Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 31
MORGTJN BL.AÐIÐ, SUNNUDACiUR 28. MAI 1967.
31
Israelsmenn bíða átekta Frækiiegri hnatt-
Hafa gefið skipum sínum fyrirmœli um
að reyna ekki siglingar um Akabaflóa
fyrst um sinn
FREGNIR í gær hermdu að
ísraelsmenn myndu forðast
um sinn að hefja átök við
Arahíska sambandslýðveldið
og að þeir hefðu fyrirskipað
skipum sínum að gera ekki
fyrst um sinn tilraun til að
sigla um Akabaflóa gegnum
Tiransundið. Nasser Egypta-
landsforseti lýsti því yfir sl.
mánudag að egypzkir her-
flokkar við Sharm el Seheik
myndu hindra ísraelsk skip í
að sigla gegnum sundið.
Fréttamenn áttu í gær fund
með Gideon Rafael, sendiherra
ísrael hjá Sameinuðu Þjóðunum,
en hann neitaði að svara hvenær
ísraelsmenn myndu gefa skip-
um sínum fyrirmæli um að sigla
om Tiransund. Levi Eshkol for-
sætisráðherra ísrael sagði á
þingfundi á þriðjudag að ísraels
menn myndu vernda eigin skip,
sem neyttu frjáls réttar síns uin
siglingu gegnum sundið og að
litið yrði á sérhverja hindrun,
sem styrjaldaraðgerð.
Gert er ráð fyrir að U Thant
ljúki við skýrsluna um viðræð-
ur sínar við egypzika ráðamenn
í Kaíró sl. miðvikudag í dag,
en ekki er búizt við að öryggis-
ráðið fjalli um hana fyrr en
nk. fimmtudag er Daninn Hans
Tabor tekur við embætti for-
seta ráðsins af Liu Shieh frá
Formósu, þar eð nokkur ríkj-
anna, sem sæti eiga í öryggis-
ráðinu, viðurkenna ekki For-
mósustjórnina.
Útvarpið í Kaíró skýrði frá
í dag að Kosygin forsætisráð-
herra Sovétríkjanna hefði sent
Nasser Egyptalandsforseta bréf,
sem sovézki sendiiherrann f
Kaíró afhenti í dag. Útvarpið
skýrði ekki frá innihaldi bréfs-
ins.
Abba Eban, utanríkisráðherra
ísraels fór frá Washington seint
föstudagskvöld að loknum
tveggja daga viðræðum við John
son Bandaríkjaforseta og aðra
bandaríska ráðamenn. Utanrík-
isráðherrann neitaði að svara
spurningum er hann kom af
fundi Johnsons forseta. Hann
sagðist aðeins vera raunsær, er
fréttamenn spurðu hann hvort
hann væri bjartsýnn eftir við-
KINVERSKI píanósni'llingurinn
Fou Ts’ong heldur tónleika fyr-
ir styrktarféálga Tónlistarfélags-
ins n. k. mánudags og þriðju-
dagskvöld kl. 7 í Austurbæjar-
bíói. Á efnisskránni eru verk
eftir Handel, Schubert, Chopin
og Liszt.
Þetta verða sjöundu tónleikar
Tónlistarfélagsins frá áramót-
um og þeir síðustu nú í vor.
Næstu tónleikar verða síðari
hluta ágústmánaðar, þá syngur
óperusöngkonan Hertha Töpper
og einmaður hennar dr. Franz
Mixa verður undirleikarinn.
Bridge
HEIMSMEISTARAKEPPNI
’bridge fer að þessu sinni fram
i Miami Beach í Bandaríkjunum.
Fimm sveitir keppa á mótinu,
þ. e. sveitir frá ftalíu, Frakk
landi, Thailandi, Venezuela og
N-Ameríku. Keppnin hófst sl
föstudagskvöld og lýkur um
næstu helgi.
Keppninni hefur verið breytt
nokkuð frá því, sem verið hefur
á undanförnum árum. Nú munu
allar sveitirnar heyja undan-
keppni, sem er þannig að hver
sveit mun spila þrjá 32 spila leiki
við hverja af hinum sveitunum.
Að undankeppni þessari lokinni
munu tvær efstu sveitirnar
heyja einvígi um heimsmeistara-
titilinn og verða þá spiluð 128
spil.
f fyrstu umferð urðu úrslit
þessi:
Ítalía sigraði Frakkland 12 :8
Thailand sigraði Venezuela
15 :5.
