Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2«. MAÍ 1967. 10 Einar Ingimundarson bæjar- fógeti—Fimmtugur f' SiglufjörSur man tíma tvenna: 6t velmegunar, er atvinnuvegir hér möluðu þjóðarbúinu gullið, sem m.a. gerði mögulega fram- vindu þjóðfélagsins frá fátaekt og <• frumbýlingshætti til bjargálna og tækniþróunar, og ár erfiðleika, þegar undirstaða atvinnulífsins brást og vandamálin hrönnuðust upp. — Það er auðvelt að sanna svokallaðan tilverurétt sinn þeg ar gullið glóir, en erfiðara þegar illa árar, ekki aðeins ár eftir ár, helduT og áratugi. — Siglufjörð- ur hefur að mínum dómi sannað t itilverurátt sinn við hvortveggja aðstæðurnar, og ekki síður við hinar verri. í>eir varnarsigrar, sem unnir vóru á árum erfið- leika, kostuðu bæjarfélagið mik- ið mannfall (1 burtfluttum Sigl- firðingum), en seiglan er að færa ©kkur sigurinn — og framvegis göngum við samhliða öðrum sveit arfélögum mót alhliða framförum i þjóðfélaginu. Veri þeir þá vel- komnir heim, sem erfið er úti- . .. 1 vistin. mundarson vann Siglufjörð fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þennan fyrr um rauða bæ. Sá sigur var þeim mun glæsilegri fyrir það, að þá var í framboði fyrir sócialista valinkunnur sæmdarmaður, Gunnar Jóhannsson, sem átti persónulegt fylgi og tiltrú lan'gt út fyrir flokksraðir sócíalista. — Það hafa sjálfsagt verið unnir ýmsir glæsilegir sigrar í kosning um undanfarinna ára, en mér er til efs, séu málin krufin til mergj ar, að margir séu glæsilegri en úrslitin á Siglufirði árið 1953. Einar Ingimundarson reyndist farsæll þingmaður — og hans ráð og forysta í málefnum Siglufjarð ar, þau ár er erfiðleikarnir vóru mestir, verða seint full þökkuð. Hæst ber þó starf hans í sam- göngumálum Siglufjarðar, sem var einangruð byggð frá land- námstíð, varinn háum fjallgörð- um á þrjá vegu og útlhafi í norð ur, en á þessu sumri verður Strákavegur — og fyrstu jarð- göngin í vegakerfi landsins — tekin í notkun og jafnframt fyrsti éifangi flugvallar. Með þess um samgöngubótum er einu stærsta hagsmunamáli Siglufjarð ar hrundið í framkvæmd. Á þessum tímamótum í lífi Ein ars Ingimundarsonar sendi ég honum, í nafni siglfizkra sjálf- stæðismanna og Siglfirðinga al- mennt, beztu árnaðaróskir og þakkir fyrir störf og viðkynn- ingu. Megi hann sem oftast heim sækja Siglufjörð um þann við- reisnarveg, sem hann átti mest- an þáttinn í að gera að veru- leika. Einar Ingimundarson er fædd ur 29. maí 1917 að Kaldánholti, Holtahr. Rángárs. og verður því fimmtugur á morgun. Foreldrar hans vóru Ingimundur Benedikts son, bóndi þar og kona hans Ingveldur Einarsdóttir. Hann varð stúdent frá M.R. 1938, cand juris frá Háskóla íslands 1944. Fulltrúi tollstjóra 1944, fulltrúi borgarfógeta 1945, fulltrúi saka dóraara 1946, bæjarfógeti í Siglu firði 1952 og bæjarfógeti í Hafn arfirði 1965. Hann var form. Stúd entaráðs Hásk. ísL 1941-42, form. Stúdentafélags Reykjavíkur 1944 -45, þingmaður Siglufjarðarkaup staðar 1953-56 og Norðurlands- kjördæmis vestra frá 1959 unz hann tók við embætti í Hafnar- firði og sagði af sér þingmennsku. — Kvæntur er Einar Erlu Axels dóttur Böðvarssonar, hinni ágæt ustu konu, og eiga þau þrjú mann vænleg börn. Siglufirði í maí 1967 Stefán Friðbjarnarson. 