Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 12
12 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1967. Erfitt að fóta sig á föstu eftir 119 daga öldudans Sir Francis Chichester akaft fagnao í Plymouth eftir hnattsiglinguna Plymouth, 29. maí (AP—NTB). SÆGARPURINN sir Francis Chichester hvílir sig nú í Sir Francis á siglingu fyrir sunnan England. Myndin var tekin úr flugvél þegar sægarpurinn átti um 400 mílur ófarnar. Astor House í Plymouth aS lokinni siglingu sinni um- hverfis hnöttinn einn sins liðs í seglskútunni ,Gipsy Moth IV". Kom sir Francis til Plymouth skönunu eftir sólsetur í gær, sunnudag, og haf ði þá verið 119 daga á leið- inni frá Sydney í Astralíu. Chichester lagði af stað 1 hnattferð sína frá Plyrnouth hinn 28. ágúst í fyrra, og sigldi þá suður fyrir Afríku og til Sydney í Ástralíu á 107 dögum. Á þeirri leið hreppti hann hið versta veður við Tasmaníu og meiddist á hand legg þegar fiskibátur sigldi á skútuna undan Viktoríuströnd í Ástralíu. í>á má einnig geta þess að sœgarpurinn hélt upp á 65 ára afmæli sitt um borð hinn 17. september. Til Sydney kom Chichester 12. desember í fyrra, og tók hvíldinni feginsamlega. Dvaldi hann um kyrrt þar til hinn 29. janúar s.l. er hann lagði af stað í seinni éfanga hnattsiglingarinnar. Tveimur dögum áður hafði Chichester fengið „sir" fyrir framan nafnið sitt þegar Elisabeth Bretadrottning aðlaði hann fyrir frábæra sjóomennsku. Það þótti öruggara að styðja sir Francis þegar hann sté á land í Plymouth eftir 119 daga siglingu frá Ástralíu. FYRIR S-AMERÍKU Við brottförina frá Ástra- líu voru margir, sem spáðu því að sir Francis kæmist aldrei á leiðarenda. Sigling- arleiðin fyrir Suður-Ame- ríku er talin versta veðravíti, sem fyrir finnst, og hefur reynzt mörgum stærri og bet ur búnum skipum erfið. Strax eftir brottförina frá Sydney lenti sir Francis í óveðri og þvínæst í stillilogni, Framhald á bls. 10 Suður um höfin... Gíæsilegasta ferð sumarsins er án efa 27 daga sjóferS til Miðjarðarhafsins með Regina Maris, hinu stórglæsilega vesturþýzka skemmtiferðaskipi. Alit kapp hefur verið lagt á að gera þessa ferð sem ógleymanlegasta fyrir þátttak- endur. Þótt lítið hafi verið gert af því að auglýsa ferðina, eru þegar komnir hátt á annað hundrað þátttakendur, en skipið fekur 280 farþega. Lagt verður af stað frá Reykjavík 23. sept. og komið heim aftur 19. okt. Aðalviðkomustaðimir eru La coruna—Tangier — Aþena — Beirut — Napoli — Cadis — Lissabon — Reykjavík. Lœgsta fargjald er kr. 28.730, en hæsta 37.800 og er fullt fæði innifalið í verðinu. Allir ferðast á sama far- rými, f 1.2. eða 3. manna klefum. fslenzkur læk'nir og hjúkrunarkona verða um borð, og sex reyndir fararstjórar. Gefinn hefur verið út sérstakur, litprentaður bæklingur um þessa ferð, en á næstu síðu verður rakið í stórum dráttum hvernig dögunum um borð og í landi verður varið. Pantið far sem fyrst Regina Maris kemur til Reykjavíkur 1. júní og hýður L'dnd & LeiSir almenningi aff skoffa skipið 1. og 2. júní, og verður nánar sagt frá því síöar. LÖND & LEIÐIR, Aðalstræti 8,simi 24313

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.