Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 12
, 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1967.
„Það kostar endurreisn æru ungs manns"
- sagði Cuðmundur Hjartarson, en Hannibal neitaði
f I f FYRRI grein var skýrt frá
aðdraganda að stofnun Alþbl.-
félags Reykjavikur og þróun
mála innan þess allt til þess er
hinn frægi félagsfundur var
haldinn 13. des. 1966 þar sem
mjög skarst í odda milli Lúð-
viks Jósepssonar annars vegar
og Björns Jónssonar og Jóns
Hannibalssonar hins vegar. f
þeirri grein sem hér fer á eftir
vertfur leitast við að gera
nokkra grein fyrir gangi mála
frá áramótum og þar til klofn
ingurinn innan Alþbi. varð opin
ber og verður þá sérstaklega
leitazt við að gera ítarlega grein
fyrir undirbúningi að framboði
Alþbl. í Reykjavík.
j Þegar mesti glímuskjálftinn
var horfinn úr mönnum eftir
Tjarnarbúðarfundinn 13. des. og
fall Hannilbals við kosningu foor
manns Framkvæmdanefndar
varð smátt og smátt ljóst að
Hannibalistar hugðust ekki nota
þetta tækifæri til uppgjörs við
kommúnista heldur notfæra sér
það til þess að efla áhrif sín
innan Alþbl. með hótunum og
úrslitakostum ef ekki yrði á
tillögur þeirra fallizt. Yarð nið
urstaðan sú, að samkomulag
náðist innan framkvæmdanefnd
ar um að setja á stofn fjórar 5
manna nefndir til þess að hafa
umsjón með fjármólum, dagleg
um framkvæmdum og húsnæð-
ismálum, útgáfumálum og yfir-
umsjón með öllum framboðum.
Jafnhliða hóf tsjórn Alþbl. £
Reykjavík undirbúning að
kjöri uppstillinganefndar. Á
fundi í stjórn Alþbl. skömmu
eftir áramót var kjörin nefnd
til þess að gera tillögur til stjórn
arinnar um þær tillögur sem
hún mundi gera til fulltrúaráðs
fundar um skipan uppstillinga-
nefndar í Reykjavík. Þessa
nefnd skipuðu Gils Guðmunds
son, Guðjón Jónsson og Jón
Snorri Þorleifsson.
Þann 7. janúar sl. var svo
haldinn fundur í stjórn Alþbl.
þar sem lögð var fram tillaga
að tillögu til fulltrúaráðsins um
skipun nefndarinnar og var hún
svohljóðand'i: Sigurður Guð-
geirsson, Karl Guðjónsson, Ein
ar Hannesson Sigríður Hannes
dóttir, Hörður Bergmann, Guð-
mundur J., Imgi R. Helgason,
Guðmundur Vigfússon og Guð-
mundur Jónsson, Einn stjórnar
manna, Björgúlfur Sigurðsson
gerði tillögu um Pál Bergþórs
son, sem einnig átti sæti í stjórn
félagsins en þegar sú tillaga var
ekki samþykkt áskildi hann sér
rétt til að gera tillögu um Pál
á fulltrúaráðsfundi.
r Fundur þessi var svo hald-
inn 10. janúar. Á honum gerði
Magnús Torfi Ólafsson, for-
maður félagsins grein fyrir til-
lögum stjórnar og mæltist til
þess að nefndin yrði kosin
þannig óbreytt. Næstur tók til
máls Páll Bergþórsson, sem
kvaðst vilja skýra frá því, þar
sem Björgúlfur Sigurðsson væri
ekki mættur á fundinum, að
hann þ.e. Björgúlfur hefði ekki
greitt atkvæði þessum tillögum
og áskilið sér allan rétt. Mar-
grét Ottósd. sagði að það væri
skrýtið að formaður Sósíalista
félags Reykjavíkur skyl’di ekki
vera í þessari nefnd og gerði
hún tillögu um Pál Bergþórs-
son. Einar Bragi kvaðst ekki
sjá ástæðu til að bæta félags-
mönnum úr Sósíalistafélaginu í
nefndina og því gerði hann til-
lögu um Magnús Torfa. Sá síð-
astnefndi benti hins vegar á,
að viðkomandi persóna væri í
margnefndu félagi. Úrslit kosn
inganna urðu á þann veg að
Guðmundur J. fékk 92 atkv.