9600 tonn af steypu- möl til Vestmannaeyja MORGUNBLAÐIÐ átti i gær- morgun tal við sveitarstjórann í Vestmannaeyjum og kom þá i ljós að malarskipið Grjótey hafði morguninn áður komið til Eyja með 1600 tonn af steypu- möl úr Hvalfirði. Var þetta fyrsta ferð skipsins eftir að það var endurbyggt í elgu Björgun- ar h.f., en skipið var eins og kunugt er áður í eigu Þjóð- verja og hét Susanna Reith og strandaði við Raufarhöfn fyrir nokkrum árum. Kvað sveitar- stjóri mikla þörf hafa verið í Eyjum á góðri möl og væri nú bætt úr þeirri brýnu þörf. Seinna um daginn átti blað- ið tal við Kristin Guðbrands- son, framkv.stj. hjá Bjöngun h.f. Tjáði bann blaðinu að skip- ið færi alls 6 ferðir til Vest- mannaeyja að sin'ni og með sama magn í öllum ferðum. Óráðið er enn hvert skipið fer áð þess'um ferðum loknum, en að sögn Kristins hafa margar óskir borizt til félagsins um möl í kaupstaðina og mun félagið beita sér fyrir því að finna víðar góða möl, svo hægt verði að bæta úr þeirri þörf sem er Á tímum árgæskunnar sóttu margir Siglufjörð heim, í leit að atvinnu og skotsilfri. Ekki sízt ungt fólk, er sótti á bratta lang- skólanáms, sem þá var ekki öllum gengur. Ekki er ofsagt, að Siglu- fjörð'ur hafi gegnt veigamiklu hlutverki á menntabraut fjöl- ! margra íslendinga, sem hingað sóttu í skólalífsbaráttunnar sitt I námsfé. / Einn þeirra ungu manna, er | !>’á sóttu Siglufjörð heim, var Eimar Ingimundarson, nú bæjar j fógeti í Hafnarfirði. Hann gekk I til starfa hér með heimafólki og aðkomnum í verksmiðjum SR. Þá þegar ávann hann sér almenn ar vinsældir fyrir prúðmennsku, drenglyndi og hjálpsemi. >á sá enginn fyrir, að þar var verðandi þingmaður þeirra og pólitískur leiðtogi um langt árabil. En það i hefur margur lyftst til metorða I þjóðfélaginu, sem áður stóð vökunótt við vinnslu síldar norð ur á Siglufirði, þegar siglutré ! ílotans mynduðu skóg á sjávar- i fleti og jafnvel sólin gleymdi að t setjast og skein næturlangt á starfandi fólkið. * Það komu ekki jafn margir til Siglufjarðar þegar verst gengdi, sem varla var von. Einar Ingi- ! inundarson var þó í þeirra hópi ! •— en hann tók við bæjarfógeta- emibætti hér árið 1952. Hann var sama drenglynda prúðmennið og fyr, samvizkusamur emibættis- maður og hvers manns hugljúfi. Hann er sunnlendingur að ætt og uppruna, en fáir reyndust betri Siglfirðingar en hann. Einar Ingimundarson hafði ung ur valist til forystu í samtökum stúdenta — og hér gerðist hann forystumaður siglfirzkra sjálf- , etæðismanna, þingmaður Siglu- f fjarðar og síðar Norðurlands kjördæmis vestra. Sá dagur , gleymist seint siglfirzkum sjálf- [ «tæðismönnum, er Eir I gi- Málefni BÚR rædd á borgarstjórnarfundi Á FUNDI borgarstjórnar Reykja víkur í sl. viku urðu umræður um hugsanleg kaup Bæjarút- gerðar Reykjavíkur á tveim skuttogurum. Tilefni þessara umræðna var tillaga frá borgarfulltrúium Al- þýðubandalagsins, sem Guðmund ur Vigfússon mælti fyrir, þess efnis, að borgarstjórnin ákvæði að sækja fyrir hönd BÚR um kaup á tveimur þeirra nýju