Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MAf 1967. Eiginmaður minn og sonur, Eyjólfur Pálsson frá Hjálmsstöðum, lézt að heimili sínu Laugar- nesvegi 92, laugardaginn 27. maí. ' Aðalfríður Pálsdóttir, Kósa Eyjólfsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sigtryggur Leví Agnarsson Langholtsvegi 37, lézt að morgni 28. maí í Borigarspítalanum. Þórunn Stefánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn, Hans Guðmundsson, andaðist 27. maí. Arndís Skúladóttir. Systir okkar, Sigríður R. Jochumsdóttir, Grænuhlíð 14, lézt 1 Landsspítalanum 28. þ. m. Fyrir hönd fjarstaddra bræðra og annarra vanda- manna. Margrét Ásgeirsdóttir, Geirþrúður J. Ásgeirsd. Kúid. Móðir okkar, Þuxíður Sæmundsen, lézt að heimili sínu á Blöndu- ósi laugardaginn 27. mai. Þorgerður Sæmundsen, Magdalena Sæmundsen, Pétur Sæmundsen. Móðir okkar, María Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Kleppsvegi 36, andaðist í Landakotsspítalan- um sunnudaginn 28. maí. Laufey Þórðardóttir, Sólborg Þórðardóttir, Olgeir Þórðarson, Ólafur B. Þórðarson, Árni Þórðarson. Eiginmaður minn og faðir okkar, Hafsteinn S. Tómasson, trésmiðameistari, Kaplaskjólsveg 64, andaðist I Landspátalanum aðiaranótt sunnudagsins 28. mad síðastliðinn. Guðný Steingrúnsdóttir og börnin. Okfavia Emilía Briem f. Gudjohnsen - Minning Fædd 25. apríl 1886 Dáin 21. mai 1967 FRÚ EMILÍA Briem var fædd á Vopnafirði 25. apríl 1886. For- eTdrar hennar voru hjónin Pétur Guðjohnsen verzlunarstjóri og Þórunn E. Halldórsdóttir. Að henni stóðu sterkir stofnar í báð- ar ættir. Föðurafi hennar var Pétur Guðjohnsen, organleikari og tónskáld í Reykjavík, móður- afi hennar var Halldór Jónsson, prófastur á Hofi í Vopnafirði, héraðshöfðingi, alþingismaður og landskunnur maður á sl. öld. Fram til þessa tíma hafa verið lifandi minningar í Vopnafirði um hann og hans stóra og merki lega á heimili á Hofi. í kirkjugarð inum á Hofi stendur fallegur minnisvarði, gjöf frá sóknar- börnum hans. Frú Emilía hlaut hið bezta uppeldi á heimili foreldra sinna og naut þeirrar menntunar til munns og handa, sem þá var kost ur fyrir ungar stúttkur. Auk þess fór hún til Danmerkur til frek- ari menntunar. Hún Maut í vöggugjöf marga af eðliskostum ættar sinnar. Hún var álíts- Konan mín og móðir okkar, Jónea Hólmfríður Friðsteinsdóttir, andaðiist á Landakotespítala 18. maí. Jarðarförin hefur far- ið fram. Við þökkuim vináttu ag veLvilja. Arnlaugur ólafsson, Halldóra Hafliðadóttir, Ástríður Hafiiðadóttir, Hákon Hafliðason, Helgi Hafliðason. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför drengsins okkar, Jóns Rúnars Ipsen, Bræðraborgarstíg 24. Iris Þórarinsdóttir, Werner Ipsen, Guðrún Jóhannsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýttiug við andlát og jarðarför móÖur okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Guðmundínu Sigríðar Matthíasdóttur. Sigríður Kolbeinsdóttir, Bjarni Kolbeinsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn öllum þeim, sem á svo margvíslegan hátt hafa sýnt okkur samúð og hiuttekningu vegna fráfalls, Finns Th. Finnssonar, flugmanns, er lézt hinn 3. maí A send- um við hugheilar þakkir og kveðju. Foreldrar og systkin. stúlka, stillt og þó glaðlynd, fasprúð og aðlaðandi í viðkynn- ingu. Hún var starfsgttöð, vinnu- fús og rösk og veitti allt létt, er hún snerti við. Hún vax list- hneigð, lék vel á píanó — enda síðar organisti í Vopnafjarðar- kirkju í mörg ár, og fór það mjög vel úr hendi. Framtíðin virtist því blasa við benni björt og greiðfær. En örlögin höfðu ætlað henni óvænt og erfitt hlut- verk. Móðir hennar varð fyrir sttysi, sem þrátt fyrir þá iækn- ishjálp, sem þá var fáanleg, varð því valdandi að hún varð rúmliggjandi sjúklingur það sem eftir var ævinnar. Þegar þetta sorglega slys kom fyrir var Emilía opinberlega trú- lofuð. Mannsefni