Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1967.
Bl LALEIGAN
¦ FERÐ-
Daggjald kr. 350,-
og pr, km kr. 3,20.
SÍAff 34406
SENDU M
MAGINUSAR
SKIPHOITI21 SÍMAR 21190
eftirlokunsimi 40381 "
•8,M11-44-44
IMUIBIR
Hverfisgötn 103.
Simi eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 Og 36217.
SPflRlfl TIMA
ir-----•*
-'B/lAtr/lFA/l
RAUÐARARSTÍG 31 SlMI 22022
FJaðrlr, f}aðrablö!5. hl.ióffkútar
púströr o.fl varahlutir
1 margar gerðir bifreiða.
Bílavörubuðin FJÖDRIN
Laugavegi 168. — Simi 24180.
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar,
Guðmundar Péturssonar,
Guðlaugs Þorlákssonar,
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar 12002 . 13202 - 13602.
Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl.
og Einar Viðar, hrL
Hafnarstræti 11 — Sími 19406.
GOLFBOLTAR
gefa meiri
högglemgd.
P. EYFELD
LAUGAVEG 65.
Skíðaskólinn
í Kerlingafjöllum
Sími 10470
mánud. — föstud. kl. 4—6,
laugard. kl. 1—3.
':::"""fi:i:fr'iif'íriii"frf
i=i
^ Ljósmóðurinni
mótmæ'lt
Sunnudaginm 21. maí
birtist hér bréf frá „Ljósmóð-
ur", þar sem meðal annars var
fjallað um plastlykkjulögn í
Ieg, getnaðarvarnatöflur og
líkamsæfingar um meðgöngu-
tímann.
Svö fór sem Velvakanda
grunaði, að einhverjir yrðu til
þess að mótmæla skoðunum
ljósmóðurinnar, og kemur hér
bréf frá „Lækni" (á bak við
það heiti er einn þekktasti
læknir borgarinnar):
„Kæri Velvakandi!
Aðeins nokkur orð út af
bréfi „ljósmóður" í pistli þín-
um fyrir nokkru. Augljóst er
af skrifum þessum, að viðkom-
andi „Ijósmóðir" er mjög svo
fákunnandi, að ekki sé meira
sagt, um efni það, sem hún vel-
ur sér til ritsmíðar sinnar.
Margt hefur breytzt síðan hún
staðnaði í fræðum sínum, og
ráðlegg ég henni eindregið að
setjast aftur á skólabekk og
nema betur, áður en hún næst
fleiprar opinberlega um mál-
efni af algjörum þekkingar-
skorti.
Læknir".
^ Vng móðir svarar
líka
„Ung móðir" skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Oft hefur mig langað til að
skrifa þér, en ekki orðið af.
Núna get ég ekki setið á mér.
Veit þessi Ijósmóðir, um
hvað hún er að tala í sam-
bandi við afslöppun og
sársaukalausa fæðingu? Það er
fyrst og fremst sú fræðsla,
sem konan fær á þessu nám-
skeiði, er gerir henni kleift að
vinna með náttúrunni, en ekki
á móti. T.d. sú kona, sem elur
barn, og veit ekki, hvernig
fæðingin gengur fyrir sig stig
af stigi, er ósjálfrátt hrædd,
þegar hún finnur verkina. Ótt-
inn skapar spennu, allir vöðvar
verða stífir, og þetta orsakar
L
ATVINNUREKENDUR — LAUNÞEGAR
VINNUMIÐLUN
Höfum stofnsett VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFU
í AUSTURSTRÆTI 17 (Silla & Valda-húsinu).
Markmið okkar er:
að safna á einn stað tilboðum og umsóknum um
hvers kyns stöður og störf, svo og öllum upplýsing-
um og meðnrælum þar að lútandi, svo að atvinnu-
veitendur og þeir er leita atvinnu, þurfi einungis
að snúa sér til skrifstofunnar.
Slík VINNUMIÐLUN sparar tíma, fé og fyrirhöfn.
KOMIÐ — HRINGIÐ — SKRIFIÐ.
