Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2B. MAÍ 1967. PHILIP MORRIS með virjium viðarkols-íjölíilter, HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SI6GEIRSS0NAR HF. LAUGAVE6113, SIM113879 að senda okkur ein'hvern al- mennilegan mat. Ég borðaði morgunverð klukkan sjö í morg un, og er farin að verða svöng. — Já, frú, sagði stúlkan, skefid á svipinn. Nokkrum mínútum seinna kom frú Maitland sjálf til þess að svara kröfu ungfrú Red- monid. — Agata frænka, þetta er frú Maitland, ráðskonan hérna, sagði Paula. — Góðan daginn, sagði frú Maitland án þess að brosa. Svo sneri hún sér að Paulu. — Ég heyrði, að gestur yðar sé ekki ánægð með matinn,, sagði hún. — Frænka mín hefur verið á ferð allan fyrripartinn og er svöng, svaraði Paula. — Kannski gætuð þér fundið eitthvað meira handa henni. — OÞví miður er hádegisverðar tíminn liðinn, sagði frú Mait- land. Stúlkurnar eru komnar til sinna verka. Mér þykir leitt, ef maturinn 'hérna fellur gesti yðar ekki í geð. Þessi ósvífna framkoma ráðs- konunnar gerði út af við síðustu leifarnar af stillingu gömlu konunnar. — Með tilliti til þess, að frænka mín er unnusta hr. Hankins, og á bráðlega að verða húsmóðir hér í húsinu, finnst mér, að það minnsta, sem þér getið gert sé að gera eins og hún segir. Frú Maitland snerist að henni og var nú orðin ískyggilega rjóð í framan. — Dirfizt þér að skipa mér fyrir? Mér, sem hef verið ráðskona hr. Hankins síðustu tíu árin! — Ég er hrædd um, að það sé tíu árum oflengi, frú Maitland, svaraði gamla konan kuldalega. — Ég mun að minnsta kosti ráða frænku minni til að gera hér róttækar breytingar, þegar hún er orðin húsmóðir hérna. Ef yður þykir vænt um stöðuna yðar, sem virðist vera þægileg og ekki alltof erfið, mundi ég í yðar sporum þjóta niður í eld- hús og uppfylla óskir ungfrú Redmond, eftir því sem hægt er. — Ég hef nú aldrei heyrt ann- að eins í þessu húsi, sagði frú Maitland. — Hún frú Hankin sáluga ....... — ÍÞað er óþarflega mikið tal- að um frú Hankin sálugu hér, greip gamla konan fram í. — Og það er vægast sagt óviðeigandi. Þér gerið svo vel að sjá um, að hún verði ekki nefnd á nafn. framvegis, í návist ungfrú Red- mond. Þér getið farið. Og svo undarlega vildi til, að frú Maitland fór. En það var nú. heldur ekki við lambið að leika sér, þar sem Agata frænka var. Jafnvel presturinn hafði stund- um hjaðnað niður, þegar henni tókst bezt upp. — Ó, þetta var dásamlegt hjá þér, Agga frænka! sagði Paula. — Allt sem ég hef orðið að þola af þessum kvenmanni, undan- farna daga! Sú átti nú fyrir því! Og svo hlógu þær báðar. Þessi senna við frú Maitland bætti þeim fullkomlega upp mat arskortinn, og þegar svo teið kom, fanngt Paulu það vera ein- hver allra bezta máltíð, sem hún hafði fengið þarna í húsinu, að Davíð fjarverandi. Þessu hafði gamla konan áorkað! 24. kafli. Seinna um kvöldið heyrðl Paula í bílnum hans Davíðs og enda þótt 'hann kæmi ekki beint upp til hennar, þá fann hún ekki legur þessa hvimleiðu von- brigðakennd vegna þess, sem áður hafði verið. - Ég er viss um, að nú er Mavis að segja honum sólarsög- una, sagði hún við frænku sína. — Það kæmi mér ekki á óvart, svaraði ungfrú Redmond, sem sat álút við prjónana sína. En andartaki seinna leit hún upp. — Vel á minnzt, Paula, í þínum sporum skyldi ég ekki nefna þstta bréf frá honum Don við unnustann þinn. Paula starði á hana. — En hvers vegna ekki það? — Ég skyldi bara