hennar var efnilegur danskur maður. Stóð ta að hún giftist og flytti til Danmerkur. En þegar sýnt var að móðir hennar fengi ekki heilsu aftur, eða þyldi að flytj- ast burtu, slitu þau sambandi sínu, þar sem hann hafði ekki tök á að flytja hingað. Emilía tók nú að sér heimili móður sinnar og annaðist hana, rúmliggjandi sjúkling, með slíkri ástúð og hugkvæmni, sem bezt varð á kosið. Vinir og kunningjar voru margir og ávallt velkomnir að sjúkrabeði Þórunnar, sem var bæði gáfuð, víðsýn og ræðin, og fylgdist mjög vel með því, sem var að gerast í kring um hana, og með hag og kjörum fólksins. Það höfðu því margir gaman að eiga samræður við gömlu konuna, bæði til að skemmta sjálfum sér og stytta henni langar stundir rúmlegunnar. Þegar sími kom á Vopnafjörð, leigðu þær mæðgur honum hús- næði í íbúð sinni. Emilía tók að sér stöðvarstjórastarfið og því starfi hðlt hún, þar til hún flutt- ist burtu úr Vopnafirði. Starf þetta tókst henni með mikilli prýði. Var hún rómuð fyrir lip- urð og góða afgreiðslu. En þreytt var hún stundum, er símatímanum var lokið. Árið 1922 dó frú Þórunn eftir 14 ára legu. Emilía hélt áfram síma- og organistastörfum þar til vorið 1924 að henni barst bréf frá vinkonu sinni og fraendkonu, Valgerði Lárusdóttur Briem, prestskonu á Akranesi, er þá lá fyrir dauðanum. Bað hún hana að taka að sér umsjón heimiíis hennar framvegis. Em- ilía brá þegar við til að gera vilja vinkonu sinnar, sem var látin er hún kom vestur. Tók hún þegar til við hið nýja verk- efni með sama áhuganum, og hún hafði áður sýnt í sínu fyrra starfi og tveim árum síðar, 30. maí 1926, gengu þau séra Þor- steinn Briem í hjónaband. Það var stórt og umsvifamikið ábyrgðarstarf, s em frú Emilía tók að sér á Akranesi. Heimilið var stórt: 4 börn af fyrra hjóna- bandi séra Þorsteins, og síðar bættist við fósturbarn, Halldór Briem, bróðurson hans. Auk Við flytjum innilegar alúð- arþakkir ykkur öllum, sem með margvíslegum hætti auð- sýnduð okíkur samúð og vin- áttu við fráfall elskulegs eig- inmanns míns, sonar okkar, tengdasonar, bróður og tengdabróður, Egils Benediktssonar, flugstjóra. Steinunn E. Jónsdóttir, Benedikt Gislason, Geirþrúður Bjarnadóttir, Jón Pálsson, Kristín Þórðardóttir, systkin og tengdasystkin. þess svo gestagangur og risna, eins og gerist á prestsheimili i stóru prestakalli. Og þar sem séra Þorsteinn var líka prófast- ur, og auk þess alþingismaður í 8 ár, má nærri geta að ekki hafa minnkað við það umsvifin. Öllu þessu sinnti frú Emilía með mikilli prýði og sómdi sér vissu- lega að sínu leyti ekki síður sem prestskona á Akranesi, en hún hafði gert við störf sín á Vopna- firði, þótt þar sé ólíku saman að jafna. Og með hvílíkri rækt og kæpleika hún hafði rækt upp- eldi barnanna, sýnir bezt ástúð sú, sem stjúpdætur hennar sýndu henni síðustu 4r ævi hennar, eftir að hún missti heilsuna. Um tveggja ára skeið var séra Þorsteinn Briem ráðherra, og urðu þau þá að búa í Reykja- vík. Lítt virtist mér frú Emilíu getast að þeirri breytingu, enda var hún ekki metorðagjörn. Mun hún ekki hafa syrgt það að flytja til Akraness aftur. En því miður leið nú að því, að þar yrðu líka breytingar á. Heilsu séra Þorsteins hnignaði mjög síðustu prestskaparár hans, og varð hann að segja af sér em- bætti 1946. Eftir það var hann sjúklingur til æviloka, 1949. Kom þá enn í hlut frú Emilíu að stunda hann sem sjúkling. Kom sér þá vel reynsla hennar frá Vopnafirði Og víst er um það, að hún stundaði hann með sömu árvekninni og umhyggj- unni og móður sína fyrrum. Eftir lát manns síns gafst henni enn tækifæri til að stunda sína nánustu í veikindum þeirra. Guðrún, systir hennar, kom hingað suður með slæma hjarta- bilun. Bjó hún hjá Emilíu um tíma, sem lét sem mjög annt um hana. Svo var Guðrún orðin hress siðast, að hún var farin að ganga út. En þá víldi