgt og framkvæmt, þegar þeir hafa haft vald til. Ef Fram- sóknarmenn fengju völdin aftur, myndu þeir setjast yfir hvers manns hlut og láta skömmtunar- stjóra sína ákveða, hvaða menn mættu framkvæma, byggja og kaupa. Ef fólk hugsar um þessi mál, hef ég trú á, að kosningarnar fari vel. Þeir verði nógu margir, sem kjósa núverandi stjórnar- stefnu, er leitt hefur af sér meiri velgengni almennings en nokk- ur dæmi eru um. Ég hef trú á, að þeir verði nógu margir, sem gera sér ljóst, að það er þjóðar- nauðsyn að Sjálfstæðisflokkur- inn verði áfram sterkasta stjórn- málaaflið og því verði Sjálf- stæðisflokkurinn öflugri eftir etftir kosningarnar en nokkru sinni fyrr. VERÐLAGSRÁÐ sjávartúvegs- ins hefur aS undanförnu fjallað um ákvörðun lágmarksverðs á sííd í bræðslu veiddri Norðan- •g Austanlands á sumri kom- anda. Samkomulag hefur ekki náðst í ráðinu, og var verð- ákvörðuninni vísað til úrskurð- ar yfimefndar á fundi ráðsins í gær. Verðákvörðun sú, sem nú verður gerð, mun gilda til loka júlímánaðar samkvæmt ákvörð- un ráðsins, en fyrir 1. ágúst verð ur ákv :ðið lágmarksverð fyrir tímabi'lið 1. ágúst til 30. septem ber. Fyrsti fundu-r yfirnefndar um málið verður í dag, en í nefnd- inni eiga sæti: Jónas H. Haralz, forstjóri Efna hagsstofnunarinnar, sem er odda maður nefndarinnar, Guðmund- ur Jörundsson, útgerðarmaður og Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambandsins, tilnefnd- ir af hálfu síldarseljenda og Sig urður Jónsson, framkvæmda- stjóri, Siglufirði og Valgarð J. Ólafsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík, tilnefndir af háifu sí'ldarkaupenda. (Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins). - MINNING Framhald af bls. 22 atburð að hann yrði næstur er við ræddum um framtíðina og hann um flugið er átti hann nú orðið allan. En hér sannaðist eins og svo oft áður „Vegir guðs eru órannsakanlegir". Svo kveð ég þig minn góði vin og eitt er ég viss um að drottinn veitir þér góða heimkomu, ég þakka þér fyrir allt og allt í þau 16 ár er við þekktumst blessi þig guð. Ég votta fjölskyldunni dýpstu samúðarkveðjur við frátfall hins góða drengs. „Eu ég veit að látinn lifir það er huggun harmi gegn. Baldvin Albertsson. t UNGIR menn eru gengnir. Bjart- sýni framtíðarvonanna er horf- in. Þrjár ungar hetjur hafa fallið að velli. Hin djúpa þögn örlagastundarinnar er rofin, sorg arstundin upprunnin. Já, það hafði gerzt. Þetta, sem enginn vill að gerist. Sviplegir atburðir, á sjó, í landi og í lofti. Hvar, sem við stöndum í stétt geta hinir ólíklegustu hlutir gerzt. Einn hinna þriggja manna, sem að heiman fóru í sína hinstu för var Ásgeir Hinrik Einars- son . sonur hjónanna Herdísar Henriksdóttur Wagle og Einars A. Jónssonar, sparisjóðsgjaldkera í Reykjavík. Þessi góði drengur var borinn, barnfæddur og uppalinn í Reykja ví'k. Margt hefur verið sagt, verið skrifað um og misjafnlega orðað, hvers virði sú kynslóð væri, sem er að taka að sér ný hlutverk í lífsbaráttunni. Sá ungi drengur, sem ég vil minnast í þessum línum helgaði sér reit I háleitu lífsstarfi. Hvorki mæður né feður æskja þess, að synir þeirra eða dætur helgi sig þvl starfi, sem við fljótt álitið lítum á, sem hættulegt lífi og limum. Sé hins vegar litið á skýrslur og tölur er þetta sízt af öllu hættu- legra en hvert annað starf. Fjöls'kyldan öll taldi að venj- an mundi haldast. Að dagsverki loknu kæmi sonurinn kærkomni heim, hversdagsprúður og yfir- lætislaus. Yfirlætisleysi var eitt af einkennum Ásgeirs. Hann var hlédrægur, en öruggur og vilja- fastur og gætti starfa sinna. Lífs starfið og stefna tekin. Stundin til startfanna varð ekki löng. En minningin er ljútf og góð. For- eldrar geta litið æskuskeið hins látna með fögnuði ytfir því, að þau gátu vart kosið betra hlut- skipti sér til handa en það, sem þeim hlotna9t í minningum, sem hinn látni lætur þeim eftir. Það er sagt, að afar og ömmur séu um of eftirlát við barna- börnin. í því felst sannleikur, að vissu marki, og líka lærdómur. Amman, sem með söknuði horf- ir eftir dóttursyninum tekur þessu, eins og öðrum sorgartil- fellum, sem hún hefur mætt„ með skilningi og trúartrausti og tilhlökkun um sæla endurtfundi. Með henni og hinum látna var trúnaðarvinátta. Ég sem þessar línur rita, sendi innilegar hluttekningarkveðjur mínar, konu minnar og fjöl- skyldunnar allrar. Þorgr. St. Eyjólfsson. - STEINÞÓR Framhald af bls. 15 Ég minnist þess, að eitt sinn bar það við á framboðsfundi i Árnessýslu, að velmetinin og framsækinn Framsóknarm'aðuir ®tóð upp á fundinum og mælti með kosningu félaga síns og flokksbróður til þingmennsku, að hann lagði á það áherzlu, að maðurinn væri í vinfengi við marga Sjálfstæðismenn. Elkki dreg ég það í efa, að sá maður, sem þarna var rætt um, hefiir haft gagn af því að vera kunn- ugur Sjálfstæðismönnum, þótt vafasamt væri að það drægi hon- um það, sem dygði til þess að vera dugandi og góður þingmað- ur. En það verður ekki hrakið, að Sjáltfstæðisflokkinn skipa þeir menn, sem líklegastir eru til þess að duga þjóð sinni bezt, og samnanlega kunna bezt að meta viðfangsefni sín málefnialega. Þessvegna hafia sífellt fleiri og fleiri falið Sjálfstæðisflokknum umboð sitt á Alþingi og hanm komið málum, sem til heilla horfa, lengra áleiðis en aðrir st j ómmálaflokkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.