Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1967. Úr stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN telur enn sem fyrr, að efla beri samtök hinna Sameinuðu þjóða og norræna samvinnu og verði einnig stefnt að aukinni þátttöku íslands í aðstoðinni við þróunarlöndin. Unnið verði markvisst á alþjóðavettvangi að viðurkenningu á einka- rétti íslendinga til fiskveiða á landgrunninu og að öðru leyti að nauð- synlegri fiskirækt og friðun fiskistofna við landið til að forðast ofveiði. SJÓMANNADAGURINN í Vestmannaeyjum fór hið bezta fram, en meö nokkuð óvenju- legu sn.Vi. Á laugardag fóru fram skemmtiatriði við höfn- ina og kepþt í kappróðri, koddaslag, tunnuboðhlaupi og fleiru. Siöast en ekki sizt var sjo- skíðasýning og var niyndin tekin af henni. Ljósm.: Sigur- geir. Deílur Israels og Araba raeddar í Öryggisráðinu — Skipzt á skotttm í gær. Arabar hóta að taka fyrir olrusölu til Vesturlanda, styðji \mvk Israel j Tel Aviv, Kaíró, 29. maá. j —AP-NTB — " + ARABAR og fsraels- menn skiptust á skotum í 40 mínútur í dag og er það í fyrsta sinn, sem kemur til vopnaviðskipta í yfirstand- andi deilu þeirra. Á sunnu- dag höfðu ísraelsmenn tekið til fanga fimm egypzka her- menn, er höfðu farið inn á ísraelskt landsvæði á Gaza- svæðinu. ? Öryggisráð Sameinuðu þjóð anna kom saman í dag, til þess að ræða deiluna og mæltist full- * trúi Bandarikjanna þar eindreg- ið til þess, að Egyptar leyfðu áfram frjálsar siglingar um Akaba-flóa. ? Levi Eskhol, forsætisráð- herra fsraels, sagði á þingfundi í dag, að hann hefði ástæðu til að ætla að stórveldin Bandaríkin og Bretland — og önnur lönd, mundu gera ráðstafanir til þess að fjarlægja hindranir Egypta í Akaba-flóa og tryggja að sigling- ar um flóann verði áfram frjáls- ar. Það vakti athygli á þinginu, að Ben Gurion, fyrrum for- sætisráðherra, sem fremur hefur verið fylgjandi því, að Aröbum sé sýnd full harka — lagði það til málanna að menn færu að öllu með gát og forðuðust vopna- viðskipti í lengstu lög. t Nasser, forseti Egyptalands, svaraði yfirlýsingu Eskhols með því að segja, að Egyptar litu á Bandaríkin og Breta sem óvini sina, úr því löndin hefðu tekið afstöðu með ísrael. Einnig til- kynnti hann, að Sovétríkin hefðu heitið Aröbum aðstoð. Nasser forseti sagði, að ljóst væri orðið, að Arabar ætítu ekki fyrst og fremst í höggi við ísraelsríkí, heldur Vesturveldin, sem hefðu komið því ríki á lagg- irnar árið 1948. Deilan stæði Framhald á bls. 31 VIDREISN ÍVERKI Tónlisf Almennir kjósendafundir á Austurlandi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efnir til almennra kjósendafunda á Austurlandi sem hér segir: Eskifirði, laugardaginn 3. júní kl. 16.00. Neskaupstað, laugardaginn 3. júní kl. 21.00. Seyðisfirði sunnudaginn 4. júní kl. 16.00. Ræðumenn verða Jóhann Haf- stein, dórnmálaráðiherra, Jónas Pétursson, alþm., og Sverrir Her- mannsson, viðskiptafræðingur. Austfirðingar eru hvattir til þess að fjölmenna á kjósenda- fundina. ÁRIÐ 1963 var sett löggjöf um opinberan stuðning við tónlistarskóla, en áður höfðu engin slík lög verið til — og ríkti því oft mikil óvissa um rekstur og af- komu slíkra skóla. Sam- kvæmt hinum nýju lögum mun ríkið greiða % af kostnaði við viðurkennda skóla á þessu sviði; sveitar félög greiða síðan að jafn- aði annan þriðjung og skólagjöld ásamt öðrum styrkjum standa undir síð- asta þriðjungnum. Með lög gjöf þessari hefur komizt mun meiri festa á rekstur tónlistarskólanna, og í framhaldi af lagasetning- Vel heppnað vormot í Félagsgarði n>esk;jördæmí efndu til vormóts j skemmtiatriði og að lokum stíg- að Félagsgarði í Kjós sl. laug- ardag. Þar flutti Jóhann Haf- stein dómsmálaráðherra ræðu, en ávörp fluttu Oddur Andrésson bóndi, Matthias A. Mathiesen al- þingismaður og Pétur Benedikts- eon bankastjóri. Síffan voru in dans. Húsfyllir var á vor- mótinu og mikill áhugi ríkjandi á að gera sigur Sjálfstæðisflokks- ins sem glæsilegastan í Reykja- neskjördæmi í komandi kosning- um. unni hefur stuðningur rík- isins við þá aukizt úr rúm- les?a einni millj .kr. í 3.4 millj. kr. árið 1966. Á þessu ári eykst stuðningurinn enn. Hafa skólarnir stækk- að verulega og kennsla í þeim verið bætt og