Keppnin hélt Sfram f gær, en
úrslit úr annarri umferð voru
ekiki kunn þegar blaðið flór
prentun.
ræðurnar við Johnson. Franska
fréttastofan Arp segir að John-
son hafi ekki gefið Eban bein
loforð eða tryggingu um að
Bandaríkin myndu styðja fsraels
menn f aðgerðum við að opna
Akabaflóann aftur. Segir frétta-
stofan að Bandarikin vilji bíða
átekta eftir niðurstöðum frönsku
tillögunnar um fjórveldaráð-
stefnu, og álitsgerð Sameinuðu
Þjóðanna.
Rólegt var á landamærum
fsraels og Arabaríkjanna í dag.
Egypzki hershöfðinginn sagði að
öllum styrjaldarundirbúningi
væri lokið af hálfu hersins, það
væri nú aðeins beðið eftir að
stjórnmálamennirnir gæfu sínar
skipanir. Segja fréttamenn að
svo virðist sem heldur hafi
dregið úr spennunni.
Moskvublaðið Pravda sakaði
Bandaríkjamenn í dag um að
í viðræðum sendiherra Banda-
ríkjanna í Kaíró og egypzkra
ráðamanna, hefði hann gefið
yfirlysingar, sem fælu í sér kosti
fyrir Egypta. Er þetta í fyrsta
skipti sem sovézkt blað tekur
beina afstöðu í deilu ísraels og
Arabaríkjanna, en þó að Sovét-
menn hafi gefið í skyn að þeir
standi með Arabaþjóðunum, þá
hafa þeir forðast að taka af-
stöðu til ýmsra mikilvægra
mála í deilunni.
siglingu lokið
27. maí, AP.
BREZKI sægarpurinn sir
Francis ChichesteT var vaent-
anlegur til Plymouth í dag,
sunnudag og lýkur þar með
frækilegri siglingu hans á
Gypsi IV umhverfis jörðina,
vegalengdin, sem hann hefur
lagt að baki er 45866 km.
Mikill viðbúnaður verður
hafður við komu hans, og er
búizt við að hálf milljón
manna fagni honuim er hann
siglir Gypsi Moth IV inn í
höfnina i Plyimouth og mun
Elisabet Englandsdrottning
slá hann til riddara með
sverði, er hann gengur á
land. Chiohester gerði ráð
fyrir að koma til Plymouth
kl. 10 í morgun, en í gær-
kvöldi sá hann fyrst glitta í
ljósin á Land’s end eftir 9
mánaða fjarveru. Kyndlar
voru tendraðir á strönd Bret-
lands og fluttu þeir fregnina
um siglingu hans sáðustu 128
km. Kyndlar þessir voru síð-
ast tendraðir fyrir 400 árum
til að tilkynna sir Francis
Drake komu spánska flotans.
Kínverjar fordæma
leiötoga Mongóla
27. maí — Vél 1 Dóri
Kínverjar flordæma
Tokíó, 27. maí AP.
# DAGBLAÐ Alþýðunnar í
Peking hefur nú í fyrsta sinn
fordæmt forsætisráðherra Mongó
líu, Tsedenbal, og nefnir hann
endurskoðunarsinna og svikara
við kommúnistaflokkinn.
Pekingútvarpið sagði frá
grein þessari í morgun, en þar
segir meðal annars, að Tseden-
bal og stuðningsmenn hans hafi
selt hlutabréf i sjálfstæði Mongó-
líu til Rússa og svikið hagsmuni
þjóðarinnar. Þá fordæmir blaðið
andkínverska stefn/u Tsedenbals
og vítir þá ráðstöfun mongólskra
yfirvalda nýlega, að vísa þrem-
ur kinverskum kennurum úr
landi. Hafði kennurum þessum
Frá Sjómanna-
dagsráði
VEGNA fréttar um Sjómanna-
daginn í blaðinu í gær hefur
'Sjómannadagsráð óskað að taka
fram eftirfarandi:
Sjómannablaðið Víkingur er
málgagn F.F.S.Í. en á Sjómanna-
daginn er gefið út blað dags-
ins: Sjómannadagsblaðið.
Karlakór Reykjavíkur mun
ekki syngja „Stjána bláa“, en
Fóstbræður hafa sungið þetta
lag inn á plötu.
Sjómannadagsráð hefur aldrei
rekið sumai’dvalarskóla, heldur
sum ardvalarheimili.
í Reykjavík hófst keppni í
stakka- og björgunarsundi strax
á fyrstu Sjómannadögum. —
Keppt var í þessum greinum æ
síðan, nema síðustu árin.
verið gefið að sök að vinna gegn
yfirvöldum Mongólíu.
Einn nf 6
stærstu
demöntum
Johannesburg, S-Afríku,
27. maí AP.
• GEYSISTÓR demantur fannst
nýlega í norðausturhlut
Lesotho, að því er blaðið Jo
hannesburg Rand Ðaily Mail,
skýrir frá í dag. Demanturnm,
sem talinn er meðal sex stærstu
demöntum, er nokkru sinni
hafa fundizt, er nokkru stærri
en golfkúla og er verðmæti hans
talið um 210.000 — 250.000 doll-
arar.
og óvinsamleg
herferð gegn Grikklandi
Aþenu, 27. maí NTB.
