Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 32
9 V-A núrtcthh m^mmWMbih Drœtti frestað til 6. júní Landshappdrœtti Sjálfsfœðisflokksins ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1967 Hvalveiðarn ar eru hafnar Tvœr langreyðar höfðu veiðzt í gœrdag :•;'-:¦ íssíísj '*•' f * il HVALVEIBARNAR eru hafnar. Hvalbátarnir fjórir héldu á mi3- in frá Reykjavik sl. sunnudag og um 3 leytið í gærdag höfðu veiðzt tvær langreyðar, að því er Loftur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Hvals hf., tjáði blaðinu. Loftur sagði, að hvalbátarnir hefðu nú farið á veiðar nokkru seinna en í fyrra, en þá héldu þeir á miðin 22. maí. Hann kvaðst ánægður með byrjunina. Um verð á hvallýsi sagði Loft- ur, að það fylgdi hlutfallslega verði á síldarlýsi. Verð á hvalkjöti kvað Loftur Bjarnason hins vegar vera svip- að og í fyrra. I « íift ¥ **3 7ff , *w #£37? ^e^es Þyrla flytur vara- hluti um borð í togara LANDHELGISGÆZLUNNI barst í gærmorgun beiðni um aðsttö 6 skip haía nú stöðvazt SEX kaupskip hafa nú stöðvazt í Reykjavíkurhöfn vegna verk- falls stýrimanna, vélstjóra og loftskeytamanna. Skipin eru Esja, Dettifoss, Goðafoss, Litlafell, Reykjafoss og Tungufoss. K'l. 20.30 srl. laugardagskvöld hófst sáttafundur með aðhu'm og stóð hann til kl. 23, en ekkert samkomulag náðist. Annar sáttafundur hefur ekki verið boðaður. frá togaranum Sigurði, sem vant aði nauðsynlega varahlut í gyra- áttavitann. Var óskað eftir þvi, að þyrla Landhelgisgæzlunnar kæmi til móts við togarann með þennan varahlut. Um eitt leytið í gærdag fór þyrlan TF-EIR af stað frá Reykjavík og flaug suður fyrir Reykjanes, en þangað var Sig- urður þá kominn. Varahluturinn, sem er mjög brothættur, var látinn síga niður til togarans í taug frá þyrlunni. Einn skipverja tók á móti hlutn- um og gekk það ágætlega. Að því búnu hélt Sigurður aft ur til veiða. (Vorverkin hef jast í Heiömörk S HEIBMÖRK hefu- verið opnuð almenningi u» umferð- ar, og skógræktarstarfiö mun nú hefjast þar af fullum krafti í þessari viku, að þvi er Einar E. Sæmundsen, hjá Skógræktarfélagi Reykjavík- nr, tjáði blaðinu í gær. Hann bað Mbrgunblaðið um skilaboð til landnemafé- laganna í Heiðmörk, að fara að undirbúa starfið, og láta vrta um komudag sinn í Heið- mörkina með því að hringja í síma 40313 eða 40300, sem 1 allra fyrst, því að nú er dag- I lega gott gróðursetningaveð- ur. — í ur. ¦ Fulltrúar Reykjavíkur á afmæli Kaupmantia- hafnar í JÚNÍMÁNUÐI verða mikil hátiðahöld í Kaupmannahofn til að minnast 800 ára afmælis borg arinnar. Fjöldi erlendra gesta verða viðstaddir hátíðahöldin dag ana 14. — 18. júní. Fulltrúar Reykjavíkur verða Geir Hallgrímsson, borgarstjóri Kristján Benediktsson, Guðmund ur Vigfússon og frú Auður Auð- uns. «.. Hvalbátarnir f jórir í Reykjavi kurhöfn skömmu áður en þeir hé ldu á miðin (Ljósm.: Ól. K. M.) Islenzkar skipasmíðastöðvar geta smíðað skuttogarana fjóra — segja framkvœmdastjórar Stálvíkur hf, og Slippstoðvarinnar hf. á Akureyri S E M kunnugt er hefur ríkis- stjórnin tilkynnt, að bún muni greiða fyrir kaupum og smíði á f jórum nýtízku skuttogurum fyr ir íslendinga. í þes&u sambandi hefur Morg- uiublaðið rætt við Jón Sveinsson, framkvæmdastjóra Stélvikur hf. í Garðahreppi, og spurzt fyrir um, hvort íslenzkar skipasmiða- stöðvar myndu geta smíðað skut- togarana. Jón sagði, að Stálvfk hf. gaeti byggt allt að 2000 rúmlesta skip, jafnt fiskiskip sem farskip. Hefði fyrirtækið hug á að byggja skut- togarana fjóra, ef úr smíði þeirra yrði. Jón Sveinsson sagði, að stór- stígar framfarir hefðu orðið síð- ustu árin í íslenzkum skipasmíð- um og gætu íslenakar skipasmíða stöðvar smíðað flestar þær gerð- ir skipa, sem landsmenn þörfnuð ust. Undanfarin ár hefðu skipa- smíðastöðvarnar fengið dýrmæta reynslu, sem hagnýtt yrði í au'kn am mæli á komandi árum. Hann sagði, að Stálvík myndi að sjálfsögðu sækja um smíði skuttogaranna allra, en hann teldi lágmarkið vera smíði tveggja þeirra til þess að verkið yrði hagkvæmt. Eðlilegt væri, Mikil aurbleyta ú vegum — fyrir norðan, austan og vestan Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru flestir orðnir fœrir VEGIR á Suðurlandi og Suð- vesturlandi eru nú flestir orðnir færir, nema Uxahryggjaleið, og hafa hlýindin undanfarið