Morgunblaðið - 28.05.1967, Síða 8

Morgunblaðið - 28.05.1967, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAl 1967. Borgarbókavörðurinn I Gautaborg, Sigurd Möhlen- brock, hefur að undanförnu dvalizt hér á landi. Kom [hann hingað á vegum Reykja vílkurborgar til skrafs og ráðagerða um framtíðar- skipulag BorgaTbókasafns Reykjavíkur. Blaðamaður Mbl. átti þess kost að ræða við Möhlenbrock fyrir skömmu. Hittum við hann að máli hjá Eiríki HTeini Finn- bogasyni á skrifstofu hins síðarnefnda í Borgarbóka- safninu. í upphafi samtalsins gat Eiríkur Hreinn Finnbogason þess, að Möhlenbrock borgar- bókavörður hefði nú um skeið verið i allmiklum tengslum við Borgarbókasafn Reykjavíkur og gert áætlun um framtíðarverketfni og fram tíðarskipulag safnsins. Sagði Úr afgreiðslusal Borgarbóka safnsins i Gautaborg. Utlán og bókasala eykst jafnt og þétt þrátt fyrir tilkomu nýrra fjölmiðlunartækja Talað við borgarbókarvörðinn í Cautaborg, Sigurd Möhlenbrock Eiríkur Hreinn, að um þessar mundir væri allmikil þróun 1 bókasafnsmálum, og hefðu forráðamenn Borgarbókasafns ins mikinn hug á að fylgjast með þeirri þróun. M. a. þess vegna hefði Möhlenbrock verið fenginn hingað til Reykjavíkur, en hann væri kunnur skipulagsmáður bóka satfna, ekki aðeins í heimalandi sínu, því að hann hefði starf- að að þessum málum víðar í Evrópu. Síðust ellefu árin hefði Möhlenbrock verið borg arbókavörður í Gautáborg og byggt þar upp mjög merki- legt bókasafnskerfi. Möhlenbrock borgarbóka- vörður lét þess í upphafi get ið að Gautaborg legði mikla rækt við sín bókasötfn. Miklu fé væri árlega varið til bóka safna og á undanförnum ár- um hefði verið gert átak til að koma þessum málum í það horf, sem nauðsynlegt væri. f>á vék Möhlenbrock að nýja Borgarbókasafninu 1 Gauta- l borg, sem fyrir skömmu var 7 tekið til notkunar: — Þessi nýja bókasafnsbygg ing er 800 fermetrar á sex hæð um og alls um 40.000 m3. Hús ið stendur á góðum stað mjög miðsvæðis í borginni, við Götaplatsen, en þar er menn ingarmiðstöð borgarinnar. Borgarleikhúsið, Hljómlistar húsið og Listasafnið eru þarna líka. Þessi staðsetning Borgar bókasafnsins er gerð að yfir- lögðu ráði og með það í huga, að safnið sé mikið starfrækt. Við höfum safnið því opið leng ur en almennt hefur tíðkazt á bókasöfnum. Á hverjum virk um degi er opið hjá okkur frá því klukkan átta á morgnana til klukkan tíu á kvöldin. Þar að auki er svo opið frá tíu til sex á sunnu- dögum. Það er okkar álit, að svo miklar fjárupphæðir hafi verið lagðar í þessa stofnun, að við höfum ekki efni á að láta hana vera lokáða og ó- notaða langtrmum saman. En það hefur líka sýnt sig, að fólk kann að meta þessa þjón ustu. Á fjórum vikum hafa yfir eitthundrað þúsund manns heimsótt safnið og um hundrað þús- und bækur hafa verið lánaðar út. Mun láta nærri, að um þrjú þúsund manns heim- sæki safnið dag hvern og útlán nemi allt að 3.500 bókum. — Hverjar eru helztu nýjungar 1 teikningu og skipulagningu þessa satfns? — í sambandi við skipulagn ingu og byggingu þessa bóka- safns hef ég getað gert ýms- ar af hugmyndum mínum á þessu sviði að veruleika. Það hefur t.d. alltaf verið mín skoðun, að bókasafn eigi ekki aðeins að vera fyrir bækur, heldur einnig fyrir fólk. Það á að vera staður, þar sem fólk getur hitzt í menningarlegu umhverfi og skipzt á hug- myndum og skoðunum. Eru þarna sérstakir salir fyrir námshópa. Þarna er einnig aðstaða til kvikmyndasýn- inga og eru sýndar einhverj- ar myndir á hverju kvöldi. Að gangseyrir er ein króna. Að undanförnu hefur verið sýnd þarna mynd gerð eftir frægu leikriti Strindbergs. Hugsun- in, sem liggur að baki þess- um sýningum er sú, að bóka- safnið leitist við að koma upp fjölmennum hópi kvik- myndáhúsgesta og leikhús- gesta og geti þannig orðið þessum listgreinum lyftistöng er frá lfður. Á sama hátt stuðlar útlánastarfsemi bóka- safnsins að því að auka bóka- kaup því að það er eins með bækur