skiuit- togara, sem ákveðið hafði verið að keyptir yrðu til landsins. Taldi G. V. nauðsynlegt, að þeg- ar yrði sótt um þessa togara, því að ella væri hætta á að bæj- arútgerðin missti af kaupunum. Birgir ísl. Gunnarsson varð fyrir svörum af hálfu borgar- fullttrúa Sjálfstæðistfloíkksins. Vitnaði hamn til samlþykikitar úit- Kiesinger kjör- inn formnður Braunschweig, V-Þýzkalandi, 23. maí NTB. KURT Kiesinger kanslari V- Þýzkalands var í dag kjörinn formaður Kristilega Demókrata- flokksins með miklum meiri- hluta atkvæða. Hlaut Kiesinger 423 atkvæði af 445 mögulegum, en aðeins 16 greidu atkvæði gegn honum, hinir sátu hjá. Úr- slit þessi bera vott um mikið traust flokksmanna til foringja síns. Ludvig Erhard fyrrv. kanzlari var einróma kjörinn heiðursformaður flokksins, en það veitir honum áfraimhaldandi atkvæðisrétt í landsstjórn flokks ins á komandi árum. Voru hon- um þökkuð mikil og góð störf í v-þýzkum stjórnmálum á und- anförnum árum. í ræðu sem Kiesinger flutti á landsþinginu fagnaði hann ákvörðun Breta, íra og Dana um að sækja um inngöngu í Efna- hagsbandalagið, en lagði áherzlu á að styrkur bandalagsins væri undir því kominn, að hinir nýju meðlimir öðluðust þegar sömu réttindi og aðrar bandalags- þjóðir. gerðarráðs á fundi sínum 27. april sl., þar sem framkvæmda- stjórum bæjarútgerðarinnar var falið að óska eftir því við sjávar- útvegsmálaráðherra, að þeim yrði gefinn kostur á að fylgjiast með störfum nefndar þeirrar, sem skipuð hefur verið af rí'kis- stjóminni til undirbúnings smíði og kaupa fjögurra stouttogara, og að þeim verði veibtar upplýs- ingar, svo fljóbt, sem kostur er á, um stærð togara þessara, áætlað kostnaðarverð, væntanlegan út- búnað þeirra og annað, sem máli skiptir í þessu sambandi. Skyldu framikvæmdastjórarnir gefa útgerðarráði skýrsl'u um málið, þegar upplýsingar þessar lægju fyrir. Taidi BÍG að með þessari sam- þykkt útgerðarráðs væri tryggt, að bæjarútgerðin fylgdist með undirbúningi á kaupum skuttog- aranna. Hinsvegar væri ekki unnt að ganga lengna að svo stöddu, þar sem ekkert lægi fyr- ir ennþá um sitærð, gerð eða út- búnað togaranna. >á væri ekk- ert kunnuigt um verð eða með hvaða kjörum þeir byðust. Það væri því alls óráðlegt að ætla nú að sækja um kaup á þessum skip um, þegar öll þessi atriði væru óþekkt. Þá sikýrði Birgir frá því að borgarráð hefði nú samþykkt að kjósa 7 manna nefnd borgarfull- trúa og varaborgarfuliltrúa til að kanna hag útgerðardnnar og stöðu. Einar Ágústsson (F) og Óskar Hallgrímsson (A) töldu sig efnis lega samiþykka tillögu Alþýðu- bandalagisins. Að umræðum loknum var mál Adien, 25. maá NTB Tveir Arabar, annar þeirra drengur, voru drepnir í Áden í dag og tveir aðrir særðust. Gerðist þetta í mótmœlaaðgerð- um, siem fram fóru gegn Bret- um. Engir brezkir henmenn urðu fyrir áverkum, þrátt fyrir það að frézt hafi um margar minini háttar árásir gegn Bret- um með handsprengj um og skot vopnum. ið afgreitt með röksfuddri dag- skrá, þar sem fram kom, að borg arstjórn væri samþykk aðgerð- um útgerðarráðs í málinu og teldi ekki ástæðu til frekari ályktunar að svo stöddu. fyrir möl í kaupstöðum lands- ins. Mölin sem að þessu sinni er flutt til Vestmannaeyja er öll unnin úr sjávarbotmi við Eyri i Kjós. Skipstjóri á Grjótey er Jón Ævar Þorgeirsson. 