Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 32
Drœtti frestað til 6. júní Landshappdrœtti Sjálfstœðisflokksins 9 V-A SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1967 Samið um steypu í Straumsvík GERÐUR hefur verið samning- ur við sænskt fyrirtæki SIAB, Svenska Industribyggnader A/B um að það taki að sér að steypa undirstöður bygginga álverk- smiðjunnar í Straumsvík. Samn- ingur þessi hljóðar upp á 200 milljónir króna og spannar grunna allra byggginganna í Straumsvík. Samkvæmt upplýsingum Halldórs H. Jónssonar stjórnar- formanns ÍSAL mun steypu- magn, sem í grunnanna fer vera um 50.000 rúmmetrar eða því sem næst álíka magn og fer í allar byggingaframkvæmdir í Beykjavík á einu ári. Hér hefur verið staddur að undanförnu framkvæmdastjóri hins sænska fyrirtækis, sem sér sérstaklega um framkvæmdir utan Svíþjóðar og hefur hann verið að undirbúa framkvæmd- ir, sem hefjast í byrjun júní. Þá gat Haildór H. Jónsson þess, að búið væri að semja við þrjú svissnesk fyrirtæki, um að reisa þær byggingar, sem vera eiga úr stáli og er sá samning- ur um það svipaðrar upphæðar og hinn. Verið er að athuga um kaup á efnisútvegun og einnig að út- boðum í fleiri verk. Gerð grunn- anna undir fyrirhugaðar bygg- ingar er nú um það bil hálfnuð. Hefur það verk gengið seinna en ráð var fyrir gert, þar eð sprengja hefur miklum mun meira en búizt var við í fyrstu. Svo sem vegfarendum er kunnugt, er leið hafa átt um Bústaðaveg hafa miklar framkvæmdir átt sér stað, þar sem verið er að sprengja Kringlumý rarbraut leið yfir í Fossvog. Er því verki senn lokið, en nýlega hófst vegarlagning í Fossvogi, sem koma mun til móts við fyrrnefndan veg. — Myndin sýnir byrjunarframkvæmdir við Reykjanesbraut, skammt frá svonefndum Sléttuvegi. (Ljósm.: Sv. Þorm.) 10.000 monns hafa vorusymnguna í GÆR höfðu yfir tíu þúsund manns skoðað vörusýningu landanna fimm í Laugardals- höllinni, en hún hefur nú verið opin í átta daga. Við spurðum 1 gær, hvað eínna mesta athygli hefði vakið á sýningunni í heild og var svarað því til, að líkön af skuttogurum og fiskiskipum hefðu vakið mikla athygli Þessi líkön eru sýnd í sýning ardeildum Austur-Þýzka- lands og PóHands. í sýningar- deild Póllands er einnig sýnd fiskihöfn, sem hefur vakið mikla athygli. Þá hafa margir skoðað vinnuvélar, sem daglega eru sýndar í gangi og stjórnað af fagmönnum. Einnig hefur Helmingi ódýrari rafstöövar ef jarðvarminn er nýttur mjög margt fólk komið að sjá fatasýningar Pólverjanna, en pólskar dömur og pólskir herrar hafa sýnt þar. í dag verða þrjár slikar fatasýn* ingar í pólsku deildinni. Einnig eru kvikmyndasýn- ingar á klukkustundarfresti 1 hverri sýningardeild allan daginn. Veftinigasalurinn er opinn allan daginn og þar er komið fyrir iistsýningu á pólskum auglýsingaspjöld- um, sem hafa vakið mikla athygli. Á myndinni, sem er frá rússnesku deild sýningar- innar, sjást nokkrir bílar, framleiddir þar í landi. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) t ÞÆTTI sínum „f hrennidepli“ í sjónvarpinu á föstudag, ræddi Haraldur Hamar, ritstjóri, m.a. við Svein S. Einarsson verk- fræðing, um möguleika á bygg- ingu jarðgufuaflstöðva á fs- landi. Sagði Sveinn m.a. að ork- an í jarðgufusrvæðunum væri svo gífurleg að óhugsanlegt væri að hægt verði að nota nema til- tölulega lítinn hluta hennar til upphitunar húsa. Ef þvi eigi að hagnýta þennan orkuforða sé ekki um annað að ræða en breyta honum í raforku sem hægt sé að flytja um landið að vild. Hann gat