• 1 OPINBERRI tilkynningu
grísku stjórnarinnar segir, að
blöð og fréttastofnanir í Noregi,
Danmörku og Sviþjóð hafi hafið
óréttláta og óvinsamlega herferð
gegn Grikklandi.
Tilkynningin er sögð gefin út
af þvi tilefni, að grískir blaða-
menn í Stokkhólmi telja að þar-
lendir aðilar hafa lagt steina
í götu sína og segir gríska stjórn
in atburð þennan eiga rót sína
að rekja til fjandsamlegrar af-
stöðu Norðurlanda.
í fréttatilkynningunni segir,
að grisku blaðamennirnir, Panay
otis Troumbounis og Dimitrios
Kronopoulos hafi sætt aðkasti í
augsýn sænsku lögreglunnar,
sem hafi látið viðgangast, að
brotnar væru á þeim alþjóð-
legar reglur um réttindi blaða-
manna. Þessi atburður hafi ver-
ið því furðulegri, sem hann hafi
gerzt í landi, sem telji sig boð-
bera lýðræðis og gangi meira að
segja svo langt í sínu lýðræði
að leyfa sænskum blöðum að
birta dag ettir dag lygaþvætting
um ástandið í Grikklandi“, eins
og komizt er að orði.
Agætur fundur IVor-
ræna félagsins á Isafirði
ÍSAFIRÐI, 27. maí. — Norræna
félagið á ísafirði hélt skemmti-
•fund síðastliðið föstudagskvöld
að Mánagarði. Hófst það kl. 9.
•Formaður félagisins Aðalbjörn
Tryggvason, kennari, setti fund-
'inn og stjórnaði honum. Var
'fundurinn helgaður Danmörk.
Formaður minntist í upphafi
tfundarins Hæstaréttardómsins í
'handritamálinu, þakkaðd hann
<dönsku þjóðinni, leiðtogum
'hennar víðsýni og drengskap.
Hann bauð Sigurð Bjarnason
alþm. formann Sambanchs Nor-
'rænu félaganna á Íslandi sér-
•staklega velkominn á fundinn.
Þá lásu þær frú Þorbjörg
'Bjarnadóttir, skólastýra og
Ruth Tryggvason upp úr verk-
Vestfjarðakjördæmi
D-listinn er listi uppbyggingar og framfara
um H.C. Andresen við ágætar
•undirtektir, og frú Rannveig
'Hermannsdóttir, og frú Rann-
iveig Hermannsdóttir flutti
tkveðjur frá Hróarskeldu, sem
er vinabær ísafjarðar, er hún
'heimsótti á síðastliðnu sumri.
Þórður Jónsson, múrarameist-
ari sagði ferðasögu frá Færeyj-
<um. Sigurður Bjarnason flutti
stutt ávarp og að lokum sýndi
(Þröstur Guðjónsson skammti-
'lega kvikmynd frá GrænlandL
Var þessi skemmtifundur Nor
ræna félagsins á ísafirði hinn
ánægjulegasti. Almennur söng-
ur var milli atriða.
— FréttaritarL
— Helmingi ódýrari
Framhald af bls. 32
ingakostnaði er hægt að ná meS
því sem við myndum nefna
smávirkjanir. 10.000 kw. vatns-
aflstöð mundi nú naumast kosta
minna en 100 til 120 miUjónir
króna. Við teljum að hægt sé
byggja jafnstóra jarðgufuaflstöð
fyrir 50 milljónir eða minna.
Aðspurður um hvort hann
teldi að þetta gæti þýtt byltingu
í virkjunarmálum íslendinga,
sagði Sveinn.
Ég myndi vilja segja að við-
horfin hefðu breytzt í grund-
vallaratriðum og margt bendi
til þess að jarðhitasvæðin séu
okkur ennþá mikilsverðari orku
lindir en vatnsaflið. Með þessu
er ég ekki að draga í efa verð-
mæti vatnsaflsins sem orku-
lindar í framtíðinni, heldur
benda á hitt, og það vil ég undir
strika, að jarðvarminn hefur
hingað til ekki verið metinn
eins og hann á skilið. Ég lít svo
á að hér eftir sé ekki hægt að
ganga fram hjá jarðvarmanum
þegar ákvarðanir eru teknar
um byggingu raforkuvera hér á
landi. Gildir þetta bæði um stór-
ar og smáar virkjanir, og á
vissulega við um þær sem nú
eru á döfinni, þ.e. fyrir Norður-
land og AusturlandL