Guðmundur Jónsson 91, Einar
Hannesson 88, Sigurður Gúð-
geirsson 88, Hörður Bergmann
87, Guðmundur Vigfússon 87,
Ingi R. 84, Sigríður K. nesd.
83 og Karl Guðjónsson 75. Aðr
ir sem fengu atkv. voru Magnús
Torfi 28, Jón Tím. 28 og Páll
Bergþórsson 23.
Þar með lauk fyrstu lotunni
í uppstillingarstríði Alþlbl. í
Reykjavík og kom síðar í ljós
að Hannibalistar áttu meiri
hlutafylgi að fagna í þessari
nefnd.
Fundur i Framkvæmdanefnd
— Alfrcp gerir uppsteit
Fundur hafði ekki verið hald
inn í framkvæmdanefnd Alþbl.
frá formannskosningunni og
þar til hinn 14. janúar en fyrir
þann fund höfðu samningar
tekizt bak við tjöldin um skipan
fjögurra nefnda til þess að fara
með málefni Alþbl. Á fundin-
um báru þeir Guðmundur Hjart
arson, Guðmundur Vigfússon
og Gils Guðmundsson upp fyrr
nefnda samkomulagstiil. en þá
brá svo við að Alfreð Gíslason
snerist öndverður gegn henni.
Kom þá í ljós að Alfreð hafði
ekki verið látinn vita um sam-
komulagið og er það einkenni
á vinnubrögðum Hannibals að
bafa sem minnst samráð við
nánustu stuðningsmenn sína um
slík mál. Alfreð lagði fram til-
lögu um eina 5 manna yfir-
nefnd og kvaðst mundi standa
fastur á henni, hann mundi ekki
láta sparka í sig í fjórða sinn
og ef þessi tillaga yrði felld
mundi hann ekki taka frekari
þátt í störfum nefndarinnar. Við
þessi orð Alfreðs stóð Hanni
bal upp og hélt föðurlega ræðu
en kjarni hennar var sá að ekki
væri enn fullreynt hvort sam-
starf gæti haldist átfram.
Þá tók til máls Jón Hanni-
balsson. Ræddi hann um kjör
Guðmundar Hjartarsonar sem
formanns Framkvæmdanefndar
og sagði að það væri ekki ein-
stakt tilfelli heldur kafli í
langri sögu, sem hefði hafizt
með vinnubrögðum Sósíalista-
félagsins innan Alþbl. Því
hefði verið fylgt eftir með vali
á mönnum í framkvæmdanefnd
á landsfundinum, með hundsun
um Lúðvíks á tilmælum Hanni-
bals og fleiri um að hann tæki
ekki kjöri sem varaformaður
Sósíalistatflokksins, sem væri
Alþbl. skaðlegt og í sama dúr
hefði verið er menn sem gegndu
trúnaðarstörfum fyrir Alþbl.
hefðu tekið sæti í miðstjórn og
framkvæmdanefnd fyrir Aiþbl.
hefðu tekið sæti í miðstjórn og
framkvæmdanefnd Sósíalista-
flokksims. Að lokum hefði þei
klikkt út með kjöri Guðmundar
Hjartarsonar og væri stefnt að
því atf annarlegum ástæðum að
sannfæra fólk um að Alþbl.
væri kosningaapparat sem Sósí-
ali'staflokkurinn réði en undir
því merki væri það pólitískt
feigt. Hins vegar kvaðst hann
hafa nokkra þolinmæði enn til
þess að sannreyna hvort sam-
starf gæti tekizt. Við atkvæða-
greiðslu var tillaga Alfreðs
felld með 12 atkv. gegn 1 og
gekk þá Alfreð Gíslason af
fundi og lýsti því yfir að hann
tæki ekki framar þátt í störf-
um framkvæmdanetfndar. Jón
Hannibalsson gekk einnig af
fundi en gatf enga slíka yfirlýs-
irtgu.