og leiksýningar, að eftir að fólk hefur gerzt því handgengið getur það ekki án þess verið. Þá er lisbasafn til húsa í bókasafnsbyggingunni og einnig stórt hljómplötu- safn sem hvorttveggja stuðlar að því sama, að verða við- komandi listgreinum hjálpar- hella . í bókasafnshúsinu er einnig katffistotfa, þar sem menn geta hresst sig á kaffisopa eftir að hafa setið að lestri, hlustað á hljómplötu eða hortft á kvikmynd. Þykir mörgum gott að eiga þess kost að ræða saman yfir kaffibolla það sem þeir sjá og heyra þarna. Atf þessu leiðir svo að bókasafns- húsið er alla daga fullt af fólki og lífi frá því í býti á morgnana og þar til seint á kvöldin. Margt fólk kemur þangað í hádegishléi dag hvern, m.a. til að lesa blöð og tímarit. Yfir eitbhundrað tíma rit liggja þar frammi, og er um helmingur þeirra erlend tímarit, sum hver gefin út austan járntjalds. — Hvernig gezt fólki að þeirri nýbreytni ykkar að hafa bókasafnið opið á sunnu dögum? — Það virðist gefa mjög góða raun. Er ánægjulegt að sjá, hve vel safnið er að jafn- aði sótt á sunnudögum. Er al- gengt að heilar fjölskyldur komi þangað eftir hádegið. Þegar inn kemur skiptist fjölskyldan, börnin fara í barnadeildirnar, en foreldr- arnir leita að því lestrarefni, sem þau hafa sérstakan á- huga á. Þegar fólkið hefur dvalizt í safninu einn til tvo tíma, hittist fjölskyldan aftur í kaffistofunni og þar ræðist hún við um áhugamálin með- an hressingar er notið. — Hvernig virðist ykkur bókin standast samkeppni við fjölmiðlunartæki nútímans, kvikmyndir, útvarp og nú síð ast sjónvarp? Hefur ekki á- hugi manna á bókum minnk- að hin síðari ár? — Nei, það er öðru nær. Það er rétt, að margir voru nokkuð kvíðnir um framtíð bókarinnar þegar sjónvarpið kom til, en staðreyndin er Framhald á bls. 22 Borgarbókaverðir: Eiríkur Hreinn Finnbogason og Sigurd Möhlenbrock. Rafver Erum fluttir íSkeifu 3. Ekið inn frá Grensásvegi, næst Suðurlandsbraut, sími 82415. Sumarsýning opnuö í Ásgrímssafni í dag AðaJfundur Crensássóknar verður haldinn í Breiðagerðisskóla, miðvikudaginn 31. maí kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. HIN ÁRLEGA sumarsýning í Ásgrímssafni verður opnuð í dag, en hún er 21. sýning safns- ins síðan það var opnað árið 1960. Sýning þessi nær yfir hálfrar aldar tímabil í listsköpun Ás- grims Jónssonar, og hefur verið leitast við að sýna sem marg- þættust viðfangsefni. Með álíkri til'högun eru m.a. hafðir í huga erlendir gestir, sem jafnan skoða safnið á sumrin. í vinnustofu Ásgríms eru olíu- málverk sýnd frá ýmsum Stöð- um á landinu, og m-eðal þeirra nokkrar myndir sem vöktu mikla athygli á sýningunni hjá Kunstforeningen í Kaupmanna- höfn á síðastl. haustL f heimili listamannsins eru nær eingöngu sýndar vatnslita- myndir, og meðal þeirra tvær myndir málaðar í Mývatnssveit í síðustu ferð Ásgríms til Norð- urlands, árið 1951. Einnig mynd- ir frá Þingvöllum og úr íslend- ingasögum. Ásgrímssafn hefur látið prenta kynningarrit á ensku, dönsku, og þýzku um Ásgrím Jónsson og safn hans. Einnig kort í litum af nokkrum lands- lagsmyndum í eigu safnsins, og þjóðsagnateikningum. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kL 1.30—4. Aðgangur ókeypis. í júlí og ágúst verður safnið opið alla daga á sama tíma nema laugardaga. Handtökur 4 herbcrgja íbúð Vill selja 4ra herb. íbúð í nýlegri blokk við Álfta- mýri á 4. hæð. Endaíbúð. Allar innréttingar úr vönduðum harðvið. Teppalögð. Vill jafnvel skipta á 2ja herbergja íbúð á hæð eða góðri risíbúð. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 38934. ísvél tS sölu Upplýsingar í síma 34555 eftir kl. 2 í dag og næstu daga. ÍSBÚÐIN, Laugalæk 8. vegna gullránsins London, 27. maí NTB. • LÖGREGLAN í London hef- ur handtekið bvo karlmenn og eina konu, sem grunuð eru um aðild að ráninu 1. maí s.l, er 800000 sterlingspunda virði 1 gullstöngum var stolið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.