ráðið þar miklu um. Vegir eru víðast hvar færir á Vestfjörðum, Norð- urlandi og Austf jörðum. en aur- blcyta er þar mikil í vegum ennþá. Fært er orðið í Barðastrandar- sýslu vestur í Skálmardal, en Þorskafjarðarheiði er lokuð og ennþá er ekki búið að ->pna Pingmannaheiði. Aðr&i ðar á Vestfjörðum eru orðnar færar fyrir jeppa og létta, stærri bíla. Á Norðurlandi eru flestir vpg- ir færir. Siglufjarðaiskarð er þó lokað og er unnið að snjómokstri þar. Vegurinn um Lágheiði er einnig lokaður vegna snjóa, svo og á Axarfjarðarheiði. Um Vaðlaheiði og Fljótsheiði er aðeins leyfð umferð á jepp- um vegna aurbleytu. Unnið er að snjómokstri á Möðrudalsör- æfum og var það verk hafið fyrir helgina. Gangi allt að ósk- um verður væntanlega búið að ryðja véginn um miðja þessa viku, en hætt er við því, að vegurinn verði ekki opnaður strax fyrir umferð vegna aur- bleytu. Tækin, sem notuð eru við moksturinn á Möðrudalsöræfum, munu svo verða notuð til að ryðja veginn frá Hólsfjöllum niður í Vopnafjörð. Á Austurlandi eru vegir yfir- leitt færir, nema á Fjarðarheiði, þar sem snjór er ennþá. Víða á Austfjörðum er mikil aurbleyta og fjallvegir eru víða aðeins færir jeppum. Á Suðausturlandi er færð sæmileg umhverfis Hornafjörð og áfram austur frá Horna- firði. að togararnir fjórir yrðu allir smíðaðir innanlands ag meðlimir Landssambands skipasimíðastöðva annast tæknilegan undirbúning í sameiningu. Jón sagði, að Stálvik væri ekki eina skipasmíðastöðin hér á landi, sem gærti tekið smíði skut- togaranna að sér. Það gætu einnig skipasmíðastöðvarnar á Akranesi og Akiureyri, sem væru vel úitbúnar til slíkra smíða, auk fyrirtækis Marselíusar Bern- faarðssonar á Ésafirði. Jón Sveinsson sagði, að Jó- hann Hafstein, iðnaðarmálaráð- herra, hefði sýnt íslenzkum skipa smíðum mikinn stuðning eins og Bjarni Benediktsson, sem gegnt hefði embætti iðnaðarmálaráð- herra á undan J6hanni. Hann kvaðst vera þess fullviss, að gegndi Jóhann Hafstein emb- ættinu áfram myndi hann vinna að því á næstu árum, að hér risi upp öflugur skipasmíðaiðnaður, sem sparað gæti þjóðinni hundr- uð milljóna króna í gjaldeyri á tiltöluleg'a skömmuim tíma. Morgunblaðið átti einnig tal við Skapta Áskelsson, fram- kvænadastjóra Slippstöðvarinnar hf. á AkureyrL Skapti sagði, að hann teldi ekki aðeins að innlendar skipa- smíðasitöðvar gætu byggt þessa togara, heldur væri það þjóðinni til vansæmdar ef þeim yrði ekxi gef inn kostur á þvi. Sköpuð hefði verið aðstaða undanfarin ár til smíði stálskipa innanlands og m.a. gæti Slipp- stöðin hf. byggit allt að 2500 rúm lesa skip innanhúss. Skapti kvaðst telja smíði skut- togara tiltölulega auðveldari en smíði minni fiskis!kipa. Hann kvað Slippstöðina myndu sækja það fast að fá að smíða einhverja af skuittogurunum fjór um og að það verkefni yrði yfir- leitt falið innlendum skipasmíða- stöðvum. Tvær bilveltur SNEMMA sl. laugardagsmorg- un valt Volkswagenbíll á vegin- um við Tannastaði í Ölfusi. BiII inn stórskemmdist, en ökumað- urinn, sem var drukkinn, slapp ómeiddur, svo og farþegi. Bíllinn var frá bílaleigu og mennirnir, sem í honum voru, voru báðir ungir. Um kl. 21:15 í gærkvöldi var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um bílveltu á þjóðveginum aust ur í Skeiðum. Þar hafði oltið Traíbant-bíll, sem skemmdist nokkuð. ökumaðurinn, sem var einn, slapp með skrámur. Hreindýr falla úr harðrétti Höfn, Hornafirði, 29. mai. NÝLEGA kom saman við heimafé í Hoffelli fullorðinn 1 sauður, sem hefur gengið úti I í Hoffellsfjöllum. Ari Árna- l son, bóndi á Setbergi, fór ný- lega í Kollumúla og fann 3 hreindýr dauð, sem fallið höfðu úr harðrétti. Gróðri hefur loks farið nokk uð fram nú síðustu dagana og eru bændur byrjaðir að sleppa einlembum til f jalla. — Gunnar. 8 dagar unz dregið verður NU eru aðeins 8 dagar þar til dregið verður í hinu glæsilega landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins um 5 evrópskar bifreiðir að verðmæti 1.1 milljón kr. Hver vill láta happ úr hendi sleppa? Hver vill ekki fá glæsilega bifreið fyrir aðeins 100 kr. og geta ekið hvert á land sem er í sumarleyfinu? Látið ekki drag- ast að kaupa miða og gera skil. Skrifstofan er opin til kl. 22.00 á hverju kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.