20 ára afmæli Egilsslaðar- kauptúns ALMENNUR hreppsfundur var haldinn í félagsheimilinu á Egilsstöðum s.l. miðvikudags- kvöld, 24. þ.m., í tilefni af 29 ára afmæli Egilsstaðakauptúns. Fjölmenni var á fundinum. Ræð- ur fluttu, Sveinn Jónsson, fyrrv. oddviti, Þórður Benediktsson, bankastjóri, og Vilhjálmur Sig- urbjörnsson, framkvæmdarstj. Að fundinum loknum var al- menn kaffidrykkja. — FréttaritarL Mr. J. M. F. Crean 50 ára viðskipta- afmæli Unilever — við Ásgeir Sigurðsson hf. FYRIR slkömmu var héir á ferff Mr. J. M. F. Crean, stjómatr- 'formaðiir Uniltever Export Ltd. Tlann var í Iheibnsrók hjá Ásgediri •Sigurðnson hf. sem hefwtr IhaJft iimboð fyrr vörur þdirra um 50 'ára skeiff. í (StUttíu vifftali viff ifréttaimatn-n Morgunblaffains sa/gff Mnr. Crean, ^aff Ibimítókn þeirra Væri tengd fimmtíu ára viðskiptaafmæli fyrirtækjanna en jafnframt kannaffi hann mark affshorfur hér. Hefffi hann eftir- lit meff og bæri ábyrgð á 120 imörkuffum um allan h'eám ©g ’hefffl í því sambandi hieimsótt ern uíu lönd. Unilever kaupir héðan ýmsar fiskafurðir, á frjálsum imarkaði em Ásgeir Sigurðs,son hf. flytur .einnig inn ýmsar vörur frá okk •ur, aðallega sápu. Það eru teg- undir sem íslendingar hafa þekkt í fjöld'a ára, eins og t.d. 'Omio, Rinso, Sunlight, Skip og fl. — Við leggjum mikla áherzlu á að kynn,a okkuir persónulega ýmis vandamál umiboðsmannai okkar og verðum því að ferð- ast mekið. Einnig höfum við verksimiðjur um allain heim, sem1 sifellt er að fjölga. — Nei, ég geri ekki ráð fyrir að við reisum raokkurntíma verk1 smiðju hér á íslaindi. Satt að sogja þykir okkur það ekki væn leigt. Svona dreifibýlt land og með ekki fleiri íbúum hlýtur að1 valda öllum iðnaði miklum erfið leikum, svo að það er hagkvæm- ara fyrir okkur að flytja inn. — Þetta er mín fyrsta heim- sókn til íslandis og mér þykir leiðinlegt hvað hún þarf að vetra istutt. En ég verð að fara 'héðain til Austurlamda nær, til að huga að ýmsaim málum. En 'þó að þetta sé mín fyrstla heim- sókn hafa aðrir fulltrúar Uni- lever komið oftsinnis hingað á •þessum fimmtíu ár.um. — Hafið þér náð sambandi viff 'íslenzkta togar'a, sem kioma í sölu ferðir til Bretlands? — Ekki nánara en aðrir fisk- kaupendur. Okikiar verzlun fer öll fram á frjálsum ma'rkiaðL Ef verðið er okkur að skiapi þá kaupum við, hvaðam sem tog- arinn klann að vena. Ef okkur lífcair það ekki, þá bara kaup- um við ekki. Við þurfum ekki 'að huigsa um neinn vöruskiptac ^jafnuð. — Hve stór hluti af mlarkaðin ‘um hafði þið fyrir innflutnings- ‘vörur ykkar hér á ísliand? ' — Ég hef því miður ekki all- 'ar tölurniar á reiðum höndum em ‘get þó sagt að við höfum góð- ám hlutá af .sápumarkiaði og atf tannkriemssölu. Og að sjélf- sögðu gerum við okkar þezta til að ná í dálíitið mei'na. — Og toannski þá líka kaup ’á fiskafurðum héðan? — Þvi get ég því míður ekki svarað. Ég sé um innflutning til tslands en það e.ru aðrir sem «jiá um íiskkaup héðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.