Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1967. UNDIR VERND eftir Maysie Greig: i !»■■■—....iiii—ib«—»l- -M—U- fellt frá upphafi, að þú ætlir að stjórna húsinu sjálf, eftir að þú ert gift. Ef einhver óþægindi þurfa að verða út af því, er betra að taka þau út öll í einu og fyrirfram. Þú átt ekki að þurfa að rífast við manninn þinn út af hússtjórninni, strax eftir að þið eruð orðin gift, — Segðu mér nú alla söguna, hélt frænka hennar áfram, um leið og hún tók fornlega hattinn sinn af höfðinu og renndi fingr- unum gegn um hárið, eins og hún héldi, að það mundi lagast eitthvað við það. — Já, öll smá- atriðin, sem þú gazt ekki minnzt á í bréfinu þínu — hvernig þessi trúlofun ykkar gekk fyrir sig, og hve lengi þú hefur þekkt hr. Hankin. Guð minn góður, hvað ég er forvitin að hitta hana. Þú ert sjálfsagt alveg bálskotinn upp yfir haus, og allt það? — Já, já, .... það er ég vit- anlega, sagði Paula. Það var ekki af því, að hún þyrfti neitt að gera sér upp hrifningu, held- ur var hún dálítið feimin að segja það. Og 'nafði nú ekki trú- lofunin þeirra misst ljómann síðustu dagana? Það virtist helzt sem hún og Davíð hefðu fjar- lægzt hvort annað, einmitt eftir að hún var farin að vera í húsinu hjá honum. Allt í einu leit ungfrú Redmond á úrið sitt. — Ég ætti víst að þvo mér um hendurnar fyrir hádegisverðinn, sagði hún. — Það er að segja ef við eigum einhvern hádegisverð að fá! Klukkan er orðin næst- um hálftvö. — Þær eru stundum dálítið seinar á sér með hann, sagði Paula afsakandi. — Hm! Það lítur nú dálítið ein kennilega út á svona reglu- bundnu heimili, sagði gamla kon an. Hún kom fljótlega aftur og hafði þá tekið prjónapokann sinn upp úr töskunni sinni og sat nú í hægindastólnum og var farin að vinda upp bandhespu. — Nú skulum við bara láta fara vel um okkur, sagði hún. — Og þegar mannsefnið þitt kem- ur heirn, ætla ég að fá að kynn- ast honum. Það er ekki nema sjálfsagt, þegar hún mamma þín er hvergi nærri. Vel á minnzt, sagði hún um leið og hún rótaði í pokanum, — ég var með bréf til þín, sem ég tók með mér. — Frá henni mömmu? spurði Paula með ákafa. — Nei, ég held að það sé hönd in han$ Dons utan á því. — Er hann búinn að hitta hana mömmu — er það? spurði Paula. — Já, líklega er hann búinn að því, eftir því að dæma, að eng- inn hefur fengið bréf frá henni mömmu þinni í hálfan mánuð; svaraði gamla konan þurrlega. Bréfið frá Don hljóðaði þann- ig: „Elsku Paula! Aldrei get ég nógsamlega þakk að þér fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir mig. Ég fékk ágætis ferð vestur, en ágætast af öllu var þó þegar ég hitti hana mömmu þína aftur. Enn get ég ekki sagt neitt ákveðið. Ég kann ekki við að fara strax að biðja hennar, eftir að þetta leiðinda- mál er svo nýlega afstaðið. En mig grunar nú samt, að ég vindi bug að því, áður en langt um líður, og þó að ég ætti ekki að vera að segja það, þá hef ég grun um, að elsku Lucy muni leyfa mér að sjá um sig það sem við eigum eftir ólifað. Ég hlakka til að eiga þig fyrir stjúp dóttur, Paula, og geta gert eitt- hvað fyrir þig, fyrir allt, sem þú ert búin að gera fyrir mig. Ef við Lucy giftumst, ætla ég að leggja til ‘hliðar dálitla upphæð, sem þú getur notið vaxtanna af. Mér finnst ungar stúlkur eigi að hafa dálítlar tekjur, jafnvel þótt þær séu giftar. Þá eru þær ekki alveg eins háðar manninum sín- um . ... “ — Ó, Aagga frænka, er þetta ekki dásamlegt! Þú verður að lesa þetta bréf. Don ætlar að gefa mér peninga ef hann giftist mömmu! Þá verð ég rík! Hún hló og næstum grét um leið af eintómri gleði. Þá get ég fært Davíð dálítið meira en bara sjálfa mig í búið! Og þá þarf ég ekki að láta mér finnast ég vera eitthvert aðskotadýr! — Hefur hann gefið þér ein- hverja ástæðu til þess? spurði gamla konan hvasst. — Nei, vitanlega ekki, sagði Paula, en kafroðnaði og fann að hún hafði hlaupið á sig. — Hm! sagði gamla konan. — Hvað sem því líður, skal ég bölva mér