Baktjaldamakk.
Eftir sprenginguna f des.
hafði Alþbl.mönnum nú tekizt
að breiða yfir mesta ósamkomu
lagið í framkvæmdanefndinni
og koma á fót uppstillingar-
nefnd í Reykjavík. Hófst nú
timabil langvarandi baktjalda-
makks sem stóð allt fram á
síðustu stund eða klukkutíma
áður en hinn frægi Tónabíós-
fundur hófst.
Ýmsar blikur voru á lofti í
framboðsmálum Alþbl. aðrar
en í Reykjavík. Lúðvíik Jóseps-
son hatfði um nokkurt skeið
haft töluverðan áhuga á tð
skipta um kjördæmi og kom-
ast í framlboð í Reykjanesi. Mun
Lúðvík hafa talið að með þessu
móti gæti hann styrkt stöðu sína
verulega og hatfði fengið til liðs
við sig Ólaf Jónsson í Kópa-
vogi, sjáltfsagt með því að lofa
honum 2. sæti listans. Karl Guð
jónsson hafði neitað að vera í
framboði í Su’ðurlandskjördæmi
og töldu menn ástæðuna fyrir
því vera þá, að hann hefði auga
stað á sæti í Reykjavík eða
Reykjanesi. Rætt var um þann
möguleika að Gils færi fram í
Reykjavík ef Lúðvík færi á
Reykjanes. í Reykjavík héldu
Hannibalistar fast við þá línu
að þeir mundu aldrei fallast á
að Magnús Kjartansson tæki
1. sæti í Reykjavík. Ræddu þeir
um annað hvort Guðmund Vig
fússon eða Magnús Torfa Ólafs
son í það sæti.
Hannibalistar höfðu um nokk
urt skeið grunað Karl Guðjóns
son um græzku. Hann hefði ver
ið staðirm að leynimakki við
Lúðvík Jósepsson í sambandi
við deilurnar innan Fram-
kvæmdanefndar og allar athafn
ir hans um nokkurt skeið höfðu
þótt mjög einkennilegar og jafn
vel talið að hann væri að von-
Grunaður um græsku.
ast eftir góðu verði hjá komm-
únistum annað hvort í sambandi
við framboð í Reykjavík eða
á Reykjanesi.
Uppstillingarnefndin hafði
kjörið þriggja manna undir-
nefnd til þess að ræða við þá
sem listann skipuðu 1963 og
voru í þeirri nefnd Guðmundur
J. Guðmundur Vigtfússon og
Karl Guðjónsson. Þegar nefnd
þessi ræddi við Einar Olgeirs-
son kyaðst hann eiga rétt á því
eftir 30 ára fórnfúst starf að
draga sig í hlé en þar sem allt
væri í óvissu um framboðsmál-
in áskildi hann sér rétt til þess
að halda áfram, jafnvel þótt
slík ákvörðun yrði tekin á síð-
ustu stundu. Þetta þýddi í raun
að Einar vildi ráða eftirmanni
sínum. Eðvarð Sigurðsson virt-
ist njóta lítils stuðnings til á-
framhaldandi þingsetu og ræddi
nefndin við hann um það að
hann drægi sig í hlé en hann
kvaðst ekkert hafa hugleitt það
mál né látið sér detta í hug að
hugsa um það. Alfreð Gíslason
kvaðst ætla að hætta en benti
á Árna Björnsson lækni í sinn
stað. Rætt var við hann, en
hann neitaði.
