Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 3
 MURGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1967. STAKSTEIMAR Leiðir Framsókhar llggja allar í sömu átt um síðir — og hver þekkir ekki gömlu Framsóknarl eiðina? SjúlfslæSisflokkurinn kynntur í sjónvurpi 1 GÆRKVÖLDI hófst f sjón- varpinu kynning á stjórnmála- flokkum og fer hún einnig fram í kvold. í gærkvöld fór fram kynning á Sjálfstæðisflokknum ©g eru myndirnar hér að ofan teknar í sjónvarpssal af þátttak- endum í henni. Ragnhildur He'lgadóttir forrn. Landssambands Sjálfstæðis- kvenna var kynnir. Ólafur B. Thors, formaður Heimdallar rakti nokkur atriði úr sögu Sjálfstæðisflokksins. Árni Grét- ar Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna gerði grein fyrir stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Geirþrúður Bernhöft og Jón Árnason aíþm. skýrðu stefnu Sjálfstæðisflokksins í verki. Pétur Ottesen fyrruTi alþm. ræddi um framtíð Is- lands, Bjarni Björnsson iðnrek- andi ræddi uim stórvirkjtwi o.fl. Pétur Sigurðsson og Auður Auð- uns svöruðu spurningum Val- gerðar Dan og Armanns Sveins- sonar. Að lokum flutti Geir Hallgrímsson, borgarstjóri loka- orð. Kynning þessi tókst með ágætum. IMorður- lands kjördæmi eystra * 'UTVARPSUMRÆÐUR fyrir Norðurlandskjördæmi eystra frá Skjaldarvík, fyrra kvöld, verða í kvöld kl. 20,30. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins verða Jónas G. Rafnar, alþm., Magnús Jóns- son, f jármálaráðherra og Bjart- mar Guðmundsson, alþm. Síðari umferðin verður n.k. föstudagskvöld. Klötpimúlin gungu ú víxl Peking Ulan Baior Peking, 29. maí. AP-NTB. PEKINGSTJÓRN og stjórn Mongólíu hafa skipzt á mót- mælaorðsendingum um helgina. Mótmælti mongólska stjórnin athæfi Rauðra varðliða úti fyrir sendiráði Mongólíu í Peking og Pekingstjórnin krefst þess, að þeim yrði hegnt, sem í Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu, sýndu kínverskum horgurum og sendimönnum yfirgang. „Fjölgáfaður, listelskaður.." VIÐ hverja eiga þessi Iýsinga- orð?: „Virðulegur, öruggur, dug- legur, ósérhlífinn, hjálpsamur, áhugasamur, fjörið, atorkan, heill, óskiptur, rökfastur, reikn- ingsglöggur, vel látinn, mesta foringjaefni, mikill starfsmaður, skeleggur baráttumaður, lands- þekktur fyrir snjöll blaðaskrif og snjalla ræðumennsku, dreng- skapar- og mannkostamaður öðrum meiri, gleggsti og víðsýn- asti þingmaður þjóðarinnar, bezti fulltrúi héraðs síns, rétt- sýnn og snjall málafylgjumaður, gáfaður lærdómsmaður, sérstæS- ur gáfumaður, snjall ræðumaður og dugmikill fulltrúi kjördæmis síns, gáfaður og framsýnn, glöggur, málhagur og rökfastur, ungur og traustur, harðsækinn í málefnabaráttu, hinn etfnilegasii forustumaður, greindur vel og víðsýnn, hófsamur og glöggur, snjall og drengilegur baráttu- maður, vel máli farinn og rök- fastur, viðsýnn félagsmálamað- ur, nýtur óskoraðs traust og vinsælda, ákaflega traustur, gáfaður og glöggur málafylgju- maður, drengilegur og hófsam- ur, afburða rökfastur, fjölgáfað- ur og listelskur, vinsæll, mikil- hæfur fulltrúi, hvass og skýr málfylgjandi og áhrifamikill". Þessi „yfirlætislausu" lýsingar- orð e>ru tekin af handahófi upp úr kynningu Tímans á fram- bjóðendum Framsóknartflokks- ins við alþingiskosningarnar 11. júni, og mega allir sjá, að hér er um sannkölluð ofurmenni að ræða, ef marka má lýsingar Framsóknarblaðsins. Örvænting grípur um sig Það er alveg augljóst af skrlf- um Tímans síðustu daga, aS mikil örvænting er að grípa nm sig í herbúðum Framsóknar- manna. Forsíður Tímans að und- anförnu hafa borið þessu giögg vitni. Sérstaklega var hlægileg forsíða Tímans sl. laugardag, þegar því var slegið upp með stóru letri, að ríkisstjórnin væri fylgjandi aukaaðild íslands að Efnahagsbandalaginu og liggja þó fyrir skýrar yfirlýsingar m.a. frá forsætisráðherra um hið gagnstæða. Fram&óknarflokkur- inn hefur í þessari kosningabar- áttu ekkert málefnalegt fram að færa, málgagn hans er í stöðugri vörn og örvæntingin er greini- lega að heltaka þá, sem þar halda um pennann. Nánari tengsl við A-Þýzkaland? Svo sem kunnugt er var mað- ur að nafni Guðmundur Ágústs- son kjörinn formaður Alþbl.- félags Reykjavíkur fyrir nokkru. Maður þessi er þekktur af endemum hér á landi fyrir grein ar sem hann skrifaði frá Austur- Berlín í Þjóðviljann þegar hinn illræmdi Berlínarmúr var reist- ur en greinar þesisar skrifaði hann undir nafninu gág. Talið er að gág, hafi stundað býsna FJÖLBREYTILEGT nám í A- Þýzkalandi. Einnig er vitað að tengsl kommúnistaflokksins hé* á landi við A-Evrópu hafa að töluverði leyti farið í gegnum A-Þýzkaland. Jafnframt er það á allra vitorði að skrifstofa kommúnistaflokksins hér hefur ráðstafað styrkjum til íslenzkra námsmanna í A-Evrópu. Nú er spurning hvort kjör gágs., sem formanns Alþbl.félags Reykja- víkur merkir að það félag, sé komið á stjórnunarsvæði a- þýzkra kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.