Kynnið yður hina nýju, þörfu þjónustu.
Höfum þegar nokkur atvinnutilboð og umsóknir.
VINNUMIÐLUNIN
Austurstræti 17, II hæð. — Símar: 14525 - 17466.
IVVÖRUSÝNING
aðal-sársaukann. Ef konan er
aftur á móti vel undir þetta
búin og óttalaus, þá eru allir
vöðvar slakir og mun auðveld-
ara fyrir barnið að fæðast, —
og eðlilega minni sársaukL
I>að er svo mikið undir hugar-
ástandi konunnar komið, hvort
hún gengur út í þetta með til-
hlökkun eða full ótta.
Þetta er að mánum dómi aðal
uppistaðan í þessari afslöppun.
Og ég tel hvorki, að það sé
tímafrekt né dýrt að sækja
fræðslu um þetta á með-
göngutímanum. Hitt er svo
annað mál hvort konan notar
sér það, sem hún hefuT lært.
Það er allt undir henni sjálfri
komið.
— Ung móðir".
jr; Fyrirlestrar leik-
stjóranámskeiðsins
verði einnig
handa almenningi
Leikhúsgestur" skrifar:
„Kæri Veflvakandi!
Mig langar til að skrifa þér
nokkrar línur af brýnu tilefnL
Nú stendur fyrir dyrum leik-
stjóranámskeið hér í borg, og
boðið er til þess ýmsum merk-
um, erlendum leikhúsmönnum.
J>egar þetta var kunnugert I
upphafi, er ekki laust við, að
fiðringur hafi farið um ýmsa
áhugamenn hér að eiga þess
kost að hlusta á fyrirlestra ein-
hverra þessara manna. En þv!
miður er svo að sjá, að leik-
stjórarnir einir, rúmur tugur
að tölu, eigi að verða þessa að-
njótandi, engir aðrir, hvorki
starfandi leikarar, leiktjalda-
málarar, höfundar né aðrir
áhugamenn. Heimsókn þessa
fólks er einstæður viðburður
og gæti orðið íslenzkri leik-
mennt mikil lyftistöng, þvi
meiri sem fleiri nytu hennar.
Ég vfldi því beirna þeim til-
mælum til undirbúningsnefnd-
ar námskeiðsins, að hún sj'ái
til þess, að þessi hluti þess, þ.e.
fyririestrarnir, verði jafnframt
ætlaðir almenningi, umræður
að þeim loknum gætu svo far-
ið fram innan námskeiðsins
sjálfs. Ég er viss um, að hinum
erlendu þátttakendum þættl
það ekki lakara.
Virðingarfyllst,
Leikhúsgestur".
80 ferm. skrifstofuhúsnæði
til leigu í nýju húsi við Miðbæinn. Góð bílastæði.
Upplýsingar veittar hjá
STRANDBERG, heildverzlun
Hverfisgötu 76 (ekki í síma).
Ws. „Kronprins Frederik"
fer frá Reykjavík fimmtudaginn 1. júní til Færeyja
og Kaupmannahafnar.
66
IU^s. 99Kala Priva
fer frá Reykjavík laugardaginn 3. júní til Færeyja
og Danmerkur.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
Símar: 13025 — 23985.
20.MAI-4.JÚNÍ ÍÞRÓTTA- OG SÝNINGARHÓLLIN
LAUGARDAL OPID FRÁ KLUKKAN 14-22 ALLA DAGA
í DAG opið klukkan 14 tU 22.
Stórt vöruúrval frá fimm löndum.
Vinnuvélar sýndar í gangi.
Bílasýning.
Fimm kvikmyndasýningar: Kl. 5 — 16 —
17 — 19 — 20.
Tvær fatasýningar: Kl. 18 og 20.30.
Með pólskum sýningardömum og herrum.
K" ATTPST"RFlN"AlVr pólland tékkóslóvakía
ZZZI—J— t.ttÍtt SOVÉTRÍKIN UNGVERJALAND
REYKJAVIK 1967 ÞÝZKA ALPÝDULÝDVELDID