Þrátt fyrir illan bifur Hanni
balista á Karli Guðjónssyni var
honum samt falið að setja fram
kröfu Hannibalista innan upp-
stillinganetfndarinnar. Átti hann
að setja fram kröfu um það að
„hreinir" Alþbl.menn skipuðu 1.
og 4. sæti listans en 2. og 3.
sæti yrði fyrir sitt hvorn arm-
inn. Skv. því yrði listinn t.d.
skipaður á þennan veg 1. Guð-
mundur Vigfússon 2. Jón Hanni
balsson 3. Magnús Kjartansson
4. Magnús Torfi Ólaflsson eða
Guðjón Jónsson. Með þessari
tillögu ætluðu Hannibalistar að
ná forskoti í baktjaldamakkinu
og settu daemið upp á þann veg,
að kommúnistar ættu erfitt með
að hafna Guðmundi Vigtfússyni
í 1. sætinu en þeir mundu hins
vegar gera kröfu um Magnús
Kjartansson í 2. sætið. Því
mundu Hannibalistar hafna en
bjóða hins vegar Magnúsi 1.
sætið að því tilskyldu að Jón
Hannibalsson fengi 2. sætið.
Karl Guðjónsson hatfði hins veg
ar þann hátt á,að han-n setti
strax fram kröfu um öruggt
sæti fyrir Jón án þess að gera
frekari grein fyrir hugmynd-
um Hannibalista um uppbygg-
inigu listans. Mun Guðmundur
J. hafa spurt Karl að því, þegar
hann setti fram þessa kröfu,
hvort hann væri geggjaður.
Hinn 13. marz sl. bom full-
skipuð uppstillingarnefnd sam
an til fundar og kom þá Karl
Guðjónsson loksins á framfæri
tillögu Hannibalista um skipan
fjögurra efstu sætanna og var
sú tillaga felld á jöfnum at-
kvæðum. Síðan fór fram skoð-
anakönnun innan nefndarinnar
um skipan etfstu sætanna.
Guðmundur J. saigði: 1. Magn
ús Kj. — Sverrir Júlíusson —
Eðvarð — Ingi R. — JBH.
Sigurður Guðgeirsson sagði:
Magnús Torfi — MKj. — Eðv-
arð — Sverrir — Ingi R. —
JBH.
Guðmundur Vigfússon sagði:
Eðvarð — Vésteinn Ólafsson —
MKj. — MTÓ. — Sverrir —
JBH.
Hörður Bergmann sagði: MKj
•— JBH — Eðvarð — „ég sjálf-
iu“ eða Sverrir.
Sigrclður Hannesdóttir sagði:
Guðmundur Vig. — JBH. —
MKJ. — Hörður Bergm. —-
Sverrir. Karl, Einar Hannesson
Hann ágirndist Reykjanes.
og Ingi R. létu ekkert uppi.
Eftir þennan fund gerðust
þau táðindi að Guðmundur
Hjartarson gengur á fund Hanni
bals Valdimarssonar oig segir
honum að Sósíalistaflokkurinn
sé reiðubúinn til þess að fallast
á Jón Hannibalsson í 2. sæti en
það kosti — það kosti „endur-
reisn æru“ ungs manns — Inga
R. í 4. sæti listans. Hannibal
þverneitaði og sagði að listinn
í Rvík væri ekki fyrir menn
sem hefðu hrakizt úr öðrum
kjördæmum.
Það sem síðan gerðist liggur
orðið nokkuð ljóst fyrir. Komm
únistar hafa ákveðið að fresta
endanlegri ákvörðun um fram-
boðið í Reykjavík þar til önnur
framboð séu fram komin og þá
sérstaklega framboð Hannibals
á Vestfjörðum og Björns Jóns»-
sonar á Norðurlandi eystra. Þeir
þvæla uppstillingarmálunum 1
Reykjavík áfram en síðar er
orðið ljóst að þeir hafa frá upp
hafi ætlað að ganga á milli bols
og höfuðs á Hannibalistum.