þess i sambandi við vatnsafl að virkjanlegt af!l væri talið um 3 milljónir kw. og að afl jarðvarmans ætti að vera sambærilegt við þetta. Nánari rannsóknir gætu jafnvel leitt i ljós að það væri meira. Jarð- gufa hefur víða verið virkjuð til raforkuframleiðslu erlendis, sagði Sveinn, m.a. á Ítalíu, Nýja Sjálandi og í Bandarí'kjunum. Reynslan af þessum stöðvum hefur verið einstaklega hagstæð, einkum hefur rekstursöryggið verið óvenjumikið. Aðspurður um kostnaðarmun við byggingu jarðgufuaflstöðvar og vatnsafl- stöðvar sagði Sveinn: Kostnað- urinn við byggingu vatnsafi- stöðva er breyti'legur eftir Dr. Bjarni Benediktsson Jónas G. Rafnar Magnús Jónsson Bjartmar Guðmundsson Gísli Jónsson Kjosendafundur á Akureyri á morgun Sveinn S. Einarsson stærð þeirra og virkjunarað- stæðum. Almennt má reikna með því að byggingarkostnaður við sæmilega hagstæðar aðstæð- ur sé átta til tólf þúsund kr. kw, og á þá lægri talan við stórvirkjanir, eins og t.d. Búr- fellsvirkjunina. Áætlanir sem ég hefi gert um byggingarkostnað jarðgufu-mótþrýstiaflstöðvar, og SJALFSTÆÐISMENN í Norður landskjördæmi eystra boða til almenns kjósendafundar í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri á morgun, mánudaginn 29. maí n.k. og hefst íundurinn kl. 20.30. Á fundinum flytja ræður og ávörp Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, Jónas G. Rafnar, alþingismaður, Magnús Jónsson, fjárm'’aráðherra, Bjartmar Guðmuindsson, alþingiemaður og Gísli Jónsson, menntaskólakenn ari. Fundarstjóri verður Jón G. Sólnes, bankastjóri. Hljómsvei* Ingimars Eydal miun leika frá kl. 20. Enn boða malm- iðnaðarmenn verkfall FÉLAG járniðnaðarmanna, Fé- lag bifvélavirkja, Félag blikk- smiða, Sveönafélag ekipasmiða og Iðnaðarmannafélag Ámies- sýslu hafa boðað verkfall dag- ana 6. júná, 13. júní og 15. júní nk. Tveir fyrstmefndu dagamiir em þriðjudagar, en hinn síðast- nefndi er fimmtudagur. Áður hafa þessi félög fellt niður vinnu samtals í 7 daga og þá í samvinnu við samskonar félög á Akureyri. Akureyrarfé- lögin eru ekki aðilar að verk- fallsboðinu nú og voru það ekki síðast. byggðar eru á verðuppOýsingum sem ég aflaði um vélar á Ítalíu, sýna að hægt er að byggja 6000 til 10.000 kw. jarðgufuafl- stöð fyrir um það bil helming þess verðs sem vatnsaflstöð kostar. Þá er það ekki síður þýð ingarmikið að þessum lága bygg Framhaid á bls. 31 Formonna verkfnllið EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær komu stýrimenn, loft- skeytamenn og vélstjórar saman til fundar í gærmorgun til að ræða viðhorfin í verkfallinu, m.a. drög að tillögu, sem sátta- semjari hafði lagt fram, þes* efnis, að málið yrði lagt fyrir gerðardóm. Voru greidd atkvæði um þessa tillögu og var hún felld. Á þessum fundi var hins veg- ar samþykkt tillaga, sem er 1 meginatriðum á þá leið, að haldið verði fast við þau fjögur atriði, er sett voru fram í síð- ustu kröfum, sem ofannefndir aði’lar lögðu fyrir skipaeigend- ur. Fundur hafði verið boðaður kl. fimm í gær, en um það leyti sem blaðið fór í prentun stóð til að fá honum frestað til kl. átta, því að klukkan fimm í gær stóðu yfir dagskráratriði vegna sjómannadagsins. Höfðað mál gegn Þorvaldi ÁKVEÐIÐ hefur verið að höfða mál gegn Þorvaldi Ara Arasyni fyrir að hafa ráðið konu sinni bana. Áður hafði læknir gefið úrskurð um, að Þorvaldur væri sakhæfur. Hvenær málið verður tekið til dóms mun yfirsakadómari ákveða og verður það ekki fyrr en eftir helgi í fyrsta lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.