það slys til, að hún varð fyrir bíl, og lézt samstundis. Frú Emilíu varð mikið um það slys. Frú Emilía varð síðast sjalf sjúkflingur, sem þurfti hjúkrunar við það sein eftir var ævinnar. Heilsan var biluð af of miklli líkamlegri og andlegri áreynslu, þrekið var þorrið. Hún lézt 21. maí sl. Þegar éa lít yfir æviferil frú Emilíu Briem, þá stendur hún mér fyrir hugskotssjónum sem mjög mikilhæf kona. En hún stendur þar ekki síður sem sannkallað göfugmennL Það mætti segja sem einkunnarorð hennar orðin: kærieikur og fórn fýsi. Meðan ég þekkti hana var hún alltaf að hugsa um að gera einhverjum gott. Hún var alltaf að fórna sér fyrir aðra. Og það var ekki aðeins hún móðir henn- ar, sem varð fyrir því. Það voru margir, sem þurftu þess við þá. En hún var líka sanntrúuð krist- in manneskja, sem taldi kristin- dóminn fyrst og fremst fólginn í því að lifa eftir orðum frels- arans, sem sagði: ,,Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra". Svo stendur frú Emilía Briem fyrir r»inum sjónum. Svo mun hún standa fyrir augum flestra, sem þekktu hana. Ég vil svo að lokum þakka henni fyrir hönd mína og míns fólks fyrir allt, sem hún var okkur. Blessuð sé minning hennar. , Jakob Einarsson. Á kveðjustund frii EmMíu Briem, prófastsekkju frá Akra- nesi, er fullkomlega viðeigandi að vitna til orða hins mikla post- ula, sem hann við hafði undir ævilokin: „Ég hefl barizt góðu baráttunni, hefi fullnað skeiðið, befi varðveitt trúna". Vlð borur hennar vöknuöu hjá mér ljóslifandi endurminningar frá dvöl á heimi'li hennar og síra Þorsteins, fyrir mörgum árum. — Hjá þeim gistu ósjaldan ferða langar, er komu til Akraness svipaðra erinda og ég. Ein þeirra minninga er frá messu í Akranesskirkju. Því hafði ég tekið eftir, að síra Þor» steinn var byrjaður snemma vik- unnar að efna til ræðu næsta sunnudags. Hann var vandur að virðingu sinni sem sálnahirðir og gerði strangar kröfur til sín í prédikunarstól, jafnt og til allrar annarrar prestsþjónustu, enda kunnur, sem einn af ágæt- ustu prestum þjóðarinnar. Ég var prestshjónunum sam- ferða til kirkjunnar. Þegar inn úr dyrunum kom sá ég að kirkj- an var nálega full, og var þó ekki hátíðisdagur. Þegar prest- urinn gekk inn eftir gólfinu ríkti í söfnuðinum djúp þögn og eftir- vænting. Slíkar viðtökur fá að- eins prédikarar, sem flytja ómengaðan fagnaðarboðskap og fara ekki með hégómamál. Frú Emilía var manni sínura einstaklega samhent. Þau báru hvort annars byrðar. Hún reyndist börnum hans frá fyrra hjónabandi sem bezta móðir, hugsaði svo vel um heimilið, að á betra varð ekki kosið. Og 1 prestsstarfinu var hún honum góður samverkamaður. Frú Emilía lét sér annt um barnastarf safnaðarins. Á heim- ili sínu hðlt hún fundi fyrir ungl ingsstúlkur vikulega, meiri hluta árs. Þá voru stofurnar á stóra prestssetrinu oft troðfull- ar. Frúin lék á píanó. Hún las unglingasögur, sem hún hafði snúið úr Norðurlandamálum. Mikið var sungið af léttum söngvum síra Friðriks Friðriks- sonar og annarra æskulýðs- skálda. Þá var lesið í Guðs orði» flutt hugleiðing og beðin bæn. — Vitað er að margar þessara ungu stúlkna hafa æ síðan búið Ellin þakkar vinum vænum vegleg blóð og kveðjur hlýjar, eilífðar á grundum grænum geislar lýsa brautir nýjar, Hannes Jónsson, 75 ára. Hjartanlega þaklka ég öllum vinum mínum nær og fjær, fyrir að þeir minntust mín svo eftirminnilega með skeytum og hlýjum kveðjum á sjötugs- afmæli mínu þann 10. maí s.l. — Sérstaklega þakka ég eldri og yngri félögum í Karlakór Hornafjarðar og Kirkj'Ukór Bjarnanessóknar, ennfremur sveitungum mínum og öðrum, í náiægurn hreppum, fyrir gjafir og ánægjulega stund, nefndan dag, í Mánagarði og þann heiður, er þeir veittu okkur hjónuim. —- Heill og gæfa fylgi ykkur öllum. Bjarni Bjarnason, Brekkubæ, HornafirðL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.