Helgina fyrir Tónabíósfundinn
fræga reyndu Hannibalistar
ýmsar leiðir til samkomulags.
Á síðustu stundu var reynt að
fá Alfreð aftur í 2. sætið en það
mistókst. Gert var sáttaboð um
Einar Hannesson (þjóðvarnar-
mann) í annað sæti og Jón H.
í 4. Þvi var einnig hafnað. Tóna
bíósfundurinn skar úr. Komm-
úni’star unnu glæsilegan sigur.
Hannibalistar sátu eftir með
sárt ennið.
Eftirieikurinn.
Hannibalistar höfðu alla
möguleika á að halda þeim á-
hritfum, sem þeir í upphatfi náðu
í Alþbl. félagi Reykjavíkur. En
þá hefur jafnan skort skipulagn
ingu og starf meðal þess fólks,
sem hetfur stutt þá. Þeir hafa
verið menn stórra orða og úr-
slitakosta en þegar á hefur
reynt hafa þeir að jafnaði lypp
ast niður. Eftir Tónabfósfund-
inn benti allt til þess, að svo
mundi einnig fara að þessu
sinni. Hannibal gaf enga yfir-
lýsingu á Tónabíósfundinum,
sem benti til þess að hann sjálf
ur mundi hafa forustu um að-
gerðir vegna þeirrar auðmýk-
ingar sem fyrst og fremst hann
hafði orðið fyrir. Þó hafði verið
um það rætt meðal stuðnings-
manna hans að hann segði af
sér formennsku í Alþbl. ef
Hannibalistar töpuðu þessum
fundi. Það gerði hann ekki.
Björn Jónsson gaf hjartnæma
yfirlýsingu í útvarpsumræðum
um samheldni Alþbl. Og nokkr
um dögum eftir Tónabíósfund-
inn var orðið ljóst að Hannibal
mundi ekkert gera. Þá tóku
nokkrir ungir menn úr stuðn-
ingsliði Hannibals til sinna ráða
m.a. sá sem persónulega hafði
um sárast að binda Jón Hanni
balsson og boðuðu til almenns
fundar Alþbl.manna um málið.
Sá fundur setti skriðuna af
stað.
Þegar hins vegar skriðan var
kominn á stað tóku hinir eldri,
sem ekki höfðu þorað að láta
til skarar skríða, málið í sínar
hendur með þeim afleiðingum,
sem nú eru alkunnar.
Atburðirnir ! Alþbl. síðustu
vikur eru hápúnktur langvar-
andi valdabaráttu og persónu-
legrar togstreitu innan þess.
Línurnar hafa í þeim efnum
aldrei verið skýrar milli svo-
nefndra Hannibalista og komm
únista, þótt sú skipting hafi ver
ið notuð til þess að málið yrði
skýrara fyrir almenningi. Ýms-
ít menn sem Hannibalistar hafa
talið sína menn hafa genigið til
liðs við kommúnista og öfugt.
Þá hetfur heldur ekki þótt á-
stæöa til þess í þessum greinum
að skýra frá þeim innbyrðdis á
tökum sem verið hafa í hópi
kommúnista sjálfra, þar sem
það hefur ekki meginþýðingu i
sambandi við þetta mál. Hitt er
alVeg ljóst að Sósíalistatflokk-
urinn er klofinn til grunna. Það
er hins vegar ástæða til að
leggja áberzlu á það að í öll
þau ár, sem deilurnar innan
Aiþbl. hafa staðið hefur aldrei
verið um máletfnaágreining að
ræða. Það er einnig ástæða til
að leggja áherzlu á, að fram-
boð Hannibals í Reykjavík
verður til þess að styrkja ýmsa
frambjóðendur úti um land sem
honum eru andsnúnir. öng-
þveitið í Alþbl. hetfur því náð
hámarki. Hvað af því rnuni
leiða skal ekki spáð um hér.