sam- ræmd, auk þess sem nýir skólar hafa komið til sög- unnar. Engin stefnubreyting í skattarannsóknum GUÐMUNDUR Skaftason skatta rannsóknarstjóri hefur sagt starfi sínu lausu svo og þrír aðr- ir starfsmenn skattarannsóknar- deildar. f yfirlýsingu frá fjár- málaráðuneytinu segir: „Með stofnun Skattarannsókna deildar var ákveðið að gera skipulagsátak til að uppræta skattsvik. Hefur þegar orðið miki'll árangur af starfi deildar- innar, sem er fyrst og fremst að þakka skynsamlegum vinnu- brögðum skattarannsóknastjóra. í>að hefur verið mikið og erfitt verkefni að leggja grundvöll að þessari nýju starfsemi og því ánægjulegt að jafn hæfur og vel menntaður maður og Guðmund- ur Skaftason fékkst til að vinna þetta brautryðjendastarf. Harm- ar ráðuneytið að fá ekki notið starfskrafta hans áfram. Ekki hefir verið um ágreining að ræða milli ráðuneytisins og skatta- rannsóknarstjóra. Hefur ráð- herra ítrekað leitað eftir að fá hann til að faila frá lausnar- beiðni sinni og hefur af þeim sökum dregizt að staðan væri auglýst. Um uppsagnarfrest þriggja starfsmanna deildarinnar er það að segja, að menn þessir réðu sig fyrst og fremst með það í huga að undirbúa sig undir að fá rétt indi sem löggiltir endurskoðend ur. Einn hefur lökið undirbúnings tíma sínum og sagði hann upp af þeim sökum en tveir hafa sagt upp af öryggisástæðuwi, ef í em bætti skattarannsóknarstjóra veldist maður, sem ekki hefði þá menntun er veitti þeim réttindi til undirbúnings prófi í löggiltri endurskoðun. Þótt erfitt sé að missa góða og þjálfaSa starfsmenn munu nýir ráðnir þegar í stað og áherzla á það lögð að hin mikiivæga starf- semi skattarannsóknardeildar lamist ekki á neinn hátt. Má al framangreindu vera Ijóst, að upp sagnir starfsmanna eiga sér eðli- legar orsakir og benda ekki til glundroða eða stefnubreytingar i skattaeftirliti". Tvö 6 ára börn fyrir bifreiðum TVÖ börn hafa orðið fyrir slysum í umff t/j'inni hér i borg- inni siðustu daga. Sex ára telpa hljóp í veg fyrir bifreið, sem var á leið norður Eskihlíð, sl. laugardag. Hún lenti fyrir öðru frambrettinu, og kastaðist upp á gangstéttina. Telpan var flutt í Slysavar'ðstofuna og þaðan í Landakotsspítala. Hún hafði hlotið meiðsli á hö'/ði, en ekki mjög alvarleg. Sex ára drengur hljóp einnig í veg fyrir bifreið. Það skeffi á Kaplaskjólsvegin- um, seinnipartinn í gær. Drengurinn lenti á hlið bif- reiðarinnar og féll í götuna. í Slysavarðstofunni kom í l'jós, að hann hafði hlotið höfuðmeiðsli og var hann sendur í Landakots- spítalann. Hvorug þessara bif- reiða var á óeðlilega mikilli ferð. Nú er aðal leiktími barnanna haf inn, og það má hvarvetna sjá þau á harðahlaupum, ekki síður á Framhald á bls. 31 Framboðsfundir ú Vestfiörðum SAMEIGINLEGIR framboðs- fundir stjórnmálaflokkanna í Vestfjarðarkjördæmi verða sem hér segir. 30. maí verða fundir á Bíldu- dal og Þingeyri kl. 8.30, 31. maí á Flateyri og Suðureyri kl. 8.30, 1. júní í Boiungarvík og Súða- vík kl. 8.30 og 2. júní á ísafirði kl. 8.30. Frambjóðendur allra flokka tala á þessum fundum. Framboðsfundir á IMorðurlandi vestra FRAMBOÐSFUNDIR á Norður- landi vestra verða sem hér seg- ir: Húnaveri 30. maí kl. 14.00. Blönduósi 30. maí kl. 20.00. Skagaströnd 31. maí kl. 20.00. Steinstaðaskóla I Lýtingsstaða^ hr. 1. júni kl. 14.00. Hofsósi 1. júní kl. 20.00. Siglufirði, 2. júnl kl. 20.00. Sauðárkróki 4. júní kl. 20.00. Kjörskrárkœrur KJÓSENDUR eru hvattir til að athuga, hvort þeir eru á kjörskrá. Rétt til þess að vera á kjörskrá í Reykjavík hafa ailir þeir. sem þar voru busettir 1. des. sl. og verða 21 árs eigi síðar en á kjördegi. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Lækjargötu 6B, aðstoðar /ið kjörskrárkærui. Skrifstofan er opin daglega frá 10—10 Upplýsingar um kjöskrá eru veittar í síma 20671. Kjörskrárkærur sérstaklega á mil'li 9—5 í síma 24940. Utankjörstaðakosning UTANKJÖRSTAÐAKOSNING ter fram í Melaskólanum daglega kl. 10—12. 2—6 og 8—10 nema sunnudaga kl 2.—6. í»eir sem fjarstaddir verða á kjördag eru hvattir til þess að kjósa. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Lækjargötu 6B. símar 19709 og 16434. Veitir allar upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.