ekki nefna það á nafn, endurtók gamla kon an. f sama bili barði Davíð að dyr um og kom inn, og enda þótt hann heilsaði ungfrú Redmond með bros á vör, tók Paula eftir því, að honum var eitt'hvað niðri fyrir. — Mér þykir verst, að þér skylduð ekki láta okkur vita, að þér væruð að koma hingað, sagði hann við gömlu konuna. — Þá hefðum við getað haft allt tilhúið til að taka móti yður. — Ég biðst afsökunar, svaraði hún, — en þegar ég fékk bréfið frá henni frænku minni og heyrði, að hún lægi veik, fannst mér réttast að fara tafarlaust. Eins og þér vitið, er móðir henn ar í Kanada, svo að mér finnst ég bera ábyrgð á henni á meðan. — Já, vitanlega skil ég það, svaraði hann, — Og nú, þegar þér eruð komin hingað, vona ég, að yður finnist ekkert á skorta gestrisni af okkar hálfu. — Ég vil nú ekki vera til óþæginda á heimilinu, og ég get sem bezt sofið hérna inni hjá henni Paulu, sagði hún. — O, vitleysa, sagði hann. — Hér er saum'aherbergi, sem sjaldan er notað til þess, en er oft notað sem gestaherbergi. Ég er viss um, að það getur farið vel um yður þar. Og þar er bað- herbergi við hliðina. — Þakka yður fyrir, sagði gamla konan. — Ef þér vilduð vísa mér á herbergið, vildi ég gjarna taka upp eitthvað af dót- inu mínu. Fyrir barnid Barnahúsgögn, barnarúm, barnastólar, barnagrindur, burðarrúm og fl. Litið inn þegar þér eigið leið um Laugaveginn. r var barið að dyrum og stúlkan kom inn með bakkann. — Frú Maitland sagði mér að koma með matinn handa frænku yðar hingað upp, um leið og yðar mat, sagði hún. — Það var svei mér hugul- samlegt af frú Maitland, sagði gamla konan. Maturinn var svipaður og venjulega, vatnsborið egg, skorpnuð salatblöð og tvær alltof litlar smjörklessur. Það snörlaði í gömlu konunni, þegar hún sá þetta. — Eruð þið á einhverjum megrunarkúr hérna? Og ef þið hafið einhverja eldabusku hérna, er bezt að gera henni það ljóst strax frá upphafi, að ég hef enga þörf fyrir neitt slíkt. Ég hef aldrei eyðilagt meltinguna mina með neinum nýmóðins venjum. — Ég er hrædd um, að frú Maitland finnist þetta nægileg- ur matur fyrir hvern sem er, sagði Paula þreytulega. — Hm! sagði gamla konan. — Það skulum við at'huga betur. Hún sneri sér að stúl'kunni, sem var að koma bakkanum fyrir á borðinu, við rúm Paulu. — Vild uð þér ekki segja ráðskonunni, að því miður hafi ég eðlilega matarlyst, sagði hún — og frænka mín eins. Fótbrot er eng in ástæða til að svelta sig. Viljið þér ekki biðja hana um COSPEK, Lauga frænka! SKREFI A UNDAN . . . Morris F,lTf:S Gæðaframleiðsla frá Philip SVlorris Inc. RÓSASTILKAR birki ösp og limgerðisplötur Ódýr gulvídir og glitviðir Gróðrarstöðin Garðshorn Fossvogi UNDIR VERND eftir Maysie Greig: Paula brosti ofurlitið. Hún var að hugsa um það, sem Lance hafði sagt við hana, þegar þau stóðu á gangstéttinni þarna um kvöldið, að karlmaður þyrfti að hafa konu til að gæta sín engu síður en kona þarfnaðist karl- manns til þess sama. Davíð þarfn aðist hennar ekki til þess að sjá um sig — það gerði Mavis, með allri sinni reglusemi á heim ilinu, sem hún hafði skipulagt kring um hann. Og hann þyrfti heldur ekki lengur að brjótast áfram í heiminum. Þurfti ekki að berjast fyrir tilveru sinni. En nú greip frænka fram í hugsanir hennar. — Þrjú kortér í tvö og ekkert að borða! Ránfuglsandlitið varð hörkulegt. — Ég held ég verði að fara niður .... En í sarna bili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.