upp á, að hinu heim- ilisfólkinu finnst það. Fáðu mér bréfið, barnið gott, og við skul- um vona, að þegar ég er búin að lesa það, sjáist einhver merki um þennan hádegisverð. Já, þetta er ágætt, sagði hún skömmu seinna, þegar hún hafði lesið bréfið. Hún hallaði sér fram og klappaði stúlkunni á höndina. — Og þú átt það líka skilið. Þú ert að vísu frænka mín, en þú ert góð stúlka samt, og það verður því miður ekki sagt um neinar, sem ég hef hitt upp á síðkastið. — Já, frænka mín, þá get ég líka hjálpað einhverjum, og veitt mér hitt og þetta, sem mig hefir alltaf langað til, sagði Paula í hrifningu, En allt í einu þagnaði hún, eins og efablandin. — En .... kannski .... — Hvað efastu um? spurði gamla frænka. Hún var farin að prjóna aftur. — Já svaraði Paula hikandi, — ég var að velta því fyrir mér, ef hann Don giftist henni mömmu og gefur mér þessa pen- inga, hvort ég gæti tekið lán út á þá .... þúsund pund? — Hvað í ósköpunum hefur þú að gera við þúsund pund? spurði frænka hennar, og henrti virtist verða hverft við. — Ja ........ já .... stamaði Paula, feimin. — Það er ungur maður, sem ég þekki .... bara kunningi .... og hann er að koma sér inn í bílafyrirtæki og sagði mér um daginn, að hann vantaði bara svolítið stofnfé, svo sem eins og þúsund pund, til þess að geta keypt sig inn í fyrirtækið, og það gæti orðið framtíðarstaða fyrir hann. Gamla konan leit upp frá prjónunum sínum og horfði hugsi á frænku sína. — Ungur maður, sem vill komast inn í bílafyrirtæki? Þú átt væntanlega ekki við hann Lance Fairgreaves? Nú hafði Paula roðnað upp í hársrætur. — Jú ........ það var ég ein- mitt að hugsa um, frænka, stam aði hún. — Hvernig gaztu vitað það? Gamla konan svaraði ekki strax en hamaðist við að prjóna. — Jú, ég veit, að Lance er far- inn til einhvers bílafyrirtækis 1 Manchester sagði hún. — Þú skilur, að það vill svo til, að ég hef hitt ’hann talsvert upp á síðkastið. Hvenær sem hann kemur að finna hana móður sína, lítur hann inn til mín. Hún skríkti. — Og ég er meira að segja viss um, að ég hef séð hann meira en nokkurn tíma hún móðir hans. Já, það er skrítið, að hann skuli vera að draga sig eft.ir gamalli piparkellingu! hélt hún áfram og lét smella í prjón- unum. Maður skyldi nú ekki halda, að hún hefði mikið að- dráttarafl og sízt fyrir ungan mann — en þegar hann verður skotinn í einhverju skyld- menni þeirrar gömlu, losnar hún varla við hann, á hvaða tíma dags sem er. Það var eins með Don, eftir að hún mamma þín var farin. Lance er allra bezti drengur. Það er verst, að þú skyldir ekki heldur verða skot- in í honum! — Já. en það er fjarstæða, frænka. Hann er hvort sem er ...... — Hvað er hann? sagði gamla konan hvasst. — Hann er svo ........... ung- ur ...... stamaði Paula. — Nú, ertu það kannski ekki sjálf? Láttu ekki eins og bjáni! Þú ert sjálf ekki nema krakki, en ef þú heldur áfram að tala svona, ferðu bráðum að fá mig til að trúa því, að ég sé yngri systir þín. Grasfræ. garðáburður. símar 22822 19775. Vandlátir reykja MULATA — FORTUNA — HALF CORONA DUET — VADA MEDIA — PICO. RÓSASTILKAR birki ösp og limgerðisplöiur Ódýr gulvíðir og glitviðir Gróðrarstöðin Garðshorn Fossvogi * Utvarpstæki mi m iHHrú'tPj")-— Blaupunkt í bílinn fyrir sumarleyfið. 4 gerðir Blaupunkt bíltækja. Verð frá 2950,00. ísetning samdægurs. Öll þjónusta á sama stað. M M RADfÓ Verkst. Verzlun. Skipholti 1 — Sími 23220. Skoda 1202 sendiferða. árg. ‘65 Tilboð óskast í Skoda 1202 sendiferða, skemmdan eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis á Skoda- verkstæði Halldórs við Keflavíkurveg. Tilboð skilist til Sjóvátryggingarfélags íslands, bifreiðadeildar fyrir 1. júní næstkomandi, fnerkt: „Skoda — 65“. Skrifstofustúlka Heildsölufyrirtæki óskar að ráða nú þegar stúlku til vélritunar og símavörzlu. Upplýsingar á skrifstofu félagsins Tjarnargötu 14. Félag íslenzkra stórkaupmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.